Morgunblaðið - 25.07.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 25.07.2001, Qupperneq 19
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 19 STAÐAN á ársfundi Alþjóðahval- veiðiráðsins í London er mjög óljós eftir að naumur meirihluti hafnaði í fyrradag aðild Íslands að ráðinu vegna þess fyrirvara Íslands að það sé ekki samþykkt fyrri ákvörðun ráðsins um að leyfa engar hvalveiðar í hagnaðarskyni. Halldór Ásgríms- son, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun um framhaldið verði tekin að fundi loknum en aðalatriðið sé að Alþjóðahvalveiðiráðið þurfi að end- urskoða sína starfshætti ef það eigi að geta orðið trúverðug stofnun. Ís- lensk stjórnvöld hafi gert sér vonir um að þar hafi margt lagast en ekki séu mörg teikn á lofti um það. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, segir að sú ákvörðun þessa nauma meirihluta Alþjóðahvalveiði- ráðsins að hafna aðild Íslands að ráðinu sé ólögmæt. Ísland sé því full- gildur aðili að ráðinu með fyrirvara við hvalveiðibannið og enginn geti tekið þann rétt af Íslendingum. „Ég harma það að hluti aðildarríkjanna, þar með taldir Finnar og Svíar, hafi tekið þátt í þessari ólögmætu aðgerð sem hefur valdið okkur miklum von- brigðum,“ segir Halldór Ásgríms- son. Samstaðan brotin Að sögn utanríkisráðherra ræddi hann við utanríkisráðherra allra Norðurlanda um málið á sínum tíma, en hann segir að sér sé það ljóst að utanríkisráðuneyti viðkomandi landa komi allt of lítið að þessum málum. Þau hafi að mestu leyti verið í höndum umhverfisráðuneyta en nýlega hafi verið samþykkt sam- hljóða yfirlýsing Norðurlandanna um sjálfbæra þróun. „Þessi afstaða Finna og Svía veldur miklum von- brigðum í ljósi þeirrar samstöðu sem varð í því máli.“ Halldór Ásgrímsson segir að staðan verði metin að lokn- um ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðs- ins. „Síðasta orðið hefur ekki fallið í þessu máli,“ segir hann. „Það verður því miður að segja að mjög margt í kringum Alþjóðahvalveiðiráðið er í afskaplega lausum skorðum. Við- komandi ríki hafa ekki gefið hinum lögfræðilegu og vísindalegu hliðum þessa máls nægilegan gaum heldur einungis rekið mál áfram á grund- velli skoðana ýmissa umhverfissam- taka sem öll eru ekki mjög vönduð að virðingu sinni. Mér sýnist að lítið hafi breyst í þessum efnum frá því ég tók þátt í þessum málum fyrir um það bil áratug.“ Aðspurður segir utanríkisráð- herra að einn möguleikinn sé að skjóta málinu til Alþjóðadómstólsins í Haag. „Það liggur alveg ljóst fyrir í okkar huga að hin lögfræðilega hlið málsins er alveg ljós. Hér er um ólögmæta aðgerð að ræða. Það (að skjóta málinu til Alþjóðadómstóls- ins) er eitt af því sem kemur til álita en ég tel að ekki sé tímabært að taka ákvörðun um það fyrr en fundinum er lokið.“ Fréttatilkynning til erlendra fjölmiðla Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, sendi í gær fréttatilkynn- ingu til erlendra fjölmiðla, þar sem kemur m.a. fram að fréttir hjá Reut- ers og AP þess efnis að Íslendingar séu við það að hefja hvalveiðar séu ekki nákvæmar. Hið rétta sé að Al- þingi hafi ákveðið 1998 að hvalveiðar hefjist á ný í framtíðinni en tíminn hafi ekki verið ákveðinn og þegar það verði gert verði það á sjálfbær- um nótum. Ísland sé í fararbroddi í heiminum varðandi fiskveiðistjórn- un með sjálfbærum hætti og ekki standi til að láta þá stöðu af hendi. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins Síðasta orðið hefur ekki fallið Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt varðandi aðild Íslands að Alþjóðahvalveiðiráðinu. Morgunblaðið/Sigurður Jökull TÓMAS H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur utan- ríkisráðuneytisins og í sendinefnd Íslands á árs- fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, segir að sú ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins síðastliðinn mánudag að taka til afgreiðslu og hafna fyr- irvara Íslands við hvalveiðibann ráðsins og þar með aðild Íslands að ráðinu og hvalveiðisamn- ingnum sé tvöfalt brot á þjóðarétti. Að sögn Tómasar var ráðið í fyrsta lagi ekki bært til að taka ákvörðun um fyrirvarann, þar sem slíkt vald er alfarið í höndum einstakra að- ildarríkja, og í öðru lagi var ákvörðun ráðsins efnislega röng þar sem fyrirvari Íslands er í fullu samræmi við tilgang og markmið hvalveiði- samningsins. Þar sem ákvörðun Alþjóðahval- veiðiráðsins er ógild er Ísland áfram fullgildur aðili að ráðinu með fyrirvara við hvalveiðibannið að því er varðar þau ríki sem ekki hafna fyr- irvaranum með sjálfstæðum hætti og á lögmæt- um forsendum. Tómas segir að meginregla þjóðaréttar sé sú að fyrirvari ríkis við ákvæði alþjóðasamnings sé háður samþykki einstakra aðildarríkja samn- ingsins. Ljóst sé að meginreglan eigi við í því til- viki sem hér um ræðir, enda eigi undantekn- ingar frá henni ekki við. Ástralía, Nýja-Sjáland og fleiri ríki hafi haldið því fram að Alþjóðahval- veiðiráðið væri bært til að taka ákvörðun um fyrirvara Íslands á grundvelli þeirrar undan- tekningarreglu að fyrirvari við stofnsamning al- þjóðastofnunar sé háður samþykki sjálfrar stofnunarinnar. „Því er til að svara að fyrirvari Íslands lýtur ekki að hinum upprunalega hval- veiðisamningi sem er stofnsamningur Alþjóða- hvalveiðiráðsins, heldur að ákvæði e-liðar 10. málsgreinar fylgiskjals við samninginn um hval- veiðibannið. Rökin fyrir undantekningarregl- unni eru þau að mikilvægt sé að allir aðilar að al- þjóðastofnun séu bundnir af stofnsamningi hennar sem hefur að geyma ákvæði um skipulag og ákvarðanatöku og önnur ákvæði stofnana- legs eðlis. Fyrirvarar við slík ákvæði séu því að- eins gildir að viðkomandi alþjóðastofnun sam- þykki þá. Þessi rök eiga alls ekki við um fyrirvara við ákvæði fylgiskjals við hvalveiði- samninginn sem aðildarríki samningsins geta mótmælt og verið óbundin af og gilda því ekki nauðsynlega fyrir öll aðildarríki. Noregur og Rússland mótmæltu til dæmis hvalveiðibanninu á sínum tíma og eru því óbundin af því.“ Tómas segir að framkvæmdin að því er varð- ar fyrirvara við hvalveiðisamninginn hingað til styðji þessa niðurstöðu. Fyrirvarar Argentínu árið 1960, Chile og Perú árið 1979 og Ekvador árið 1991 hafi ekki komið til afgreiðslu og at- kvæðagreiðslu í Alþjóðahvalveiðiráðinu, heldur hafi þeir einungis verið háðir samþykki ein- stakra aðildarríkja. „Engin rök voru til þess að beita annarri málsmeðferð um fyrirvara Ís- lands. Athyglisvert er að fyrir atkvæðagreiðsl- una í Alþjóðahvalveiðiráðinu um íslenska fyr- irvarann höfðu fjölmörg aðildarríki tekið sjálfstæða afstöðu til fyrirvarans og ýmist sam- þykkt hann eða hafnað honum. Þar á meðal voru Bandaríkin, Bretland, Mexíkó og Þýskaland sem öll höfnuðu fyrirvaranum. Framkvæmd þessara ríkja var í samræmi við þá framkvæmd sem tíðkast hefur, en þau sneru síðan við blaðinu og studdu að ráðið tæki málið fyrir.“ Tómas segir að fyrirvari Íslands við hvalveiði- bannið sé óaðskiljanlegur hluti af aðildarskjali þess. „Af því leiðir að Ísland telst aðili að hval- veiðisamningnum gagnvart þeim aðildarríkjum sem ekki hafna fyrirvaranum, en ekki er neitt samningssamband milli Íslands og þeirra aðild- arríkja sem hafna honum á lögmætum forsend- um.“ Þegar einstök ríki taka afstöðu til fyrirvara við ákvæði alþjóðasamnings ber þeim að gera það á grundvelli þess hvort fyrirvarinn sé í sam- ræmi við tilgang og markmið samningsins, að sögn Tómasar. „Augljóst er að fyrirvari Íslands við hvalveiðibannið er í samræmi við tilgang og markmið hvalveiðisamningsins, enda er sjálft hvalveiðibannið það ekki. Markmið samningsins er að stjórna hvalveiðum, en ekki að koma í veg fyrir veiðar án tillits til ástands einstakra hvala- stofna. Enginn lagalegur grundvöllur er því fyr- ir að hafna fyrirvara Íslands við hvalveiði- bannið. Af framangreindu leiðir að sú ákvörðun Al- þjóðahvalveiðiráðsins að taka til afgreiðslu og hafna fyrirvara Íslands er bæði að því er varðar málsmeðferð og efni ógild og að engu hafandi. Ísland er áfram aðili að ráðinu með fyrirvara við hvalveiðibannið að því er varðar þau ríki sem ekki hafna fyrirvaranum með sjálfstæðum hætti og á lögmætum forsendum.“ Tvöfalt brot á þjóðarétti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.