Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 32
MINNINGAR
32 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
✝ Þórður Gíslasonfæddist 16. júní
1940 í Mýrdal í Kol-
beinsstaðahreppi.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness 6. júlí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Gísli
Þórðarson, hrepp-
stjóri í Kolbeins-
staðahreppi, og Guð-
rún Guðjónsdóttir
húsfreyja. Þau eru
bæði látin.
Eftirlifandi eigin-
kona Þórðar er
Kristín María Stef-
ánsdóttir, f. 7. október 1943. Börn
þeirra eru: Stefanía Hulda, f. 21.
nóvember 1961, gift Gesti Úlfars-
syni, f. 20. febrúar 1957, og eiga
þau fjórar dætur; Guðrún, f. 11.
júlí 1964, hún á þrjú
börn og barnabarn;
Guðbjörg Dagný, f.
25. júlí 1966, gift
Kára Þór Rafnssyni,
f. 13. desember 1962,
og eiga þau fjögur
börn; Gísli, f. 7. októ-
ber 1969, giftur Ás-
laugu Guðbrands-
dóttur, f. 11. mars
1968, og eiga þau
þrjá syni; og Hafdís
Bára, f. 12. janúar
1974, sambýlismað-
ur hennar er Fróði
Ársælsson, f. 8. sept-
ember 1965, og eiga þau eina dótt-
ur.
Útför Þórðar fer fram frá Kol-
beinsstaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku pabbi minn, nú ert þú farinn
frá okkur. Þessi hræðilegi sjúkdóm-
ur gekk hratt og örugglega til verks
á aðeins einum og hálfum mánuði frá
því að þú greindist með krabbamein.
Það var alveg ljóst frá byrjun að
sjúkdómurinn var ólæknandi, en ég
hélt svo sannarlega að við hefðum
meiri tíma, að meinið myndi ekki ná
yfirhöndinni svona fljótt. Þér var
greinilega ætlað annað hlutverk. Þú
tókst veikindum þínum af æðruleysi
eins og þinn var vaninn enda þurfti
mikið til að koma þér úr jafnvægi.
Þú varst alveg ótrúlegur í spítalaleg-
unni, sagðir okkur að vera sterk
saman og að þú værir svo hamingju-
samur. Þú hugsaðir mjög vel um fjöl-
skylduna þína, varst kletturinn sem
við studdum okkur við og hjá þér
fundum við fyrir miklu öryggi.
Mamma og við systkinin vöktum yfir
þér fjóra síðustu dagana, sem gaf
okkur mikið, að fá að vera hjá þér
elsku pabbi minn. Við reynum að
vera sterk þótt það taki mikið á að
horfa á eftir þér.
Ég gleymi því aldrei hvað þú varst
stoltur og hamingjusamur þegar þú
varst að segja mér að þú og mamma
væruð að fara í húsbílaferðir, þú
ljómaðir í hvert skipti, og þegar þú
varst að segja mér sögur um ferð-
irnar sem þið höfðuð þegar farið í.
Það var alveg unun að hlusta á sög-
urnar úr ferðunum ykkar, þú sagðir
svo skemmtilega frá. Svo kemur
annað upp í huga mér á þessari
stundu, það var þegar þú kallaðir
okkur systurnar gimbrarnar þínar,
mér þótti alltaf vænt um það. Svo
þegar þú varst að lesa allar vísurnar
sem þú samdir, það á eftir að vera
gaman að glugga í þær og minnast
þín með þeim.
Einnig langar mig að minnast á
það þegar ég var lítil. Þá var kind
sem var lömuð og afi ætlaði að farga
en mér þótti það svo sárt, grét yfir
því dag og nótt þangað til þú, pabbi
minn, tókst þá ákvörðun að reyna að
hjálpa henni. Við settum hana í rólu
á hverjum degi og hún fékk að vera í
kjallaranum, svo eftir nokkra daga
fékk hún máttinn í fæturna. Afi ætl-
aði ekki að trúa þessu og gaf mér
kindina, sem ég var búin að nefna
Dolly. Árin á eftir átti hún alltaf þrjú
lömb, þetta þótti mér alltaf vænt um.
Svo var það fyrir mörgum árum að
ég fékk að koma með þér upp á fjall á
skytterí. Þú leyfðir mér að prófa að
skjóta úr byssunni en þegar ég gerði
það brá mér víst ansi mikið og sagði
strax á eftir: Hey pabbi, skaut ég?
Þessari setningu hefur þú aldrei get-
að gleymt og hlegið mikið að henni.
Pabbi minn, ég sakna þín svo sárt.
Minning þín mun alltaf lifa í hjarta
mér.
Þín dóttir
Dagný.
Jæja elsku karlinn minn, þá ertu
lagður af stað í langa ferðalagið! Það
er ekki hægt að neita því að hér eftir
ríkir mikill söknuður, en við sem eft-
ir lifum verðum að læra að lifa með
því.
Þú styrktir okkur mikið síðustu
dagana og ótrúlegt en satt þá heldur
lífið áfram að ganga sinn vanagang
en þú ert alltaf í hug og hjarta okkar
allra.
Það er margs að minnast þegar
mikill og góður maður eins og þú
kveður.
Ég minnist þó sérstaklega þriggja
vikna heimsóknar ykkar tveggja til
Kaupmannahafnar fyrr á árinu. Ég
er þakklát fyrir að þú dvaldir í þrjár
vikur í stað einnar, eins og þú ætl-
aðir þér. Þetta var yndislegur tími
og við spjölluðum mikið og vel sam-
an, skoðuðum bækur, hlustuðum á
tónlist og villtumst um götur Kaup-
mannahafnar. Ég man einnig eftir
mínum yngri árum þar sem ég eyddi
dágóðum tíma með þér á verkstæð-
inu, stundum sópaði ég sag og lék
mér að viðarkubbum sem þú lánaðir
mér. Þú varst hagur og góður smið-
ur og allt sem þú gerðir var nánast
fullkomið, enda hafðir þú aldrei við
pöntunum sem lágu fyrir á borðinu
hjá þér.
Einnig langar mig til þess að
minnast á nokkrar húsbílaferðir sem
ég, „yngsta gimbrin“, fékk að fljóta
með í. Fyrsta ferðin sem ég fór með í
var fyrir tæpum fimm árum, en þá lá
leið okkar í Landmannalaugar. Þetta
er eitt skemmtilegasta ferðalag sem
ég hef upplifað, þú varst hrókur alls
fagnaðar og gantaðist mikið. Einnig
man ég eftir berjaferðinni og þá sér-
staklega einu atriði þar sem þú
komst við í Kaupfélagi Borgfirðinga,
keyptir hollensk bláber og settir þau
í mjólkurfernu ásamt rusli sem þú
tíndir með. Svo sagðir þú við hús-
bílafélagana að hér væri sko nóg af
bláberjum og sýndir svo stoltur þinn
afrakstur úr berjatínslunni enda
báru þín bláber af öllum hinum. Já
við hlógum oft vel og innilega og
höfðum það gaman, enda varstu
mikill húmoristi.
„Að vera eða vera ekki“ er stóra
spurningin í lífinu og ég held að þú
hafir fundið svarið, en það er að vera
þú sjálfur og það varstu svo sann-
arlega, elsku pabbi minn.
Þú gerðir þetta svo fallegt síðustu
dagana og sagðir svo fallega hluti við
okkur eftirlifandi, þú skildir meðal
annars ekkert í því að við vorum hjá
þér á morgnana þegar þú vaknaðir,
en það var eitt það besta sem við höf-
um upplifað, að vera hjá þér og fá
tækifæri til þess að kveðja þig, segja
þér frá því að við elskum þig. Elsku
pabbi, ég veit að þú ert hjá góðu fólki
núna og hefur það eflaust gott, það
er alltaf auðveldara að sætta sig við
orðinn hlut þegar viðkomandi er
sjálfur sáttur. Ég kveð þig með fullt
hjarta af fallegum minningum sem
munu aldrei gleymast, veit að við
munum hittast seinna í framtíðinni.
Þín dóttir
Hafdís Bára.
Vinur minn, Þórður Gíslason, er
fallinn frá langt fyrir aldur fram.
Hann var sóttur af þeim sjúkdómi er
fellir menn fljótt, en hann var æðru-
laus til hinstu stundar. Með þessum
kveðjuorðum minnist ég vináttu
okkar frá sveitaárum mínum og síð-
ar. Einkum er mér hugleikið hvernig
hann kom fram við Maríu ömmu
mína í Lækjarbug, en þar var hann
ætíð aufúsugestur. Í Lækjarbug var
ég sveitadrengur þar sem afi hans,
Guðjón, var húsbóndi. Að leiðarlok-
um vil ég hafa eftir orð móður minn-
ar, Sigríðar, uppeldissystur móður
hans, þegar við spurðum lát hans.
Hann skapaði gleði hvar sem hann
kom.
Hvíldu í friði, kæri vinur. Kristínu
konu hans, börnum þeirra og bræðr-
um hans vottum við, ég og fjölskylda
mín, okkar dýpstu samúð.
Steingrímur Eiríksson.
Í síðasta samtali okkar Þórðar
þegar ég hitti hann á spítalanum
stuttu fyrir andlát hans, sagði hann
við mig að hann væri svo þakklátur
fyrir að fá að deyja á þennan hátt.
Hann væri þeirrar gæfu aðnjótandi
að fá að hafa eiginkonu sína og öll
börnin sín í kringum sig á þessari
stundu og hefði fengið tækifæri til að
kveðja alla sem voru honum kærast-
ir. Honum þótti mikið lán að vera
ekki hrifinn burtu í slysi án þess að
fá tækifæri til að undirbúa aðstand-
endur sína. Honum tókst með ein-
hverju móti á þessum klukkutíma
sem ég var hjá honum að sætta mig
við það sem koma skyldi og minnti
mig á það að þegar hann liti yfir líf
sitt þá gæti hann ekki óskað sér að
neitt hefði verið öðruvísi en það
raunverulega var. Hann var fullkom-
lega sáttur við líf sitt. Einhvern veg-
inn leið mér betur þegar ég fór út af
sjúkrahúsinu þennan dag heldur en
þegar ég kom inn á það, þrátt fyrir
þau sorgartíðindi sem ég vissi að
væru í vændum. Þessi sátt hans við
lífið og jafnvel endalok þess og
hvernig hann lagði sig fram við að
gera aðra jafn sátta og hann var
sjálfur, var ef til vill lýsandi fyrir
þann persónuleika sem Þórður hafði
að geyma. Jákvæði hans og mann-
gæska lét öllum í návist hans líða vel
svo ekki sé talað um kankvísina og
skopskynið, sem gerði það að verk-
um að oftar en ekki sá hann spaugi-
legu hliðar málanna.
En þrátt fyrir að Þórður hafi skil-
ið sáttur við, er mikill missir og
söknuður af því að hitta hann ekki
lengur á vappi á Mýrdalshlaðinu,
ræða við hann um ýmsar hliðar lífs-
ins og tilverunnar, pólitík eða bara
hvað þyrfti að gera næst til að lappa
upp á gamla bæinn í Mýrdal. Með
honum er horfinn góður vinur og
félagi.
Ég vil votta Kristínu eiginkonu
hans og barnahópnum, sem hann var
svo stoltur af, og öðrum aðstandend-
um innilegustu samúð mína.
Guðrún Pétursdóttir.
Kvatt hefur góður félagi, Þórður
Gíslason, aðeins rúmlega sextugur
að aldri. Það eru u.þ.b. 5 ár síðan við
kynntumst, í ferð með Félagi hús-
bílaeigenda, og tókst strax með okk-
ur góð vinátta.
Doddi, eins og hann var kallaður,
hafði unun af því að ferðast með
Stínu sinni um landið, og þá oftast
með húsbílafélaginu, en hann var
virkur félagsmaður og sleppti helst
ekki úr ferð með félaginu. Doddi
hafði létta lund og hafði gaman af
hvers konar uppákomum. Hann
hafði ríkulegt skopskyn og oftar en
ekki mátti eiga von á skemmtilegum
athugasemdum frá honum, og þá
ekki sjaldan í bundnu máli því kveð-
skapur var hans líf og yndi. Hann
hélt til haga öllum vísum sem urðu á
vegi hans og átti heilu bækurnar
með hvers kyns kveðskap. Það voru
hans bestu stundir að sitja inni í hús-
bílnum sínum, Blíðfara, og flytja
mönnum kveðskap eða hlusta á aðra
fara með kvæði eða vísukorn, og þá
var ekki verra að hafa guðaveigar
um hönd. Doddi var grannur maður,
kvikur og léttur í hreyfingum, erfið
ganga um urð og grjót var lítið mál
fyrir hann og hann gat fetað einstigi
með öryggi fjallageitar. Hann var
mjög hlýr maður og talaði alltaf um
Stínu sína með ást í rómnum, og þeg-
ar hann talaði um börnin sín og
barnabörn geislaði hann af stolti.
Doddi leit á félagana í Félagi hús-
bílaeigenda sem sína aðra fjölskyldu
og notaði hvert tækifæri til sam-
funda. Þegar opin hús voru haldin
munaði hann ekki um að keyra vest-
an af Mýrum í Kópavoginn til að fá
sér kaffi með félögunum.
Doddi hafði svo mikla ánægðu af
ferðalögum að hann reyndi mikið til
að hafa áhrif á ættingjana svo þeir
fengju sér nú húsbíl, enda fór það
svo að tveir bræður hans eiga nú
húsbíl og eru virkir í ferðum félags-
ins, og þeir eru fleiri sem hafa smit-
ast af ferðagleði hans. Hann lagði
sitt af mörkum til að gera góðar
ferðir betri. Eitt sinn er við vorum á
ferð um Vesturland tók hann félags-
heimilið í sveitinni á leigu svo við
gætum átt góða stund í upphafi ferð-
ar. Síðan var hann búinn að skipu-
leggja gönguferðir um nágrennið til
að skoða áhugaverða staði. Á meðan
bakaði Stína heilu staflana af vöffl-
um fyrir svanga göngugarpa. Í öllum
stóru ferðum félagsins stóð hann
fyrir keppni í kveðskap, en þá kast-
aði hann fram fyrri parti og síðan
reyndu bæði börn og fullorðnir að
semja besta botninn. Varð þetta hin
besta skemmtun og var oft mikið
hlegið að útkomunni. Hvert ár þegar
fór að vora var Doddi strax kominn í
ferðahug og hann hlakkaði mikið til
stóru ferðarinnar, en svo kallast 8
daga ferð félagsins sem farin er ár
hvert. Nú brá svo við í fyrra að las-
leiki hafði hrjáð Dodda um skeið og
var hann lagður inn á spítala áður en
stóra ferðin hófst. Hann vildi nú ekki
missa af allri ferðinni svo hann kom
bara með flugi austur á Vopnafjörð
til að taka þátt í lokahófi ferðarinnar.
Hann átti vissulega erindi því að
sjálfsögðu tók hann þátt í skemmti-
dagskrá kvöldsins. Á þessu sést að
það er skarð fyrir skildi nú þegar
Þórður er farinn í sína „stóru ferð“,
bæði hjá fjölskyldu hans og okkur
ferðafélögunum. Doddi var lífsglað-
ur maður og munum við halda minn-
ingu hans best á lofti með því að
fylgja hans sannfæringu, að það sé
best að taka lífinu með bros á vör.
Elsku Stína mín, börn og barnabörn,
Gaui, Jón, Fjóla og aðrir sem sakna
vinar í stað. Megi Guð styrkja ykkur
í gegnum þessa raun. Kærar þakkir
fær góður ferðafélagi fyrir góða og
trausta vináttu.
Sigríður Arna Arnþórsdóttir
og fjölskylda, fyrrv. form.
Fél. húsbílaeig.
ÞÓRÐUR
GÍSLASON
Sigurður fæddist
14.7. 1928 á Vatnsenda
í Héðinsfirði. Systkinin
voru níu, en nafni hans
lést kornabarn 1927.
Þessi stóra fjölskylda
flutti til Siglufjarðar 1949, Sigurður
þá tæplega tvítugur. Þau voru hin
síðustu sem fluttu frá Héðinsfirði.
Sjórinn varð hans starfsvettvangur.
Hann var m.a. á togaranum Hafliða,
en einnig á bátum frá Siglufirði, m.a.
Sigurði SI. 1958 tók hann stýri-
mannspróf á Akureyri. Hann hafði
um þetta leyti kynnst annarri stórri
fjölskyldu, en eftir að Valgerður
Þorsteinsdóttir missti mann sinn
sviplega í sjóslysi, tókust kynni með
þeim, og síðar sambúð. Þó að elstu
börn hennar væru farin að heiman,
þá þurfti allnokkurs að afla til fram-
færslu svo stórrar fjölskyldu. Þau
Valgerður eignuðust eitt barn, Ein-
ar Ásgrím, f. 15.11. 1959. Þau Val-
gerður keyptu litla jörð, Ráeyri,
handan fjarðar. Þar var hægt að
heyja og hafa kindur, og þar fann
SIGURÐUR
ÞORVALDSSON
✝ Sigurður Þor-valdsson fæddist
í Héðinsfirði 14. júlí
1928. Hann lést á
Landspítalanum
Fossvogi 8. júní síð-
astliðinn og fór útför
hans fram í kyrrþey
frá Kapellunni í
Hafnarfirði 15. júní.
Sigurður sig sem fisk í
vatni. Á vetrarvertíð-
um fór Sigurður að
sækja sjó undir Jökli,
aðallega frá Sandi. Þá
fóru menn að heiman
upp úr áramótum, og
voru til vertíðarloka,
11. maí var lokadagur.
Þá var tekið upp og
farið heim. Sigurður
eignaðist þungan en
traustan nótabát með
öflugri vél, sem hann
nefndi Sæbjörgu SI 68.
Á sömu slóðum reri oft
Gústi guðsmaður, einn-
ig einn um borð. Báðir unnu fyrir
þarft málefni, Gústi fyrir Jesú og
kristniboðið, en Sigurður fyrir Val-
gerði og börn, og dró hvorugur af
sér. Sigurður dró oft yfir tonn af
þorski á einum degi. Einn maður,
allt á handafli. Engar færavindur
þekktust þá. En allt hefur sinn tíma,
og þar kom, að Valgerður vildi „suð-
ur“, enda flest börnin farin þangð.
Og svo varð 1974. Ekki fýsti Sigurð
að fata út í óvissuna, en svo hlaut að
verða. Þau fluttu til Hafnarfjarðar.
Sigurður starfaði næstu árin hjá
ÍSAL, og þó kvartaði hann í engu,
hefur hann eflaust verið sem fiskur
á þurru landi. Leiðir þeirra skildu
1981. Verkinu var lokið, og börnin
komin út í lífið. Með þeim var þó allt
gott. Reyndi ég það vel, er þau voru
orðin tengdaforeldrar dóttur okkar
hjóna nokkru seinna, og við buðum
þeim tveimur einum heim eina
kvöldstund, sem varð okkur ógleym-
anlega skemmtileg, því þau léku
bæði á als oddi. Síðustu starfsárin
vann Sigurður við hina gömlu skipa-
smíðastöð, Dröfn í Hafnarfirði, og
dráttarbraut hennar. Stjórnaði hann
gjarnan gamla sleðanum, sem dró
skipin á land., svo og viðhald hans,
en Sigurður var drjúglaginn. Þarna
við sjóinn naut hann sín vel. Hann
fór á eftirlaun 1995, og gamla Dröfn
fór á nýjar hendur sama ár. Hann
var bæði raungóður og bóngóður, en
gerði engar kröfur hvað varðaði
hann sjálfan. Ævi hans var merk:
Síðasti búandi í Héðinsfirði, sjó-
mennska í 24 ár, þar á meðal á síðu-
togara, vertíðum, síldarúthaldi,
ásamt handfærum með handafli
einu. Ekkert af þessu verður stund-
að til atvinnu framar. Þó að Íslands
Hrafnistumenn lifðu tímabil tvenn,
þá lifði hann aðeins eitt, og það kem-
ur aldrei aftur.
Það er líkt og Gústi guðsmaður
hafi lagt til gott orð í ríki síns herra
varðandi vistaskipti Sigurðar. Þrátt
fyrir ýmsan krankleika sl. vetur
fannst ekkert fyrr en hann var lagð-
ur inn á spítala í byrjun júní sl. Þá
greindist hann með krabbamein.
Ekki langaði hann í tvísýna lyfja-
meðferð, en lét þó til leiðast. Við
fyrstu meðferð, og áður en hún hófst
var hann allur, á ekki lengri tíma en
hann dró einn gulan úr sjó. E.t.v.
hefur Gústi sagt við sinn herra: „Nú
er nóg róið. Er ekki kominn loka-
dagur?“ Og svo varð.
Ég kveð Sigurð með virðingu og
þökk fyrir ljúf kynni.
Ámundi H. Ólafsson.