Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HVALFJARÐARGÖNGIN voru lokuð fyrir allri umferð í þrjá tíma í gærmorgun vegna bensínleka frá tankbíl á vegum Olíudreifingar sem tilkynnt var um rétt fyrir klukkan tíu. Tankbíllinn var á leið upp úr göngunum norðanmegin með tengitank aftan í og tilkynnti ökumaður fólksbíls, sem var fyrir aftan, um leka úr tengitanknum. Göngin voru opnuð aftur til norðurs rétt fyrir klukkan eitt á hádegi, en ekki fyrr en um þrjú- leytið í suðurátt, þar sem smurolía hafði lekið frá fólksbíl á þeirri ak- rein. Vissara þótti að bera sand á akreinina því smurolíublettir geta myndað hálku. Reyndist það tíma- frek aðgerð. Mistök urðu við boðun vegna bensínlekans þar sem í tilkynningu til Neyðarlínunnar var aðeins beð- ið um aðstoð lögreglunnar. Reglum samkvæmt ber að til- kynna slökkviliði hættu á bruna, sprengingu eða mengun en Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fregnaði fyrst af bensínlekanum í gegnum fjölmiðla. Vegna þessa áttu hagsmunaaðil- ar með sér fund eftir hádegi í gær þar sem farið var yfir atvik máls- ins. Þar mættu fulltrúar lögregl- unnar í Reykjavík, slökkviliðsins, Olíudreifingar og Spalar. Jón Viðar Matthíasson vara- slökkviliðsstjóri segir við Morgun- blaðið að allir eigi að geta dregið lærdóm af því sem gerðist í göng- unum. Jón Viðar segir að til að skapa verulegt hættuástand hefðu tölu- vert fleiri lítrar af bensíni þurft að leka en þeir 10–30 lítrar sem talið er að hafi lekið í gær. Hefði meira lekið sé ljóst að illa hefði getað farið. Jón Viðar segir að hreins- unarstörf hafi gengið vel þegar slökkviliðið var komið á vettvang. Loftventill gaf sig „Olían sem fór niður veltur örugglega á tugum lítra. Ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið magn var í þessum bíl, en svona bílar geta tekið allt upp í 40 þús- und lítra. Það skýrist væntanlega á sunnudag hvað mikið lak þegar tankurinn verður tæmdur,“ segir Grétar Mar Steinarsson, forstöðu- maður dreifingarsviðs Olíudreif- ingarinnar, en tankbíllinn var á leið norður í Borgarfjörð og Húna- vatnssýslur. Að hans sögn virðist sem loft- ventli tengitanksins hafi ekki verið lokað kirfilega. Það hafi þau áhrif að öndunin á tanknum gufi út og þar með verði útgönguleið fyrir bensínið þegar ekið sé upp brekku. Grétar Mar segir að í ljósi óhappsins verði starfsreglur Olíu- dreifingar endurskoðaðar og ör- yggiseftirlit hert. Tankbíllinn ofhlaðinn Rannsókn lögreglunnar í Reykjavík á óhappinu er lokið, að sögn Þórðar Þórðarsonar aðal- varðstjóra, að öðru leyti en því að eftir eigi að fá það magn uppgefið sem lak út. Skýringum Þórðar á óhappinu ber saman við það sem haft er eftir talsmanni Olíudreif- ingar. Þórður telur að um mannleg mistök sé að ræða á frágangi loft- ventilsins. Einnig sé ljóst að tankbíllinn, sem dró tengitankinn, hafi verið ofhlaðinn og á því máli verði tekið sérstaklega. Þórður segir þetta ekki hafa orsakað lekann þar sem hann átti sér stað úr tengitankn- um. Áhættumat unnið að beiðni starfshóps dómsmálaráðherra Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra skipaði starfshóp sl. vor sem á að fjalla um búnað ökutækja til að flytja hættulegan farm. Starfshópnum er einnig falið að koma með tillögur að reglum um flutning hættulegra efna um jarð- göng á Íslandi. Hópurinn var skipaður í kjölfar þingsályktunartillögu sem Guðjón Guðmundsson þingmaður flutti á Alþingi og fékk samþykkta. Guð- jón segir í samtali við Morgunblað- ið að í ljósi óhappsins í göngunum í gær eigi að hraða störfum þessa starfshóps og setja reglur um flutninginn sem allra fyrst. Ekki megi taka áhættu með frekari bið. Arnbjörg Sveinsdóttir þingmað- ur er formaður starfshópsins. Hún segir að starfshópurinn hafi komið nokkrum sinnum saman. Ráðgjaf- ar hafi verið beðnir að vinna áhættumat fyrir Hvalfjarðargöng- in, upplýsinga hafi verið aflað um reglur erlendis og þau slys sem orðið hafa í jarðgöngum. Hún seg- ir þessa vinnu mikla og telur ekki ástæðu til sérstakra aðgerða vegna óhappsins í göngunum í gær. Góð rök þurfi fyrir því að banna umferð olíflutningabíla umfram aðra sem flytja hættuleg efni. Starfshópurinn þurfi að skoða þessi mál ofan í kjölinn og afla ít- arlegra gagna. Meðal þess sem beðið er eftir séu samræmdar reglur frá OECD um flutning eit- urefna í jarðgöngum. Spölur eykur öryggisbúnað Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar, sem rekur Hvalfjarðargöngin, segir fyrirtækinu umhugað um öryggi ganganna. Það sé ekkert gaman- mál ef bensín fljóti um göngin, þótt óhappið í gær hefði verið minna en talið var í fyrstu. Að- spurður um frekari öryggisráð- stafnir segir Stefán Reynir að beð- ið sé eftir tillögum starfshópsins sem dómsmálaráðherra skipaði. Hann segir Spöl vera með ýms- ar aðgerðir í gangi sem auka eiga öryggi í göngunum. Þannig sé kominn upp teljari sem sýnir hvað margir bílar eru inni í göngunum og mælar sem sýna hraða vinds og stefnu sem getur hjálpað slökkvi- liðinu í tilvikum eins og í gær. Þá stendur til að setja upp öryggisljós í haust meðfram vegbrúninni sem munu loga þótt rafmagn fari af. Að sögn Stefáns Reynis verða hraðamyndavélar einnig settar upp í göngunum en hann telur ör- yggismyndavélar varla koma til greina miðað við umferð um göng- in upp á þrjú þúsund bíla á sólar- hring. Öryggismyndavélar séu einnig dýrar, kostnaður við upp- setningu þeirra geti numið 70–80 milljónum króna. Tugir bensínlítra láku úr tankbíl í Hvalfjarðargöngunum í gærmorgun Morgunblaðið/Júlíus Tankbíll Olíudreifingar og tengitankurinn (t.v.) sem bensínið lak úr í Hvalfjarðargöngum í gær. Bíllinn var of- hlaðinn, samkvæmt upplýsingum blaðsins, en það hafði ekkert með að gera að loftventill í tengitanknum gaf sig. Hér er verið að tappa af tankbílnum yfir í tengitankinn, áður en förinni var haldið áfram norður í Borg- arfjörð og Húnavatnssýslur. Ökumaður fólksbíls gerði viðvart um lekann Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan beindi umferð fyrir Hvalfjörð á meðan bensínið var hreinsað. Göngin voru alveg lokuð í þrjá tíma og rúma fimm tíma í suðurátt. HÚNVETNINGAR hafa fundið töluvert fyrir þurrkum það sem af er þessu sumri, enda hefur síðasta ár verið með eindæmum þurrviðra- samt. „Það er búið að vera mjög þurrt hérna í langan tíma og dýpra er orðið niður á grunnvatnið. Það- þýðir einfaldlega að sum vatnsból geta farið að þorna og það getur haft áhrif á bæjum og ýmsum stöðum þar sem menn þurfa á vatni að halda,“ segir Jón Sigurðsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austur-Húna- vatnssýslu. Hann viti til þess að menn hafi af þessu áhyggjur en reyndar hafi rignt dátlítið undanfarið, einmitt þegar menn eru að fara í heyskap. „Ég hef verið að segja við kallana að við þurf- um að fá eitt almesta rigningarsum- ar í manna minnum,“ segir Jón. Að hans sögn var vatnshæðin í Svínavatni í fyrra sú lægsta síðan mælingar hófust fyrir um fimmtíu árum og segist hann hafa grun um að hún sé ekki mikið hærri núna. Þurrkatíð hefur margvísleg áhrif Jón Bjarnason, oddviti í Áshreppi, segir að borað hafi verið eftir vatni í Vatnsdalnum og ýmsar ráðstafanir verið gerðar. Hann segir ágætan ár- angur hafa orðið af því. „Menn voru orðnir vatnslitlir í vor, það hefur rignt lítið má segja undanfarin ár og grunnvatnsstaðan var orðin lág. Svona þurrabúð hefur svo sem lengi loðað við Vatnsdalinn þótt hann heiti Vatnsdalur,“ segir Jón en bendir á að honum finnist þetta verra ástand núna en verið hefur. Svona lítil úr- koma hafi áhrif á forðabúskapinn í jörðinni. „Ég held að menn náttúrulega leysi þetta, það kostar bara tíma og peninga. Menn eru ýmist að bora eða tengja inn á þær lagnir sem þeir hafa fyrir. Það rigndi hérna vel í gær en það segir svo sem ekkert einn og einn dagur,“ segir hann og telur að almennilegt rigningarsumar sé það sem þurfi. Að sögn Jóns hefur þurrkurinn mikið að segja um veiðar í hún- vetnskum ám, það hafi verið léleg veiði það sem af er, þannig að þurr- viðrið hafi margvísleg áhrif. „Þetta er nú víða um land skilst mér, ekki bara hérna. En þetta hefur farið heldur versnandi vegna þess að undanfarin ár hafa verið svo þurr- viðrasöm. Fyrrasumar var sérstak- lega slæmt og það kom varla dropi úr lofti. Það sem hefur mest að segja er þetta langvarandi ástand en ekki hvort það rigni í dag eða á morgun,“ segir Jón. Miklir þurrkar hafa hrjáð Húnvetninga það sem af er sumri Borað eftir vatni á ýmsum bæjum UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur staðfest úrskurð Skipulagsstofn- unar um að fyrirhugað þriggja ára tilraunaeldi á laxi í sjókvíum í Klett- svík í Vestmannaeyjum sé ekki lík- legt til að hafa í för með sér umtals- verð umhverfisáhrif og því sé ekki nauðsynlegt að fram fari mat á um- hverfisáhrifum í tengslum við laxeld- ið. Í úrskurði ráðuneytisins segir meðal annars, að ekki verði fallist á þau rök kærenda að með hinni kærðu ákvörðun hafi verið veitt und- anþága frá mati á umhverfisáhrifum, enda hafi ákvörðun um að leyfa til- raunaeldið verið tekin á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum. Íslandslax hefur í bígerð að gera þriggja ára tilraun á laxeldi í Kletts- vík og er gert ráð fyrir að hámarks- framleiðsla á ári verði 1.000 tonn. Tilgangur tilraunarinnar er að afla gagna um hugsanlega hættu á erfðablöndun og samspili eldislax og villtra laxa, þar sem ekki liggja fyrir óyggjandi gögn um hvort laxeldi sé ógn við villta laxastofna og þá hversu mikil. Tilraunin verður í samstarfi við veiðimálastjóra, Veiðimálastofn- un og Rannsóknarsetrið í Vest- mannaeyjum. Úrskurður um eldi í Klettsvík staðfestur Þriggja ára tilrauna- eldi fyrirhugað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.