Morgunblaðið - 25.07.2001, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.07.2001, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 11 LÍTIL jarðskjálftahrina gekk yfir Reykjaneshrygg á sunnudagskvöld. Alls urðu fimm jarðskjálftar, sá stærsti mældist 3,1 stig á Rich- terskvarða og hinir tæp 3 stig. Fyrsti skjálftinn varð klukkan 18:23 og sá síðasti klukkan 22:50. Á Veðurstofu Íslands fengust þær upplýsingar að allt hefði verið með kyrrum kjörum síðan og ekki væri búist við neinum frekari skjálftum. Upptök skjálftanna voru um 80 kíló- metra vestsuðvestur af Reykjanestá. Svo virðist sem fólk hafi ekki orðið þeirra vart enda urðu þeir í tölu- verðri fjarlægð frá mannabyggð. Jarðskjálfta- hrina á Reykja- neshrygg VEGAGERÐIN hefur nú fengið til- boð í framkvæmdir á þremur veg- um sem ráðist verður í bráðlega. Að sögn Rögnvalds Gunnarssonar, for- stöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, má reikna með ákvörðun um hvaða tilboðum verði tekið innan fjögurra vikna. Um- dæmin sjá hins vegar sjálf um að taka þær ákvarðanir. Í Vesturlandsumdæmi verða unnar viðgerðir á Snæfellsnesvegi um Urriðaá og Álftaneshreppsvegi um Urriðaá. Leggja á tvö stálplötu- ræsi á steyptum sökklum í Urriðaá á báðum vegunum. Einnig verður bráðabirgðavegur um Urriðaá á Snæfellsvegi lagður auk endurlagn- ar og styrkingar um 5,3 km veg um Urriðaá á Álftaneshreppsvegi. Verklok eru áætluð 1. desember 2001. Hæsta tilboðið í þessar fram- kvæmdir er frá Vöruflutningum Leifs Guðjónssonar efh. Borgarnesi sem býður 33.525.650 kr. en lægsta tilboðið er frá Oddi Magnússyni í Grundarfirði sem býður 24.888.900 krónur. Norðausturvegur um Svalbarðsá lagfærður Í Norðurlandsumdæmi eystra verður ráðist í lagfæringar á Norð- austurvegi um Svalbarðsá. Verkið skiptist í tvo áfanga. Í fyrri áfang- anum er um að ræða styrkingu á núverandi vegi og lagningu slitlags um 3,2 km kafla. Þeim hluta er áætlað að verði lokið fyrir 15. sept- ember. Í seinni áfanganum er um að ræða nýbyggingu á 3,5 km löngum kafla. Áætlað er að verkinu í heild verði lokið fyrir 15. júlí 2002. Hæsta tilboðið í þetta verk er frá Klæðningu ehf. í Kópavogi sem býður 60.429.700 kr. en lægsta til- boðið er frá B.J. Vinnuvélum ehf. á Þórshöfn sem bjóða 49.714.875 krónur. Vindheimavegur verður styrktur Að endingu er það Vindheima- vegur á Norðurlandi vestra sem verður styrktur og endurbættur á 5,5 km kafla frá Hringvegi að Vind- heimamelum. Áætlað er að verklok verði 15. október 2001. Lægsta til- boðið í það verk er frá Steypustöð Skagafjarðar ehf. sem býður 8.042.500 krónur. Hæsta tilboðið hljóðar upp á 10.396.600 kr. og er frá G. Hjálmarssyni á Akureyri. Tilboð í vegarkafla í þremur umdæmum Munur á tilboðum 2-10 milljónir króna  KRISTÍN Aðalsteinsdóttir varði doktorsritgerð sína við Háskólann í Bristol, Englandi, 25. janúar sl. Leiðbeinandi hennar var pró- fessor Jim G. Kyle. Andmæl- endur voru Dr. Phil Bayliss, Uni- versity of Exeter og Dr. Roger Garrett, Univer- sity of Bristol. Doktorsritgerðin ber heitið: Small Schools, Interaction and Empathy: A Study of Teachers’ Behaviour and Practices, with Emphasis on Effects on Children with Special Needs. Ritgerðin byggist á rannsókn þar sem leitast er við að skýra einkenni og stöðu fámennra skóla og hvers vegna kennarar í slíkum skólum geta átt auðveldara með að mæta þörfum nemenda, sérstaklega þeirra nemenda sem eiga í erfiðleikum. Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að það virðist ekki vera stærð bekkja eða skóla sem ræður hvernig sam- skiptum kennara við nemendur í kennslustofunni er háttað. Ein mik- ilvægasta niðurstaða rannsókn- arinnar sýndi að tengsl voru á milli ákveðinna þátta í fari kennara og samskipta þeirra við nemendur, sem og skilnings þeirra á eigin hegðun og úrræðum í kennslustofunni. Kristín hlaut styrki til námsins frá Rannsóknasjóði Háskólans á Ak- ureyri, Rannsóknarsjóði Atlants- hafsbandalagsins, Byggðastofnun, Sjóði Odds Ólafssonar og Barna- heill. Kristín lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1966 og stundaði framhaldsnám í sér- kennslufræðum við sama skóla 1971- 1972. Árið 1976 lauk hún sérkenn- araprófi frá Statens Spesiallærer- högskole í Osló og aðalfagi í sérkennslufræðum frá sama skóla árið 1983. Árið 1988 lauk Kristín meistaranámi í kennslufræðum frá Háskólanum í Bristol. Kristín er fædd 8. maí 1946 í Kelduhverfi, N-Þingeyjarsýslu. Hún er dóttir Áslaugar Jónsdóttur og Aðalsteins Gíslasonar. Eiginmaður Kristínar er Hallgrímur Indriðason, skógræktarfræðingur. Þau eiga þrjú börn, Berglind, Aðalstein og Tryggva. Kristín er lektor við Há- skólann á Akureyri. Síðasta skólaár hefur hún verið í rannsóknarleyfi í Kanada. Fólk Doktor í kennslu- fræðum Kristín Aðalsteinsdóttir ÞÓRÐUR H. Ólafsson, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að 15 starfsmenn Náttúrufræði- stofnunar Íslands muni flytja af annarri hæð núverandi húsnæðis stofnunarinnar við Hlemm á þriðju hæð hússins og muni það gerast fyr- ir 1. nóvember n.k. Í Morgunblaðinu nýlega sagði Ævar Petersen, forstöðumaður Reykjavíkurseturs NÍ, að leigu- samningi vegna leigu á annarri hæð hússins hefði verið sagt upp en enn hefði ekkert gerst hjá umhverfis- ráðuneytinu við leysa þau mál en samningurinn rennur út 1. nóvem- ber. Þórður segir jafnframt að þriðja hæð hússins sé 500 fermetrar og hafa þeir verið illa nýttir að hans sögn. „Þetta eru fullboðlegar skrif- stofur en það þarf að standsetja hæðina, þ.e. að mála og laga gólf- efni, áður en stofnunin flytur inn.“ Hann segir enn fremur að hús- næðið sé að mörgu leyti óhentugt, þá einkum fyrir hreyfihamlaða, og finna þurfi framtíðarhúsnæði fyrir stofnunina, en Náttúrufræðistofnun hefur verið í bráðabirgðahúsnæði í rúma fimm áratugi. „Við stóðum frammi fyrir því að eigandi húsnæðis á annarri hæðinni vildi selja og við hefðum getað keypt hæðina en okkur fannst ekki fýsi- legt að vera að binda meira fjár- magn í þessu húsnæði þar sem við teljum að þessi lausn sé ásættanleg sem bráðabirgðalausn, það að end- urnýja skrifstofuhúsnæðið. Þetta er hugsað til að byrja með í þrjú ár og notum við þann tíma til að finna stofnuninni hentugt framtíðarhús- næði.“ Þá segir Þórður að ráðgert sé að leigja geymsluhúsnæði fyrir vís- indasöfnin. Hann segir að alls starfi um 50 manns hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands og 15 starfsmenn verði á þriðju hæðinni, þar sem mót- taka verður, en hinir 35 verði á fjórðu og fimmtu hæð hússins. Náttúrufræðistofnun Íslands Húsnæðismál leyst til bráðabirgða SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Amst- erdam frá Rotterdam, lagðist að bryggju í Sundahöfn snemma á mánudagsmorgun. Með skipinu komu um 2000 manns, um 1400 farþegar og 600 manna áhöfn. Farþegarnir nutu skoðunarferða í gærdag en skipið lagði úr höfn á ný í gærkvöldi og sigldi þá til Akureyrar. Amsterdam er gríð- arstórt skip, 238 metra langt og 60.874 tonn, og er það aftur væntanlegt til landsins í lok ágúst. Morgunblaðið/Billi Gríðarstórt skemmti- ferðaskip í Sundahöfn ♦ ♦ ♦ 14 MANNS á níu mótorhjólum eru nú á ferð hringinn í kringum landið og ætla Smaladrengirnir, en svo kallast félagsskapurinn, sér að vera eina viku í ferðinni. Páll Magnússon, einn Smala- drengjanna, segir að félagsmenn séu á öllum aldri og nokkrir meira að segja komnir á sjötugs- aldurinn. „Við lögðum af stað frá Varma- hlíð sl. sunnudag og höfum verið heppin með veður fram að þessu,“ sagði Páll þegar haft var samband við hann í Ólafsvík á mánudag. Flestir ferðalanganna eru frá Siglufirði en einnig eru félagar frá Hofsósi, Dalvík og Ólafsfirði. Svo slóst bensínsalinn í Shell í Borgarnesi óvænt í hópinn. „Smaladrengirnir er hópur sem var stofnaður í fyrra og formað- ur er Sigurður Friðriksson frá Siglufirði. Hann byrjaði á þessu fyrir þremur árum og það smit- aði út frá sér og fleiri fóru að hjóla þarna fyrir norðan. Ég bý á Hofsósi og þeir litu oft til mín. Það hefur lengi blundað í mér áhugi fyrir því að fá mér hjól og ég sló til,“ sagði Páll. Mannskapurinn er á úrvals- hjólum. Þarna er mest af Honda; tvö Honda Shadow 1100, ein Honda Valkyrja og tvær Honda Goldwing, sem Páll segir alveg meiriháttar ökutæki. Þarna er líka splunkunýr Harley Davidson, einn Kawasaki og ein minni Honda. „Við förum nú bara ró- lega yfir. Margir eru á milli þrí- tugs og fertugs og þar yfir og jafnvel á sjötugsaldri. Það sem við fáum út úr þessu er að njóta náttúrunnar. Þetta er mun frjáls- legra en að ferðast í bíl og við finnum meira fyrir náttúrunni. Við erum í leðri og finnum ekki fyrir veðrinu.“ Hópurinn áði yfir nótt á Hvanneyri aðfaranótt þriðjudags- ins, þar sem Páll skildi við hóp- inn vegna anna í vinnu, og eru ferðalangar með tjöld og við- legubúnað með sér. Ráðgert er að ljúka hringferðinni í byrjun næstu viku. Smaladrengirnir á Honda og Harley Morgunblaðið/Thedór Smaladrengirnir áðu í Borgarnesi og ætla hringinn á einni viku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.