Morgunblaðið - 25.07.2001, Side 21

Morgunblaðið - 25.07.2001, Side 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 21 Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 60 ára frábær reynsla. DEILA hefur nú komið upp á milli Íran og nágrannaríkisins Azerbaijan eftir að íranskt herskip hótaði olíurannsókn- arskipi frá síðarnefnda ríkinu þar sem það var statt á svæði í Kaspíahafi sem ríkin hafa áður deilt um. Atvikið markar upp- haf nýrrar lægðar í samskipt- um ríkjanna tveggja. Utanrík- isráðherra Azerbaijan, Vilayat Guilyev, sagði í viðtali við fréttastofu AFP að Azerbaijan myndi ekki gefa eftir í deil- unni. „Við munum ekki hefja stríð en við munum ekki held- ur gefast upp,“ sagði Guilyev. Á hinn bóginn sagði sendi- herra Azerbaijan í Íran að olíurannsóknarskipið hefði ekki verið í leyfisleysi á svæð- inu því það væri í eigu Írana. Svæðið í Kaspíahafi sem Azerar og Íranir deila um er mjög ríkt af olíu. 46 lík fundin eftir námu- slysið í Kína KÍNVERSKIR björgunar- menn hafa nú fundið 46 lík eft- ir að sprenging varð í kola- námu í borginni Xuzhou í héraðinu Jiangsu í Kína á sunnudag. Gert er ráð fyrir að fjöldi látinna geti tvöfaldast. Björgunarmönnunum tókst að bjarga 13 manns en talið er að 105 námaverkamenn hafi verið ofan í námunni þegar spreng- ingin varð. Kolanámur í Kína eru þær hættulegustu í heimi en þar láta þúsundir verkamanna lífið ár hvert í sprengingum, elds- voðum og flóðum. Mannskæð- ur stormur í Moskvu TVEIR létust og margir slös- uðust þegar tré féll til jarðar í stormi sem gekk yfir Moskvu í gær. Alls slösuðust 50 manns í fárviðrinu þegar þeir urðu fyr- ir trjám sem rifnuðu upp, þak- flísum og öðru lauslegu. Þá varð fjöldi bílslysa vegna stormsins auk þess sem loka varð tveimur neðanjarðar- stöðvum vegna flóða. Mikil hitabylgja, sem kostað hefur um 50 mannslíf, hefur gengið yfir Moskvu síðustu tvær vikur og fylgir stormur- inn í kjölfar hennar. Mandela með krabbamein NELSON Mandela, fyrrver- andi forseti Suður-Afríku, hef- ur verið greindur með krabbamein í blöðru- hálskirtli. Krabbamein- ið er þó ekki talið ógna lífi hans. Man- dela mun nú gangast und- ir sjö vikna geislameðferð við meininu sem ekki er talið alvarlegt. Sam- kvæmt fréttatilkynningu frá stofnun Nelson Mandela er heilsa hans góð þrátt fyrir þetta. STUTT Íranir og Azerar deila Nelson Mandela ÞRÁTT fyrir að Bill Clinton, fyrr- verandi Bandaríkjaforseti, hafi fyrr í þessum mánuði kennt Palestínu- mönnum opinberlega um að ekki tókst að komast að samkomulagi í Camp David fyrir tæpu ári, hefur nú komið fram að samningatækni Ehuds Baraks, fyrrverandi forsætis- ráðherra Ísraels, hafi líka skap- raunað honum. Frá þessu var skýrt í bandaríska dagblaðinu International Herald Tribune. Það er fyrrverandi aðstoðarmaður Clintons í málum er vörðuðu deilu araba og Ísraela, Robert Malley, sem hrekur það að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hafi verið sökudólgurinn í Camp David. Það gerir hann í grein sem kemur til með að birtast í New York Review of Books. Í greininni segir Malley frá því að Clinton hafi, eins og Arafat, gramist það að Ísraelar hafi ekki staðið við gefin loforð en Ísraelar höfðu áður skuldbundið sig til að láta af hendi landsvæði á Vesturbakkan- um. Þá segir í greininni að Clinton hafi orðið „fokreiður“ þegar Barak sveik loforð um að láta yfirráð yfir þremur þorpum á svæði Jerúsalem- borgar Palestínumönnum í té. Í greininni er haft eftir Clinton að hann hafi aldrei fyrr verið látinn leika „sviksaman spámann“ fyrir er- lendan leiðtoga. Skammaði leiðtogana Í grein sinni segir Malley jafn- framt frá „ótrúlegu atviki“ í Camp David þegar Barak dró ákveðnar sáttatillögur til baka. Orðrétt er haft eftir Clinton: „Ég get ekki farið á fund Arafats með niðurskurð,“ þá bætti hann við: „Þetta getur ekki verið að gerast.“ Í kjölfarið á Clinton að hafa skammað ísraelska leiðtog- ann fyrir að hafa ekki sýnt meira frumkvæði í fyrri viðræðum við Sýr- lendinga sem Clinton hafði verið sáttasemjari í. Að því er fram kemur í grein Malleys ætlaðist Bandaríkja- forseti til þess að Palestínumenn kæmu með gagntilboð á móti tillög- um Baraks en Arafat og nefndar- menn hans hafi verið lamaðir af hræðslu við að verða beittir brögð- um. Auk þess hafi samninganefnd þeirra verið klofin. Þetta fór mjög í taugarnar á Clinton sem ávítaði Ara- fat. „Ef Ísraelar geta ekki miðlað málum og þið ekki heldur, þá fer ég heim. Þið hafið verið hér í 14 daga en sagt „nei“ við öllu. Þetta friðarferli er misheppnað,“ sagði Clinton. „Við sleppum fjandanum lausum og verð- um að lifa við afleiðingar þess.“ Undir lok fundarins á Clinton að hafa deilt á Arafat fyrir að vera að missa af sögulegum samningi við Ís- raela. Að því er fram kemur á fréttavef Washington Post hefur Barak hafn- að því að hann eigi sök á að viðræð- urnar í Camp David mistókust og kennir þess í stað Arafat um. Barak vísar frásögn Malleys á bug og segir hana „slúður og skrýtlu“. Þá segir hann að í Camp David hafi Arafat sýnt hversu óviljugur hann var að semja um frið. Barak sakaði Palest- ínuleiðtogann um hryðjuverk gegn Ísrael og sagði að honum ætti að út- skúfa eins og Saddam Hussein, for- seta Íraks, og Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu. „Heimurinn á að láta óþokka og svik- ara svara fyrir gjörðir sínar,“ sagði Barak. Clinton pirraður út í Barak í friðarviðræðunum Reuters Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti á góðri stund í Camp David ásamt Ehud Barak, fyrrverandi for- sætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna. KÍNVERSK yfirvöld dæmdu í gær kínverska fræðikonu, Gao Zhan, sem búsett er í Bandaríkjunum og starf- ar við bandarískan háskóla, í 10 ára fangelsi fyrir njósnir. Þá fékk annar kínverskur fræðimaður, Qin Gu- nagguang, sem einnig er búsettur í Bandaríkjunum, jafnlangan dóm síð- ar í gær. Bæði voru þau dæmd fyrir að stunda njósnir fyrir stjórnvöld í Taívan. Dómarnir tveir varpa skugga á heimsókn Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, til Peking en þangað er hann væntanlegur á laugardag. Vonast hafði verið til að heimsókn Powell myndi minnka spennuna sem verið hefur í sam- skiptum ríkjanna tveggja. Sakfelling fræðimannanna er talin hafi dregið úr þeim vonum. „Við erum kvíðin vegna þess að við höfðum farið fram á að fá að vera við- stödd réttarhöldin yfir Gao en stuttu áður en þau hófust var okkur til- kynnt að við mættum ekki mæta,“ hafði fréttastofa AFP eftir háttsett- um embættismanni bandaríska sendiráðsins í Kína sem ekki vildi láta nafns síns getið. Gao, sem er 39 ára gömul, var dæmd til 10 ára fangelsisivistar eftir réttarhöld sem aðeins stóðu yfir í tæpar þrjár klukkustundir. Engin vitni voru kölluð fyrir í málinu. Lög- maður hennar, Bai Xuebiao, sagði að réttarhaldinu loknu að þau myndu fara fram á að hún verði látin laus til reynslu vegna læknisfræðilegra ástæðna en Gao þjáist af hjartasjúk- dómi. Þá sagði lögmaðurinn að Gao hefði látið Li, bandarískan ríkisborg- ara sem var dæmd fyrir njósnir gegn Kína 14. júlí sl., upplýsingar í té „sem hún hefði ekki haft nokkra ástæðu til að ætla að væru leynd- armál“. Einn Kínverji til viðbótar var dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir njósnir í gær en hann var talinn hafa látið Gao og Li ríkisleyndarmál í té. Áætlað er að Powell, sem nú er í ferðalagi um Asíu, hitti kínverska ut- anríkisráðherrann, Tang Jiaxuan, í Peking á laugardag. Þrír dæmdir fyrir njósnir í Kína Kvíði í Banda- ríkjamönnum REUTERS Kínverska fræðikonan, Gao Zhan, ásamt fimm ára syni sín- um. Gao er búsett í Bandaríkj- unum og sonur hennar er bandarískur ríkisborgari. Hanoi, Peking. AFP. AP. RÚSSNESKA stjórnin hefur tilkynnt að hún hyggist hvetja fólk af rússneskum uppruna, sem býr í öðrum löndum, að flytja búferlum til Rússlands vegna mikillar fólksfækkunar eftir hrun Sovétríkjanna. Míkhaíl Kasjanov forsætis- ráðherra sagði að Rússland þyrfti á innflytjendum að halda og að ríkisstjórnin hygð- ist gera ráðstafanir til að laða þangað fólk af rússneskum ættum. Alexander Blokhín, sem fer með málefni innflytj- enda í stjórninni, sagði að um milljón manna þyrfti að flytj- ast til Rússlands á ári hverju til að fjöldi íbúa landsins héld- ist óbreyttur. Ef svo fer fram sem horfir fækkar íbúunum úr tæpum 146 milljónum á liðnu ári í 85 milljónir eftir hálfa öld. Stjórnvöld ætla þó að herða baráttuna gegn ólöglegum inn- flytjendum, en talið er að þeir séu nú um 1,5 milljónir. Mikil umræða hefur verið í Rússlandi um hvernig bregð- ast eigi við fólksfækkuninni og ýmsar tillögur hafa komið fram. Meðal annars hefur is- lamskur klerkur lagt til að fjölkvæni verði heimilað og þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskí vill að fóstureyð- ingar verði bannaðar í tíu ár. Fólksfækkunin í Rússlandi Reynt að fjölga innflytj- endum Moskvu. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.