Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 24
NEYTENDUR 24 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ TEKJUR sjómanna lúta öðrum lögmálum en flestra annarra laun- þega í landinu þar sem sjómenn róa jafnan upp á hlut, svokallað hluta- skiptakerfi. Þetta er launahvetjandi kerfi þar sem það er hagur allra um borð að veiða sem mest, en það er aflaverð, þ.e. fiskverð, sem ræður mestu um það hver laun sjómanna verða á endanum, þegar fiskurinn er gerður upp í lok hvers túrs. Þá hlýt- ur það jafnframt að vera hagur allra um borð að sem hæst verð fáist fyr- ir fiskinn. Miðað við nú- verandi kerfi um hvern- ig fiskverð er ákveðið fæst ekki hæsta verð fyrir fiskinn og um það stendur deilan á milli sjómanna og út- vegsmanna. Skref í rétta átt náðist þó í nýgerðum samningi Vélstjórafélags- ins og LÍÚ. Fyrir gerð kjarasamninga í vor voru launamál sjómanna alfarið í höndum útgerðarmanna, þar sem þeir réðu fiskverði. Viðhorf útgerðar- manna til fiskverðs byggist á þeirri staðreynd að í mörgum tilfellum á út- gerðin bæði skipin og landvinnsluna og þannig eru útgerðarmenn að kaupa fiskinn af sjálfum sér. Ef fisk- verði af skipi er haldið lágu, þarf að borga sjómönnum minna og land- vinnslan fær fiskinn á hagstæðu verði. Með því að fá sem hæsta verð á afurðum landvinnslunnar nást mestu tekjumöguleikar fyrir útgerðina. Um þetta snýst deilan, sjómenn fá sín kjör miðað það sem veiðist og selt til landvinnslu, en útgerðin fær sína afkomu miðað við unna vöru úr frysti- húsi. Í sinni kjarabáráttu hafa sjó- menn lagt mikla áherslu á að sann- gjarnt fiskverð fæst einungis með því að setja allan fisk á markað. Útgerð- armenn hafa ekki mátt heyra minnst á markaðsverð fyrir fisk. Hins vegar átti allur útgerðarkostnaður og mark- aðssetning á afurðum frystihúsa og frystiskipa aftur á móti að fylgja markaðslögmálum. Útgerðirnar vilja sjálfar greiða markaðsverð fyrir allan kostnað sem á þær leggst og er ekk- ert nema gott um það að segja. Þetta verður þá að gilda á alla vegu, einnig fyrir sölu á afla. Markaðsverðið myndi að sjálfsögðu lækka stórlega til að byrja með, en ná svo jafnvægi, magn og gæði réðu þar ferðinni. Samherji blés út í verkfallinu há- setahlutinn sem þeir greiða á sínu skipi, þ.e. Baldvini Þorsteinssyni, Samherji sagði að hásetar hjá fyrir- tæki þeirra væru með 11.milljónir í tekjur á ári. Það er enginn háseti sem er allt árið til sjós. Sjómenn eru launalausir í fríum, ef Samherjamenn vita það ekki. Háseti rær þrjá túra og einn í frí þannig að meðaltekjur hjá háseta eru um það bil 7 milljónir á því skipi sem hér um ræðir. Það er líka verið að gleyma þeim fjölmörgu sjó- mönnum sem róa allt árið fyrir brot af þessum tekjum. Þetta er ekki raun- hæfur samanburður þar sem um er að ræða skip sem er með mesta afla- verðmæti allra skipa við Íslands- strendur. Það vill líka oft gleymast að þessir 26 karlar sem um borð í frysti- togara hjá Samherja eru að koma með aflaverðmæti í land fyrir 1.000 milljónir, og þeir vinna fyrir hverri krónu sem þeir fá í laun. Ég skal full- yrða að ekkert fyrir- tæki í landinu er með jafngóða framlegð og þetta skip Samherja. Ég skal fullyrða, að Samherja-menn fá einnig sitt af þessum milljónum og gott bet- ur. Þorsteinn Vilhelms- son, stjórnarformaður Gunnvarar hf. og stjórnarmaður í Granda hf., segir í viðtali við At- hafnalíf MBL 24. maí sl. að „sjávarútvegurinn á að vera laus við pólitísk- ar smáskammtalækn- ingar (innskot; aldrei hef ég séð eða heyrt þetta orð áður) og furðulegar hugmyndir um byggða- kvóta eða aðrar hömlur. Sjávarútveg- inn má alls ekki reka sem félagsmála- stofnun né beita honum til að viðhalda byggð í hverju sjávarplássi í landinu“. Þarna kemur hann að kjarna kjara- mála sjómanna. Er það gott að frammámenn í sjávarútvegsfyrir- tækjum sjái að það eru sjómenn sem halda uppi frystihúsum með því að nánast gefa fiskinn til landvinnslu. Hann, þ.e. Þorsteinn, hlýtur að meina, allur fiskur á markað, öðruvísi fer félagsmálastimpillinn aldrei af sjávarútveginum. Krafa sjómanna um að setja allan fisk á markað er í raun krafa lands- byggðarinnar þar sem hinn mikli byggðarvandi myndi leysast í einu vetfangi. Þá gætu öll frystihús allt í kringum landið boðið í fiskinn, í stað þeirrar miðstýringar sem á sér stað í dag af hálfu útgerðarinnar. Jafnframt mundi aukast annar atvinnurekstur í byggðakjörnum landsins samfara aukinni landvinnslu, t.d. viðhaldsv- inna ýmiss konar. Sjómenn gera ekkert annað en að niðurgreiða frystihús og vinnslu í landi meðan ekki er borgað markaðs- verð fyrir aflann. Ég efast um að al- menningur á Íslandi geri sér grein fyrir því tapi sem hann verður fyrir með þessari einhliða ákvörðun út- gerðarmanna um fiskverð. Þegar fiskur er ekki seldur á markaðsverði, tapa ekki aðeins sjómenn heldur tap- ar íslenska þjóðin einnig milljörðum króna. Þegar allur afli er kominn á markað er ekki lengur þessi hvati til að henda fiski, því markaðurinn myndi kaupa allan fisk, og það á við- unandi verði. Frá því að hlutaskipta- kerfi var sett á hefur verið ákvæði í kjarasamningi milli sjómannastétt- ana og LÍÚ um sölu aflans sem hljóð- ar svo; Útgerðarmaður hefur með höndum sölu aflans og hefur til þess umboð áhafnar að því er aflahlut hennar varðar. Hann skal tryggja skipverjum hæsta gangverð fyrir fiskinn, þó aldrei lægra en útgerðar- maður fær. Úgerðarmanni er því skylt að selja aflann hæsta verði. Í nýgerðum samningum Vélstjóra- félagsins og LÍÚ er í fyrsta sinn sam- ið um markaðstengingu á fiskverði. Þó svo að ekki fengist fullt markaðs- verð, þá er þó markaðstenging betri en fullt umboð útgerðar til einhliða ákvarðana um fiskverð. Að sjáfsögðu hefðum við viljað fulla markaðsteng- ingu á fiskverði, en það er nú þannig í öllum samningum að ekki fæst alltaf allt sem samninganefndirnar vilja, þess vegna eru þetta jú kallaðir samningar. Ef allur fiskur færi á markað myndu nánast þurrkast út allar vinnudeildur LÍÚ og sjómanna, þar sem þetta hefur verið aðalkrafa sjómannastéttarinnar í mörg ár. Krafa sjómanna – allur fiskur á markað Valgeir Jónsson Höfundur er vélstjóri á frystitogara og er í stjórn og samninganefnd Vél- stjórafélags Íslands. Sjómannasamningar Ef allur fiskur færi á markað, segir Valgeir Jónsson, myndu nánast þurrkast út allar vinnudeilur LÍÚ og sjómanna. UMRÆÐAN SAMTÖK verslunar og þjónustu hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem bent er á að smásöluverð á grænmetistegundum sem landbún- aðarráðherra nam tolla af nýverið hafi skilað sér til neytenda. Vitnað er í könnun ASÍ á grænmeti og nemur lækkunin um 10%. Samtök verslunar og þjónustu benda einnig á, að þótt heimild hafi verið fyrir tollum á eggaldin og lauk hafi þær tegundir verið á undanþágu undanfarið, og því eðlilegt að verð- lækkun hafi ekki orðið á þeim teg- undum. Bent er á að árstíðabundnar sveiflur séu á verði þessarra tveggja tegunda og eðlilegt að verð hækki tímabundið yfir sumarmánuðina. Að lokum segir í tilkynningunni að Sam- tök verslunar og þjónustu harmi yf- irlýsingar landbúnaðarráðherra um háa álagningu verslana á grænmeti og segja það benda til þess að hann hafi ekki kynnt sér málin til hlítar. Grænmetis- verð hefur lækkað vegna afnáms tolla DÓMUR hefur fallið í máli Heilsu- hússins gegn Tollstjóraembættinu og eru Mirin-sósurnar komnar aftur í sölu í Heilsuhúsinu. Í nóvember 1999 var sagt frá því að Mirin-sósur sem ætlaðar eru út á sushi og fengust í Heilsuhúsinu inni- héldu 8% áfengi. Í kjölfar fréttarinn- ar voru birgðir Heilsuhússins gerðar upptækar með þeim rökum, að versl- unin hefði ekki leyfi til að selja áfengi. Þessari niðurstöðu vildi Örn Svavarsson eigandi Heilsuhússins og innflytjandi vörunnar ekki una og kærði málið. Þann 29. júní síðastlið- inn féll svo dómur í málinu Erni í hag. „Ég var búinn að flytja þessa sósu inn í tíu ár áður en tollurinn kom og gerði þetta upptækt, alls tæplega 500 flöskur“ segir Örn. Eftir að var- an hafði verið gerð upptæk gekk Erni erfiðlega að fá svör um fram- haldið hjá Tollstjóraembættinu, en að lokum var honum sagt að aðgerð- in stæði og hann mætti ekki flytja vöruna inn. Í framhaldi af því kærði Örn málið og benti á að alls ekki væri um áfengan drykk að ræða heldur sósu ætlaða í matargerð. Er greinilega um matvöru að ræða Örn segir aðgerðir Tollstjóra hafi verið vanhugsaðar. „Það stóðst ekk- ert í tengslum við þetta mál, til dæm- is var öll framkvæmdin á því þegar varan var gerð upptæk ólögleg. Var- an er greinilega matvara. Allnokkrar aðrar áfengar matvörur hafa fengist um lengri eða skemmri tíma í mat- vöruverslunum. Dómarinn tók ekki efnislega afstöðu til þess hvort þetta væri áfengur drykkur eða ekki held- ur segir hann að öll aðgerð Tollstjóra hafi verið ólögleg og að þeim beri að skila vörunni aftur. Óeiginlega segir hann því að þetta sé matvara þótt hann taki ekki beina afstöðu í því máli.“ Mirin-sósurnar komnar aftur í sölu VERÐ á útleigðum myndböndum hefur hækkað á flestum myndbanda- leigum undanfarið og nemur hækk- unin á bilinu 10% til 12.5%. Í kvik- myndahúsum höfuðborgarinnar hefur aðgangsmiðinn alls staðar hækkað um 6.7%. Bónusvídeo hækkaði útleigu á nýj- um spólum úr 500 kr í 550 kr. og er hækkunin því 10%. Þóroddur Stef- ánsson framkvæmdastjóri Bónus- vídeó segir verðhækkunina koma í beinu framhaldi af öðrum verðhækk- unum: „Verðið hækkaði hjá dreifing- araðilum myndbandanna, væntan- lega vegna hækkana á dollaranum.“ Sama verðhækkun varð í öðrum keðj- um undir sömu eigendum, Topp- myndir og Videohöllin hækkuðu einn- ig um 50 krónur. Hækkun frá dreifingaraðilum Snæland vídeóleigurnar hækkuðu einnig verð á nýjum myndum. Hækk- unin var 11% og kosta nýjar myndir nú 500 kr. Pétur Smárason verslunar- stjóri segir að hækkunin hafi orðið í byrjun júní vegna hækkunar á spól- um frá dreifingaraðilum.“ Verðhækkun væntanleg Verðhækkun hefur ekki orðið ennþá hjá Grensásvídeó, en er vænt- anleg á næstunni. „Við höfum ekki hækkað, nýjar myndir kosta 400 krónur hjá okkur,“ segir Davíð Steinsson eigandi Grensásvídeó. Að- spurður um væntanlega hækkun sagði hann: „Það er líklegt, og þá um 50 krónur. Ástæðan er hærra inn- kaupsverð frá dreifingaraðilum.“ Lík- leg verðhækkun er því 12,5% á Grens- ásvídeó. Hækkað um 11% Tröllavideó á Seltjarnarnesi hækk- aði nýlega verð um 11% og kosta nýj- ar myndir nú 500 kr. „Við vorum að hækka fyrir um þremur vikum síðan“ segir Júlíus Júlíusson eigandi. Ástæð- ur hækkunarinnar segir Júlíus vera hækkun á innkaupsverði á mynd- böndum. Ekki allar leigur að hækka Ekki eru allar myndbandaleigur að hækka og ætla einhverjar að halda óbreyttu verði í bili. Meðal þeirra sem hringt var í eru Fjarðarvideo og Vid- eóheimar en þar á bæ segja menn hækkanir ekki væntanlegar. Sömu verðhækkanirnar í öllum kvikmyndahúsunum Verðhækkanir hafa einnig orðið í kvikmyndahúsum borgarinnar. Á svipuðum tíma hækkuðu öll kvik- myndahús í Reykjavík verð aðgöngu- miða um 6,7%, upp í 800 krónur, skömmu eftir að verð var hækkað úr 700 krónum í 750. SAM-bíóin hækkuðu miðaverð um 6,7%, í 800 kr í byrjun júní. „Þetta er eingöngu vegna þróunarinnar á doll- aranum, miðað við gengishækkanir undanfarið hefði miðinn helst þurfa að hækka í 1000 krónur“ segir Björn Árnason framkvæmdastjóri SAM bíóanna. Gengi dollarans áhrifavaldurinn Bíómiðinn hækkaði einnig upp í 800 kr, um 6,7% í Háskólabíói. Einar Valdimarsson framkvæmdastjóri segir ástæður hækkunarinnar þær sömu og hjá öðrum í dag. „Við erum að kaupa allt í dollurum og hann hefur hækkað mjög mikið undanfarið eins og almenningur veit.“ Flestar myndir hækka Magnús Geir Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Laugarásbíós segir verðið hafa hækkað um 6,7% í kring- um 20. júní og kostar miðinn nú 800 krónur. „Við höfum verið með ein- hverjar myndir á 750 krónur en það á eftir að taka ákvörðun um framhald- ið.“ Ástæður hækkunarinnar segir Magnús vera hækkun á dollaranum, enda næstum allar myndir keyptar í dollurum. Ekki meiri hækkanir fyrirsjáanlegar Stjörnubíó og Regnboginn hækk- uðu í byrjun júní verð aðgöngumiða í 800 krónur, og nemur hækkunin 6,7%. Jón Eiríkur Jóhannsson fráfar- andi rekstrarstjóri Kvikmyndahúsa Skífunnar segir hækkunina hafa verið nauðsynlega. „Hækkunin er ein- göngu vegna gengisbreytinga, sem hafa komið mjög illa niður á kvik- myndahúsarekstrinum í heild.“ Að- spurður um frekari hækkanir fram- undan segist Jón Eiríkur ekki sjá fyrir frekari hækkanir og segist vona að gengislækkun krónunnar verði ekki meiri. Kvikmyndahús og myndbandaleigur hækka verð Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Verð á myndbandsspólum hefur víða hækkað um 10% til 12,5%. Myndbönd hækka um 10% og bíómiðar um 6,7%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.