Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 52
STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir að útboð á tilkynn- ingaskyldunni og strandstöðva- þjónustu í einu lagi sé í undirbúningi í ráðuneytinu. Slysavarnafélagið Landsbjörg sér nú um sjálfvirku tilkynninga- skylduna og Landsíminn um strandstöðvaþjónustuna. Samning- urinn við Landsímann rennur út í lok næsta árs en frekari tímasetn- ingar um hugsanlegt útboð liggja ekki fyrir, að sögn ráðherra. „Ég á von á að okkur takist að koma þessu í það horf að það verði bæði hagkvæmt og að fyllsta ör- yggis verði að sjálfsögðu gætt,“ segir Sturla. Hann segist telja að í framtíðinni verði fjareftirlitið, sem Landhelgisgæslan hefur umsjón með, á sama stað og strandstöðva- þjónustan og sjálfvirka tilkynn- ingaskyldan. Hann segist þó ekki telja að það sé best komið í hönd- um Landhelgisgæslunnar, en for- stjóri Landhelgisgæslunnar sagði í Morgunblaðinu í gær að með því að flytja verkefni tilkynningaskyld- unnar yfir til Landhelgisgæslunnar mætti ná fram mikilli hagræðingu og auka öryggi sjófarenda. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, og Arthúr Bogason, formað- ur Landssambands smábátaeig- enda, telja eðlilegt að fiskveiðieft- irlit og sjálfvirk tilkynningaskylda verði í höndum sama aðila. Krist- ján segist telja að þannig mætti efla öryggi og ná fram hagræð- ingu. Útboð á Til- kynningaskyld- unni undirbúið  Hagkvæmt/10 ÞYRLUR fluttu í gærkvöldi tvo menn á slysadeild í Fossvogi eftir að bifreið þeirra valt nokkrar veltur út af veginum að Vatnsfelli, skammt frá Sigöldu, rétt fyrir klukkan sjö. Að sögn læknis á slysadeild eru menn- irnir mikið slasaðir en þó ekki taldir í lífshættu. Upphaflega var þyrla Varnarliðs- ins kölluð á vettvang vegna anna Landhelgisgæslu en þyrla Gæslunn- ar losnaði fyrr en ætlað var og komu þyrlurnar á slysstað á svipuðum tíma. Að sögn lögreglunnar á Hvols- velli fluttu þyrlurnar sinn manninn hvor til Reykjavíkur. Alvarlegt slys á Vatnsfellsvegi 23. LANDSMÓT ungmennafélag- anna var sett á Vilhjálmsvelli á Eg- ilsstöðum í gærkvöldi í blíðskap- arveðri. Áætlað er að um 9.000 manns hafi verið viðstaddir athöfn- ina. Guðmundur Hallgrímsson frá Fáskrúðsfirði, sem keppir nú á sínu 14. landsmóti 65 ára að aldri, tendr- aði landsmótseldinn. Aðalfánaberi við setninguna var Petrún Jóns- dóttir, blakkona frá Neskaupstað, og mun þetta vera í fyrsta sinn sem kona er aðalfánaberi á landsmóti. Að fánahyllingu lokinni fluttu Þórir Jónsson, formaður UMFÍ, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávörp. Morgunblaðið/Þorkell Fjöldi við setningu landsmóts Guðmundur Hallgrímsson með kyndilinn.  Bragðið/B1 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. MISTÖK urðu við boðun slökkviliðs þegar tugir lítra af bensíni láku úr tankbíl Olíudreifingar í Hvalfjarð- argöngunum í gær. Slökkviliðið höf- uðborgarsvæðisins frétti af bens- ínlekanum í gegnum fjölmiðla og telur Jón Viðar Matthíasson varas- lökkviliðsstjóri að bæta verði úr boðunarleiðum þar sem skylt sé að láta slökkvilið vita þegar hætta sé á bruna, sprengingu eða mengun. Tankbíllinn var á leið upp úr göngunum norðanmegin þegar talið er að loftventill í tengitanki hafi gefið sig með þeim afleiðingum að bensín lak út þegar í brekkuna var komið. Göngin voru lokuð fyrir allri umferð í þrjá tíma á meðan hreins- unarstörf fóru fram og vegna smur- olíuleka úr fólksbíl á suðurakrein- inni voru göngin lokuð í fimm tíma í suðurátt. Rússnesk rúlletta að flytja hættuleg efni um göngin Guðjón Guðmundsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins á Vestur- landi, telur að vegna óhappsins í gær eigi að banna með öllu flutning hættulegra efna um göngin. Vegur um Hvalfjörð sé það góður og sjó- leiðin greið til Akraness þar sem birgðastöðvar séu á vegum olíu- félaganna. Að öðrum kosti eigi að takmarka umferðina við ákveðinn tíma sólarhrings. Guðjón flutti þingsályktunartil- lögu á Alþingi síðasta vetur um að reglur yrðu settar um eiturefna- flutning um Hvalfjarðargöng og önnur jarðgöng hér á landi. Til- lagan var samþykkt og að sögn Guðjóns stendur til að setja reglur sem takmarka flutning með eitur- efni um jarðgöng, þ.m.t. eldfim efni eins og eldsneyti. „Þegar ég flutti tillöguna á þingi benti ég á að 180 tonn af próp- angasi eru flutt í gegnum göngin á ári frá Straumsvík til Grundar- tanga, oftast að morgni þegar um- ferð er mikil. Þetta nær ekki nokk- urri átt. Við höfum séð dæmi um það erlendis hvað slys í jarðgöngum geta orðið hræðileg. Það er eins og rússnesk rúlletta að flytja þessi hættulegu efni á sama tíma og önn- ur umferð fer um göngin. Þetta óhapp í Hvalfjarðargöngunum styrkir mig enn frekar í þeirri trú og sannar að ég hafði á réttu að standa þegar ég flutti málið fyrir Alþingi,“ segir Guðjón. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Lögregla og slökkvilið lokuðu fyrir umferð um Hvalfjarðargöngin vegna bensínlekans og beindu umferð fyrir Hvalfjörð. Hvalfjarðargöngum lokað í gær vegna bensínleka úr tankbíl Mistök voru gerð við boðun á slökkviliði  Ökumaður/6 Fimm á sjúkrahús eftir árekstur FIMM voru fluttir á sjúkrahús á Akranesi í tveimur sjúkrabíl- um eftir harðan árekstur á Vesturlandsvegi í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í Borg- arnesi er einn maður alvarlega slasaður en þó ekki talinn í lífs- hættu. Áreksturinn varð um áttaleytið og köstuðust báðir bílarnir út af veginum. Þeir skemmdust mikið og voru dregnir burt með kranabíl. Áreksturinn varð á Vestur- landsvegi á móts við Dalsmynni í Norðurárdal þegar jeppi og fólksbíll rákust saman. Báðir bílar voru á norðurleið en þegar ökumaður annarrar bifreiðar- innar hugðist beygja út af veg- inum fór hann í veg fyrir hinn sem ætlaði að taka fram úr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.