Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ............á bólgur, á eymsli, á liðverki... GENGI hlutabréfa í Íslandssíma lækkaði um 26,3%, úr 5,70 í 4,20, á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Mjög lítil viðskipti voru að baki lækk- uninni. Gengi bréfa í félaginu hefur lækkað um 52%, úr 8,75 í 4,20, frá útboðsgengi til almennings sem lauk þann 31. maí sl. Félagið var skráð á VÞÍ 13. júní sl. Á því tíma- bili hefur úrvalsvísitalan lækkað um 1,1%. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær sendi Íslandssími frá sér afkomuviðvörun á fimmtudag þar sem fram kom að afkoma félagsins fyrstu sex mánuði ársins yrði undir væntingum. Meðal ástæðna sem nefndar eru í afkomu- viðvöruninni er að kostnaður vegna gagnasambanda við útlönd og sam- tengigjalda sé meiri en gert var ráð fyrir og óhagstæð gengisþróun. Jafnframt hafi afkoma Títans, sem Íslandssími á 58% í, verið mun lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í morgunkorni Íslandsbanka í gær kemur fram að í útboðslýsingu Íslandssíma hafi komið fram að áætlað tap fyrir afskriftir og fjár- magnsliði væri 103 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins og heildartap tímabilsins 304 milljónir króna. Áætlaður hagnaður Títans allt árið næmi, samkvæmt útboðs- lýsingu, 6 milljónir króna. „Útboðs- og skráningarlýsing Ís- landssíma er dagsett hinn 14. maí síðastliðinn og var þar farið ítarlega yfir áætlanagerð félagsins og rekstrarhorfur. Að mati Greiningar Íslandssíma verður að teljast eðli- legt að félagið gefi nánari skýringar á frávikum afkomu frá áætlunum, enda er mjög skammur tími liðinn frá dagsetningu útboðslýsingar. Í því samhengi er t.d. rétt að hafa í huga að nánast öll gengislækkun krónunnar var þegar komin fram þegar útboðslýsingin var gefin út,“ segir í morgunkorni Íslandsbanka. Íslandsbanki annaðist útboð Ís- landssíma í maí sl. Afkomuviðvörun ekki til þess að vekja traust fjárfesta Í hálf fimm fréttum Búnaðar- bankans í gær kemur fram að þar sem svo stutt er síðan félagið gaf út rekstraráætlun sé erfitt að skýra hvað hefur breyst í rekstri fyrir- tækisins á þessum tíma. „Takmarkaðar upplýsingar eru veittar í afkomuviðvöruninni og ekki birtar neinar tölur svo erfitt er að draga ályktanir um hversu mikil frávikin frá áætlunum eru. Nefnd eru neikvæð áhrif vegna gengisþró- unar en lækkun krónunnar á árinu var að stærstum hluta komin fram þegar útboðslýsingin var gefin út um miðjan maí. Íslenska krónan lækkaði um 15% frá áramótum fram að 30. júní en lækkunin frá útgáfu útboðslýsingar fram að 30. júní var tæp 4%. Í afkomuviðvöruninni er ekki skýrt frá ástæðum kostnaðar- hækkana í gagnasamböndum og samtengigjöldum. Óvíst er hvort þessar hækkanir muni hafa áhrif á reksturinn til lengri tíma eða hvort um tímabundin áhrif er að ræða. Án frekari skýringa frá félaginu er því erfitt að leggja mat á áhrifin á reksturinn. Þá verður að teljast óheppilegt fyrir félagið að birta þurfi afkomuviðvörun svo stuttu eft- ir hlutafjárútboð og birtingu áætl- ana og er það ekki til þess fallið að vekja traust fjárfesta,“ segir í hálf fimm fréttum Búnaðarbankans. Íslandssími lækkar um 52% frá útboði LANDHELGISGÆSLAN varð vör við þrjá borgarísjaka út af Vest- urlandi og Vestfjörðum þar sem hún var í gæsluflugi í gær. Í til- kynningu frá Landhelgisgæslunni eru þeir sagðir nokkuð mynd- arlegir og standa 75 til 90 metra upp úr sjó. Sá stærsti þeirra er talinn botnfastur á 200 metra dýpi og mun hann hafa verið á sama stað í fimm daga. Hinir jak- arnir eru taldir litlu minni. Frið- rik Höskuldsson, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, segir að allt- af fylgi nokkur hætta á ísjökum af þessu tagi. „En þeir sjást nú samt mjög vel í ratsjá, en svo eru alltaf aðrir litlir á stangli í kring- um þá og þeir geta líka verið hættulegir,“ sagði hann. Friðrik lýsti stærsta jakanum sem svaka- legum mola. „Hann er líka flott- ur, með göngum undir eins og Dyrhólaey. Svo er eins og sund- laug ofan á öðrum hinna jak- anna,“ bætti hann við og taldi að það mundi verða kalt bað sem ekki væri fýsilegt að stinga sér í. Borgarís- jakar út af Vest- fjörðum FRJÓKORN í lofti hafa aukist að undanförnu og hefur frjó- talan farið yfir 30 í mælingum Náttúrufræðistofnunar Ís- lands. Margrét Hallsdóttir, jarð- fræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun, segir að þegar frjótal- an sé undir 10 sé talað um að lítið sé af frjókornum í and- rúmslofti en fari hún yfir 30 sé talað um að mikið sé af þeim. Að sögn Margrétar var tek- in upp sú nýbreytni í sumar að mæla frjókorn á hverjum degi til auka þjónustu við fólk, en hún segir að frjókornaofnæmi sé þó ekki eins algengt hér á landi eins og víða erlendis. „Um 10% íbúa á aldrinum 20 - 44 eru með frjókornaof- næmi en svo leggst þetta líka á börn. Þetta lýsir sér með kláða í nefi sem veldur hnerra og jafnframt klæjar fólk í aug- un. Þá fær fólk aukið nef- rennsli, glært, en ekki eins og þegar það fær veirusýkingu, og sumir halda að um kvef sé að ræða. Fólk fær samt ekki hita.“ Björn Árdal, barnalæknir, segir að 5-10% barna á átta ára aldri séu með frjókornaof- næmi og hækki sú tala með unglingsaldrinum en eftir tví- tugt sé ofnæmið komið fram hjá flestum. Hann segir að þessa dagana hafi verið mikil aukning í að fólk leiti sér að- stoðar vegna frjókornaofnæm- is. „Það hefur verið svo mikið rigningaveður og á meðan það er svoleiðis fer ekkert af frjó- kornum út í loftið. Þannig nær grasið að þroskast vel og svo fjúka frjókornin út í loftið í miklu magni í þurrkinum.“ Margir leita lækn- is vegna frjókorna KONAN sem slasaðist alvarlega í bifhjólaslysi í miðbæ Keflavíkur þann 4. júlí sl. er á batavegi sam- kvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæsludeild Landspítal- ans í Fossvogi. Konan, sem er um tvítugt, hefur verið flutt á bæklunardeild spítalans en hún losnaði úr öndunarvél á mið- vikudag. Á batavegi eftir bif- hjólaslys LÖGREGLAN í Reykjavík hefur, í framhaldi af þeim átökum sem áttu sér stað í miðborg Reykjavíkur 17. júní, skoðað hvernig lögregluyfirvöld eru í stakk búin til að bregðast við að- stoðarbeiðnum einstaklinga af er- lendum uppruna, sem ekki tala reip- rennandi íslensku og þekkja ekki vel til íslensks réttarkerfis. Lögreglan hefur haft af því áhyggjur hversu sjaldan fólk af erlendum uppruna, sem verður fyrir áreiti eða mismunun vegna uppruna síns, kærir slík mál til lögreglu. Að sögn Karls Steinars Valssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns ráðfærði lögreglan sig við Miðstöð nýbúa og eftir ítarlegar umræður um málið var ákveðið að grípa til þríþættra að- gerða. Í fyrsta lagi muni Miðstöð nýbúa leggja lögreglunni í té ákveðna fræðslu um þá menningarheima sem eru að setjast hér að og þau mál sem því tengjast og nauðsynlegt er að lög- reglumenn þekki til svo þeir séu í stakk búnir til að sinna sínu starfi. Þá mun lögreglan í Reykjavík veita fræðslu á vegum nýbúasamtakanna sem tengjast fyrsta þrepi réttarkerf- isins og að lokum verður ákveðnum lögreglumanni falið að vera megin- tengiliður embættisins við Miðstöð nýbúa og mun það starf líklega hefj- ast í haust. Miðstöðin geti þá bent nýbúum á að ráðfæra sig við þennan lögreglumann, en ekki er enn búið að ákveða hvort viðkomandi muni taka á móti kærum eða leiðbeina fólki um hvernig eigi að haga sér í kerfinu. „Það getur verið nokkurt skref að tilkynna til lögreglu um brot, jafnvel fyrir Íslendinga, hvað þá fyrir fólk sem jafnvel kemur úr menningar- heimi þar sem minna traust er borið til lögreglu en hér er gert. Einnig geta tungumálaörðugleikar orðið þess valdandi að fólk leiti síður til lög- reglu. Við teljum aftur á móti mik- ilvægt fyrir okkur að geta brugðist á öruggan hátt við aðstoðarbeiðnum og veitt þá þjónustu sem lögreglu ber að veita öllum íbúum höfuðborgarinnar, óháð uppruna,“ segir Karl Steinar. Lögregluyfirvöld og fólk af erlendum uppruna Tengiliður við nýbúa tekur til starfa í haust Ljósmynd/Landhelgisgæslan Stóri ísjakinn er tilkomumikill, en hæð hans úr sjó er á við Hallgrímskirkjuturn og hann talinn vera botnfastur á um 200 metra dýpi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.