Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 25
Í TÍMARITINU „Economist“ frá
14. apríl er fjallað um vandamál,
sem steðja að helstu hátæknimið-
stöð Bretlands, sem er í Cambridge.
Þar eru starfrækt 1.600 hátæknifyr-
irtæki og svæðið talið minna mjög á
„Silicon Valley“ í Bandaríkjunum.
En hvað er svo sem fréttnæmt við
það, að vandamál steðji að þessum
geira? Hafa ekki hlutabréf í há-
tæknifyrirtækjum í Bandaríkjunum
fallið í verði um liðlega 60% á einu
ári? Hið merkilega við vandamál
Cambridge er að þau stafa fyrst og
fremst af ótrúlegum seinagangi og
tregðu í kerfi skipulagsmála. Fyr-
irtæki, sem vegna aukinna umsvifa
þarfnast meira húsrýmis, þurfa að
sæta óeðlilegum töfum og er jafnvel
neitað um leyfi til að stækka við sig.
Helstu ljónin í veginum eru skipu-
lags- og umhverfisyfirvöld.
Skipulagsofsi
Nú er England afar þéttbýlt land.
Þar búa nær 400 manns á hverjum
ferkílómetra. Gefur augaleið, að
meiri togstreita ætti að vera um
landnotkun þar en hér á landi. En
skoðum málið nánar: Alþingi endur-
skoðaði skipulags- og byggingalög
fyrir tveimur árum. Þar segir í 9.
grein: „Landið allt er skipulags-
skylt. Bygging húsa og annarra
mannvirkja ofan jarðar og neðan og
aðrar framkvæmdir og aðgerðir
sem hafa áhrif á umhverfið og
breyta ásýnd þess skulu vera í sam-
ræmi við skipulagsáætlanir, sbr.
ákvæði 43. greinar þessara laga um
veitingu byggingarleyfis og ákvæði
27. greinar um veitingu fram-
kvæmdaleyfis.“
Hvað þýðir þetta í raun og veru?
Þetta þýðir, að í Reykjavík er að
byggjast upp hreint ótrúlegt kerfi,
sem makar krókinn við skipulagn-
ingu dreifbýlis Íslands. Og hverjir
borga? Nú, það sama dreifbýli, sem
allir þykjast vilja halda í byggð. Og
hverjum gagnast umstangið? Í
hverra vasa enda peningarnir?
Ljóst er að ný stétt er að myndast í
Reykjavík, sem hefur tekist með
áhrifum sínum á lagasetningu í
landinu, að ná kverkataki á lands-
byggðinni og mergsýgur hana. Í
kjölfar skipulagsofsans hafa komið
aðrar afætur. Þar má nefna um-
hverfisapparatið. Ekki má rækta
upp ógróið land, nema notaðar séu
tegundir sem Hjörleifur Guttorms-
son leggur blessun sína yfir. Helst
eiga sárin foldar að gróa af sjálfu
sér, án tilstyrks mannsins, „svo að
náttúran fái notið vafans“.
Fornminjabransinn
vill sína sneið
Nýjasta aðförin að dreifbýlinu
kemur frá fornminjakerfinu. Það
vill líka fá sinn skammt af kökunni.
Þjóðminjavörður túlkar lög þannig,
að ekkert megi gera á landsbyggð-
inni án hans leyfis. Núgildandi lög
gefa að vísu færi á öllu frjálslyndari
túlkun, þ.e. að bændur megi hugs-
anlega rækta garðinn sinn án af-
skipta þjóðminjavarðar. En viti
menn: lagt hefur verið fyrir Alþingi
nýtt frumvarp til þjóðminjalaga.
Þar er m.a. gert ráð fyrir því skv. 9.
gr. a) að búsetulandslag teljist vera
fornleifar og skv. 9. gr. c) teljast
gömul tún til fornleifa. Jafnframt
segir í 10. gr. frumvarpsins: „Forn-
leifum má enginn, hvorki landeig-
andi, ábúandi né nokkur annar,
spilla, granda né breyta, ekki held-
ur hylja þær, laga né aflaga né úr
stað flytja nema með leyfi þjóð-
minjavarðar.“
Ekki má breyta fornleifum, þ.m.t.
búsetulandslagi, án leyfis þjóð-
minjavarðar. Hvað er búsetulands-
lag? Ljóslega er allt landslag, sem
mótað er af mannvist, „búsetu-
landslag“. Þar af leiðandi er a.m.k.
allt landslag í byggð á Íslandi bú-
setulandslag. Verði frumvarp þetta
að lögum með umræddum ákvæð-
um óbreyttum mun bændum í fram-
tíðinni verða óheimilt að afleggja
beit á landi, sem hefur verið beitt
frá alda öðli, án leyfis þjóðminja-
varðar. Ekki má heldur beita land,
sem hefur verið óbitið um árabil, án
leyfis þjóðminjavarð-
ar. Beit hefur nefni-
lega með tímanum af-
gerandi áhrif á
landslag. Ekki má
heldur girða af land-
skika, án leyfis þjóð-
minjavarðar. Ekki má
byggja hús eða leggja
vegarslóða, án leyfis
þjóðminjavarðar. Ekki
má gróðursetja trjá-
plöntur í ræktað land
eða úthaga, án leyfis
þjóðminjavarðar. Ekki
má rækta tún á fram-
ræstri mýri eða á vall-
lendi, án leyfis þjóð-
minjavarðar. Ekki má rækta korn,
þar sem áður var tún, án leyfis þjóð-
minjavarðar.
Vel má vera, að þjóðminjavörður
verði veitull á leyfi. Hann verður
það væntanlega gagnvart Lands-
virkjun, sem tók þann kostinn að
greiða verndarfé og telur sig vænt-
anlega sleppa betur fjárhagslega
með því móti. Þótt upphæðirnar,
sem eftir er að slægjast hjá bænd-
um, séu ekki miklar hjá hverjum og
einum safnast þegar saman kemur.
Þjóðminjavörður eða trúnaðarmað-
ur hans þarf að koma á staðinn
(væntanlega úr höfuðstaðnum) og
kortleggja svæðið með tilliti til
fornminja. Einnig til að meta, hvort
þjóðminjavörður sætti sig við þær
landslagsbreytingar, sem af hvers
kyns framkvæmdum hljótast. En
þótt upphæðirnar hlaupi „aðeins“ á
hundruðum þúsunda hjá hverjum
og einum munar bóndann um
minna, enda bú hans að jafnaði fjár-
vana miðað við Landsvirkjun. Því
gæti verið farsælla fyrir bændur, ef
heildarsamtök þeirra ná samning-
um við þjóðminjavörð um, að ein-
stakir bændur verði látnir í friði
gegn greiðslu verndarfjár, þ.e.
ákveðinnar upphæðar árlega, t.d. 10
milljónir kr. á ári til Þjóðminja-
safnsins. Þessa fjár-
hæð mætti e.t.v. fá úr
Framleiðnisjóði, enda
ljóst, að framleiðni ís-
lensks landbúnaðar
myndi öðrum kosti
minnka umtalsvert,
verði nýtt frumvarp til
þjóðminjalaga óbreytt
að lögum. Bændum er
lítið hald í því, þótt í 4.
gr. frumvarpsins sé
kveðið á um, að heimilt
sé, „að skjóta ákvörð-
unum þjóðminjavarðar
er varða rétt eða
skyldu manna, svo sem
ákvörðunum er varða
leyfisveitingar og rannsóknir, sbr.
10. gr., stöðvun framkvæmda, sbr.
13. og 14. gr., og leyfisveitingar,
sbr. 15. gr., til úrskurðar fornleifa-
nefndar“.
Plöntufasistar vilja sitt
Fordæmi frá Landsvirkjun mætti
sennilega einnig nota gagnvart
plöntufasistum. Gegn því að greiða
árlega ákveðna upphæð til Náttúru-
fræðistofnunar væri eflaust hægt að
auðvelda vistvæna uppgræðslu
landsins með trjám og öðrum
gróðri. Þá gæti rjúpan orðið skóg-
arfugl og „framandi“ tegundir jurta
og trjáa yrðu fallegar jurtir, sem
gera landið skjólgott og byggilegra,
yrðu jafnvel sannkölluð himnasend-
ing frá útlöndum.
Hver ætti hins vegar að taka við
verndar-greiðslum, svo að hægt
verði að byggja upp dreifbýlið í friði
fyrir skipulagsyfirvöldum? Kannski
væri auðveldast að breyta einfald-
lega lögunum um skipulags- og
byggingamál og afnema ákvæðið
um að landið allt sé skipulagsskylt.
Alþingismenn, sem hefðu forgöngu
að slíku, fengju örugglega mörg at-
kvæði fyrir sinn snúð.
„Skipuleg“ aðför að
atvinnulífi á Íslandi
Sigvaldi Ásgeirsson
Skipulagsmál
Í Reykjavík er að byggj-
ast upp hreint ótrúlegt
kerfi, segir Sigvaldi
Ásgeirsson, og þetta
kerfi makar krókinn
við skipulagningu
dreifbýlis Íslands.
Höfundur er skógarbóndi.
ÞEGAR fagnað var
eystra nýjum áfanga í
búsetumálum þroska-
heftra á Austurlandi
var undirritaður því
miður fjarri vegna
óviðráðanlegra atvika.
Sannarlega hefði
verið ánægjulegt að
eiga stund með fólkinu
eystra, bæði á Egils-
stöðum og í Neskaup-
stað, þar sem fötluðu
fólki voru afhentar af
bæjarstjórnum Austur
– Héraðs og Fjarða-
byggðar félagslegar
íbúðir til sjálfstæðrar
búsetu. Jafnhliða var Svæðisskrif-
stofa málefna fatlaðra þar eystra í
samvinnu við sveitarfélögin tvö að
leggja niður tvö sambýli á Egilsstöð-
um (áður heimilið Vonarland).
Lái mér hver sem vill þótt ég af
þessu tilefni stikli á nokkrum at-
burðum liðins tíma, undanfara þessa
fagnaðar eystra nú í raun réttri.
Þegar við sárafá á vormánuðum
1973 sendum út auglýsingu um
stofnfund Styrktarfélags vangefinna
á Austurlandi með undirskriftinni:
Nefndin, þá vissum við sem að þessu
stóðum harla lítið um væntanlegar
undirtektir, vorum aðeins bjartsýn
og vonglöð og sú vongleði varð okk-
ur ekki til skammar, því allnokkrir
mættu á undirbúningsfund og enn
fleiri á eiginlegan stofnfund sem
haldinn var svo 30. júní sama vorið.
En liðssveitin var vissulega vösk
sem var þarna málstað mætum til
halds og trausts, þar sem voru þau
Aðalbjörg Magnúsdóttir á Fá-
skrúðsfirði, Ásdís Gísladóttir í
Breiðdal, Kristján Ingólfsson þá á
Reyðarfirði og Kristján Gissurarson
á Eiðum, svo einhver séu nefnd og
fljótlega fleiri s.s. Ástvaldur Krist-
ófersson á Seyðisfirði, Hulda
Bjarnadóttir í Neskaupstað og Sig-
urður Magnússon í Breiðdal og bezt
að hætta sér ekki lengra í upptaln-
ingu, svo margir sem þarna komu
að. Það var eiginlega hún Aðalbjörg
sem kom þessu öllu af
stað allnokkru áður,
þegar hún ritaði mér
bréf um það efni, hvort
ekki mætti flytja þing-
mál um athugun á
byggingu vistheimilis á
Austurlandi fyrir van-
gefna. Erindi Aðal-
bjargar fagnaði ég og
fékk tvo vaska þing-
menn til liðs við mig,
þá Karvel Pálmason og
Vilhjálm Hjálmarsson
og málið var flutt sem
tillaga til þingsályktun-
ar um ítarlega athugun
þess að koma upp slík-
um heimilum á Austurlandi og Vest-
fjörðum. Ég rek ekki afdrif þessarar
tillögu sem ekki fékkst samþykkt
vegna umsagnar frá ónefndum ráð-
andi aðila í stefnumörkun þessara
mála þá, sem ekki taldi þetta raun-
hæfan möguleika og vísaði til ein-
hvers dansks „pótintáta“ þar um og
þá var að snúa sér að heimavett-
vangi til framhalds málsins og þann-
ig varð Styrktarfélag vangefinna á
Austurlandi til og síðar sams konar
félag á Vestfjörðum þar sem eldhug-
inn Kristján Jónsson hélt um alla
þræði og stóð fyrir einstæðri fjár-
öflun er hann fór á þessum árum
ásamt öðrum í 12 róðra, þar sem
andvirði alls afla rann til heimilisins
í Bræðratungu.
Meginmál félagsins okkar eystra
var að koma á fót sem fyrst slíku
heimili því það eitt vissum við að
þörfin var bráðbrýn. Þetta var bar-
átta þar sem alltaf var haldið fram á
við enda varð Vonarland að vænni
stað-
reynd árið 1981 og var vel fagnað
af Austfirðingum sem höfðu mjög
margir lagt þessu þarfa máli liðsinni
gott.
Vonarland hefur fjarska vel þjón-
að sínu hlutverki og þar eiga margir
góðan hlut ekki sízt það starfsfólk
sem þarna hefur unnið af alúð og
ríkri umhyggju fyrir heimilismönn-
um. Þar fann maður alltaf þessa
heimilishlýju og fagnaðarefni að
koma þangað. Þar leið fólki vel.
Þróunin hefur orðið ör því sam-
býli var svo tekið í notkun 1986,
Vonarlandi síðar breytt í tvö sam-
býli sem einmitt nú voru lögð niður
og nú er það hin sjálfstæða búseta
sem koma skal. Þar eins og við fyrri
form þarf margs að gæta grannt og
von mín sú að svo verði gjört og vel
treysti ég sveitarstjórnum eystra
svo og íbúum öllum til að bregðast
þar við sem bezt og tryggja það að
þessi umskipti verði öllum til far-
sældar í framtíðinni en hinu ekki
gleymt að vandalaust er það ekki.
Áfram stefna sporin, sagði skáldið
og ekki held ég að við sem vorum að
stofna félagið góða (nú Þroskahjálp
á Austurlandi), höfum í raun látið
okkur dreyma um þá öru þróun sem
orðið hefur blessunarlega í þessum
málum í heild sinni. Hitt veit ég að
við öll sem þar vorum í fylking
fremst munum fagna og samgleðjast
íbúunum sem nú hafa náð þessum
þýðingarmikla áfanga í lífinu að
eignast sína íbúð og ósk okkar og
von sú að til góðs gæfuauka megi
verða. En auðvitað mun leiðin að
jafnréttismarkinu enn verða spora-
drjúg, en áfram munu sporin stefna,
ef svo fer fram sem horfir.
Áfram stefna sporin
Helgi Seljan
Vistheimili
Vel treysti ég sveit-
arstjórnum og íbúum
eystra til þess, segir
Helgi Seljan, að bregð-
ast við sem bezt og
tryggja að þessi um-
skipti verði öllum til far-
sældar í framtíðinni.
Höfundur er fv. alþingismaður.
Sími 555 0455 Sími 564 6440
20%
afsláttur af
barnamyndatökum
í júlí