Morgunblaðið - 25.07.2001, Page 18

Morgunblaðið - 25.07.2001, Page 18
VIÐSKIPTI 18 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ þúsund fermetrar. Fyrirtækin voru í upphafi um 90 en eru nú 170 tals- ins. Kringlan hefur því stækkað og þróast mikið á þessum 14 árum. Ár- ið 1996 tókum við yfir Borgarkringl- una og höfum rekið hana síðan sem hluta af Kringlunni. Tengibyggingin milli húsanna, sem er 12.500 fer- metrar, var byggð 1999. Í tengslum við stækkunina voru Borgarleikhús- ið og Kringlan tengd saman auk þess sem byggður var nýr leiksalur og húsnæði fyrir Borgarbókasafn, sem hvort tveggja verður tekið í notkun í vetur. Undanfarin þrjú ár hafa einnig verið gerðar miklar breytingar á eldri hlutum Kringl- unnar. Ennfremur hefur nýlega ver- ið gert mikið átak í að breyta versl- unum í húsinu og framhliðum er snúa að göngugötum. Allar þessar breytingar miða að því að viðskiptavinunum líði sem best í Kringlunni. Kringlan lítur allt öðruvísi út í dag en hún gerði fyrir fimm árum. Breytingarnar hafa vakið mikla athygli erlendis og í vor fengum við Evrópuverðlaun fyrir tengibygginguna í samkeppni al- þjóðasamtaka verslanamiðstöðva. Við erum mjög stolt af þessum verð- launum og þau eru staðfesting fag- manna á að Kringlan sé á réttri leið.“ Er alltaf jafnmikil aðsókn að Kringlunni? „Aðsókn að Kringlunni hefur ver- ið að aukast allt frá upphafi. Í fyrra var metár í aðsókn en þá komu hérna 5,5 milljónir viðskiptavina. Það samsvarar því að hver íbúi höf- uðborgarsvæðisins komi hér 2,5 sinnum í mánuði. Þetta er hlutfall sem kollegar erlendis öfunda okkur af. Í könnunum okkar segjast um 10% viðskiptavina koma fjórum sinnum eða oftar í Kringluna á viku. Kringlan er því dagvöruverslun fyr- ir mjög stóran hóp fólks.“ Nú er talað um að Kringlan sé að verða stórt hátískuhús. Á hvað legg- ið þið áherslu við verslanasamsetn- ingu? „Frá upphafi höfum við haft það sem okkar markmið að allt landið sé markaðssvæði Kringlunnar. Við höfum þjónað þörfum sem flestra og haft það að leiðarljósi að hér sé sem mest breidd í vöruúrvali, tegundum fyrirtækja og verðlagi. Kringlan er langt frá því að vera dýrt tískuhús, heldur þvert á móti. Hér eru nokkr- ar búðir sem selja alþjóðlegar merkjavörur á verði sem er mjög gott miðað við það sem gerist er- lendis. Hér eru einnig góðar versl- anir sem leggja áherslu á lágt vöru- verð eins og t.d. Dressmann, ÖkonomiSko, BT, Tiger og fleiri. Stærsti hluti allra verslana í Kringl- unni býður upp á vandað vöruval á verði sem stenst hvaða samanburð sem er. Með þessari breidd reynum við að höfða til sem flestra.“ Nú eykst samkeppni mikið í kjöl- far opnunar Smáralindar. Hvaða áhrif hefur það á Kringluna? „Það er auðvitað ljóst að það verð- ur mikil „traffík“ hjá þeim fyrstu dagana sem mun vitaskuld hafa tímabundin áhrif í Kringlunni. Fólk er jú forvitið. Ég reikna hinsvegar með að áhrifin verði skammvinn og að Kringlan muni halda núverandi sessi að mestu og að jólatíð okkar verði hvað aðsókn varðar svipuð og fyrir undanfarin jól. Það er vitaskuld nokkur uggur meðal verslunarmanna því miðað við markaðsaðstæður er ljóst að nú um stundir er ekki þörf á öllu því verslunarhúsnæði sem verður í boði sem sést m.a. best á því að enn eru mörg þúsund fermetrar óleigðir í Smáralind, þótt einungis séu nokkr- ar vikur í opnun. Einhver samþjöpp- un og umbrot hljóta að verða á markaðnum. Kringlan hefur hins vegar alltaf átt í samkeppni en styrkur hennar felst í góðri stað- setningu, greiðri aðkomu, fjöl- breyttu verslunarúrvali, þjónustu og aðlaðandi umhverfi. Með þessi spil á hendi hefur Kringlan öll tök á að standa sig í samkeppni við Smáralind. Ég tel að við munum halda okkar hlut á markaðnum.“ Hvað er á döfinni núna hjá Kringl- unni? Er eitthvað nýtt að gerast? „Við erum alltaf að sækja fram. Nú í haust áformum við að opna barnaland, glæsilega aðstöðu sem auka mun ánægju fjölskyldunnar af heimsókn í Kringluna. Hjá borgar- yfirvöldum er jafnframt til meðferð- ar tillaga um að byggja hæð ofan á og viðbyggingu við suðurhluta Kringlunnar. Hún mun verða rúm- lega 3.000 fermetrar og er ætlunin að þar verði líkamsræktarstöð. Slík starfsemi fer vel saman við versl- unarstarfsemina. Í bestu verslunar- miðstöðvum erlendis er reynt að blanda saman verslun, menningu, afþreyingu og fleiru. Einnig er á teikniborðinu frekari uppbygging á Kringlusvæðinu sem fyrirtækin í hverfinu vinna saman að. Þá verða nú í haust miklar breytingar á suð- urhluta hússins, en ekki er hægt að greina frá þeim að svo stöddu. Þó má nefna að BT-tölvur eru að færa sig upp á þriðju hæð og ætla að opna þar verslun sem verður margfalt stærri en sú sem BT-tölvur hafa núna á fyrstu hæð.“ Nú er Kringlan komin á ferming- araldur. Hefur hún breyst mikið frá byggingu eða er hún barn síns tíma? „Kringlan er síung og hefur þróast í takt við tíðarandann. Þegar húsið var opnað 1987 var það tæpir 30 þúsund fermetrar en er nú 54 Líkams- ræktarstöð í Kringlunni Margir velta því fyrir sér hvað verður um Kringluna þegar enn stærri verslanamið- stöð verður opnuð í haust. Eyrún Magnúsdóttir ræddi málin við Einar I. Halldórsson, framkvæmdastjóra Rekstr- arfélags Kringlunnar. Morgunblaðið/Ásdís Einar I. Halldórsson segir ljóst að það verður mikið um að vera í Smáralind fyrstu dagana sem muni hafa tímabundin áhrif í Kringlunni. Íhuga mál- sókn á hendur SAS vegna ólöglegs verð- samráðs DÖNSKU neytendasamtökin og nokkur dönsk fyrirtæki íhuga nú að höfða mál á hendur SAS flugfélaginu vegna taps sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna verðsamráðs SAS og Maersk flugfélagsins. Evrópu- sambandið dæmdi félögin í síðustu viku til að greiða um 4,6 milljarða ísl. króna í sekt vegna ólöglegs verðsam- ráðs á flugleiðinni milli Kaupmanna- hafnar og Stokkhólms en upphæð sektarinnar miðast við áætlaðan ágóða félaganna af samningnum. Nokkur stærstu fyrirtæki Dan- merkur, þeirra á meðal stórversl- anakeðjan FDB, Garli Gry, Schul- stad og Alm. Brand reka saman fyrirtækið Danish Travel Pool og hyggjast beita því fyrir sig í fyrir- hugaðri málsókn. Þá hefur fjöldi ein- staklinga og minni fyrirtækja snúið sér til dönsku neytendasamtakanna og lýst sig reiðubúinn að hefja mál- sókn á hendur SAS. Samstarf SAS og Maersk leiddi m.a. til þess að það síðarnefnda dró sig út úr samkeppn- inni á flugleiðinni milli Kaupmanna- hafnar og Stokkhólms, sem varð til þess að verðið rauk upp. Fyrirtækin hafa viðurkennt að um ólöglegt samráð hafi verið að ræða en ekki hefur verið gripið til neinna aðgerða gagnvart þeim starfsmönn- um sem gerðu samninginn. Hefur það vakið mikla reiði í Danmörku, þar sem SAS er í ríkiseign og því telja þingmenn að stjórn SAS og samgönguráðherrann verði að svara fyrir þetta. Dómur ESB kveður ennfremur á um að SAS má ekki gefa bónus- punkta fyrir flug á leiðinni. Hefur það orðið til þess að nýtt flugfélag, Sun-Air, hyggst hefja flug milli borganna tveggja og telur aðaleig- andi þess, Niels Sundberg, sig geta boðið 40% lægra verð en SAS. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Reuters segir upp 1.100 manns London, AFP BRESKA frétta- og upplýsingafyr- irtækið Reuters undirbýr nú upp- sagnir 1.100 starfsmanna í sparnað- arskyni. Fyrirtækið birti milliuppgjör sitt í gær og tilkynnti um leið um uppsagnirnar. Hagnaður Reuters fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins er mun minni en á sama tímabili á síðasta ári, nam 385 milljónum dala á fyrri helmingi síð- asta árs en 320 milljónum dala á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hagnaður hefur því dregist saman um 17% á þessum tíma. Uppsagnirnar koma í kjölfar kostnaðarniðurskurðar fyrirtækis- ins en Reuters áformar að skera nið- ur um 215 milljónir dala, eða sem nemur tæpum 22 milljörðum ís- lenskra króna. Talið er að starfsfólki um allan heim verði sagt upp en alls starfa um 18.000 manns hjá Reuters. Ætlunin er að flytja starfsemi fyr- irtækisins í auknum mæli inn á Netið og eru uppsagnirnar hluti af því ferli. Nýr forstjóri tók við í gær Tom Glocer, nýr forstjóri Reuters, tók við starfinu af Peter Job í gær. Glocer er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að stýra Reuters en hann hefur starfað við hlið núverandi forstjóra síðan í desember á síðasta ári og tek- ið virkan þátt í stjórn fyrirtækisins síðan þá. Uppsagnir rúmlega 5 pró- sent starfsliðs verða því með fyrstu verkum Glocers sem forstjóra en að hans sögn eru þær óhjákvæmilegar. FIRST UNION, sem er næststærsti eigandi Landsbankans á eftir ríkis- sjóði, með 4,25% hlut, á nú í harðri baráttu við SunTrust um yfirtöku á Wachovia, en allt eru þetta banda- rískir bankar. Forsagan er sú að stjórnendur First Union og Wach- ovia höfðu náð samkomulagi um yf- irtökuna, en þá ákvað SunTrust að koma í veg fyrir hana og reyna sjálft að taka Wachovia yfir. Átök bank- anna hafa bæði farið fram með mál- flutningi í dómsölum og auglýsing- um á síðum dagblaða og í sjónvarpi. Talið er að þau muni samanlagt hafa kostað bankana þrjá um 100 millj- ónir Bandaríkjadala áður en yfir lýk- ur. Auglýsingunum er beint að hlut- höfum Wachovia bankans, sem greiða munu atkvæði 3. ágúst næst- komandi, en hluthafahópurinn er blandaður, bæði stofnanafjárfestar og smærri fjárfestar. Líklegt talið að First Union hafi betur Í maí þegar SunTrust gerði tilboð sitt í Wachovia var það 17% hærra en tilboð First Union. Síðan hefur gengi SunTrust lækkað og þar með dregið saman með tilboðum fyrir- tækjanna. Í upphafi vikunnar var til- boð SunTrust þó enn um 6% hærra en tilboð First Union, en þrátt fyrir það segir dagblaðið The Wall Street Journal ólíklegt að SunTrust takist að sannfæra hluthafa Wachovia um ágæti tilboðsins. Ein af ástæðum þessa mun vera sú að fyrirtæki sem sérhæfir sig í að veita hluthöfum ráð- gjöf í slíkum efnum, Institutional Shareholder Services, hefur mælt með tilboði First Union. Ráðgjafa- fyrirtækið telur að 6% hærri upphæð í hlutabréfum, sem séu háð sveiflum, vegi ekki upp þá hagkvæmni sem fel- ist í samruna Wachovia og First Union. First Union er stærstur þessara þriggja banka, með rúmlega 34 millj- arða dala markaðsvirði miðað við gengi hlutabréfa hans í gær. Næstur kemur SunTrust með um 20 millj- arða dala markaðsvirði og loks Wachovia, sem er rúmlega 14 millj- arða dala virði. Næststærsti eigandi Landsbanka Íslands í átökum First Union reynir að kaupa Wachovia ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.