Morgunblaðið - 25.07.2001, Side 24

Morgunblaðið - 25.07.2001, Side 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í BYRJUN árs 2000 hækkaði Seðlabankinn vexti um 0,8 prósentu- stig. Í rökstuðningi sín- um benti bankinn með- al annars á að vextir hefðu hækkað í mikil- vægum viðskiptalönd- um og verðbólga og verðbólguvæntingar hefðu aukist. Frá árinu 1997 til ársins 2000 hækkuðu vextir alls um sjö sinnum alls um 3,6% og þar af 2,4% á árinu 2000. Verðbólgu- þróun síðustu mánaða virðist ekki benda til þess að vaxtastefna þessi hafi hamlað gegn aukinni verð- bólgu. Stýrivextir Seðlabankans eru nú 14,5% sem eru lægstu kjörvextir sem bjóðast traustum viðskiptavin- um bankanna. Vaxtaflokkar bank- anna liggja allt að 17-18% á óverð- tryggðum lánum og allt að 23% á yfirdráttarlánum. Þessir vextir eru sú viðmiðun sem er raunhæfust er þegar bornir eru saman vextir hér á landi og í öðrum löndum.Vaxtamun- ur milli Íslands og annarra landa er að meðaltali um 6 og ½ prósent en mun meiri ef miðað er við Japan og Bandaríkin. Almennir vextir í Bandaríkjunum eru nú 3,75% og 1% í Japan (libor vextir). Til samanburð- ar eru dráttarvextir 5% í Japan, 7,5% í Bandaríkjunum og 10,5% í Noregi en viðmiðun hér á landi er nú 23,5% sé ekki um annað samið. Vextir hér á landi eru því algerlega úr takti við það sem gerist hjá helstu viðskipta- löndum okkar. Vaxtahæð hér á landi er einnig á skjön við ávöxtunarkröfu áhættufjármagns sem er á bilinu 10- 15%. Það skýtur skökku við að vextir bankanna við útlán þar sem áhætta er takmörkuð sé hærri en ávöxtunar- krafa við áhættufjárfestingar. Við vaxtatekjur bankanna bætast síðan þjónustugjöld ýmiskonar sem hafa farið vaxandi í seinni tíð. Afleiðingar hárra vaxta og fjármagnskostnaðar á afkomu fyrirtækja og einstaklinga eru mismunandi eftir því hvort fyr- irtæki sækja sér lánsfé hér á landi eða erlendis. Harðast bitnar þetta á nýstofnuðum fyrirtækjum. Ljóst er að stærri fyrirtæki hafa sótt lánsfé til er- lendra banka en flest lítil og meðalstór fyrir- tæki og einstaklingar hafa leitað á innan- landsmarkað eftir lána- fyrirgreiðslu. Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa síðan velt vaxta- kostnaði eins og öðrum kostnaði út í verðlagið og það hefur haft sín áhrif á verðbólguhrað- ann hér á landi. Vaxta- munur milli Íslands og viðskiptalanda okkar hefur skert verulega samkeppnisstöðu ís- lenskra fyrirtækja. Ljóst er að þó að erlendar lántökur hafi aukist veru- lega þá eru slíkar lántökur bundnar við stærri verkefni og fjárfestingar og öll önnur lánsfjárþörf og lausa- fjárþörf er bundin við innanlands- markað. Þá hefur kaupmáttaraukn- ing einstaklinga vegna nýgerðra kjarasamninga rýrnað verulega af þessum sökum. Þau fyrirtæki sem hafa tekjur á innanlandsmarkaði og tekið hafa erlend lán hafa orðið fyrir þungum búsifjum vegna gengis- hækkanna sem bætist við hinn háa fjármagnskostnað. Verðtrygging Annað séríslenskt fyrirbrigði er verðtryggingin á skuldbindingum til lengri tíma sem komið var á árið 1979 á tímum óðaverðbólgu. Átti hún að vernda innlán landsmanna og út- lán bankanna. Verðtrygging er nán- ast óþekkt fyrirbæri hjá viðskipta- löndum okkar. Í stað verðtryggingar meta erlendir fjármálamarkaðir áhættuna vegna verðbólgu og haga vaxtaákvörðunum sínum til sam- ræmis við það. Verðbólguáhættan liggur því hjá sparifjáreigendum og bönkum á jafnræðisgrundvelli. Bent hefur verið á að það væri gott og gilt náttúrulögmál að lánastofnanir ættu að njóta hluta hagnaðar fasteignar- eigenda vegna hækkunar á fast- eignaverði undanfarin tvö ár. Hér er um grundvallarmisskilning að ræða. Bankar og lífeyrissjóðir lána al- mennt innan áhættumarka meðan fasteignareigendur sem eiga að hafa hagnast bera alla áhættuna á verð- sveiflum til hækkunar eða lækkunar. Hinn dæmigerði eigandi sem býr í fasteign sinni leysir ekki út hagnað- inn þar sem hann býr í eigninni. Ef hann selur eignina bindur hann hagnaðinn í annarri fasteign. Hagn- aðurinn er í flestum tilvikum ekki annað en skráning á hækkuðu fast- eignamati sem eykur skattbyrði eig- enda af eigninni. Þá er harla ólíklegt að hækkun vegna verðtryggingar- innar gangi til baka. Fasteignareig- endur hafa undantekningarlítið ekki hagnast af hækkuðu fasteignaverði heldur tapað vegna skattahækkana. Neytendur og fyrirtæki eru þessu til viðbótar enn óvarðir fyrir eyðingar- mætti verðbólgunnar þegar um er að ræða innlán til styttri tíma. Vextir óbundinna sparisjóðsreikninga og hlaupareikninga eru á milli 1 og 2% en verðbólga hefur undanfarin ár verið 4-5% og útlit er fyrir 7-9% verðbólgu á þessu ári. Rýrnun á inni- stæðum þeirra sem eru með innlán á þessum reikningum er því um 2-5% á ári eftir verðbólgustigi. Er því ekki óeðlilegt að fjármálastofnanir beri einnig áhættuna af verðbólgunni. Þá er ljóst að verðtrygging fælir er- lenda fjárfesta frá því að fjárfesta hér á landi þar sem þeir þekkja ekki verðtryggingarkerfið og fjármálalíf- ið er ekki gagnsætt og samanburð- arhæft af þeim sökum. Evra Erlend lántaka fyrirtækja hefur beint sjónum manna að nýjum áhrif- um þeirra á íslenskt hagkerfi og gengisskráningu. Seðlabankinn hef- ur réttlætt hátt vaxtastig með því að þar með aukist erlend lántaka og með styrkist íslenska krónan vegna aukins framboðs gjaldeyris hér á landi við innlausn. Gengisskráning sem sækir styrk sinn í slíkar for- sendur er brothætt og lítið þarf til að koma til þess að miklar sveiflur komi fram hætti fyrirtæki skyndilega að sækja á erlenda lánamarkaði. Geng- isflökt krónunnar síðustu misseri hefur verið óeðliega mikið. Þetta hef- ur ýtt undir umræðu um að nauðsyn- legt sé að taka upp evruna til þess að vernda þau fyrirtæki fyrir gengis- sveiflum sem tekið hafa erlend lán. Það myndi falla vel að meginákvæð- um samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið að skipta út íslensku krónunni fyrir evru. Slíkt fyrirkomu- lag yki á gagnsæi hins sameiginlega markaðar og stöðugleika hjá stærri fyrirtækjum. Evran sem gjaldmiðill hér á landi myndi jafnframt tak- marka gengisáhættu fyrirtækja og leiða til aukinnar samkeppnisvitund- ar þeirra og neytenda. Jafnframt yrði tryggt áfram sjálfstæði Seðla- bankans og úrræði hans yrðu að öðru leyti virk til þess að halda uppi stöðu- leika í íslensku efnahagslífi. Mark- mið Seðlabanka sem lytu að því að vaxtastig yrði sem næst því sem það gerist í helstu viðskiptalöndum okk- ar, breyting úr íslensku krónunni yf- ir í evru og afnám verðtryggingar eru að mínu mati til þess fallin að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja, efla hag landsmanna og stuðla að heilbrigðara efnahagslífi. Vextir og verðtrygging – séríslensk fyrirbæri Magnús Ingi Erlingsson Fjármál Evran myndi takmarka gengisáhættu fyrir- tækja, segir Magnús Ingi Erlingsson, og leiða til aukinnar samkeppnisvitundar. Höfundur er héraðsdómslögmaður. ÞETTA bréf mitt er samhljóða bréfi sem ég sendi þér í pósti 10. maí sl. og hef ég kosið að senda þér það á þessum vettvangi þar sem mér hefur ekki borist neitt svar. Bréfið er að mestu óbreytt. Það var ánægjulegt að sýna þér og aðstoð- armanni þínum getu Halo ehf. við þau þröngu starfsskilyrði sem félagið starfar, í samkeppni við ríkis- „risann“ Veðurstofuna. Tilgangur minn með því að sýna þér hvers við værum megnugir, var að athuga hvort ekki kæmi til að í umhverfis- ráðuneytinu og á þínum pólitíska vettvangi væri vilji til þess að styðja og hvetja aðra starfsemi en stóriðju og aðra landsmenn en Austfirðinga í góðum og nýtilegum verkum, enda þótt Austfirðingar séu allra góðra gjalda verðir. Að óslepptum vistvæna þættinum. Það er brýnt að gera þér grein fyrir því að Halo ehf. er eini aðilinn á Ís- landi sem vinnur veðurspár fyrir Ís- land, gagnasöfnun, útreikninga og framsetningu. Halo nær tvisvar á sólarhring í frumveðurgögn til gagnabanka í Am- eríku, gögn sem eru svokölluð „public domain“ gögn, öllum aðgengileg og nýtanleg og skv. alþjóða samþykkt- um sem ráðuneyti þitt er ábyrgt fyrir. Þetta er gert þrátt fyrir fullyrðingar og skipulagðar mótmælaaðgerðir evrópskra ríkisveðurstofa og þar með Veðurstofu Íslands. Þér er væntanlega kunnugt um að í Ameríku eru ekki reknar veðurspá- stofur á vegum hins opinbera, þar er talið að frjálsi markaðurinn eigi að sjá um þessa starfsemi, í því felist ótví- ræður virðisauki og það enda þótt þjónustan sé öryggismál (einsog sjúkraflug). Alríkisstofnanir sjá um að safna gögnum hvaðanæva og greiða fyrir miðlun upplýsinga og hvetja til virðisaukandi nýtingar verðmæta. Veðurgögnin skilgreinum við eftir þörfum og setjum þau inn í reikni- líkön sem þróuð eru af vísindamönn- um í Evrópu og N-Ameríku. Reikn- um síðan út spárnar fyrir alla Evrópu og N-Ameríku og fullvinnum fram- setninguna. Þetta er allt gert á PC- tölvukosti, sem er umtalsverð sér- staða og afar frábrugðið því sem veð- urstofur gera erlendis. Núna eru veðurspár Halo boðnar frítt á Net- inu allan sólarhringinn og allan ársins hring og slóðin www.theyr.is. Allt er þetta alsjálfvirkt. Því verður trauðla á móti mælt, að starfsemi Halo á sviði miðlunar verðurspáupplýsinga hefur hækkað og auðg- að þjónustu- og tækni- stig á þessum vettvangi bæði á Íslandi og er- lendis. Stjórnvöld gætu komið því til leiðar að stofnunum og ríkisfyrir- tækjum væri gefin kost- ur á eðlilegum sam- skiptum við einkafyrirtæki í samkeppni við Veðurstofuna, án þess að þau hefðu þá tilfinningu að ella væru þau sett út í kuldann, eins og heyrst hefur þeim sem sjá um út- breiðslustarfsemi okkar. Þér var líka sýnd útgáfa á spám fyrir sjónvarp sem sýnir á skemmti- lega myndrænan hátt veðrabreyting- ar yfir Evrópu til flutnings í sjón- varpsstúdíói. Engin þörf á látbragðs- leik. Orðspor okkar er gott, innanlands og erlendis eins og vinsamlegt hrós frá viðskiptaaðila bresku veðurstof- unnar, sem fylgdi bréfi mínu og þú hefur væntanlega lesið, gaf tilefni til. Við þá stofnun versla stjórnendur Veðurstofu Íslands, þrátt fyrir vitn- eskju um tilveru og verklag Halo. Hugmyndin væri fyrir þig að skoða hvort svona þjónusta ætti að bjóðast út á almennum markaði eða hvort ekki væri nær að versla á Íslandi það sem íslenskt er. Heimsóknir á vef okkar bera því líka vitni að notagildið er viðunandi og notendur sækjast eftir upplýsing- um sem við búum til. Halo er sem stendur þátttakandi í samræmdri vefmælingu Verslunarráðsins og er í 5 til 6 sæti með um 7% stöðugan vöxt í heimsóknum. Slóðin er http:// new.teljari.is/sv/index.php. Annað dæmi um orðspor er sam- starf Halo með vísindamönnum víðs- vegar að og finna má á slóð www.halo- .is. Verkefnið er hafvöktun, ES rannsókna- og þróunarverkefni sem kallaðist DIADEM, er nýlokið en framhaldsverkefnið heitir Topaz. Verkefnin er mjög merk nýjung í þessari grein og í fyrsta skipti í sögu hafrannsókna sem eðlisfræðileg og líffræðileg reiknilíkön eru notuð, ásamt gervitunglamælingum til að spá fyrir um útbreiðslu plöntusvifs, ólífræns koltvísýrings og styrkleika næringarefna. Víðtækar upplýsingar um frumframleiðni og víxlverkun líf- fræðilegra og eðlisfræðilegra þátta hafa aldrei fyrr legið fyrir á sama tíma og vorblómstrunin í hafinu á sér stað. Hér hafa sjö færir rannsókna- hópar í Evrópu tekið saman höndum og náð þessum merka áfanga og við erum stoltir yfir því að vera með í hópnum. Þátttaka okkar gerir Íslend- ingum það mögulegt að nýta sér þessa þekkingu, sem er í almanna- þágu. Halo hefur staðið undir okkar hluta kostnaðar á móti tilleggi Evr- ópusambandsins. Framsækin úr- vinnslu- og upplýsingamiðlun eins og sú sem Halo hefur þróað á erindi við íslenskt samfélag og er til hagsbóta og menningarauka. Halo kallar því á samstarf við stjórnvöld og bendir á að sinnuleysi geti leitt til þess að verðmæti og tæki- færi glatist. Þegar talað er um stuðn- ing og samstarf við stórnvöld getur hann verið margvíslegur og afar gagnlegur báðum. Ég nefni dæmi: 1. Stofnunum umhverfisráðuneytis- ins verði t.d. gert að hætta öllum aðgerðum sem séu samkeppnis- hamlandi og vinna að uppbyggingu markaðar fyrir blómlega neyslu á umhverfisupplýsingum. 2. Stórnvöld skilgreini hluta af þeirri þjónustu sem Halo veitir sem hluta af opinberri þjónustu. Við það fæst ótvíræður virðisauki. 3. Stjórnvöld taki þátt í stefnumótun um frekari þróun á upplýsingavör- um sem hækki þjónustu- og tækni- stig þess sem notendum er boðið upp á um opnar fjarskiptaleiðir. Við það vinnist m.a. nýlunda fyrir þann mannauð sem liggur í starfs- mönnum Veðurstofu. Ég lauk bréfinu til þín á þá leið að skoðun mín væri sú að kominn væri tími til að æðsta vald umhverfismála á Íslandi komi því til leiðar að Íslend- ingar fái að nýta sér þá góðu vinnu sem hjá okkur er unninn og í fullri vinsemd leggi af þá iðju að virða að vettugi það sem gott er og gagnlegt smáþjóð eins og okkur. Þetta er enn skoðun mín og minn skilningur á einni af mörgum skyldum til þess val- inna stjórnvalda á hverjum tíma við landsmenn alla. Öflun veðurfars- upplýsinga Þorsteinn S. Þorsteinsson Samkeppni Halo, segir Þorsteinn Sigurður Þorsteinsson í opnu bréfi til umhverf- isráðherra, kallar því á samstarf við stjórnvöld. Höfundur er framkvæmdastjóri Halo ehf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.