Morgunblaðið - 25.07.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 25.07.2001, Síða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ E itt af því sem hvíldi þungt á mörgum fyrir nokkrum ára- tugum var að mann- kynið virtist stað- ráðið í að fjölga sér svo mikið að ekki yrði við neitt ráðið. Mik- ilvægustu náttúruauðlindir yrðu margar þurrausnar um miðja 21. öld og sumar mun fyrr, um allan heim myndi „mannfjölda- sprengjan“ valda eymd og volæði og gera lífið að lokum óbærilegt ef ekki yrði breyting á. Nú er að verða ljóst að eftir hálfa öld verð- ur mannfækkun mikil ógnun við lífsgæðin í flestum ríku lönd- unum. Við lifum lengur en áður gerðist og um leið er barneignum að fækka. Hlutfall aldraðra verð- ur á endanum orðið svo hátt að skattaálag- ið vegna út- gjalda til heilsugæslu og annarra velferðarmála á þá sem stunda vinnu getur orðið lítt bærilegt. Í augum Íslendinga virðist fólks- fækkun vera fjarlægur vandi, við erum enn yfir markinu. En ekki er víst að svo verði um alla fram- tíð. Venjulega tökum við að lokum upp sömu hætti og grannþjóðir okkar og þar er hvítvoðungurinn að verða fágæt gersemi. Viðkoman, það er fjöldi fæddra einstaklinga umfram látna, er þar minni en svo að hún nægi. Reglan er að hver kona þarf að eignast að minnsta kosti tvö börn um ævina til að íbúafjöldi haldist stöðugur en innflutningur getur að sjálf- sögðu breytt stöðunni. Bölsýnisraddirnar vegna of- fjölgunar á sínum tíma voru ekki út í bláinn, þær byggðust á stað- reyndum. Um 1950 fór sérstök rannsóknarstofnun á vegum Sam- einuðu þjóðanna að safna upplýs- ingum um þróun mannfjölda og gera spár um framtíðarþróun. Tölurnar voru uggvænlegar, á sjötta og sjöunda áratugnum töldu menn ljóst að íbúafjöldi jarðarinnar yrði kominn í tíu þús- und milljónir snemma á 21. öld. Um aldamótin 1800 er talið að búið hafi um 1.200 milljónir manna í heiminum öllum. Iðnbylt- ingin olli hraðari fjölgun í Evrópu en áður hafði þekkst og þegar leið á 19. öldina flykktist fólk til Bandaríkjanna og annarra land- svæða sem Evrópuþjóðir höfðu lagt undir sig. Framfarir í heilsu- gæslu ýttu enn undir fjölgun á 20. öldinni en sérfræðingar álíta að hægt sé að miða við fimmta ára- tuginn þegar reynt er að tíma- setja upphaf offjölgunar sem gæti runnið sitt skeið seint á þessari öld. Nú erum við jarðarbúar orðnir rúmlega sex þúsund milljónir. Eins og oft gerist þegar lesið er í framtíðina hafa forsendur breyst. Fræðimenn SÞ endurskoða mannfjöldaspárnar á nokkurra ára fresti og gefa upp nokkrar ólíkar niðurstöðutölur eftir því hvaða forsendur eru gefnar. Í fyrra var niðurstaðan að mann- fjöldi á jörðinni yrði árið 2050 frá tæpum átta milljörðum upp í tíu og hálfan milljarð. Munurinn er að í lægri tölunni er miðað við að þróunin verði svipuð og hún hefur verið síðustu árin, stöðugt minni viðkoma í nær öllum auðugum löndum og einnig í Kína. Ef notuð er spá sem fræðimennirnir segja að sé miðuð við eins konar með- altal milli hæstu og lægstu spánna verðum við alls 9,3 millj- arðar. Við upphaf nýrrar aldar benda tölur frá Rússlandi til þess að mannfjöldi þar í landi verði kom- inn úr 145 milljónum í 85 milljónir um miðja öldina. Það sem vekur mesta athygli er að þróunin þar í landi er ekki einsdæmi, gert er ráð fyrir umtalsverðri mann- fækkun í Evrópu og Japan á næstu áratugum og eftir miðja öldina mun Kínverjum fækka. Spáð er að fólksfjöldi í Evrópu hrapi úr 727 milljónum núna í að- eins 603 milljónir árið 2050 og er þá miðað við meðaltalsspána. Fjöldi fólks flyst með jafnt lög- legum sem ólöglegum hætti til Bandaríkjanna ár hvert, aðallega frá Mexíkó. Er talið að nú búi um þrjár milljónir ólöglegra innflytj- enda í landinu. Spáð er hjá SÞ að Bandaríkjamönnum eigi eftir að fjölga næstu hálfa öldina úr 283 milljónum í 397 og er þá ekki síst haft í huga að innflytjendur verði eftir sem áður margir. En fæðing- artíðnin fellur nú ört í Mexíkó sem hlýtur smám saman að draga úr útflutningi. Og gagnrýnt hefur verið að í spánni sé gert ráð fyrir aukinni viðkomu meðal inn- fæddra Bandaríkjamanna en hún hefur verið svo lítil síðustu ára- tugina að án innflytjendastraums- ins væri um stöðnun að ræða. Hvers vegna fækkar fæðingum í löndum þar sem lífskjör eru orð- in þokkaleg eða mjög góð? Þetta er ekki vegna þess að konur hafi gert með sér leynilegt sam- komulag um að nú nenni þær ekki lengur að leggja á sig erfiðið og sársaukann sem fylgir barns- burði. Sumir, karlar jafnt sem konur, hugsa með sér að óþarfi sé að gera sér lífið erfitt með næt- urvökum, auknum útgjöldum og stundum lítilli umbun þegar verk- inu er lokið. En ungt fólk kemst oft að þeirri niðurstöðu að börn séu of dýr. Dagvistarplássin séu of fá, frama konunnar í starfi væri ógnað ef hún tæki sér það leyfi sem óhjákvæmilegt er. Þess vegna er ekki útilokað að heitar umræður verði eftir nokkra ára- tugi um lengri fæðingarorlof fyrir bæði kyn, hærri barnabætur og önnur verðlaun til handa þeim sem taka að sér að búa til börn og ala þau upp. Ef vilji er fyrir því að snúa hjólinu við þarf að lækka framleiðslukostnað á börnum ef nota má hagfræðingamál. Hvað með innflutning? Fátækt þjóðar er ekki náttúrulögmál heldur er fyrst og fremst um að ræða óheppilegt stjórnarfar þótt umhverfisaðstæður geti stundum dregið úr úr hagsæld. Einhvern tíma munu fátækar og frjósamar þjóðir í Þriðja heiminum lenda í sama fari og við, æ fleiri fara að taka lífsþægindin fram yfir barn- eignir. Indverjar og Afríkuþjóðir munu þá ekki lengur senda ungt fólk úr landi til að hjálpa á elli- heimilinu. Framtíðin er ellinnar Sumir, karlar jafnt sem konur, hugsa með sér að óþarfi sé að gera sér lífið erf- itt með næturvökum, auknum útgjöld- um og stundum lítilli umbun þegar verkinu er lokið. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Kær frænka mín, Guðríður Guð- jónsdóttir, er látin eftir löng og erf- ið veikindi. Hún sýndi mikinn dugn- að í veikindum sínum og stóð eins lengi og stætt var. Aldrei kvartaði hún en smám saman var ljóst að hún var miklu veikari en hún vildi sjálf vera láta. Hún var einstök GUÐRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ Guðríður Guð-jónsdóttir fædd- ist 28. maí 1915. Hún lést á líknar- deild Landspítalans 14. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Ólafsdóttir húsmóð- ir, f. 7.8. 1889, d. 23.12. 1978, og Guð- jón Guðmundsson, verkamaður, f. 27.6. 1889, d. 31.1. 1984. Systkini Guðríðar eru: Vigdís Guð- jónsdóttir, f. 23.4. 1911, Valdimar Guðjónsson, f. 22.4. 1918, Ingibjörg Guðjóns- dóttir, f. 11.2. 1920, Ólafur Guð- jónsson, f. 16.9 1922, og Gunnar Guðjónsson, f. 21.2. 1925. Öll eru systkinin búsett í Reykjavík. Eiginmaður Guðríðar var Grímar Jónsson kaupmaður, f. 11.10. 1913, d. 27.5. 1980. Þau giftust 17.11. 1945. Þeim varð ekki barna auðið. Útför Guðríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. kona fyrir margra hluta sakir, glaðvær, skemmtileg og ung í anda. Guðríður, sem alltaf gekk undir nafninu Gauja, fæddist og ólst upp í Vetleifsholts- hverfinu í Rangár- þingi. Hún fluttist til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni árið 1929 og bjó þar allar tíð síðan. Gauja fór að vinna fyrir sér þegar hún fluttist til Reykjavík- ur, þá aðeins fjórtán ára gömul. Á þessum árum, þ.e. í upphafi kreppuáranna, var erfitt um vinnu og þurfti Gauja að taka þá vinnu sem bauðst. Hún var í vist á ýms- um heimilum í Reykjavík og í kaupavinnu. Gauja vann tvö sumur á Hvanneyri í mjólkurhúsinu svo- kallaða. Þar undi hún sér vel og sagði hún stundum að þetta hafi verið skemmtilegustu árin í lífi hennar. Þar kynntist hún mörgu góðu fólki sem voru vinir hennar alla ævi. Á Hvanneyri kynntist hún Grímari Jónssyni sem seinna varð eiginmaður hennar. Gauja fékkst mestan hluta æv- innar við saumaskap, fyrst hjá Sjó- klæðagerðinni og seinna hjá Hag- kaup. Þar starfaði hún í 20 ár en hætti störfum árið sem hún varð 70 ára. Gauja og Grímar gengu í hjóna- band 1945 en hann lést fyrir um 20 árum. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau á Njálsgötu, þá á Víðimel en fluttu árið 1957 að Kleppsvegi 4 og bjuggu þar alla tíð síðan. Þegar Grímar lést bjó Gauja áfram á Kleppsveginum. Öllum líkaði vel við Gauju. Hún var hlý, vildi margt vita og lagði öllum gott eitt til. Hún var gam- ansöm, hafði góða frásagnargáfu og átti auðvelt með að gleðja viðmæl- endur sína. Hlátur hennar kom manni alltaf í gott skap. Hún var félagslynd og naut þess að vera innan um fólk. Hún var góður bridgespilari og var meðlim- ur í Bridgefélagi kvenna. Gauja hafði gaman af að ferðast og fór víða, bæði innanlands og ut- an á meðan heilsan leyfði. Gestrisin var hún með afbrigð- um, veitul og síbrosandi. Persónu- töfrar hennar og hlýlegt viðmót lað- aði marga að. Gauja var fjölskyldurækin og fylgdist vel með hvernig öllum hennar skyldmennum vegnaði í líf- inu. Hún var sjálfstæð og vildi fyrir alla muni ekki vera upp á aðra komin. Það má segja að stundum hafi hún gengið heldur langt í því að vilja ekki þiggja aðstoð frá sín- um nánustu. En þegar veikindin fóru alvarlega að segja til sín vildi hún þó þiggja smá aðstoð og var mjög þakklát fyrir hvert það smá- ræði sem hún fékkst til að þiggja. Gauju var tamara að gefa en þiggja. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað Gauja, þessi skýra, eðlisgreinda kona hefði tekið sér fyrir hendur ef hún hefði verið uppi á öðrum tíma. Lífið heldur áfram og minningin um Gauju frænku mun ávallt fylgja ✝ Sigmar Sigfús-son fæddist í Reykjavík 31. des- ember 1932. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 17. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Sigfús Jónsson, tré- smiður í Reykjavík, f. 15.6. 1903, d. 20.5. 1981, og Henný J.K. Jónsson, f. í Noregi 10.10. 1906, d. 15.10. 1969. Systir Sigmars er Bergljót, f. 31.8. 1938. Hinn 17.12. 1955 kvæntist Sig- mar Sigríði Pétursdóttur, f. 17.4. 1936 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Pétur Ketilsson, trésmiður í Reykjavík, f. 17.9. 1907, d. 15.4. 1981, og kona hans, Ólavía G. Nielsen, f. 25.12. 1908, d. 26.11. 1997. Sigmar og Sigríður eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Ólavía, f. 11.5. 1956, maki Aðalsteinn Ingi Jónsson, f. 12.10. 1952, bændur í Klausturseli, og eiga þau fjögur börn, Henny Rósu, f. 15.12. 1976, Sig- mar Jón, f. 15.1. 1979, hann á dótt- urina Anitu Ósk, f. 17.10. 2000, Ævar Þorgeir, f. 28.2. 1989, og Martein Óla, f. 13.11. 1991. 2) Pétur, f. 16.12. 1979, nemi. Sigmar lauk námi í rennismíði frá Iðn- skóla Hafnarfjarðar árið 1954. Hann vann hjá Vél- smiðju Hafnarfjarðar í nokkur ár eða þar til þau hjónin fluttu í Laugarás í Biskupstungum árið 1959. Þar rak hann verkstæði og sinnti rennismíði og nýsmíði ásamt vélaviðgerðum til dauða- dags. Útför Sigmars verður gerð frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ég ætla hér með örfáum orðum að minnast látins vinar, góðs granna um margra ára skeið og oft á tíðum þegar mikið lá við taldi ég hann minn velgjörðarmann. Það var hann Sigmar í Laugarási. Fyrstu kynni við Sigmar urðu 1960, er hann flutti í biskupshúsið í Skálholti, sem á þeim tíma var mest notað fyrir mötuneyti og aðstöðu fyrir verkamenn. En þá var hann búinn að fá lóð fyrir járn- og renni- verkstæði í miðju Laugaráshverf- inu. Sigmar var alla tíð hagsýnn og útsjónarsamur og ákvað að sameina heimili og vinnustað í stóru mynd- arlegu húsi. Íbúðin var í suðurend- anum þar sem allir gluggar sneru móti suðri og sól, í fjarska Vörðufell- ið til að gleðja augað. Þetta fyrir- komulag var hagstætt fyrir margra hluta sakir. Sigmar var ekki einn í þessum frumbýlisframkvæmdum, kletturinn við hlið hans var Sigríður Péturs- dóttir, sem við kölluðum alltaf Siggu hans Sigmars. Hún var alltaf hans heillastjarna, ævinlega tilbúin að styðja við það sem hann tók sér fyr- ir hendur og dáðist að verkum hans. Mesta hamingjan voru börnin tvö, Ólafía, sem er bóndi austur á Jök- uldal, og Pétur, sem er nemi. Sigmar var lærður rennismiður, eftirsóttur í Reykjavík þar sem hann hefði sjálfsagt getað orðið auð- maður í peningum. Það var ekki hans lífsstíll. Draumurinn var allt annar. Sjálfstæður atvinnurekandi á rólegum, fallegum og friðsælum stað, þar sem náttúran í allri sinni dýrð var umgjörðin um heimili og vinnustað. Ekki var Sigmar lengi í viðgerða- þjónustu, þó gat ég alla tíð leitað til hans með smáviðgerðir. Þegar við- gerð var lokið spurði ég: „Hvað kostar þetta?“ Þá var svarið: „Æ ég veit það ekki, þetta var svo lítið, þú ræður því.“ Ef hann nefndi upphæð- ina var hún svo lág að ég gat ekki verið þekktur fyrir annað en tvö- falda hana. Þetta er reynslan af okk- ar viðskiptum. Fljótlega varð aðalstarfið nýsmíði þar sem hugkvæmni og listahendur fengu að njóta sín. Verkefnin voru aðallega fyrir skóla í Reykjavík; fatasnagar, skóbekkir og stigahand- rið, sem nokkrar kynslóðir hafa rennt höndum eftir og eflaust dáðst að handbragðinu. Af öllu var smíðað „módel“ sem tryggði að ekki skeikaði millimetra á slíkri fjöldaframleiðslu. Best líkaði honum að smíða úr stáli, en það þótti dýrt. Var þá járn notað, sem þurfti að ryðhreinsa. Til þeirra hluta notaði hann gamla þvottavél er hann hafði styrkt. Setti hann smásteina og járnið í. Eftir ákveðinn tíma var allt gljáfægt, tilbúið í galvanhúðun. Ég kom stundum á verkstæðið. Enginn maður var sjáanlegur, en járnsög að saga gríðarlega svera járnstöng afar hægt, en með takt- föstum strokum fram og aftur. Vatn sprautaðist á blaðið til að kæla. Þessa sög hafði hann smíðað sjálfur. Í henni voru meðal annars tannhjól úr taurullu. Lengi mætti telja verk- færi er hann hannaði og smíðaði sjálfur. Fyrir leikmann voru þetta töfragripir. Á síðari árum vann hann aðallega fyrir Þjóðminjasafnið við nýsmíði og endurgerð gamalla hluta í húsum sem var verið að lagfæra, svo sem Viðeyjarstofu og Hóladómkirkju. Í þessum gömlu endurnýjuðu gripum kom snilli Sigmars ótvírætt fram. Hann umgekkst gamla hluti með lotningu. Sigmar átti mörg áhugamál sem hann gat ekki alltaf komið í fram- kvæmd vegna tímaskorts. Ég minn- ist þess að eitt sinn er ég kom á verkstæðið var hann búinn að leggja kjölinn að stórum bát sem var gerð- ur eftir norskri teikningu, mikil listasmíð. Það tók langan tíma þang- að til hann var sjósettur í Hafn- arfirði. Þá var komið stýrishús, vélin úr Renault-bíl, stýrishjólið úr flug- vél og skrúfuna smíðaði hann sjálf- ur. Það liggur við að eftir öll þessi ár fari um mann sælutilfinning að hafa séð bátinn verða til og farið höndum um það sem mest var pússað og lakkað. Nú þegar við Maja kveðjum þenn- an hægláta og grandvara vin, sem í dag verður jarðsunginn í Skálholts- kirkju, á þeim stað þar sem vegferð- in í Tungunum hófst, sendum við Sigríði og fjölskyldu innilegar sam- úðarkveðjur. Björn Erlendsson. SIGMAR SIGFÚSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.