Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÞAÐ hefur væntanlegaekki farið framhjá nein-um að Slobodan Milos-evic, fyrrverandi forseti
Júgóslavíu, var framseldur til Al-
þjóðastríðsglæpadóm-
stólsins í Haag þann
28. júní síðastliðinn.
Hefur Milosevic verið
ákærður fyrir að hafa
borið ábyrgð á ýmsum
voðaverkum sem unn-
in voru í Kosovohéraði
árið 1999 af lögreglu-
sveitum og her Serbíu
og Sambandslýðveld-
isins Júgóslavíu.
Jónatan Þórmunds-
son er prófessor í
refsirétti við lagadeild
Háskóla Íslands.
Hann hefur stundað
rannsóknir í alþjóðleg-
um refsirétti og hefur
kennt þá grein ásamt
samanburðarrefsirétti um nokk-
urra ára skeið. Hann er nýkominn
heim úr ferðalagi um Ástralíu og
Nýja-Sjáland þar sem hann hélt
nokkra fyrirlestra um efnið.
Um dómstólinn
Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóll-
inn sem fjallar um alvarleg brot á
alþjóðlegum mannúðarreglum var
stofnaður árið 1993 með ákvörðun
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
og skal hann dæma um ætlaða
glæpi sem framdir voru í fyrrum
Júgóslavíu allt frá árinu 1991. Lög-
saga hans er því bundin við þetta
tímabil og þetta tiltekna landsvæði.
Samsvarandi dómstóll var settur á
laggirnar árið 1994 til þess að fjalla
um ætlaða alþjóðaglæpi í Rúanda.
„Þessum dómstólum má ekki rugla
saman við Alþjóðlega sakamála-
dómstólinn sem enn er ekki tekinn
til starfa. Stofnskrá þess dómstóls
var samþykkt í Róm árið 1998 og er
það varanlegur dómstóll með mun
víðtækari lögsögu í tíma og rúmi,“
segir Jónatan.
Er dómstóllinn pólitískur?
Eftir framsal Milosevic hefur
mikið verið fjallað um dómstólinn
og sýnist sitt hverjum. Vilja sumir
meina að hann sé lítið annað en
pólitískt verkfæri og að lítið jafn-
ræði sé í því hverjir eru sóttir til
saka. „Stofnun dómstólsins var að
sjálfsögðu pólitísk ákvörðun á sín-
um tíma, en hann hefur sýnt það í
dómum sínum og störfum að um er
að ræða sjálfstæðan, óhlutdrægan
dómstól“, segir Jónatan.
„Dómstóllinn er að sjálfsögðu
ekki gallalaus, en þegar á heildina
er litið hefur hann unnið afar gott
starf og hefur reynt að gæta fyllstu
óhlutdrægni í málsmeðferð sinni og
dómum,“ bætir hann við. „Eins og í
einstökum ríkjum er það að ein-
hverju leyti tilviljanakennt hverjir
nást og eru dregnir fyrir dóm.
Sumir gefa sig fram en aðrir leita
allra leiða til að komast hjá hand-
töku.“ Jónatan segir hins vegar að
þegar til alþjóðadómstólsins sé
komið sitji allir við sama borð.
„Dómstóllinn hefur verið óragur
við að sýkna menn ef ástæða hefur
þótt til og hefur gert ríkar sönn-
unarkröfur í málum.“
Ef eitthvað megi finna að starf-
semi dómstólsins, segir Jónatan, þá
sé það fyrst og fremst á sviði rétt-
arfars. Samstarf saksóknara og
dómara sé helst til náið, til dæmis
þjóni sama skrifstof-
an báðum embættum.
Eins má segja að það
sé óeðlilegt að dóm-
stóllinn hafi svo mikil
afskipti af útgáfu
ákæruskjala sem
raun ber vitni. „Það
væri meira í samræmi
við jafnræðisreglu
réttarfars að skilja
þarna alveg á milli
embættanna
tveggja.“
Að sögn Jónatans
má finna að því, að áð-
ur en endanleg ákæra
er gefin út eru haldin
nokkurs konar for-
réttarhöld, þar sem
dómararnir taka afstöðu til þess
hvort fyrirliggjandi gögn í máli
réttlæti útgáfu ákæru. „Færa má
fyrir því rök að með því hafi dóm-
urinn þegar tekið nokkra afstöðu til
sektar sakbornings og séu því dóm-
ararnir vanhæfir til að fjalla um
málið þegar það kemur fyrir þá að
nýju. Dómstóllinn hefur þó komist
að annarri niðurstöðu og hafnað
þessu sjónarmiði. Athuga ber þó,
að þessi málsmeðferð tengist al-
þjóðlegum handtökuskipunum sem
dómstóllinn gefur út hafi ekki náðst
til hinna grunuðu.“
Jónatan segir slíka réttar-
farshnökra að nokkru leyti skiljan-
lega. Þegar dómstóllinn var settur
á stofn var hann fyrsti dómstóll
sinnar tegundar frá því að Nürn-
bergréttarhöldin fóru fram eftir
heimsstyrjöldina síðari. Frá því að
Haagdómstóllinn var settur á lagg-
irnar hafa menn lært margt og vita
nú betur hvernig gera á hlutina.
Þessi þekking nýttist svo þegar
Rómarsamþykktin um Alþjóðlega
sakamáladómstólinn var gerð árið
1998. Dómararnir við Haagdóm-
stólinn eru hins vegar bundnir af
samþykktunum um þann dómstól
frá 1993 þótt þær séu barn síns
tíma og ekki jafnítarlegar og þróað-
ar eins og Rómarsamþykktin. Á
móti kemur hins vegar, að með
dómum Haagdómstólsins hafi
mörg atriði skýrst nánar og þróast
til betri vegar.
Jónatan segir að Alþjóðastríðs-
glæpadómstóllinn í Haag fjalli ekki
um alla alþjóðlega glæpi heldur að-
eins þá sem teljast glæpir gegn
mannkyninu. Þessa glæpi má
flokka í þrennt: Stríðsglæpi, glæpi
gegn mannúð og hópmorð.
Í fyrsta lagi eru það stríðsglæpir.
Þeir skiptast í brot gegn alþjóðleg-
um mannúðarreglum annars vegar
og brot gegn reglum og venjum um
stríðsrekstur hins vegar. Til hinna
fyrrnefndu teljast brot á Genfar-
samningunum frá 1949 og viðbót-
arsamningunum frá 1977 sem fjalla
m.a. um meðferð særðra og sjúkra
hermanna óvinaríkis á vígvelli,
meðferð stríðsfanga og vernd
óbreyttra borgara. Ákvæði um brot
á reglum og venjum um stríðs-
rekstur fjalla hins vegar um þær
aðferðir og vopn sem óheimilt er að
beita í stríði. Undir þet
notkun á eiturefna- eða sý
um, árásir á varnarlaus þ
og borgir, ónauðsynleg ey
mannvirkja án þess að hú
af hernaðarnauðsyn og rán
deildir á eignum almennra
Í öðru lagi eru það glæ
mannúð, sem fjölmiðlar
saman við heildarhugtak
gegn mannkyni. Glæp
mannúð eru glæpir sem
hluti af víðtækri eða kerfis
atlögu gegn óbreyttum b
hvort sem er gegn borgur
ríkis eða annarra ríkja.
nefna morð, nauðganir, na
vinnu, frelsissviptingu, p
brottvísun úr heimahö
nauðungarflutninga. Und
falla líka ofsóknir af stjórn
um, trúarlegum eða þjóð
um toga.
Þriðji flokkurinn er hóp
ensku heitir þessi glæpur
og er því stundum einnig
þjóðarmorð. Skilgreining
samninga á hópmorði geri
ir að það beinist að því a
með öllu eða að hluta
þjóð, þjóðernishópi, kynþ
trúflokki sem slíkum. Au
lagðra morða á einstak
slíkum hópum falla undir s
inguna eftirfarandi aðge
valda alvarlegum líkamle
andlegum skaða, að búa
svo erfið kjör að honum
hætta af, að beita þvin
gerðum sem miða að því a
veg fyrir barnsfæðinga
hópsins eða flytja börn me
hópnum til annars hóps.
Ákæran
Ákæran á hendur Milo
nokkrum liðum. Hann er
fyrir glæpi gegn mannúð
glæpi með brotum á re
venjum um stríðsrekstur.
talinn hafa skipulagt, fyr
ýtt undir eða á annan hát
að nauðungarflutningum
stíl á Kosovo-Albönum, m
fjölmörgum einstaklingum
bönskum uppruna og ofsó
stjórnmálalegum, trúarle
þjóðernislegum toga gegn
um albönskum borgurum
Segir í ákærunni að glæp
verið hluti af víðtækri eð
bundinni atlögu sem beint
ið gegn óbreyttum al
borgurum í Kosovo-héraði
Ýmsir kostir á máls
Milosevic hefur ekki e
ákærður fyrir hópmorð.
getur komið að hann verði
fyrir þátt sinn í Bosníustrí
unum 1991-1995 auk
glæpaverka í Kosovo. Er
sennilegt að mati Jónatan
morði verði bætt við ákær
Málið gegn Mil
markar tíma
Slobodan Milosevic, fyrrverandi
Júgóslavíuforseti, hefur verið sakaður
um að hafa átt aðild að ýmsum voðaverk-
um sem framin voru í Kosovo-héraði
árið 1999. Bjarni Ólafsson ræddi við
Jónatan Þórmundsson lagaprófessor
um væntanlegt dómsmál á hendur
forsetanum fyrrverandi.
Öryggisvörður leiðir
glæpadómstóls SÞ hinn
sem honum voru birtar
Jónatan Þórmunds-
son prófessor
FJAREFTIRLIT
FEÐRAORLOF
SLÖKKVILIÐSMANNA
Lenging fæðingarorlofs og til-koma feðraorlofs eru meðalmestu framfaraskrefa í ís-
lensku samfélagi á síðustu áratugum.
Ekki aðeins hefur orlofið verið lengt
þannig að réttindi íslenskra foreldra
munu verða á við það sem best gerist í
heiminum er lögin um foreldra- og
fæðingarorlof, sem sett voru í fyrra,
hafa að fullu komist í framkvæmd árið
2003, heldur hefur staða foreldra verið
jöfnuð að því leyti að þau munu hafa
jafnan rétt til orlofs með nýfæddu
barni.
Á bak við þessi tímamótalög lá
margra ára umræða sem leiddi til al-
menns skilnings á mikilvægi jafnréttis
og góðra tengsla beggja foreldra við
börn sín á fyrstu mánuðum lífs þeirra.
Víðtæk samstaða var og um setningu
laganna á Alþingi þótt ljóst væri að
þau myndu hafa mikinn kostnað í för
með sér fyrir hið opinbera og almenn-
an atvinnurekstur.
Í ljósi alls þessa skýtur það skökku
við að borgarráð hefur nú beint þeim
tilmælum til Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins að leita allra leiða „til að lág-
marka útgjaldaauka vegna fæðingar-
orlofs feðra“, eins og fram kom í frétt
Morgunblaðsins á fimmtudaginn.
Slökkviliðið fór fram á aukafjárveit-
ingu í síðustu viku vegna áhrifa nýrra
laga um feðraorlof á fjárhagsstöðu
Slökkviliðsins. Á þriðjudaginn var
hins vegar ný fjárhagsáætlun sam-
þykkt með fyrrnefndum tilmælum.
Slökkviliðið er karlavinnustaður,
eins og Hrólfur Jónsson slökkviliðs-
stjóri bendir á í fréttinni, og hefur
kostnaður vegna fæðingarorlofa ekki
verið fyrir hendi. Á þessu ári hafa
þrettán pabbar aftur á móti nýtt sér
rétt til feðraorlofs og stefnir í að þeir
verði orðnir tuttugu í lok árs.
Tilmæli borgarráðs orka tvímælis
þar eð þau verða ekki skilin öðruvísi
en svo að takmarka eigi rétt starfs-
manna hjá Slökkviliðinu til feðraorlofs
því varla er hægt að lágmarka kostnað
vegna þess með öðrum hætti.
Að auki lýsa þau litlum skilningi á
tilgangi og mikilvægi laganna. Góð og
náin tengsl barns við foreldra á fyrstu
mánuðunum og misserunum geta
skipt sköpum um andlegan, tilfinn-
ingalegan og félagslegan þroska þess,
eins og rannsóknir hafa sýnt fram á.
Það er sömuleiðis mikilvæg stoð jafn-
réttis, bæði á heimili og vinnumarkaði,
að foreldrar eigi möguleika á að taka
jafnan þátt í uppeldi barna sinna. Með
lögunum er því hlúð að börnunum og
fjölskyldunni sem grunneiningum
samfélagsins um leið og staða
kynjanna er jöfnuð verulega.
Það er varla ætlun borgarráðs að
hætta þessum miklu hagsmunum með
einum eða neinum hætti. Það liggur
fyrir að allur atvinnurekstur verður að
laga sig að hinum nýju lögum en jafn-
framt liggur í augum uppi að þau
verða öllum til hagsbóta þegar upp
verður staðið.
Það er merkileg nýjung að hægt séað fylgjast með ferðum fiski-
skipa með fjareftirlitskerfi, eins og
komið hefur í ljós í máli norsku
loðnuskipanna. Öll rök virðast mæla
með því að slíkum búnaði verði kom-
ið fyrir í öllum íslenzkum skipum.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
lýsti Hafsteinn Hafsteinsson, for-
stjóri Landhelgisgæzlunnar, þessum
búnaði á þennan veg: „Við getum séð
nákvæma staðsetningu skipanna og
á hvaða hraða skipið siglir, sem get-
ur gefið vísbendingar um, hvort til-
efni sé til nánara eftirlits.“
Það er ánægjulegt í þessu sam-
bandi, að búnaður þessi er íslenzkur.
Um það sagði Gylfi Geirsson, for-
stöðumaður fjarskipta- og upplýs-
ingatækni Landhelgisgæzlunnar, í
samtali við Morgunblaðið í gær:
„Það er gaman að geta þess, að tölvu-
kerfin og allur hugbúnaður, sem er
notaður hér, í Færeyjum, í höfuð-
stöðvum NEAFC í London og verið
er að setja upp í Kanada, er hann-
aður hér á Íslandi.“ Hér er um að
ræða búnað frá fyrirtækinu Stefju.
Það er augljóst að búnaður af
þessu tagi auðveldar störf Landhelg-
isgæzlunnar. Æskilegt er að sam-
komulag takist á milli þeirra þjóða,
sem stunda fiskveiðar á Norður-Atl-
antshafi að búnaði þessum verði
komið fyrir í öllum skipum, sem
stuðlar þá að traustari eftirliti með
að fiskveiðimörk séu virt.
En það er ekki síður mikilvægt að
slíkur fjareftirlitsbúnaður skapar
stóraukið öryggi fyrir íslenzk skip,
bæði fiskiskip og kaupskip. Ef bún-
aðurinn er til staðar í öllum skipum
er hægt að sjá samstundis hvaða skip
eru næst skipi, sem lenda kann í erf-
iðleikum og er því hægt að beina
nærstöddu skipi þangað þegar í stað.
Með þessum hætti er hægt að auka
mjög öryggi sjómanna í störfum
þeirra á hafi úti.
Íslenzka þjóðin hefur orðið fyrir
miklum áföllum á undanförnum ára-
tugum og öldum þegar skip hafa lent
í sjávarháska. Fjölmargar fjölskyld-
ur þekkja dæmi um það úr sögu
tveggja til þriggja síðustu kynslóða
að fjölskyldumeðlimir hafa farizt í
sjóslysum.
Þess vegna hefur alltaf verið lögð
gífurleg áherzla á að tryggja sem
bezt öryggi sjómanna. Á þessu hefur
orðið gjörbreyting á nokkrum síð-
ustu áratugum. Skipin eru sterk-
byggðari og öruggari en nokkru
sinni fyrr. Slysavarnafélagið og ein-
stakar deildir þess hafa unnið starf á
þessu sviði sem aldrei verður full-
þakkað.
Nú hafa miklar tækniframfarir
skapað alveg nýja vídd í öryggismál-
um sjómanna. Kostirnir við að koma
búnaði þessum fyrir í öllum íslenzk-
um skipum eru augljósir. Þess vegna
á að gera ráðstafanir strax til þess að
því verði hrint í framkvæmd.