Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 17
Hverjar eru meginástæðurnar fyrir
erfiðleikunum í rekstri Goða?
„Menn hafa verið að hrekjast út í
horn hægt og rólega. Það eru flestir
sammála um að það urðu ákveðin
tímamót í greininni þegar sett voru
lög fyrir fimmtán árum sem skikkuðu
sláturleyfishafa til þess að greiða inn-
legg bænda fyrir áramót. Síðan þá
hefur hallað mikið undan fæti enda
eru slátursleyfishafar að taka alveg
gríðarlega mikla áhættu með þessu
og hafa ekki fengið umbun á móti.
Áhættan sem slátursleyfishafar taka
er tvíþætt. Annars vegar er það
verðáhættan, menn greiða fyrirfram
en eiga eftir að koma verðlagningunni
út á markaðinn. Í annan stað er
magnáhætta í birgðum. Ef menn
setja upp það verð sem þeir þurfa að
fá er hætta á að þeir geti ekki selt allt
magnið. Slátursleyfishafinn er því
beinlínis eins og á milli steins og
sleggju. Fyrir kaupendur er þetta
auðvitað ákjósanlegt því samnings-
staðan er öll þeirra megin, ef þeir vita
að það er til mikið af birgðum keyra
þeir verðið niður.“
Er hagræðing eina lausnin?
„Hagkvæmni stærðar og nýtingar í
þessari grein er mikil. Vandamál
greinar sem býr yfir of mikilli af-
kastagetu er að menn teygja sig of
langt til þess að nýta hana en við eðli-
legar aðstæður ætti vitaskuld að
myndast jafnvægi þar sem afkasta-
getan er í samræmi við eftirspurt
magn. En í þessari grein hafa menn
helst ekki mátt minnka afkastaget-
una. Atvinnugreinin hefur hreinlega
verið læst í ójafnvægi og það er leitast
við að halda henni í ójafnvægi. Allt
þetta ójafnvægi, sýnist mér, lendir á
slátursleyfishafanum.“
Var rekstrargrundvöllur félaganna
sem runnu í Goða tæpur?
„Ég tel að þau félög sem samein-
uðust í Goða hafi ekki verið með
rekstrargrundvöll. Þau hafa verið að
hrekjast undan þessum vandamálum
og mörg kaupfélaganna hafa farið á
hausinn eða orðið fyrir miklum
skakkaföllum á síðustu fimmtán ár-
um. Menn stofnuðu Norðaustur-
bandalagið til þess að ná fram hag-
ræðingu, Þríhyrningur sameinaðist
KASK í sama tilgangi og KB var lengi
búið að leita að leiðum út úr sínum
taprekstri. Síðan renna þessi félög
saman í eitt. Menn náðu engri hag-
ræðingu á fyrsta ári, taprekstur á
hverja einingu var orðinn meiri en
nokkru sinni fyrr því ofan á allt annað
var orðinn átta til níu prósenta vaxta-
munur milli afurðalánanna og þeirra
vaxtabóta sem félögin fá. Við þetta
jókst tapreksturinn enn frekar og
ljóst að rekstrarforsendur voru alger-
lega skakkar.“
Hvers vegna varð ekki af samein-
ingu Goða og Norðlenska?
„Vandamál okkar hjá Goða er að
við höfum hreinlega ekki úthald í
nauðsynlega hagræðingu. Þá blasir
við sú spurning: hvernig á að leysa
þetta vandamál? Við áttum í viðræð-
um við Norðlenska og ætluðum að
sameina félögin enda hefði mikil hag-
ræðing skapast við það, bæði í slátrun
og í kjötvinnslu. Þegar við sjáum að
staða Goða er þetta tvísýn var ljóst að
það væri ekkert vit í að sameina félög-
in því það hefði mögulega geta koll-
keyrt þau bæði ef ekki hefði verið
gripið til mjög róttækra aðgerða. Við
ákváðum því að taka eitt skref í einu
og byrja á því að færa kjötvinnsluna
yfir til Norðlenska. Það var algerlega
nauðsynlegt að loka kjötvinnslunni
hér í Reykjavík og hagkvæmasta og
minnsta fjárfestingin var fólgin í því
að færa kjötvinnsluna yfir til Norð-
lenska. Framlegðin hér nýtist til hag-
ræðingarauka fyrir norðan og við
fáum hlut í Norðlenska þannig að allir
hagnast á þessu.“
Allt vitlaust
Þá er slátrunin eftir hjá Goða,
hvernig er staðan þar?
„Hún er mikið vandamál. Við til-
kynntum að við ætluðum að grípa til
nauðsynlegrar hagræðingar. En þá
varð allt vitlaust og enginn vill hag-
ræðingu og okkur hótað að við fáum
ekki fé til slátrunar. Þegar við létum
gera úttekt á okkar málunum kom í
ljós að þó að við næðum hagræðing-
unni eins og hún leggur sig eða um
20% af beinum sláturkostnaði værum
við samt ekki komnir í rekstrarjafn-
vægi. Það var því ljóst að dæmið
myndi ekki ganga upp hjá okkur. Það
sem stendur upp úr í þessu er að
áhættan við að kaupa kjötið er það
sem sligar okkur. Ef við ákvæðum að
slátra út úr neyð við óbreytt kerfi og
óbreytta verðlagningu til þess að nýta
framleiðslutækin værum við jafn-
framt að kvitta upp á stórtap. Þegar
þessi staða var ljós gáfum við það út
að við gætum nýtt okkar framleiðslu-
tæki en að við gætum ekki tekið
áhættuna með kaupum á kjötinu. Við
hjá Goða værum einfaldlega ekki
ábyrgir ef við gerðum slíkt, þ.e. að
keyra félagið beint á hausinn og fórna
hagsmunum lánardrottna, eigenda
félagsins og allra sem það snertir. Ég
fer síðan með þessa niðurstöðu og
kynni hana á aðalfundi Landssam-
taka sauðfjárbænda og færi þeim í
raun einföld skilaboð: „Hingað og
ekki lengra. Við getum ekki haldið
svona áfram. Við ætlum hins vegar
ekki bara að kynna ykkur miklu
lægra verð á næstu sláturtíð og það
að við getum ekki borgað út á tilsett-
um tíma. Við erum tilbúnir að bjóða
ykkur að borðinu til þess að finna
lausnir sem gætu lágmarkað vandann
til ykkar en sem tryggja okkur jafn-
framt rekstrargrundvöll. Við erum
tilbúnir að skoða alla slíka mögu-
leika.En það virtist hins vegar bara
koma upp meiri þverúð og vera lítill
vilji til þess að leysa málin með okkur.
Það er eins og menn vilji leysa málin
án okkar sem er nokkuð skrýtið þar
sem sláturhúsin eru í eigu Goða.“
Hvað með hagræðingu hjá sauð-
fjárbændum sjálfum?
„Það þarf að hagræða mjög mikið í
slátrun en það er líka ljóst að miðað
við afkomu bænda – ég geri mér góða
grein fyrir henni – að það þarf að hag-
ræða ekki minna þar. Bændur hafa
búið við þann lúxus að framleiða ein-
faldlega og þegar kemur að sláturtíð
fá þeir allt borgað og í raun áskrift að
hækkunum ár eftir ár án tillits til
framboðs. Það er enginn framleiðandi
sem býr við þessi skilyrði. Hér á landi
eru starfandi stórir svína- og naut-
gripaframleiðendur sem starfa við
bullandi áhættu og þeir þurfa að selja
við því markaðsverði sem er hverju
sinni. Markaðurinn stjórnar, ef það er
offramboð lækkar verðið og í þessum
greinum eru menn að glíma beint við
markaðsöflin. Þessu er öllu kippt úr
sambandi að því er sauðfjárbændur
snertir, þeir eru áskrifendur að
greiðslum og það er einhver annar
sem á að taka alla áhættuna. Það hef-
ur verið einhver pólitískur vilji sem
kallaður hefur verið byggðastefna að
halda öllum búum í byggð og það á að
leysa með því að vera með allra handa
kerfi í kringum sauðfjárræktina
þannig að hægt sé að reka smáar ein-
ingar sem menn eiga að geta lifað af.
Þetta er ekki hægt, markaðurinn er
að segja að hann sætti sig ekki við
þetta. Hvernig gerir hann það? Hann
velur hagkvæmar lausnir. Kjúklinga-
rækt, svínarækt og nautgriparækt er
sífellt að verða hagkvæmari en sauð-
fjárræktin sem þýðir að þrýstingur-
inn úti á markaðinum ýtir verðinu
niður. Hún getur gert út af við slát-
urleyfishafana en það endar auðvitað
með því að vandinn skilar sér alla leið
til sauðfjárbænda. Samkvæmt mínum
heimildum koma stærri bú betur út
en minni og því tel ég að aukinni hag-
kvæmni í sauðfjárrækt verði ekki náð
nema með stærri búum. Menn vita
ekki nákvæmlega hve stór þau þurfa
að vera en menn hafa talað um að þeir
sem reka bú með undir 700 veturfóðr-
uðum ám þurfi að hafa eitthvert ann-
að starf meðfram. Þetta ræðst þó
mikið af því hversu mikið búið fær í
beina styrki en styrkir eru ekki raun-
veruleg rekstrarforsenda þegar hag-
kvæmni er reiknuð. Það er ljóst að í
greininni er mikil hagræðingartæki-
færi en menn virðast vera spyrna við
fótunum. Og sama gildir um slátr-
unina, þar eru menn að spyrna fótum
við nauðsynlegri hagræðingu og
segja að það verði að halda byggðinni
gangandi. Ég er alls enginn and-
byggðastefnumaður en ég þarf að
glíma við hreint og klárt rekstrarvið-
fangsefni og ég horfi á það þannig og
lít fram hjá öllu öðru.“
Vondir menn
Spjótin hafa staðið á þér úr öllum
áttum að undanförnu, hvers vegna?
„Viðfangsefni mitt eins og ég horfi
á það er að koma rekstri Goða á rétt-
an kjöl og vinda ofan af þessum
vandamálum. Ef ég á að leysa eitt-
hvað í þessari stöðu verð ég að vinda
ofan af forsendunum. Og einmitt þar
verða öll lætin og við erum kallaðir
vondir menn fyrir að ætla ekki að
greiða bændum. En þegar ég var bú-
inn að lesa stöðuna sá ég ekki neinn
annan möguleika en stíga mjög
harkalega á bremsuna.
Menn hefðu hins vegar átt að vera
búnir að sjá þetta fyrir löngu, menn
hafa bara neitað að horfast í augu við
vandann. Það er að vísu búið að taka
lagaskylduna af um að greiða bænd-
um fyrir dilka að hausti en menn hafa
haldið áfram að keyra eftir gamla
kerfinu og ég á erfitt með að skilja
það. Ég sé að vísu ákveðin rök í því:
menn gera það sem þeir fá umbun
fyrir eða það sem þeir eru minnst
skammaðir fyrir. Og ég met það
þannig að í þessum geira hafi menn
verið minna skammaðir fyrir að tapa
peningum en að skaffa ekki nógu vel
fyrir bændur.“
Hvaða leiðir eru í stöðunni?
„Ef þetta á að ganga upp verða að
vera hagkvæmar einingar í slátrun og
framleiðslu. Þeir sem til þekkja segja
að bú þurfi að hafa minnsta kosti 700
ær til þess að það sé rekstrarhæft en
ætli meðalbúið hér á landi sé ekki með
um 300 ær.
Ég horfi á það í sambandi við
lambakjötið að það er beint samband
milli magns og verðs, lögmálið um
framboð og eftirspurn er þar fyllilega
að verki. Ef við þrýstum söluverðinu
upp minnkar magnið, þetta er ákaf-
lega einfalt. Þess fyrir utan eru mjög
mikil víxltengsl á milli greina, neyt-
endur skipta frá einni kjöttegund yfir
í aðra eftir verði. Raunar hefur þvert
ofan í allar spár orðið aukning í sölu á
lambakjöti en þar sýnist mér vera að
skila sér að fiskur hefur hækkað gríð-
arlega í verði en það er ljóst að vegna
neysluhefða eru mikil tengsl á milli
fisks og lambakjöts.
Neytendur hafa hins vegar al-
mennt val um hvað þeir setja á mat-
arborðið og þegar ein vara hækkar í
verði velja menn einhverja aðra vöru.
Þannig að ef við hækkum okkar verð
minnkar selt magn um leið, alveg eins
og hefur gerst með fiskinn. Ég hef
rætt við bændaforystuna og þar á bæ
vilja menn engar breytingar. Og þar
sem við boðum breytingar má segja
að við séum settir út í horn og menn
virðast ætla að leita allra leiða án okk-
ar. Við buðumst til þess að koma að
samningaborðinu og ræða málin. Við
höfum boðað að það þurfi að breyta
kerfinu en menn virðast ekki vilja
breyta því, þeir vilja finna aðrar leiðir.
Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti því en
get ekki séð hvar þær lausnir ættu að
liggja. Menn vita auðvitað að aðgang-
ur að fjármagni inn í þessa grein er að
heita má vonlaus. Miðað við þær
rekstrarforsendur sem ég hef rakið
þá verður það fé sem menn setja inn
að óbreyttu að kallast styrkur. Það er
ekki hægt að kalla það lán og heldur
ekki hlutafé.
Ég sé ekki að það sé sauðfjárbænd-
um í hag að sleppa hagræðingunni og
það eru heldur ekki hagsmunir sauð-
fjárbænda til langs tíma að svíða
þessa grein þannig hún tapi öllu láns-
trausti, hafi enga endurnýjunar-
möguleika og dagi uppi sem enn
meira vandamál en ég er að gera
grein fyrir núna. Ég tel ábyrgðarlaust
ef menn setjast ekki að borðinu núna
og reyni að finna raunhæfar lausnir.
Það er því miður ekki til sársaukalaus
lausn á þessu. Hagræðing hjá sauð-
fjárbændum verður ekki sársauka-
laus. Hinn harði raunveruleiki er hins
vegar sá að það er ekki endalaust
hægt að gefa deyfilyf við sársaukan-
um og forðast að taka á við hann. Þeg-
ar fyrir liggur undirliggjandi mein
eiga menn ekki að gefa deyfilyf enda-
laust heldur verða menn að einhenda
sér í uppskurð.
Það er líka annað sem menn eru að
glíma við og ég held að bændaforyst-
an sé að átta sig á því og það er að al-
mannavilji er mjög takmarkaður til
þess að ausa fé í greinina. Afstaða al-
mennings er smám saman að breyt-
ast og ég geri ekki ráð fyrir að skatt-
greiðendur séu tilbúnir til þess að láta
meira fé af hendi.“
Sársauki fylgir hagræðingu
Sjá menn þá ekki þörfina fyrir hag-
ræðingu?
„Þegar ég hef talað við menn óop-
inberlega virðist mér vera almennur
skilningur á hagræðingarþörfinni hjá
Goða, ekki síst þegar farið er að tala
um krónur og aura. En sársaukinn
sem fylgir hagræðingunni er þannig
að enginn þorir að tjá sig um hann op-
inberlega. En auðvitað liggur þetta
ljóst fyrir, við erum að tala um 20% af
sláturkostnaðinum. Taprekstur slát-
urleyfishafa gerir það að verkum að
það er minna til skiptanna en menn
hafa væntingar til og að leyfa sér að
segja að það þurfi ekki að hagræða
sem nemur um tuttugu og eitthvað
krónur á kílóið er alger firra. Menn
hafa ekki efni á að láta atvinnustarf-
semi blæða út vegna byggðasjónar-
miða. Byggðastefna og byggðasjónar-
mið eiga að ganga út á að gera þetta
hagkvæmt úti á landi. Ef menn gera
það ekki fara menn meira og meira að
flokkast undir þurfalinga sem þurfa
ölmusu. Það er mjög hættuleg þróun
og gæti gengið af landsbyggðinni
dauðri innan einhverra áratuga.“
Hvað með slátrun í haust hjá Goða?
„Goði slátraði 42% af öllu fé í fyrra
og mér sýnist að aðrir sláturleyfishaf-
ar geti aldrei tekið við meira en
kannski 15 til 17% þannig að einn
fjórði af heildarmagninu situr alltaf
eftir. Við höfum kallað eftir því að
menn komi að borðinu og að við reyn-
um að finna eins viðunandi lausn í
stöðunni og mögulegt er fyrir þennan
fjórðung sem af gengur. En það hefur
komið mér verulega á óvart hversu
erfitt hefur verið að ná samstöðu um
það að gera þessar aðgerðir skilvirkar
og ganga hratt til verks, sérstaklega í
ljósi þeirra miklu hagsmuna sem í
húfi eru. Menn eru tilbúnir að hlaupa
út og suður til þess að reyna að halda
öllum sláturhúsum opnum og mér
sýnist menn vera eyða tímanum í vit-
leysu. Það er verið að vinna í því að
reyna að finna lausn en mér finnst
ekki verið að reyna að gera það á
nægjanlega uppbyggilegan hátt og
tíminn er afskaplega knappur. En
okkur er að mestu haldið utan við það
og þekkjandi rekstrarforsendurnar
finnst mér það undarlegt að menn
skuli halda því fram að Goði sé rúinn
öllu trausti bænda. En vandinn er
samur eftir sem áður, það er raun-
veruleikinn.“
Engar sársauka-
lausar lausnir til
Goði hefur selt kjötvinnslur sínar til Norð-
lenska og hyggst loka þremur til fjórum
sláturhúsum af átta. Kristinn Þ. Geirsson,
framkvæmdastjóri Goða, skýrði Arnóri
Gísla Ólafssyni frá rekstrarvanda Goða.
Morgunblaðið/Sverrir
Kristinn Þ. Geirsson: „Þegar fyrir liggur undirliggjandi mein eiga menn
ekki að gefa deyfilyf endalaust heldur skera upp.“
arnorg@mbl.is