Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 15 Kr.699.000 XV535DX BÆJARSTJÓRI Reykjanesbæjar, Ellert Eiríksson, bauð nýjan yfir- mann varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, John J. Waickwicz flotaforingja, formlega velkominn til starfa í gær. Waickwicz mun starfa hér á landi næstu tvö ár en hann tekur við af David Architzel flotaforingja. Efnt var til móttöku í bæjarstjórnarskrif- stofunum við Tjarnargötu en tilefnið var einnig heimsókn Christopher Cole, yfirmanns Waickwicz í Norfolk, til Íslands. Meðal annarra sem voru viðstaddir voru Mark H. Anthony, höfuðsmaður hjá varnarliðinu, og eig- inkonur yfirmannanna þriggja. Bæjarstjóri bauð gestina velkomna og reifaði í megindráttum dagskrána, sem var með óformlegum hætti. Ætl- unin var að karlmennirnir færu í sjó- ferð með dráttarbátnum Auðuni en lagt var út frá smábátahöfninni í Gróf. Sagði Ellert að til stæði að matreiða aflann við heimkomuna en bætti við á léttari nótum að veiddist ekkert yrði heldur enginn hádegismatur. Á með- an yfirmennirnir fóru á sjóinn fóru eiginkonur bandarísku yfirmannanna í skoðunarferð um Thorkeli-svæði, Stekkjarkot, Njarðvíkurbæ auk þess sem þær komu við á heimili Höllu Haraldsdóttur listakonu. Eitt af sex þéttbýlissvæðum á Suðurnesjunum Christopher Cole sagði tilgang heimsóknarinnar til Íslands vera tví- þættan. Í fyrsta lagi væri hann að kanna hvernig ólíkum verkefnum miðaði í herstöðinni og bjóða fram að- stoð sína. Christopher hefur yfirum- sjón með nokkrum herstöðvum við Atlantshaf og þar á meðal með her- stöðinni í Keflavík. Hins vegar sagði hann að tilgangurinn væri að hitta bæjarstjórann og kynnast landi og þjóð. Þetta er önnur heimsókn hans til Íslands en með í för nú er eigin- kona hans, Kathy Cole. Ellert bæjarstjóri lagði áherslu á að samfélag bandarískra hermanna væri eitt af sex þéttbýlissvæðum á Suðurnesjunum og nauðsynlegt væri að efla tengsl við varnarliðið líkt og við önnur svæði. Hann sagði markmið fundarins vera að kynnast nýjum yf- irmönnum, sem væri nauðsynlegt vegna tengsla bæjarins við varnarlið- ið. John J. Waickwicz, nýr yfirmaður varnarliðsins, sagði af þessu tilefni að hann vildi gjarnan sjá menningar- tengsl varnarliðsins og Íslendinga aukast enn frekar. Hann sagði nauð- synlegt að samfélag varnarliðsins yrði enn opnara út á við. Waickwicz sagði samskipti þjóðanna byggjast á gömlum merg sem væri mun eldri en varnarsamningur ríkjanna. Nauðsyn- legt væri að stuðla að frekari og bætt- ari samskiptum þannig að menn litu á byggð á Suðurnesjum sem eina heild- stæða byggð. Að lokinni sjóferð yfirmanna hers- ins og bæjarstjóra og skoðunarferð eiginkvenna þeirra lá leiðin að Sæ- fiskasafninu í Höfnum. Hádegisverð- ur var snæddur á Sæfiskasafninu og að því búnu var haldið í skoðunarferð út á Reykjanes þar sem ýmsir áhuga- verðir staðir voru skoðaðir. Bæjarstjóri tekur á móti yfirmönnum varnarliðsins Nauðsynlegt að efla menningartengslin Morgunblaðið/Billi Christopher Cole, yfirmaður hins nýja flotaforingja, Ellert Eiríksson bæjarstjóri og John J. Waickwicz, nýr flotaforingi varnarliðsins. Reykjanesbær RÚTUFYRIRTÆKIÐ Þingvallaleið ehf. hefur verið með fastar áætl- anaferðir til Grindavíkur síðan 1969. Guðlaug Þórarinsdóttir á og rekur fyrirtækið ásamt fjölskyldu sinni en auk Grindavíkurleið- arinnar eru fastar áætlanaferðir til Þingvalla. Þá tekur fyrirtækið að sér hópferðir með ferðamenn. Guð- laug, sem er á 76. aldursári, hefur starfað við rútuakstur hjá fyrirtæk- inu en hefur minnkað þá vinnu jafnt og þétt undanfarin ár. Hún grípur þó enn í stýrið af og til og ekur þá meðal annars leiðina til Grindavík- ur. Tvær áætlunarferðir eru daglega til Grindavíkur á vegum Þingvalla- leiðar en komið er við í Bláa lóninu á leiðinni. Að auki eru farnar tvær ferðir gagngert í Bláa lónið. Guð- laug segir mikla aukningu í straumi ferðamanna þangað. Flestir ferða- menn vilja staldra við í lóninu en Þingvallaleið býður líka upp á þann möguleika að aka ferðamönnum beint þaðan og út á Keflavík- urflugvöll ef fólk vill baða sig í lón- inu áður en það heldur utan. Held í stýrið meðan ég hef heilsu til Ingvar Sigurðsson, eiginmaður Guðlaugar, stofnaði Þingvallaleið árið 1960 og hefur Guðlaug starfað við fyrirtækið allan þann tíma eða í rúm 40 ár. Fyrirtækið hefur aðsetur í Skógarhlíð í Reykjavík. Hún segist ekki hafa séð fyrir sér á sínum yngri árum að hún ætti eftir að keyra rútu enda þá á kafi í húsmóðurhlutverk- inu og barnauppeldi. Eftir að Ing- var andaðist tók Guðlaug við rekstr- inum og rekur nú fyrirtækið ásamt fjölskyldu sinni sem fyrr segir. Sex bílar eru hjá fyrirtækinu. Guðlaug segir að fólki hafi í fyrstu þótt undarlegt að sjá konu undir stýri á rútu. Hins vegar séu allir löngu hættir að kippa sér upp við slíkt. „Þetta þótti ægilega furðulegt fyrst þegar ég fór að keyra. En það tekur enginn eftir því lengur,“ segir Guðlaug. Hún segist ekki lengur heyra efa- semdaraddir um að kvenmenn valdi ekki starfinu. Konur séu búnar að ryðja sér til rúms í öllum mögu- legum stéttum og þar er rútuakstur engin undantekning. Hún segir lítið mál að aka rútu og auðveldara nú en áður. Bæði séu bílarnir léttari í stýri og vegir mun betri. Þegar talið berst að rekstri rútu- fyrirtækja segir Guðlaug að sam- dráttur í rekstri fyrirtækjanna einkennist fyrst og fremst af því að fleiri aðilar séu á markaðnum heldur en þörf sé á. Ferðamönnum hafi á hinn bóginn fjölgað en það dugi ekki til og því sé nýtingin á bíl- unum ekki eins og best verður á kosið. Guðlaug segist sjálf munu halda rekstrinum ótrauð áfram. „Ef það er þörf á því að ég haldi í stýrið geri ég það meðan ég hef heilsu til þess. Þó er ég að draga saman seglin. Ég hef nóg annað að gera líka,“ segir Guðlaug. Morgunblaðið/Billi Þingvallaleið rekur sex sérleyfis- og hópferðabifreiðir. Sérleyfishafi til Grindavíkur og víðar grípur enn í stýrið á 76. aldursári Hefur starfað við rútuakstur í 40 ár Grindavík VEGAXLIR Reykjanesbrautar voru breikkaðar á síðasta ári í þeim tilgangi að ökumenn gætu greitt fyr- ir umferð með því að víkja út á axl- irnar og hleypt bílum sem hraðar fara fram úr. Einnig til þess að koma biluðum bílum út af veginum. Fram kom hjá lögreglunni í Kefla- vík í blaðinu í gær að nokkuð vantaði upp á að ástand vegaxlanna væri nægilega gott til að hægt væri að nota þær eins og gert væri ráð fyrir. Sérstaklega var tekið fram að hættu- legt gæti verið fyrir þunga bíla að víkja út á þær því þeir spændu grjóti upp úr bundna laginu og yfir bíla sem á eftir kæmu. Hilmar Finnsson, deildarstjóri í Reykjanesumdæmi Vegagerðarinn- ar, kannaðist ekki við slæmt ástand slitlagsins. Sagði þó hugsanlegt að einstaka kaflar gætu verið lausir í sér fyrst eftir að búið væri að gera við þá. Hann sagði að vegaxlirnar ættu að þola akstur flutningabíla og fólksflutningabíla. Hilmar sagði að vegaxlirnar væru með svokallaðri klæðningu. Stefnt væri að notkun malbiks við svona miklar umferðar- æðar en það væri miklu dýrara. Hilmar sagði að vegaxlirnar væru öryggissvæði, til þess gerðar að öku- menn gætu vikið og hleypt bílum sem hraðar fara fram úr sér og til þess að koma biluðum bílum út úr umferðinni. En því miður væru veg- axlirnar ekki mikið notaðar. Menn kynnu ekki að nota þær og væru kannski hræddir við að aka út á þær. Undir þetta tók Sigurður Helga- son, upplýsingafulltrúi Umferðar- ráðs. Hann sagði mikilvægt að öku- menn sem færu hægar en meginstraumur umferðarinnar ættu kost á að víkja til að greiða fyrir um- ferðinni. Ef menn gerðu það almennt myndi streitan sem oft fylgdi löngum bílalestum hugsanlega minnka. Hann sagðist hvetja öku- menn til að nota vegaxlirnar skyn- samlega og alls ekki til þess að reyna framúrakstur öfugu megin eins og dæmi eru um. Vegagerðin telur að vegaxlirnar þoli alla bíla Hægfara ökumenn geta greitt fyrir umferð Reykjanesbraut Nýr kjarasamningur Starfs- mannafélags Suðurnesja við Hitaveitu Suðurnesja hf. var samþykktur á kynningarfundi með félagsmönnum á mánudag. Að sögn Ragnars Arnar Pét- urssonar, formanns Starfs- mannafélags Suðurnesja, greiddu 62 prósent þeirra sem samningurinn nær til atkvæði um hann. 90,2 prósent fundar- gesta samþykktu samninginn, 4,9 prósent sögðu nei og 4,9 prósent skiluðu auðu. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá felur samningurinn meðal annars í sér að stór hluti af eftirvinnu færist í grunn- laun. Samningurinn gildir til 1. nóvember 2004. 9 af 10 sam- þykkja nýj- an samning Suðurnes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.