Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 27 ÝMSAR menningarþjóð-ir státa af gömlumbyggingum og merk-um, kirkjum, köstul- um, hofum, höllum, virkjum, varnarmúrum og vatnsleiðslum frá tímum Rómverja. Þó að skál- inn á Keldum kunni að vera gam- all, þá er þó staðreynd að flest þau hús sem langa sögu kunna að geyma hér hjá okkur, hafa brunn- ið eða veðrast burt í aldanna rás. Við eigum nokkur gömul bænhús úr viði og torfi frá seinni öldum og fáein tjörguð faktorshús, sem góðu heilli er farið að gefa gaum á síðustu árum og hafa eignast nýtt líf. En annars verðum við að við- urkenna að það eru dönsku stein- húsin frá síðari hluta 18. aldar, Viðeyjarstofa, Bessastaðir, Nes- stofa, Hóladómur, sem helst rísa undir því nafni að vera sögulegar byggingar, í senn frambærilegur arkitektúr og geymd saga. Reykjavík er ung borg, þó að þar hafi kannski verið elst byggð hér á landi. Elstu húsin eða húsa- partarnir eru frá innréttingum Skúla fógeta í Aðalstræti, og um þessar mundir er einmitt minnst þess merka framtaks í atvinnu- og menningarsögu þjóðarinnar. En um 1850 voru í rauninni ekki nema tvö reisuleg hús í höfuð- borg þjóðarinnar, sem þá var varla meira en þorp: Dómkirkjan og hús Lærða skólans. Bæði þessi hús áttu sér forsögu sem teygði sig langt aftur í aldir. Dómkirkjan var arftaki þeirra hátimbruðu kirkna sem prýddu Skálholtsstað á miðöldum, sem og þeirra kirkna sem fylgdu eftir siðaskipti, uns eymd staðarins varð slík að allt var flutt til Reykjavíkur, biskup og kristni- hald. Þar var svo reist dómkirkja í klassískum stíl eftir forsögn arkitekts sem Kirkerup hét á ár- unum 1788–96. Lærði skólinn var líka upphaflega settur í Skálholti í skjóli dómkirkjunnar. Með kirkjunni fluttist hann á Hólavelli í Reykjavík, í hús sem vart hélt vatni og vindum, síðan að Bessa- stöðum, þar sem aðbúnaður var betri og umhverfið menningar- legra; þar hófust menn handa að hefja íslenska tungu til vegs á ný eftir undirlægjuhátt gagnvart dönskum áhrifum. Og undir miðbik aldarinnar gerast þau undur og stórmerki, að þörfum kirkjunn- ar er sinnt á ný og upp rís Dómkirkjan, sú steinbygging sem síðan hefur staðið í hjarta borgarinnar. Reyndar er um að ræða sömu kirkju, en hún stækkuð til muna og breytt og byggð ofan á hana heil hæð eftir teikn- ingum arkitekts sem Winstrup hét; það var 1847–48. Og í Þingholtshæðinni fyrir ofan lækinn rís stórbygging sem hýsa skyldi hinn forna skóla, æðsta menntasetur innanlands og stærsta hús á land- inu. Arkitektinn hét Koch og var hirðhúsameistari, en verktakinn var norskur kaupmaður, Hart- mann að nafni. Húsið var hlaðið úr stokkum í Kristjánssandi, tek- ið niður og timbrið flutt til Reykjavíkur. Um þetta segir Reykjavíkurpósturinn 1846, að „hvörjum Íslendingi mun þykja það miklu varða, að landsins ein- asti skóli sé vel úr garði gjörður“. Síðan hafa Lærði skólinn, eða Menntaskólinn í Reykjavík eins og hann hefur nú heitið í hundrað ár, og þetta reisulega hús ekki orðið viðskila, þó að þröngt hafi löngum verið þar bæði innan- borðs og utan og ýmsir góðir skólar og gegnir bæst í hópinn til að létta menntaróðurinn. Um skeið voru áform um að flytja skólahaldið í nýjan stað, en góðu heilli var horfið frá því og í stað reynt að byggja upp betri að- stöðu á skólareitnum, milli Amt- mannsstígs, Þingholtsstrætis og Bókhlöðustígs; þeim áformum þarf að fylgja eftir af miklu meiri stefnufestu. Þetta sögulega hlutverk þessa húss væri ærið nóg til þess að hafa það í heiðri um aldur og ævi: þarna bjuggu sig undir lífið flestir þeir sem mótuðu það sam- félag sem við búum í, og enn þann dag í dag koma úr skólan- um nemendur sem halda uppi merki hans með miklum sóma. En skólahúsið gamla á sér aðra sögu og ekki síður merkilega. Þegar alþingi Íslendinga, elsta þjóðþing hér um slóðir, reis úr öskustónni eftir nokkurra ára- tuga dvala, varð sú nútímahugsun ofan á að þing skyldi halda í höf- uðborg. Þá var ekki á mörg hús að vísa. Sumarið 1845, ári áður en skólinn fluttist frá Bessastöðum í sín nýju heimkynni, var alþing hið nýja haldið í fyrsta sinn í há- tíðasal skólans. Stóð svo uns Al- þingishúsið var reist árið 1880–81 Þannig sat til dæmis Jón Sigurðs- son öll sín þing í þessu húsi. Og þannig atvikaðist það, að í þess- um sama hátíðasal var haldinn þjóðfundurinn frægi 1851, at- burður sem skipti sköpum í stjórnmálasögu þjóðarinnar. Hans er nú minnst, einmitt á þessum dögum. Og nú skyldu menn halda að slíku húsi væri sýnd virðing og vegsemd og menn legðu kapp á að halda því við kinnroðalaust, einu af örfáum húsum sem við við eigum sem í senn hafa ómetan- legt sögulegt tákngildi og býr yfir eigin vel viðuðu ágæti sem bygg- ing. Er það rétt, að einhverjir op- inberir aðiljar skirrist við að sinna þeirri skyldu sinni í krafti einhvers lagabókstafs sem mið- aður er við nýjar skólabygging- ar? Hér verða menn að greina milli þess sem er eðlileg forgangsröð daglegra verkefna og þess sem býður þjóðarsómi. Menntaskólinn í Reykjavík er eitt af örfáum húsum sem við eigum sem í senn hefur ómetanlegt sögu- legt tákngildi og býr yfir eigin vel viðuðu ágæti sem bygging, segir í greininni. Gamla skólahúsið fyrir ofan læk MR Og nú skyldu menn halda að slíku húsi væri sýnd virðing og vegsemd, segir Sveinn Einarsson, og menn legðu kapp á að halda því við kinnroðalaust. Sveinn Einarsson Höfundur er forseti Nemenda- sambands Menntaskólans í Reykjavík. æmilegt,“ hafi mikla u. „Ísland um Evr- turströnd i er fjöl- tiltölulega . Ekkert r þó ein- að eru til fjöll en á reyndar að eru þó s staðar. hefur þó m er ekki ður upp á á sama kroppað í þessa heild, biti tekinn hér og þar, verður þessi einstaka heild eyði- lögð og tel ég mikla hættu á að svo gæti orðið. Enginn á eftir að vilja koma til Íslands til að horfa á orkuver og enginn til að horfa á stíflu. Ef ferðamenn vilja sjá stíflu fara þeir til Las Vegas og skoða Hoover Dam sem er mikið stærri stífla en sú sem um ræðir á Kára- hnjúkasvæðinu,“ segir Steinitz. Hann segir að trúi ferðamenn því ekki að þeir muni fá 100% nátt- úrulega upplifun með því að koma til Íslands ákveði þeir að eyða frí- tíma sínum annars staðar. Steinitz segir að Íslendingar eigi sjaldgæfa eign og vandamálið sé að hluta til að sumir líti á hálendið sem hversdagslegt, verðlaust og tómt sem bíði eftir að vera nýtt. Aðrir geri sér grein fyrir verð- mæti svæðisins og þess vegna séu mörg mismunandi viðhorf uppi í þjóðfélaginu. Steinitz segir að þessi tvö viðhorf samræmist ekki, þótt einhverjir hafi haldið því fram að ferðamannaiðnaður og virkjun- arframkvæmdir geti átt samleið. Hann segir mikilvægt að almenn umræða um framtíð hálendisins eigi sér stað. „Í öllum erfiðum ákvörðunum eins og Ísland stend- ur nú frammi fyrir er umræðan byggð á ólíkum forsendum sem byggjast á mismunandi gildum, tímarömmum og fleiru. Það verður oft þannig að einhver forvígismað- ur stjórnar því hvernig aðrir hugsa um vandann og mynda sér skoðun,“ segir Steinitz. Ísland of ódýrt Hvað vöxt ferðamannaiðnaðar- ins varðar hefur því sjónarmiði gjarnan verið haldið á lofti að Ís- land geti aðeins tekið við ákveðn- um fjölda ferðamanna vegna þess hversu viðkvæm náttúran er. Steinitz segir að þetta sé stórt vandamál út frá skipulagi hálend- isins og að á því vandamáli verði að taka á landsvísu. Skipuleggja verði grunngerð svæðisins með ferðamannaiðnaðinn í huga og finna út hvaða fjárfestingar þurfi að leggjast í. „Einnig þarf að reikna út hversu marga ferðamenn fólk vill sjá á einum klukkutíma til að það trúi því að það sé í villtri náttúru. Þetta hefur verið rann- sakað og útfært á skipulagðan hátt víða um heim. Íslendingar þurfa einnig að skoða hvernig þeir ætla að takmarka aðgang að hálendinu. Ég held að Ísland sé mjög ódýrt ferðamannaland miðað við hvað það býður upp á. Mér finnst það ekki vera nógu hátt verðlagt. Hægt væri að láta ferðamenn borga aðgang inn á svæði og er hægt að skipuleggja það þannig að aðeins útlendingar þurfi að borga. Það er gert í þjóðgörðum í Banda- ríkjunum og víðar. Íslendingar ættu að búa svo um hnútana að ferðamannaflaumnum verði vel stýrt og að það verði dýrt að sækja landið heim,“ segir Steinitz. Virkjanir og ferðaþjónusta eiga ekki samleið Landsvirkjun hyggst gera Kára- hnjúkasvæðið aðgengilegra fyrir ferðamenn en það er nú í tengslum við virkjunarfram- kvæmdir, en Steinitz segist fullur efasemda um að ferðamennska og virkjunarframkvæmir geti átt samleið. „Þetta verkefni snýst um orku og það að gera þjóðgarð eða eitthvað slíkt á svæðinu er ódýr og pólitísk leið fyrir fyrirtækið til að styrkja málstað sinn. Orkuverk- efni eru mikilvæg, þið þurfið orku- ver, en það er mikilvægt að þið spyrjið ykkur hvort þið þurfið þetta orkuver núna og á þessum stað og hverjir fylgifiskar fram- kvæmdarinnar séu,“ segir Steinitz. Hann segist telja að í framtíð- inni þurfi að leggja veg þvert yfir hálendið eða í kringum það. „Slík- ur vegur myndi eflaust hafa mikil áhrif á umhverfið og náttúruna, en það er betra að skipuleggja veginn vegna samgangnanna sjálfra en að láta veginn vera hliðarafurð vegna annars verkefnis sem tengist sam- göngum ekki á nokkurn hátt. Ég myndi frekar vilja byggja fjalla- kofa eftir því hvar það hentar, en láta þá fylgja rafmagnslínu úr orkuveri,“ segir Steinitz. „Raf- magnslínur eru yfirleitt beinar og náttúran er á móti beinum línum.“ rahnjúka óskynsamlega til langs tíma litið hagsmunir áða ríkjum Morgunblaðið/RAX lsá á Dal, að Kárahnjúkum. Morgunblaðið/Jim Smart sor við landslagsarkitektadeild Harvard-há- fyrirlestra hér á landi í síðustu viku. ninabjork@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.