Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 15 KAUPFÉLAG Suðurnesja hefur lagt fyrir skipulags- og byggingar- nefnd Reykjanesbæjar tillögur að verslunarmiðstöð í tengslum við verslun Samkaupa í Njarðvíkum. Að sögn Guðjóns Stefánssonar, fram- kvæmdastjóra Samkaupa, er stefnt að því að ljúka hugmyndavinnu á þessu ári. Núverandi verslunarhúsnæði Samkaupa er um 2300m2 og gera til- lögurnar ráð fyrir að nýbyggingin verði um 3700m2. Um 2600m2 færu undir verslunarhúsnæði, 620m2 und- ir veitingastaði og 500m2 undir sam- eiginlega yfirbyggða verslunargötu. Heildarstærð verslunarhúsnæðisins yrði því um 6000m2 eftir breytingar. Samkvæmt tillögunum er gert ráð fyrir 310 bílastæðum, þ.e. 1 stæði fyrir hverja 19m2 af verslunarhús- næði. Óvíst hvenær framkvæmdir hefjast Guðjón segir að enn eigi eftir að finna aðila sem gætu komið að fjár- mögnun framkvæmdanna. Einnig eigi eftir að athuga áhrif verslunar- kjarna í Smáranum á hugsanlegan rekstur verslunarmiðstöðvar við Samkaup. Framkvæmdir í Smáran- um munu að mati Guðjóns koma til með að hafa áhrif um allt land og ekki síst á suðvesturhorninu. Rétt- ast sé því að stíga varlega til jarðar í þessum efnum. Engin tímasetning hefur enn verið ákveðin varðandi upphaf framkvæmda. „Það eina sem við höfum sett okk- ur er að ljúka allri hugmyndavinnu og þvíumlíku á þessu ári. Þannig að við getum þá hugsanlega farið af stað hvenær sem er eftir það ef að- stæður leyfa,“ segir Guðjón. Samkvæmt greinargerð með til- lögunum, sem unnar eru af Arkís ehf., er gert ráð fyrir verslunar- kjarna sem tengist núverandi stór- markaði Samkaupa. Skipulag versl- unarkjarnans gerir ráð fyrir svokölluðu I-skipulagi þar sem verða tvær stórverslanir, hvor í sín- um enda göngugötunnar, með minni verslunum og veitingastöðum á milli sem dreift verður jafnt eftir götunni endilangri. Segir þar að reikna megi með að matvöruverslun Samkaupa dragi til sín allt að 80% viðskiptavina og því séu inngangar staðsettir þannig að leið viðskiptavina liggi fram hjá smærri verslunum og veit- ingastöðum áður en komið sé að inn- gangi Samkaupa. Mikilvægt sé að skapa jafnt flæði um kjarnann þann- ig að stærri verslunareiningar styðji þær minni. Lóð Samkaupa hluti af miðbæjarreit Tvær einingar eru teknar sér- staklega undir veitingastaði sam- kvæmt tillögunum en aðkoma að verslunum mun verða frá yfir- byggðri göngugötu. Hins vegar seg- ir að skyndibita- og veitingastaðir hafi einnig hag af því að skapa sér andlit út á við gagnvart helstu um- ferðaræðum í kring. Af þessum sök- um er gert ráð fyrir að veitinga- staðir verði staðsettir við hvorn inngang þannig að greitt aðgengi sé bæði frá verslunargötu og utan frá eftir lokunartíma verslunarkjarn- ans. Einnig er ráðgert að veitinga- staður við inngang frá Flugvallar- vegi hafi bílalúgu. Núverandi verslunarhúsnæði Samkaupa liggur við Njarðarbraut, nærri Flugvallarvegi, með greiðar aksturstengingar við Hafnargötu og íbúðasvæði, auk þess að liggja nærri akstursleiðum út úr bænum. Bent er á þetta í greinargerðinni og segir enn fremur að á gildandi aðalskipu- lagi bæjarins sé lóð Samkaupa hluti af miðbæjarreit sem liggur út að Reykjaneshöll. Á þessu svæði er gert ráð fyrir þéttri byggð með blöndu af þjónustu, verslunum, íbúð- um og stofnunum og er bent á að hugsanleg verslunarmiðstöð geti orðið sterkur liður í þeirri tengingu. Í greinargerðinni segir að ekki liggi fyrir útfærsla á miðbæjarsvæði og því hafi verið settar fram grófar til- lögur er eiga að gefa til kynna hugs- anlegan þéttleika byggðar, staðsetn- ingu grænna svæða og göngutengingar við verslunarmið- stöð og umliggjandi svæði. Samkvæmt tillögunum er gert ráð fyrir að bílaaðkoma verði frá Flug- vallarvegi og Njarðarbraut og bíla- stæði verði norðan og austan versl- unarkjarnans. Hugmyndir um byggingu verslunarmiðstöðvar lagðar fyrir skipulags- og byggingarnefnd 3700 fermetra viðbygging við Samkaup Reykjanesbær Tölvumynd/Arkís ehf. arkitektar og ráðgjöf Hér sést hvernig viðbótareiningarnar, með yfirbyggðu glerþaki fyrir miðju, tengjast núverandi versl- unarhúsnæði Samkaupa til hægri. Bílastæði verða norðan- og austanmegin verslunarkjarnans. BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hefur samþykkt að láta reisa girð- ingu kringum gervigrasvöll við Brekkustíg. Borið hefur á því að bílar hafi ekið inn á gervigrasið. Að sögn Ragnars Arnar Péturs- sonar, staðgengils íþrótta- og tóm- stundafulltrúa, var ákveðið að setja upp gervigrasvelli, upphitaða og upplýsta, í tengslum við ein- setningu grunnskólanna og bygg- ingu Heiðarskóla. Völlurinn við Brekkustíg er eini völlurinn sem ekki er afgirtur, en Ragnar segir að settar hafi verið upp manir meðfram vellinum. Í tvígang hafi bifreið hins vegar verið ekið framhjá mönunum og á gervigras- ið þar sem gangstígur skilur Njarðvíkurskóla og knattspyrnu- völlinn að. Að sögn Ragnars kostar ný girð- ing um tvær milljónir króna og er stefnt að því að hún verði komin upp fyrir lok ágúst eða áður en skólar hefjast að nýju. Girðing verður sett upp í sumar Reykjanesbær Bílar inn á gervigrasið við Brekkustíg í tvígang MISVEL hefur gengið að ráða í kennarastöður í grunnskólum Reykjanesbæjar. Flestir hafa ráð- ið í einhverjar stöður en enginn skólanna fjögurra hefur ráðið í all- ar stöður það sem af er. Að sögn Gylfa Guðmundssonar, skólastjóra Njarðvíkurskóla, hef- ur gengið ágætlega að ráða í kennarastöður við skólann fyrir næsta skólaár. Erfiðara hefur hins vegar gengið, að hans sögn, að finna húsnæði handa kennur- um sem koma annars staðar frá. Gylfi segist hafa misst þrjá kenn- ara, sem ella hefðu komið, vegna þess að erfiðlega hafi gengið að finna húsnæði við hæfi handa þeim. Búið er að ráða í tvær kenn- arastöður á miðstigi en eftir er að ráða í eina stöðu. Þrjátíu og þrjár kennarastöður eru við skólann. Gylfi segir alla fjóra grunnskóla Reykjanesbæjar búa við afar góða aðstöðu auk þess sem nýir kjara- samningar við kennara hafi auð- veldað ráðningar. Hann segist hafa fengið góð viðbrögð þegar auglýst var eftir kennurum en skortur á húsnæði hafi frekar spillt fyrir. Vilhjálmur Ketilsson, skóla- stjóri Myllubakkaskóla, segist hafa ráðið í tvær stöður það sem af er en eftir sé að ráða annan af tveimur kennurum í heimilisfræði. Vilhjálmur segist hafa verið hepp- inn með starfsfólk og að vel hafi gengið að ráða í þær stöður sem auglýstar voru. Þrjátíu og tveir kennarar eru við skólann og segir hann að lítil hreyfing sé alla jafn- an á starfsliði skólans. Vilhjálmur segir að venjulega komist ekki skriður á mannaráðningar fyrr en eftir verslunarmannahelgi og staðan sé því óvenjugóð í ár. Báðir aðilar hafa grætt á fjarnámi Björn Víkingur Skúlason, að- stoðarskólastjóri Heiðarskóla, segir að enn eigi eftir að ráða í þær fjórar stöður sem auglýstar hafa verið. Hann segir að erfið- lega hafi gengið að ná til rétt- indafólks en ýmsir hafi sýnt kenn- arastöðum við skólann áhuga. Allt stefni því í að leiðbeinendur verði ráðnir við skólann. Björn telur að kjarasamningar við kennara hafi ekki skilað tilætl- uðum árangri og að kennarar, sem áður höfðu horfið frá kennslu, séu ekki að snúa aftur. „Reyndar á eftir að koma reynsla á þetta í vetur. Hvernig samningarnir virka og annað. Ég veit að margir kennarar ætla að sjá til hvort þeir eigi að fara að kenna að nýju,“ segir Björn. Hann segir það mjög jákvæða þróun að kennaranemar geti nú stundað fjarnám frá skóla og sinnt kennslu um leið. Það hafi orðið til þess að margir kennaranemar hafi farið í kennslustörf. „Ég held að það séu í rauninni báðir aðilar sem græða á þessu fyrirkomulagi. Bæði Kennarahá- skólinn sem er þá með fólk á vett- vangi og líka skólinn sem fær þetta fólk sem aftur getur nýtt það sem það lærir í skólanum,“ segir hann. Að sögn Sigurðar E. Þorkels- sonar, skólastjóra Holtaskóla, á eftir að ráða í þrjár til fjórar stöð- ur. Sigurður segir að nokkrir nemendur úr Kennaraháskólanum hafi verið ráðnir við skólann sem stundi fjarnám. Þeir starfskraftar hafa að hans sögn reynst mjög vel. Sigurður á von á að gengið verði endanlega frá ráðningum eftir verslunarmannahelgi. Að hans sögn er lítið um að verið sé að ráða kennara annars staðar frá og þar spilar hörgull á húsnæði stórt hlutverk að hans mati. Hann telur nýgerða kjarasamninga við kennara ekki hafa skilað fleiri kennurum í skólann og segir að fleira þurfi að koma til svo að þeir snúi aftur. Skólastjórar grunnskólanna um ráðningar í kennarastöður Mun erfiðara er að ná til réttindafólks Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.