Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 36
KIRKJUSTARF
36 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. At-
hugið, síðasta guðsþjónusta fyrir
sumarleyfi starfsliðs Áskirkju. Árni
Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Organisti Guðmundur Sigurðs-
son. Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Félag-
ar úr Dómkórnum syngja. Organisti
Marteinn H. Friðriksson.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11 í
umsjá sr. Hreins S. Hákonarsonar,
fangaprests. Altarisganga. Kirkjukór
Grensáskirkju syngur. Organisti Árni
Arinbjarnarson. Ólafur Jóhannsson.
GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili:
Guðsþjónusta kl. 10.15. Organisti
Kjartan Ólafsson. Prestur sr. Ágúst
Einarsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.
Organisti Ágúst I. Ágústsson. Sr. Sig-
urður Pálsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Org-
anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas
Sveinsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Guðsþjónusta kl.
11. Svala Sigríður Thomsen, djákni,
leiðir stundina. Organisti Lára Bryn-
dís Eggertsdóttir. Vöfflukaffi eftir
stundina. Sóknarprestur verður í
sumarleyfi 1. júlí – 8. ágúst. Sr. Pálmi
Matthíasson sóknarprestur Bústaða-
kirkju þjónar Langholtsprestakalli á
meðan.
LAUGARNESKIRKJA: Fyrsta messa
eftir sumarfrí kl. 20.30. Athugið
breyttan messutíma. Prestur sr.
Bjarni Karlsson. Organisti Gunnar
Gunnarsson. Kór Laugarneskirkju
syngur. Barnagæsla í höndum
tveggja 13 ára stúlkna meðan á pré-
dikun og altarisgöngu stendur.
Messukaffi.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur sr. Halldór Reynisson. Kór
Neskirkju syngur. Organisti Reynir
Jónasson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Orgeltón-
list kl. 11–11.30. Pavel Manasek
organisti leikur á orgelið. Áhersla
lögð á ljósastand Seltjarnarnes-
kirkju, sem er mikið notaður í bæna-
haldi. Fólk kemur og tendrar ljós um
leið og bæn er beðin. Þar getur þú átt
stund með Guði, tendrað ljós og
fundið frið frá öllu amstri hversdags-
ins undir fallegri orgeltónlist. Verið öll
hjartanlega velkomin.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Næsta
guðsþjónusta verður sunnud. 12.
ágúst kl. 20.30.
HVERAGERÐISKIRKJA: Messa kl.
14. Prestur Tómas Guðmundsson.
Organisti Kjartan Ólafsson. Félag
fyrrverandi sóknarpresta.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Organisti: Pavel Smid. Kirkjukór-
inn syngur. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Engin guðs-
þjónusta í kirkjunni vegna viðhalds
og sumarleyfa starfsfólks. Fyrsta
guðsþjónusta eftir hlé verður 19.
ágúst. Bent er á helgihald í öðrum
kirkjum prófastsdæmisins. Sr. Gísli
Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa kl.
20.30. Prestur sr. Magnús B. Björns-
son. Organisti: Kjartan Sigurjónsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Engin
guðsþjónusta í kirkjunni vegna sum-
arleyfa starfsfólks. Fyrsta guðsþjón-
usta eftir hlé verður 12. ágúst kl. 20.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Anna Sigríður Páls-
dóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Kór Grafarvogskirkju syngur. Organ-
isti: Hörður Bragason.
HJALLAKIRKJA: Nú standa yfir mikl-
ar framkvæmdir í Hjallakirkju. Verið
er að skipta um gólfefni í kirkjuskipi
og sinna ýmsu viðhaldi. Af þeim sök-
um fellur helgihald niður í sumar en
guðsþjónustur hefjast aftur um miðj-
an ágústmánuð. Bent er á helgihald í
öðrum kirkjum Kópavogs eða pró-
fastsdæmisins. Við minnum á bæna-
og kyrrðarstundir sem verða áfram á
þriðjudögum kl. 18 á neðri hæð kirkj-
unnar. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Vegna sumar-
leyfa verða ekki guðsþjónustur í kirkj-
unni í júlímánuði. Næsta guðsþjón-
usta verður sunnudaginn 5. ágúst kl.
11. Kirkjan er opin á venjulegum opn-
unartímum og kirkjuvörður til staðar.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20.
Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Altaris-
ganga. Organisti er Sigrún Þórsteins-
dóttir.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Sam-
koma fellur niður vegna útilegu kirkj-
unnar þessa helgi.
BOÐUNARKIRKJAN: Samkoma í dag
kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga,
prédikun og biblíufræðsla þar sem
ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og
svarað. Á laugardögum starfa barna-
og unglingadeildir. Súpa og brauð eft-
ir samkomuna. Allir hjartanlega vel-
komnir.
KLETTURINN: Almenn samkoma kl.
20 fyrir alla fjölskylduna. Mikil lof-
gjörð og tilbeiðsla. Ath. breyttan
samkomutíma. Bæna- og lofgjörðar-
stund fimmtudag kl. 20. Bæn, lof-
gjörð og orð guðs. Allir velkomnir.
FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Al-
menn samkoma kl. 20. Lofgjörðar-
hópur Fíladelfíu syngur. Ræðumaður
G. Theodór Birgisson. Allir hjartan-
lega velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræðis-
samkoma sunnudag kl. 20 í umsjón
majórs Elsabetar Daníelsdóttur. Allir
hjartanlega velkomnir.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
15. júlí – 22. júlí
Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti:
Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30
Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka
daga: Messa kl. 18.00.
Reykjavík - Maríukirkja við Raufar-
sel: Laugardaga: Messa á ensku kl.
18.30. Sunnudaga: Messa kl.
11.00. Virka daga: Messa kl. 18.30.
Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa
kl. 17.00.
Hafnarfjörður - Jósefskirkja: Sunnu-
daga: Messa kl. 10.30. Miðviku-
daga: Messa kl. 18.30.
Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa
kl. 08.30. Virka daga: Messa kl.
8.00. Mánudaginn 16. júlí : Minning
heilagrar Maríu meyjar frá Karmel-
fjalli, stórhátíð í Karmel.
Keflavík – Barbörukapella: Skóla-
vegi 38: Sunnudaga: Messa kl.
14.00. Fimmtudaga kl.19.30: Skrift-
ir. Kl. 20.00: Bænastund.
Stykkishólmur, Austurgötu 7:
Sunnudaga: Messa kl. 10.00.
Ísafjörður og Vestfirðir: séra Marek
er í sumarleyfi.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ:
Samkoma á morgun kl. 16.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum:
Kl. 11 messa með altarisgöngu. Fyr-
irbænir, guðs orð og gott samfélag.
Ættarmótsgestir og ferðamenn sér-
staklega hvattir til að sækja kirkju.
Kaffisopi á eftir í safnaðarheimilinu.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Hásum-
armessa kl. 11. tónlist, söngur og
bænir verða í fyrirrúmi og hefðbundið
messuform lagt til hliðar. Engin hefð-
bundin ræða er flutt, heldur aðeins
stutt hugleiðing í upphafi altaris-
göngu. Julian Hewlett, fiðluleikari og
organisti við Kópavogskirkju, annast
tónlistarflutning, en Natalía Chow,
organisti Hafnarfjarðarkirkju, syngur
sumarsálma. Prestur er sr. Þórhallur
Heimisson. Eftir messuna er boðið
upp á sumarkaffi í safnaðarheimili
Hafnarfjarðarkirkju.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Prestur sr. Hans Markús Haf-
steinsson. Guðbjörg Tryggvadóttir
leiðir safnaðarsöng. Organisti Jó-
hann Baldvinsson. Sigurður Helgi
Guðmundsson.
VÍDALÍNSKIRKJA: Kvöldguðsþjón-
usta kl. 20.30. Athugið breyttan tíma
til 5. ágúst! Kirkjukórinn leiðir safn-
aðarsönginn. Organisti er Jóhann
Baldvinsson. Sr. Friðrik J. Hjartar
þjónar. Hittumst glöð í kirkjunni!
Prestarnir.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11 árd. Prestur sr. Ólafur Oddur
Jónsson. Ræðuefni: Bæn Jabesar.
Samræður í garði Kirkjulundar ef veð-
ur leyfir. Kór Keflavíkurkirkju leiðir
söng. Organisti og kórstjóri Hákon
Leifsson. Meðhjálpari Laufey Krist-
jánsdóttir.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11.
Morguntíð sungin kl. 9 frá þriðjudegi
til föstudags. Kaffi og brauð að henni
lokinni. Foreldrasamvera kl. 11 á
miðvikudögum. Sóknarprestur.
HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14 í umsjón Félags fyrrver-
andi sóknarpresta. Jón Ragnarsson.
Heilsustofn NLFÍ: Guðsþjónusta kl.
11. Strandakirkja í Selvogi: Guðs-
þjónusta kl. 14. Jón Ragnarsson.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa
verður sunnudag 15. júlí kl. 17. Í
messunni verður flutt tónlist frá tón-
leikum helgarinnar. Sóknarprestur.
HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa:
Messa nk. sunnudag kl. 14. Í mess-
unni verður Þorsteinn Rúnar Ásgeirs-
son, Álftarimi 6, Selfossi, fermdur.
Athugið breyttan messutíma. Krist-
inn Ágúst Friðfinnsson.
ÍSAFJARÐARKIRKJA: Tónlistar-
messa kl. 20.30. Vadim Fedorov leik-
ur á harmónikku en Hulda Bragadótt-
ir á orgel. Sóknarprestur.
HÓLADÓMKIRKJA: Guðsþjónusta
verður sunnudag kl. 11. Séra Hann-
es Örn Blandon prédikar og þjónar
fyrir altari. Forsöngvari Jóhann Már
Jóhannsson. Organisti Jóhann
Bjarnason. Allir velkomnir.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11.
Mánud: Kyrrðarstund kl. 18. Sókn-
arprestur.
ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta
sunnudag kl. 14. Prestur sr. Sigurður
Árni Þórðarson. Organisti Guðmund-
ur Vilhjálmsson. Sóknarprestur.
Jesús kennir af skipi.
(Lúk. 5.)
Morgunblaðið/Jim Smart
Seljakirkja.
NÚ hefjum við gönguna að nýju sól-
brún og hvíld eftir fríið. Messur
Laugarnessafnaðar verða öll sunnu-
dagskvöld kl. 20:30 í sumar. Nema
um verslunarmannahelgi, þá verður
messað á mánudagskvöldi. Á sumrin
bræðum við saman andrúmsloft
hinnar hefðbundnu sunnudagsmessu
við djassmessuna og ’þriðjudag með
Þorvaldi’ sem mörg þekkja, þannig
að úr verður fjölþætt samvera þar
sem reiknað er með öllu fólki á öllum
aldri. Okkur langar að sjá sem flest
fólk í messunum í sumar. Við minn-
um á barnagæsluna sem alltaf er til
reiðu og messukafið sem bíður allra
að lokinni messu.
Hveragerðisferð
fyrrverandi
sóknarpresta og
prestsekkna
DVALARHEIMILIÐ Ás Hvera-
gerði og Dvalar- og hjúkrunarheim-
ilið Grund, bjóða eins og undanfarin
ár fyrrverandi sóknarprestum og
prestsekkjum til Hveragerðis n.k.
sunnudag 15. júlí. Lagt verður af
stað frá Grund kl. 12:50 með rútu.
Messa í Hveragerðiskirkju kl. 14 og
síðan kirkjukaffi í húsakynnum Áss
og kynning á starfsemi Dvalarheim-
ilisins. Sr. Tómas Guðmundsson
messar. Organisti verður Kjartan
Ólafsson. Fyrrverandi sóknarprest-
ar.
Hásumarmessa
í Hafnarfjarðar-
kirkju
Á MORGUN ber sunnudag upp á
15.júlí og því ríkir hásumar á Íslandi,
enda hundadagar nýlega gengnir í
garð. Til að gleðjast yfir sumrinu
sem Guð gefur okkur verður sérstök
hásumarmessa haldin í Hafnarfjarð-
arkirkju. Hefst hún kl. 11. Tónlist,
söngur og bænir verða í fyrirrrúmi
og hefðbundið messuform lagt til
hliðar. Engin hefðbundin ræða er
flutt, heldur aðeins stutt hugleiðing í
upphafi altarisgöngu. Julian Hew-
lett, fiðluleikari og organisti við
Kópavogskirkju mun annast tónlist-
arfluttning, en Natalía Chow, organ-
isti Hafnarfjarðarkirkju syngur
sumarsálma. Natalía er lærður ein-
söngvari og hefur oft glatt safnaðar-
fólk í Hafnarfirði með söng sínum.
Prestur er sr.Þórhallur Heimisson.
Eftir messuna er boðið upp á sum-
arkaffi í safnaðarheimili Hafnar-
fjarðarkirkju. Mætum öll í Hafnar-
fjarðarkirkju í sumarskapi og eigum
þar saman ljúfa morgunstund áður
en haldið er út í sumarið.
Sr. Þórhallur Heimisson.
Safnaðarstarf
Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar
kl. 12-12.30. Ulf Norberg frá Svíþjóð
leikur á orgel.
Garðasókn. Opið hús á þriðjudögum.
Farið verður í Listasafn Reykjavík-
ur, þriðjudaginn 17. júlí. Sýning
Erro skoðuð, kaffi á eftir. Lagt af
stað frá Kirkjuhvoli kl. 13.30 og kom-
ið til baka um kl. 16.
Sjöundadags aðventistar á Íslandi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl-
íufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Garth Anthony.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Eric Guðmundsson.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Steinunn Theodórsdóttir.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.
Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Paul Thompkins.Loftsalurinn, Hóls-
hrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta
kl. 11. Biblíufræðsla kl. 12. Ræðu-
maður Jóhann Grétarsson.
Laugarneskirkja
rumskar af
sumardvala
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Laugarneskirkja.
MESSUR Á MORGUN
KRISTNIHÁTÍÐARSJÓÐUR, sem
starfar samkvæmt lögum um sjóðinn
sem samþykkt voru á Alþingi 28.
febrúar 2001, var stofnaður til að
minnast þess að 1000 ár eru liðin frá
því kristinn siður var lögtekinn á Ís-
landi. Hlutverk sjóðsins er tvíþætt:
að efla fræðslu og rannsóknir á
menningar- og trúararfi þjóðarinnar
og stuðla að umræðum um lífsgildi
hennar, siðferði og framtíðarsýn;
að kosta fornleifarannsóknir á
helstu sögustöðum þjóðarinnar, m.a.
á Þingvöllum, í Skálholti og á Hólum.
Starfstími sjóðsins er fimm ár eða
til ársloka 2005. Ríkissjóður leggur
sjóðnum til 100 millj. kr. fyrir hvert
starfsár samkvæmt sérstökum lið á
fjárlögum. Samkvæmt lögum um
Kristnihátíðarsjóð, skal stjórn sjóðs-
ins eiga samvinnu við menntamála-
ráðuneytið, kirkjumálaráðuneytið,
þjóðkirkjuna og önnur trúfélög, Þjóð-
minjasafnið og háskólana í Reykjavík
og á Akureyri, svo og frjáls félaga-
samtök, um viðfangsefni sjóðsins.
Stjórn sjóðsins, kjörin af alþingi,
skipa Anna Soffía Hauksdóttir, sem
jafnframt er formaður, Anna Agnars-
dóttir og Þorsteinn Gunnarsson, rekt-
or. Varamenn stjórnar eru Þorsteinn
Gunnarsson, arkitekt, Jón Páll Hall-
dórsson og Þóra Guðmundsdóttir.
Stjórnin hefur skipað tvær verk-
efnisstjórnir sem gera munu tillögur
um verkefni og framlög til þeirra fyrir
hvert starfsár, og vera stjórninni til
ráðgjafar. Í verkefnisstjórn á sviði
menningar- og trúararfs, sem hafa
mun aðsetur á Akureyri, sitja Guð-
mundur Heiðar Frímannsson, for-
maður, Guðmundur K. Magnússon og
Lára Oddsdóttir. Verkefnisstjórnin á
sviði fornleifafræði, með aðsetur í
Reykjavík, skipa Guðmundur Hálf-
dánarson, formaður, Árný E. Svein-
björnsdóttir og Hjalti Hugason.
Fyrirhugað er að auglýsa eftir um-
sóknum um styrki úr sjóðnum í ágúst-
mánuði nk. með umsóknarfresti til 1.
október og er stefnt að fyrstu úthlut-
un þann 1. desember 2001.
Fimm ára verkefni Kristni-
hátíðarsjóðs að hefjast
LAUGAVEGSHLAUPIÐ fer fram í
fimmta sinn þann 21. júlí nk. og er
hlaupið sem leið liggur frá Land-
mannalaugum til Þórsmerkur sem
er um 55 km vegalengd.
Mikil vakning virðist vera á meðal
hlaupara í sambandi við fjallahlaup á
síðustu árum og þá sérstaklega í
Evrópu og Bandaríkjunum, segir í
fréttatilkynningu. Ávallt hafa verið
um 10 til 15 erlendir hlauparar á
Laugaveginum ár hvert og núna í ár
eru komnar 25 erlendar skráningar.
Heildarfjöldi í hlaupunum hefur ver-
ið tæplega 100 hlauparar og stefnir í
yfir 100 skráningar í ár.
Nú hefur bandarískt fyrirtæki
sýnt Laugavegshlaupinu mikinn
áhuga og ætlar að koma með fimm
kvikmyndatökumenn og fá aðstoð
frá fjórum íslenskum kvikmynda-
tökumönnum, enda er landslagið
mikilfenglegt í alla staði fyrir
myndatöku.
Laugavegs-
hlaupið
kvikmyndað
INNLENT