Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 45
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 45
kr. 9.900
ÚTSALA
10-60%
afsláttur
Ullarkápur
leðurkápur
regnkápur
vínilkápur
sumarúlpur
ný sending
af höttum
Mörkinni 6, sími 588 5518,
opið laugardaga kl. 10-15.
FRAMBOÐ á íslenskri tónlist í
dag hefur líklegast aldrei verið
meira. Plássið á öldum ljós-
vakamiðlanna fyrir íslenska tón-
list hefur hins vegar sjaldan verið
minna og þurftu margar hjóm-
sveitir sem gáfu út sína fyrstu
plötu fyrir síðustu jól að sitja
með plötuna í fanginu úti í horni
þar sem tónlist þeirra þótti of
„framsækin“ fyrir útvarpsstöðv-
arnar og var þeim því neitað um
spilun, jafnvel af þeim útvarps-
töðvum sem gefa sig út fyrir að
leika framsækna rokktónlist.
Eina útvarpsstöðin sem getur
státað sig af því að taka allri ís-
lenskri tónlist opnum örmum er
Rás 2, en nær þó ekki sökum
tímaleysis, að gefa almennilega
mynd af því neðanjarðartónlist-
arlífi sem kraumar undir meg-
instraumnum þessa dagana. En
skapandi fólk finnur alltaf nýjar
leiðir til þess að koma verkum
sínum á framfæri og er Netið lík-
legast besta verkfærið til þess.
Nú hafa þrír ungir tónlistar-
áhugamenn sett upp heimasíðuna
www.rokk.is þar sem íslenskum
tónlistarmönnum gefst kostur á
að beina tónlist sinni í átt að opn-
um og áhugasömum eyrum.
Netútgáfa fyrir
hvern sem er
„Fjölmargar íslenskar ungar
hljómsveitir hafa lent í því að
taka eitthvað upp og fara með á
útvarpsstöðvarnar og svo fæst
það bara ekki spilað. Þessi vefur
er eiginlega hugsaður sem mót-
vægi gegn þessari þróun,“ út-
skýrir Hákon Hrafn Sigurðsson
forritari. „Hugmyndin var að
gera vef þar sem hægt væri að ná
í tónlist löglega á Netinu. Þar
sem hljómsveitir myndu kynna
sig, vonin er að þetta stækki svo
og virki á endanum eins og út-
gáfustöð fyrir hverja sem er. Það
er mjög auðvelt fyrir notendur
sem fara þarna reglulega, að sjá
hvað er nýtt og hvað hefur bæst
við og framvegis.“
„Eins og útvarpsmenningin er í
dag þá eru ekki margar stöðvar
sem taka þessa tónlist og kynna
hana,“ bætir Arnaldur Arnarsson
við. „Við erum að fylla ákveðið
tómarúm sem við rákum okkur á
sjálfir.“
„Í ljósi þeirrar reynslu er það
stefna hjá okkur að falla ekki í
sömu gryfju og útvarpsstöðv-
arnar,“ segir Hákon. „Þarna
verður mönnum ekki meinaður
aðgangur, þetta er bara kynning
og menn geta bara sett sitt efni
þarna inn. Notendur senda okkur
lögin í tölvupósti.“
„Við munum ekki koma í veg
fyrir að eitthvað fari inn, nema ef
við vitum að sendandinn hefur
ekki leyfi fyrir laginu eða eitt-
hvað slíkt,“ bætir Arnaldur við.
„Við skoðum allt bara upp á það,
en ekki til þess að dæma neitt.
Við teljum það ekki vera okkar
að ákveða hvað fer þarna inn.
Þeir sem vilja koma sínu á fram-
færi, þeir geta nýtt sér þetta. Það
fer svo eftir því hvað þeir gera
hvort þetta nýtist þeim vel.“
Við hér á klakanum getum ver-
ið einstaklega tortryggin og virð-
umst nokkuð óvön svona hug-
sjónafólki sem lítur ekki á
framtak sitt sem þátttöku í pen-
ingakapphlaupi. Það hlýtur ein-
faldlega að leynast maðkur í mys-
unni einhverstaðar, er það ekki?
„Við viljum að það komi skýrt
fram að við erum miklir áhuga-
menn um tónlist og hugsunin með
þessu var ekki sú að við gætum
keypt okkur flotta bíla eða eitt-
hvað slíkt,“ fullyrðir Hákon á af-
ar sannfærandi hátt. „Það er ekki
króna sem kemur inn! Það verða
auglýsingaborðar á vefnum, en
það verða aðeins gerðir skipti-
samningar. Þannig getum kynnt
vefinn okkar á sem flestum stöð-
um.“
Strákarnir segja vefinn vera
unninn í frístundum og því hafi
það tekið langan tíma að þróa
hann. Á dagskránni er einnig að
gera enska útgáfu af vefnum og
gera notendum kleift að gefa lög-
unum einkunn.
„Það eru náttúrulega margir
sem hafa áhuga á íslenskri tón-
list,“ segir Arngrímur. „Það er
okkar markmið að þessi vefur
gefi góða mynd af því sem er að
gerast. Ekki bara það sem er vin-
sælt, eða bara tónlist þeirra sem
hafa efni á því að vera gefa út.
Þetta á að vera þverskurður á því
sem er og hefur verið að gerast í
íslensku rokki.“
Já, svona er sumarið 2001.
Morgunblaðið/Ásdís
Umsjónarmenn rokk.is, (f.v.) Hákon Hrafn Sigurðsson, Arngrímur Arn-arsson og Eggert Hilmarsson eru unnendur íslenskrar tónlistar.
Mótvægi gegn íslensku-
leysi útvarpsstöðvanna
Það er mun meira
að gerast í íslensku
tónlistarlífi en
marga grunar.
Birgir Örn Stein-
arsson kynnti sér
www.rokk.is, nýjan
vef sem alfarið er
helgaður íslenskri
tónlist á Netinu, og
spjallaði við að-
standendur hans.
biggi@mbl.is
Vefurinn rokk.is var opnaður á þriðjudag