Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 18
ÚR VERINU 18 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið bann við línuveiðum á ákveðnu svæði fyrir Suðurlandi. Banninu er ætlað að koma í veg fyrir veiðar á smákeilu, sem hafa verið miklar að undanförnu. Bannið er ákveðið að tillögu Hafrannsókna- stofnunar. „Dagana 19. til 21. júní mældu eftirlitsmenn Fiskistofu keilu, sem landað var úr þremur línubátum. Stærð keilunnar var sem kalla má með eðlilegum hætti úr einum bátanna, þar sem meðallengdin var 55,7 senímetrar eða um helmingur af fjölda 55 sentimetrar eða minni. Þessi keiluafli, um 11,6 tonn, (30% af blönd- uðum afla) fékkst í kantinum út af Vík á 330 til 390 metra dýpi. Hinar mælingarnar tvær voru með allt öðrum hætti, enda meðallengd keilu 43,6 og 48,8 sentimetrar. Hlut- fall fisks 55 sentimetrar eða minni í þessum sýnum var 96 og 84% og hlut- fall 45 sentimetrar eða minni 76 og 35%. Landaður keiluafli úr þessum bátum var 8,4 tonn (36% aflans) og 6 tonn (14% aflans). Annar þessara báta var með línuna á 70 til 100 metra dýpi, hinn á 90 til 130 metra og einnig 330 til 750 metra dýpi,“ segir í tillög- um Hafrannsóknastofnunar. Að jafnaði er helmingur keilunnar kynþroska við 57 sentimetra lengd, einungis fjórðungur við 50 sentimetra lengd og um 10% 45 sentimetrar að lengd. Uppistaðan í þessum afla er því ókynþroska fiskur. „Í framhaldi af þessum mælingum hefur verið rætt við nokkra skipstjóra línubáta sem sækja á þessi mið um þetta ástand. Eru þeir sammála því að þær mæl- ingar sem hér eru kynntar séu í sam- ræmi við þeirra reynslu, nánast ekk- ert nema smákeila sé uppi á grunnunum og niðri í köntunum fari hún óðum smækkandi. Svo virðist sem lítið sé eftir af stórum fiski á hefðbundnum keiluslóðum. Hafrann- sóknastofnun telur þá stöðu sem upp er komin afar varhugaverða. Svo virð- ist sem sókn línubáta beinist að þess- ari smákeilu þar sem ekki er aðra keilu að hafa. Í ljósi þess leggur Haf- rannsóknastofnun til að línuveiðar verði bannaðar með reglugerð um ótiltekinn tíma á svæði sem nær frá Kötlugrunni og austur fyrir Stokks- nesgrunn niður á um það bil 200 metra dýpi. Hólfið nær þó ekki alveg upp að landinu í Mýrabug austan Tví- skerja vegna þess að á því svæði bein- ist línusókn jafnan meir að öðrum teg- undum en keilu,“ segir í tillögu Hafrannsóknastofnunar. Vernda smákeilu með veiðibanni                                                                                      HIÐ nýja fjölveiðiskip Huginn VE landaði um 1.800 tonnum af kol- munna á Seyðisfirði í gær eftir sína fyrstu veiðferð. Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri, segir að veiðiferðin hafi gengið mjög vel og allt virkað eins til hefði staðið. „Við vorum rúma tvo sólarhringa að fá þetta og köstuðum sjö sinnum og var mest um 300 tonn í hali. Það er mok- veiði þarna á Rauða torginu og voru um 15 skip, íslenzk og færeysk við veiðarnar,“ segir Guðmundur Hug- inn. Gert er ráð fyrir því að setja upp vinnslulínu og frystingu um borð í skipinu seint í haust og verður þá hægt að flaka og/eða heilfrysta um 100 tonn á sólarhring og auka afla- verðmætið þannig verulega. Guð- mundur Huginn segir að nú verði haldið áfram á kolmunnanum fram á haustið og loðnan látin eiga sig með- an hann gefist. Hann leggur áherzlu á að skipið reynist í alla staði vel og bendir meðal annars á að Norðmenn hafi komið til að skoða skipið til að fá samanburð við eigin skip, en þeir muni hugsanlega láta smíða fyrir sig í Chile. „Þeim leizt vel á skipið og sögðu það skip framtíðarinnar. Og nú er bara að láta dæmið ganga upp,“ segir Guðmundur Huginn Guðmundsson. Morgunblaðið/Guðmundur Oddur Huginn VE 55 kom til Seyðisfjarðar í gær úr sinni fyrstu veiðiferð með um 1.800 tonn af kolmunna. Mokveiði á Rauða torginu SENDIFULLTRÚI heimastjórnarPalestínumanna í Noregi, Omar Sabri Kitmitto, er nú staddur á Ís- landi. Heimsóknin er ekki opinber heldur er Kitmitto kominn hingað til lands til að vera viðstaddur brúðkaup sonar síns. Kitmitto er norskur ríkisborgari og búsettur í Noregi. Á blaðamannafundi í gær kom fram að Kitmitto telur ekki mikla von til þess að Ísraelar og Palest- ínumenn geti samið um frið á með- an Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, setur svo ströng skilyrði fyrir friðarviðræðum sem raun ber vitni. En Sharon hefur ítrekað lýst því yfir að viðræðum verði ekki haldið áfram fyrr en „alger ró“ kemst á. „Ég held að Sharon vilji að uppreisn Palestínumanna haldi áfram til að hann haldi völdum. Þegar hætta vofir yfir Ísraelum standa þeir saman og að mínu mati hugsar Sharon sem svo að þjóð hans muni fylkja sér á bak við hann meðan hætta vofir yfir. Hættan á stríði við Palestínumenn tryggir Sharon áframhaldandi völd.“ Palestínumenn fordæma hryðjuverk Sendiherrann segir palestínsku þjóðina nú kalla eftir vernd al- þjóðasamfélagsins. „Við viljum að farið sé eftir alþjóðasamningum sem eiga að tryggja jöfnuð borgara á alþjóðavísu. Það hefur komið berlega í ljós að Ísraelar bregðast mjög harkalega við árásum Palest- ínumanna. Þegar einni byssukúlu er skotið í átt að ísraelskum her- sveitum svara þær með flugskeyt- árásum F-16-orr- ustuþotna. Palestínska þjóðin er hrædd og hjálp- arlaus.“ Aðspurður segir Kitmitto Palestínu- menn ekki setja neina skilmála fyrir utanaðkomandi af- skiptum af deilun- um. „Við viljum bara að þriðji aðili komi til og að al- þjóðasamfélagið geri sér grein fyrir ástandinu í heima- landi okkar.“ Þá leggur Kit- mitto áherslu á að Palestínumenn fordæmi hryðju- verk í ætt við sjálfsmorðsárásina sem gerð var á diskótek í Tel Aviv í júní þegar fjöldi manns lét lífið og enn fleiri slösuðust. „Það eru óábyrgir einstaklingar sem gera slíkt. Aðgerðir sem þessar eyði- leggja fyrir okkar málstað. Mun- urinn á Ísrael og Palestínu er sá að það er ísraelska ríkisstjórnin sem fyrirskipar árásir á Palest- ínumenn en ekki óábyrgir einstak- lingar.“ Sendiherrann segir enn fremur fráleitt að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hafi fullt vald á palestínskum hryðjuverka- samtökum eins og Ísraelar hafa haldið fram. „Fram til þessa hefur Arafat gert hvað hann getur til að sporna við hryðjuverkum.“ „Verðum að halda í vonina“ Þegar sendiherrann er inntur eftir því hvort Palestínumenn muni sætta sig við eitthvað minna en það sem boðið var í Camp David- viðræðunum í fyrra þegar rætt var um að Ísraelar og Palestínumenn myndu deila með sér yfirráðum yf- ir Jerúsalem og að Ísraelar myndu afsala sér 95% af hernumdu svæð- unum, segir hann Palestínumenn opna fyrir öllu svo lengi sem hægt verði að komast að end- anlegri niðurstöðu. „Á hinn bóginn getum við ekki samið ef við náum ekki sátt um réttindi flóttamanna okkar á hernumdu svæðunum. Í Camp David neitaði Arafat að skrifa undir sáttmálann vegna þess að í honum var ekki gert ráð fyrir réttindum palestínskra flótta- manna.“ Omar Kitmitto segir Palestínumenn vilja að samið verði um vopna- hlé og um útfærslu Mitchell-skýrslunnar en þegar hann er að lokum inntur eftir því hvort hann sé bjartsýnn á að samkomulag náist í náinni framtíð segist hann halda í vonina. „Sem stjórnmálamaður vil ég ekki gefa upp von því það er gagnslaust að vera í pólitík ef mað- ur heldur ekki í vonina. Á hinn bóginn komst Ariel Sharon til valda með því að lofa landnemum á hernumdu svæðunum því að þeir myndu fá meira land. Nú vill hin alþjóðlega Mitchell-nefnd að Ísr- aelar afsali sér hluta af hernumdu svæðunum og það getur Sharon ekki fallist á vilji hann halda völd- um,“ sagði Kitmitto. Sendifulltrúi heimastjórnar Palestínumanna Farið verði eftir alþjóðasamningum Sendifulltrúi heimastjórnar Palestínu- manna á Íslandi er í einkaerindum hér- lendis um þessar mundir. Kitmitto ræddi ástandið í heimalandi sínu á blaðamanna- fundi á Hótel Sögu í gær sem Hrafnhildur Huld Smáradóttir sótti. Omar Sabri Kitmitto BRESKI þingmaðurinn David Davis dró í gær til baka framboð sitt til embættis leiðtoga Íhalds- flokksins og lýsti yfir stuðningi sínum við annan frambjóðanda, Iain Duncan Smith. Þingmenn flokksins kusu á fimmtudag milli þeirra fimm sem gefið höfðu kost á sér og lenti formaður flokks- ins, Michael Ancram, í neðsta sæti og kemur því ekki lengur til greina. Fékk Ancram 17 at- kvæði en Davis 18. Davis sagði á fréttamannafundi í gær að ljóst væri að hann gæti ekki náð hinum frambjóðendunum þremur og að Duncan Smith væri sá frambjóðandi sem næstur væri Davis í hugmyndafræði. Þeir þrír sem eftir eru í kosn- ingaslagnum eru Michael Portillo, sem fékk 50 atkvæði á fimmtudag, Iain Duncan Smith, sem fékk 42 atkvæði og Kenneth Clarke, sem fékk 39. Yfirlýsing Davis er álitin koma sér illa fyrir Portillo, en Duncan Smith er, eins og Davis, fulltrúi hægri arms flokksins og var mikill stuðningsmaður Margareth Thatc- her. Talið er að flestir stuðnings- manna Davis muni greiða Duncan Smith atkvæði sitt í næstu umferð kosninganna. Portillo hefur hins vegar fært sig nær miðjunni og er talinn fulltrúi frjálslyndari íhalds- manna. Kenneth Clarke er líklega vinsælastur þeirra þriggja meðal almennings, en stuðningur hans við Evrópusambandið og evrópska myntbandalagið mun líklega verða honum fjötur um fót. Duncan Smith er hins vegar talinn vinsæll meðal flokksbundinna íhalds- manna. Næsta umferð kosninganna fer fram snemma í næstu viku og munu þeir tveir sem flest atkvæði fá halda áfram. Allir flokksbundnir íhaldsmenn velja á milli þeirra. Lýsir stuðn- ingi við Smith London. AP, AFP. David Davis dregur sig út úr leiðtoga- slagnum í breska Íhaldsflokknum Iain Duncan Smith GEIMVÍSINDAMENN í Arizona í Bandaríkjunum hafa staðfest að 12 litlir hlutir sem fyrst sáust fyrir tæplega ári séu á óreglulegum spor- brautum um Satúrnus. Aftur á móti er ekki ljóst hvort hægt er að kalla þessa hluti tungl. Alþjóðlegur hópur vísinda- manna uppgötvaði þessa óljósu hluti í september sl. með því að nota öfluga sjón- auka og stafrænar myndavél- ar. Í tímaritinu Nature sl. fimmtudag var síðan greint frá annarri athugun sem stað- festir hina fyrri uppgötvun. Ef þessir hlutir teljast vera tungl myndi Satúrnus alls hafa 30 slík, eða fleiri en nokkur önnur reikistjarna í sólkerfinu. Úranus, þriðja stærsta plánetan í kerfinu, hefur 21 tungl. Rob Whiteley, við Háskól- ann í Arizona, sem var einn þeirra þriggja stjarnfræðinga sem staðfestu fyrri uppgötv- unina, segir að líklega verði þessir hlutir ekki flokkaðir sem tungl. Líklegra sé að vís- indamenn vilji kalla þá „óreglulega fylgihnetti“. Tungl eða hvað? Tucson. AP. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.