Morgunblaðið - 25.07.2001, Page 22

Morgunblaðið - 25.07.2001, Page 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÆSTU tónleikarnir í tónleikaröð- inni Bláa kirkjan á Seyðisfirði verða í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30, en þá mun tríó Guitar Íslancio spila djass, blús og þjóðlagatónlist. Guitar Islancio var stofnað í Reykjavík haustið 1998 af Birni Thor- oddsen gítarleikara, Gunnari Þórðar- syni gítarleikara og Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara. Guitar Islancio hefur ferðast víða um Ísland með tónlist sína og á döf- inni er tónleikaför um Norðurlöndin og Kanada, en þar munu þeir spila á jass-hátíð í Winnipeg annað árið í röð. Miðar á tónleikana eru seldir á skrifstofu Bláu kirkjunnar, Ránar- götu 3 á Seyðisfirði, og í kirkjunni fyr- ir tónleika. Guitar Íslancio á Siglufirði UNGIR söngvarar í framhalds- námi erlendis koma gjarnan heim, halda tónleika og reyna sig við áheyr- endur en einnig til að styrkja tiltrú sína á framtíðina. Sigurlaug Knudsen lauk prófi frá Söngskólanum í Reykjavík 1999 og stundar nú fram- haldsnám við Royal Northern Col- lege of Music í Manchester. Á tón- leikum í Norræna húsinu sl. laugardag söng hún ásamt skóla- félaga sínum, Blake Fischer frá Ástr- alíu, en á efnisskránni voru söngverk frá ýmsum tímum. Sigurlaug hóf tónleikana á valsin- um Je veux vivre, úr 1. þætti óperunn- ar Rómeó og Júlíu eftir Gounod. Sig- urlaug hefur fallega en ekki hljómmikla rödd og má vel greina að samkvæmt blæ raddarinnar liggur hún mjög nærri því að vera mezzo eða jafnvel alt. Blake Fischer söng, sem sitt fyrsta viðfangsefni, De miei bol- lenti spiriti úr óperunni La Traviata eftir Verdi. Það er greinilegt að hér eru á ferðinni efnilegir nemendur og í næstu viðfangsefnum, sem þau skiptu á milli sín, Sposa son disprezzata eftir Vivaldi, sem Sigurlaug söng, og Ombra mai fu, eftir Handel, sem Blake söng, var verið, eins og á sér stað í góðum skóla, að kanna hinar ýmsu stíltegundir. Nútímaóperan átti fulltrúa í Miðl- inum eftir Menotti og Sigurlaug söng og lék vals Moníku. Þessi aría er svo samofin leikverkinu að erfitt er að draga fram stemmninguna og dulúð verksins þótt margt væri vel gert og framfært af öryggi. Blake Fischer söng næst rósa-aríuna úr Carmen eft- ir Bizet og þó að hann færi fallega með margt vantaði ástríðuna í söng hans, svo að þessi magnaða aría hljómaði eins og laglegt lag. Síðustu óperuviðfangsefnin voru úr Don Giov- anni eftir Mozart. Fyrst söng Sigur- laug Vedrai Carino, úr öðrum þætti óperunnar, og síðan bæði saman La ci darem la mano og Andiam mio bene sem þau sungu af þokka. Eftir hlé söng Blake Fischer tvö lög eftir George Butterworth (1885– 1916), tónskáld sem hefur lítið farið fyrir. Hann vann við söfnun og út- setningu þjóðlaga og þjóðdansa ásamt Waughan-Williams og samdi rapsodíur fyrir hljómsveit sem hann nefndi A Shropshire Lad og The Banks of Green Willow en einnig tvo lagaflokka fyrir söngrödd og píanó við ljóðaflokkinn Shropshire Lad eftir Alfred Edward Housman (1859– 1936). Þessi lög voru einstaklega fal- lega sungin og þar naut sín fínleg en blærík rödd Blake Fischers. Sigur- laug söng Sure of the Shining Night, úr Four Songs, op. 13, eftir Samuel Barber, við texta eftir J. Agee (höf- und Knoxville Summer of 1915) sem Sigurlaug söng mjög fallega. Það sem eftir lifði tónleikanna voru viðfangsefnin úr bandarískum söng- leikjum eftir Jerome Kern (Cańt help loving that man), Frederick Loewe (On the Street where you live) og þrjú lög eftir Stephen Sondheim (Not a Day goes by, Johanna og Hello little girl). Sondheim vakti fyrst athygli sem textahöfundur með West Side Story en sneri sér síðan að lagsmíði. Öll þessi lög voru flutt af þokka. Það er ljóst að hér eru á ferðinni efnilegir söngvarar sem þó eiga eftir að vinna meira með raddirnar, sérstaklega Sigurlaug sem enn er á báðum áttum hvort stefna skuli á háan sópran eða mezzo-sópran, því enn er alt-hljóm- urinn henni tamur og reyndar hljóm- fallegri en sóprantónninn. Hvað tím- inn leiðir í ljós ræðst á næstu árum en víst er að henni býr söngur í hjarta. Blake Fischer hefur fallega og þýða rödd og var söngur hans í lögunum eftir Butterworth sérlega fallega mótaður. Undirleikari var Úlrik Óla- son og var leikur hans helst til hlut- laus en þó framfærður af þokka. TÓNLIST N o r r æ n a h ú s i ð Sigurlaug Knudsen og Blake Fischer ásamt Úlrik Ólasyni fluttu aríur ljóðasöngva og lög úr söngleikjum. Laugardagurinn 21. júlí 2001. SAMSÖNGUR Þokkafullur söngur Sigurlaug S. Knudsen og Blake Fischer. Jón Ásgeirsson VERT er að gefa góðan gaum að einstæðri sýningu sem fyllir aðalsali Hafnarborgar í hólf og gólf. Um að ræða myndir sem sænski ljósmynd- arinn Hans Malmberg (1927–1977) tók fyrir hálfri öld, er mikil umbrot áttu sér stað í hinu unga íslenzka lýð- veldi. Á tímabili mikillar uppbygging- ar, en einnig hafta og óstöðugleika í þjóðfélaginu, stríðsgróðinn mikli að mestu horfinn út í veður og vind. Minjar heimsstyrjaldarinnar enn um alla borg í formi herbragga, hinn stærsti þeirra að Hálogalandi eina boðlega íþróttahöllin, og mig minnir að Tónlistarfélagið hafi einnig haft að- setur í bragga kenndum við Tripoli. Listamannaskálinn við Kirkjustræti, byggður úr kassafjölum og tjöru- pappa, eini almennilegi sýningarskál- inn, og allt eftir því á frumstæðari nótunum. Enn mátti víða sjá burst- abæi í sveitum, jafnvel borgarlandinu, og í dreifbýlinu var mikið til gengið að vinnu upp á gamla mátann, þótt menn væru sem óðast að tæknivæðast og bíllinn að taka við af þarfasta þjón- inum. Hann þó vel sýnilegur, jafnvel á götum Reykjavíkur, hvar enn voru til bóndabýli með skepnuhaldi og kart- öflugarðar víða í borgarlandinu. Litla bílastöðin, sem þó var nokkuð stór eins og það hét, staðsett við Hlemm. Myndrík gasstöðin í nágrenninu enn uppi svo og hinn sívali gasgeymir, kennileiti fortíðar sem hefði átt að varðveita um langan aldur. Milli- landaflugið í hraðri uppsiglingu og ómælt ævintýri fyrir mörlandann að ná til meginlandsins á nokkrum klukkustundum, vera sigldur á einni dagstund, í stað þess að þurfa að velkjast um á úthafinu í fimm daga. Það sauð og kraumaði í öllu þjóðfélag- inu, ný hverfi sem óðast að taka á sig mynd í höfuðborginni sem tók að þenjast út til allra átta. Fjörur strandlengjunnar enn vel sýnilegar, á bökkum hennar lágreistir bárujárns- kofar, í þeim athafnasemi sem tengd- ist sjávarsíðunni en einnig annarri starfsemi. Pétur Hoffmann Selsvar- arjarl ríkti yfir gömlu öskuhaugunum vestast í vesturbænum og fann í þeim gnótt fingurgulla slitinna heita og svardaga, en Sigurjón Ólafsson myndhöggvari sótti föng í verk sín austur í Laugarnesfjöru þar sem hann bjó, og breytti í gull. Örlítil spilda fjörunnar enn eftir neðan við safn hans líkust angurværu minni veraldar sem var… Eðlilegt að þetta leiti á hugann við skoðun sýningarinnar, einkum er í hlut á fólk sem lifði í miðri hringið- unni. Skrifari fylgdist grannt með bæði úr nálægð sem fjarlægð þar sem hann var meginhluta sjötta áratugar- ins við nám erlendis en þó heima á sumrin sem og tvö ár uppúr honum miðjum. Ekki gott að segja í hve ríkum mæli hinum kornunga sænska ljósmynd- ara, Hans Malmberg, hafi verið ljóst í hvílíkri hringiðu og nornakatli breyt- inga hann var staddur, en hverjum gat verið það fullljóst á þessu stigi þróunarinnar? En eins og fleiri út- lendir gestir með augun opin, hefur hann verið bergnuminn af hinni ungu þjóð á mörkum fortíðar og núsins, á þeim árum engu lík þótt við skynj- uðum það minnst sjálf. Í ákafa okkar við að líkjast öðrum þjóðum og taka upp siði þeirra glutruðum við í fljót- ræði niður svo mörgu af innlendum menningarverðmætum sem mölur og ryð fá ekki grandað en lyftum for- gengileikanum og hisminu á stall sem aldrei áður, og engan enda sér á. Að nokkru skiljanlegt í ljósi aldalangrar einangrunar og lítils þroska á grunn- einingar jarðtengds sjálfstæðis, þjóð- legum verðmætum, rökhugsun og sjálfrýni, undirstöðu vitsmunarlegrar framþróunar. Einu má slá föstu; að Hans Malm- berg skjalfesti margar hliðar þjóð- félagsins sem íslenzkir starfsbræður hans hirtu minna um, hlutur hans stór í þeim ósamstæðu sjónrænu minning- arbrotum sem við eigum frá þessum tímum. Sem ljósmyndari var hann drjúgur, þótt að ýmsu megi finna eins og hjá öllum sem störfuðu samkvæmt formúlu fréttaljósmyndarinnar á þeim árum, en öllu meira um vert að honum hefur merkilega vel tekist að túlka andblæ tíðarandans eins og hann var. Landið, þjóðin, mannlífið, verkleg þróun sem og nærtæk kenni- leiti urðu ljósmyndaranum helst að yrkisefni, síður sögufrægir staðir sem ótvírætt má telja styrk ljósmyndar- ans. Á sama tíma og íslenzkir ljós- myndarar gáfu út bækur með mynd- um af náttúruperlum landsins og stílað var á fornhetjur í formálum þeirra, voru Malmberg almennustu verkþættir gildari viðföng, og skilaði með því eftirtímanum mikisverðum heimildum. Honum var minna um- hugað um að taka myndir úr gróð- urhúsum í Hveragerði sem sýndu ræktun suðrænna aldina, en til að mynda mann að störfum við að setja saman rafmagnseldavélar í verk- smiðju Rafha í Hafnarfirði. Frétta- ljósmyndarinn skynjaði hér mun mik- ilvægari og þarfari framför í kalda landinu, sem allir ættu að geta tekið undir er upplifðu breytingarnar frá kolaeldavélunum sem var risastökk til nútímans. Áður höfðu litlu færan- legu rafmagnsofnarnir sem tóku meira og minna við af kolaofnunum verið sem himnasending sem enginn gleymir sem lifði þá tíma. Sjómenn, síldin, flugið og hinn gríðarlegi dugn- aður að baki, byggingarstíllinn, menntunargrunnurinn, ullariðnaður- inn, mannlífið, börn að leik og bros- andi stúlka í skautbúningi, sannara og gildara fréttaefni en seinheppnir til- burðir þessarar þjóðar við að líkja eft- ir fáfengilegum nýjungum frá útland- inu. Afneitaði sönnustu einkennum sínum af ótta við að vera líkt við meinta frumstæðari og enn einangr- aðri þjóð í norðri, sem við gátum þó ekki síður lært mikið af í aldanna rás. Malmberg var líkt farið og málurum, sem skildu að inntakið á grunnflet- inum er iðulega mikilvægara en myndefnið, ljósmyndin enda löngu viðurkennd sem fullgildur þáttur myndlista. Og þótt hann leitaði öðru fremur að fréttaskotum í anda tím- anna, hafði hann góða tilfinningu fyrir sérstæðum sjónarhornum. Þannig hreyfa sumar myndirnar mjög sterkt við manni sem list í sjálfu sér og hér er sýnu heillegust myndaröðin frá Siglufirði á vesturvegg, þar sem sér í myndina einstöku af stúlku með mjólkurbrúsa. Hún er í byggingu og áhrifamætti engu síðri myndum Henri Cartier-Bressons á sýningunni í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, leiðir hugann að þeim og mætti skrifa heila grein um hana eina. Greip mig sem man þá tíma líkast til á svipaðan hátt og þá í Frans er þeir líta eldri myndir meistarans. Margar einstakar mynd- ir höfða sömuleiðis sterkt til sjón- tauganna og skilningarvitanna bæði fyrir listræn vinnubrögð og sem sviðsmyndir fortíðar sem maður var hluti af. Sallaklárt að mögulegt væri að setja saman gott úrval á bók, sem gæfi mjög raunsanna mynd af tím- anum um miðbik liðinnar aldar og Hans Malmberg sem ljósmyndara. Þar sem myndirnar á sýningunni spanna nokkur ár, er titill hennar, Ís- land 1951, ekki allskostar réttur, Ís- land um miðbik síðustu aldar hefði verið öllu nærtækari. Hefði gefið tækifæri fyrir myndskot sem voru tekin fyrr og eftir til að mynda annars vegar af Oddi sterka af Skaganum, hins vegar hina frægu mynd af Hall- dóri Laxness með derhúfu, sitjandi á steini úti í ánni Köldukvísl og ýmsar fleiri, hefði gefið framkvæmdinni meiri vídd og styrkt til muna. Afar vönduð, skilvirk og vel hönnuð sýningarskrá/bók liggur frammi, með stuttri ritgerð um Hans Malmberg og feril hans eftir Ingu Láru Baldvins- dóttur, sem valdi einnig myndirnar ásamt Ívari Brynjólfssyni, og skal vís- að til hennar um nánari upplýsingar um framkvæmdina og ljósmyndar- ann. Loks ber að geta að hér er á ferð gifturíkt samvinnuverkefni Þjóð- minjasafns Íslands og Hafnarborgar með styrk frá Flugleiðum. „Árið 1951“ MYNDLIST H a f n a r b o r g a ð a l s a l i r Opið alla daga frá kl. 11–17. Lokað þriðjudaga. Til 6. ágúst. LJÓSMYNDIR ÍSLAND 1951/ HANS MALMBERG Bragi Ásgeirsson Flugstöðin í Reykjavík 1949. ANNA Sigríður Helgadóttir, Anna Sigga, kemur fram á hádegistónleik- um í Hallgrímskirkju á morgun, fimmtudaginn 26. júlí, ásamt organ- istanum Hilmari Erni Agnarssyni. Tónleikarnir, sem eru hluti af tónleikaröðinni Sumarkvöldi við orgelið, hefjast klukkan 12 og standa í u.þ.b. hálfa klukku- stund. Á efnisskránni eru lög eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Tryggva M. Baldvinsson við ljóð eftir nokkur af góðskáldum þjóðarinnar, m.a. Stephan G. Stephansson, Hallgrím Pétursson og Bólu-Hjálmar. Hilmar Örn mun einnig leika orgeltónlist eftir Jóhann Ó. Haraldsson og Þor- kel Sigurbjörnsson. Anna Sigga í Hallgríms- kirkju Anna Sigríður Helgadóttir MÁL og menning hefur gefið út sögu- kort í mælikvarða 1:600 000 sem er nýjung á íslenskum kortamarkaði. Kortið sýnir alla helstu sögustaði Ís- lands, frá landnámsöld til vorra daga. Alls eru sögustaðirnir um 280 tals- ins og fylgir kortinu bók í handhægu broti með skýrum og greinargóðum texta. Á bakhlið kortsins eru lýsingar og litmyndir af helstu sögustöðum landsins. Sögukortið og meðfylgjandi bók eru afgreidd saman í öskju. Sögukort Íslands ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ SMÁRI Vífilsson tenórsöngvari var nýverið valinn bæjarlistamaður Akraness úr hópi sjö umsækjenda. Smári hóf söngnám í Tón- listarskólanum á Akranesi og lauk 8. stigi frá Nýja Tónlistarskólan- um í Reykjavík vorið 2000. Meðal kennara hans voru Sigurður Bragason og Ing- unn Ósk Sturludóttir. Í vetur stund- aði Smári einkanám hjá prófessor André Orlowitz í Kaupmannahöfn. Nú í sumar setur félagsskapur að nafni Norðuróp upp gamanóperuna Gianni Schicchi eftir Puccini í gömlu dráttarbrautinni í Keflavík og fer Smári með hlutverk Gherardo í þeirri uppfærslu. Smári hyggur á frekara nám í Kaupmannahöfn á komandi vetri. Bæjarlista- maður Akraness Smári Vífilsson ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.