Morgunblaðið - 25.07.2001, Side 35

Morgunblaðið - 25.07.2001, Side 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 35 Skagfirðinga sem þá var nýstofnað. Stuttu síðar var ég ráðinn fram- kvæmdastjóri félagsins, sannarlega átti Guðmundur stóran þátt í þeirri ákvörðun. Þau 15 ár sem við Guð- mundur störfuðum hjá Útgerðar- félagi Skagfirðinga eru ein skemmtilegustu ár ævi minnar en jafnframt þau erfiðustu. Félagið var byggt upp af mikilli bjartsýni fjölda einstaklinga og fyrirtækja í Skaga- firði, mikið var lagt undir og miklar væntingar bundnar við félagið. Mikil spenna var bundin fiskveiðum á þeim tíma þegar hafið var frjálst til sóknar kappsömum sjómönnum. Þá var talað af virðingu til þeirra sem öfluðu á veisluborð þjóðarinnar og áttu stærstan hlut í að gera Ísland að því sem það er í dag. Það var vel ráðið hjá nýstofnuðu útgerðarfélagi að fá Guðmund Árna- son sem skipstjóra, hann kunni vel til verka, vissi hvernig hlutirnir áttu að vera enda sjómaður frá unglings- aldri. Það fór aldrei á milli mála hver réði um borð, skilaboðin voru skýr úr brúnni og oft var keyrt nokkuð stíft í springinn. Guðmundur var einstakt snyrti- menni í allri umgengni, hann var fengsæll fiskimaður sem þekkti haf- ið, gerði miklar kröfur til áhafnar og sjálfs sín einnig. Ein var sú sjóferð öðrum dýr- mætari sem Guðmundur Árnason fór á skipum Útgerðarfélags Skag- firðinga. Hjálparbeiðni hafði borist frá togara í eigu félagsins sem var með bilaða vél og rak hratt til lands. Engin skip voru það nærri að þau næðu í tæka tíð til björgunar. Í skyndingu var ákveðið að Drangey sem þá var í höfn á Sauðárkróki færi til aðstoðar. Innan ótrúlega skamms tíma var allt klárt. Tíminn til að ná til togarans var á þrotum og kallið kom úr brúnni, „sleppa“. Við vorum aðeins sex sem komnir voru um borð og fórum þessa ferð með Guðmundi, hún verður mér ávallt ógleymanleg. Guðmundur kallaði á okkur upp í brú og lagði á ráðin um hvernig staðið skyldi að verki, hver fékk sitt ákveðna verkefni, enginn mátti bregðast. Í þessari gæfuríku ferð sá ég betur en nokkru sinni fyrr hversu vel hann kunni til allra verka. Þegar að björgun togarans kom gekk ná- kvæmlega allt upp eins og lagt hafði verið á um. Hér skiptu rétt handtök og hver mínúta máli. Við sem fórum þessa örlagaríku ferð vitum að þar vann Guðmundur Árnason mikið björgunarafrek, afrek sem vert er að minnast. Guðmundur lét af störfum sem skipstjóri árið 1983 og var síðan ráð- inn hafnarvörður á Sauðárkóki. Hann kunni vel við sig í því starfi og skilaði því með miklum ágætum. Það var gaman að heimsækja hann í Hafnarhúsið, veitingar voru á reiðum höndum og ósjaldan var þar boðið upp á sérstaka matarrétti sem hann framreiddi að sínum hætti. Aldrei skorti umræðuefni, Guð- mundur hafði mjög ákveðnar skoð- anir, kvað fast að og dró aldrei und- an. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson.) Þegar ég sit hér heima og set þessi kveðjuorð á blað gengur sólin fyrir „Fjörðinn“ og það kemur engin nótt. Það er komið að kveðjustund. Skagfirðingar eiga Guðmundi Árna- syni mikið að þakka fyrir gott dags- verk. Nú þegar landfestar hafa verið leystar í síðasta sinn kveð ég þig, kæri vinur, og þakka mikið og gott samstarf. Ég votta Elínu og fjölskyldu mína innilegustu samúð. Stefán Guðmundsson. Í dag verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju Guðmundur Árnason, en hann hefur undanfarna mánuði barist við illvígan sjúkdóm af miklu æðruleysi og dugnaði, ekki síður en við öldur hafsins, en Guð- mundur var bæði fengsæll og far- sæll skipstjóri. Fyrstu kynni mín af Guðmundi voru í gegnum talstöð, en ég hlust- aði mikið á bátabylgjuna í gamla daga í von um að heyra í manninum mínum, Baldvini Þorsteinssyni, sem þá var einnig skipstjóri, en það var miklu oftar sem ég heyrði í Guð- mundi, ekki síst vegna þess að hann var með sterka talstöð, enda var ég oft bálreið út í þennan mann sem ég hafði aldrei séð, en var í mínum huga bæði ljótur og leiðinlegur – en það álit mitt átti aldeilis eftir að breytast –maðurinn reyndist hinn myndarlegasti og skemmtilegur að auki. Seinna áttum við Baldi eftir að tengjast þeim hjónum, Elínu og Guðmundi, góðum fjölskyldubönd- um þegar börnin okkar, þau Anna Jóna og Finnbogi Alfreð fóru að vera saman. Eftir það hittumst við við ýmis tækifæri og var það alltaf jafn gott og gaman að sækja þau hjón heim. Elsku Elín, það eru erfiðir tímar að baki, en það er einnig erfiður tími framundan, en ég veit að dæturnar Sigurbjörg, Anna Jóna og Berglind, sem hafa stutt ykkur og styrkt und- anfarna mánuði, munu áfram ásamt fjölskyldum sínum halda utan um þig. Að lokum kveð ég vin minn með virðingu og þökk og vona að það verði pláss við spilaborðið hjá hon- um næst þegar við hittumst. Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar allra. Björg Finnbogadóttir. Guðmundur Árnason réðst sem skipstjóri hjá Útgerðarfélagi Skag- firðinga árið 1968. Þá tók hann við fyrstu Drangey og síðar við einum af fyrstu skuttogurunum sem Ís- lendingar gerðu út, Hegranesinu. Næsta skip sem hann stýrði var ný- smíðaður skuttogari, Drangey, sem hann sótti til Japans og kom með hann gegnum Panamaskurð, svo óhætt er að fullyrða að Guðmundur var sigldur maður. Alltaf lukkaðist skipstjórnin vel og fiskinn var hann með afbrigðum og lagði líka metnað og snyrtimennsku í öll sín störf. Árið 1982 réðst hann sem hafn- arvörður að Sauðárkrókshöfn og starfaði þangað til hann varð sjötug- ur. Ekki breytti hann háttum sínum eða vinnulagi þótt hann hefði ekki lengur sjávartré að standa á. Ég átti fyrst samstarf með Guð- mundi þegar fyrstu Drangey var breytt. Þá var ég forstjóri Bifreiða- og vélaverkstæðis KS sem mikið vann að þeim breytingum, með að- stoð og leiðbeiningum frá skipstjór- anum. Það var ljóst frá fyrstu stundu að hann vissi hvað hann vildi og hafði einurð til þess að krefjast þess að verkin væru vel unnin. Það sýndi sig líka að ekki þurfti að bæta um betur og eins líka að þetta skil- aði árangri, því mikið fiskaðist á það skip. Sem formaður hafnarstjórnar var ég nokkurs konar yfirmaður Guð- mundar í ellefu ár og vil þakka öll okkar samskipti á þeim vettvangi. Það var mikil heppni að hafa Guð- mund í brúnni í hafnarskúrnum og eins að fara með honum á árlega fundi Hafnarsambandsins. Þar þekkti hann flesta og allir höfðu heyrt hans getið. Fyrir landkrabba var oft gaman að sitja og hlusta á þeim stundum. En þótt Guðmundur hætti að stjórna skuttogurum var sjómennskan honum ástríða og fimmtán árin, eða svo, gerði hann út og stjórnaði aflaskipinu Alka, ásamt öðrum. Sannaðist þar að sama er hvert fleyið er; ef aflasældin er fyrir hendi er mikið hægt að draga þótt skipið sé ekki stórt. Fyrir rétt um ári sigldi Guðmund- ur Árnason Alka sínum út úr Sauð- árkrókshöfn í síðasta sinn, með stefnu á Súgandafjörð. Þaðan komst hann aðeins í nokkra róðra áður en þau veikindi sem drógu hann til dauða gerðu vart við sig. Ekki get ég skrifað minningar- grein um Guðmund Árnason. Þessar línur eru settar á blað til að þakka samveruna og eins að votta honum hinstu virðingu mína sem hann svo sannarlega hefur unnið til. Öllum aðstandendum sendi ég samúðar- kveðjur. Brynjar Pálsson. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Fyrir okkur strák- ana sem ólumst upp á Blönduósi, fyrir utan á, 1960 til 1970, stóð Skuldarheimilið opið. Og þangað lá oft leiðin, hvort sem erindið var að fá lánaðar bækur eða sækja heim þá bræður Nonna og Svein. Það var óbrigult ráð, ef við höfðum ekki þegar ákveðið markmið í huga til leikja, að þeir bræður könnuðu, hvort önnur systkini sín væru heima. Ef svo var ekki, mátti leita þeirra á ákveðnum stöðum í nágrenninu, í einhverjum spennandi leik, svo sem fallin spýtan, yfir eða öðrum þeim fjölmörgum boltaleikjum og öðrum leikjum sem þá voru stund- aðir, til að taka þátt í leiknum. Umhverfi Skuldar var bryggjan og Skúlahornið á aðra hönd og allar kaupfélagsbyggingarnar, slátur- hús, pakkhús, og vöruskemmur á hina. Var þetta mikill ævintýra- heimur í þá daga, að ógleymdri fjörunni, Stórasteini og öðrum klettum. Varðandi bækurnar er það að segja, að innan dyra í Skuld var hver veggur þakinn bókum. Ég held, að eldhúsið og forstofan hafi verð einu staðirnir, þar sem ekki var bókahilla. Þarna mátti finna ógrynni barna- og unglingabóka, GUÐLAUG NIKÓDEMUSDÓTTIR ✝ Ingiríður Guð-laug Nikódemus- dóttir fæddist á Sauðárkróki 30. október 1914. Hún lést á Landspítalan- um 12. júlí síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Blönduóskirkju 21. júlí. svo sem Tarzanbæk- urnar allar með tölu, Jóabækurnar, Benna- bækurnar, Tom Swift, að ógleymdum Bazil fursta og Manninum með stálhnefana. Oft byrjaði maður að glugga í bækurnar út í Skuld og fékk þær svo lánaðar. Þá voru þarna bækur af öllu mögulegu tagi og fjöl- margar vandaðar bók- menntir norrænar og ferðasögur. Man ég eftir einni bók sem var uppáhaldsbók Ara heimilisföð- urins, sem var mikill bókasafnari, en það var bókin Wosse skipstjóri, eftir Alexander Kielland, sem seg- ir af lífi sjómannsfjölskyldu í Norður-Noregi á fyrri hluta síð- ustu aldar. Benti Ari mér á að lesa þessa bók. Nokkuð einhæft væri að lesa aðeins Bazil fursta. Það var oft svo, er við strákarnir komum úr svaðilförum, höfðum til dæmis hætt okkur nokkuð langt út fyrir bryggju, út í kletta, og ekki sloppið vel heim fyrir flóð og því aðeins vöknað í fætur, að komið var í Skuld og fengið heitt kakó hjá húsmóðurinni, Gullu í Skuld, en í þorpinu gekk hún undir því nafni. Var þá gjarnan sett út í kakóið matarkex, sem síðan var borðað með teskeið. Ef einhverjum var kalt á höndum tók Gulla þær í handarkrika sína. Var þá ekki að sökum að spyrja. Fljótt hlýnuðu fingur. Þannig voru móttökurnar í Skuld í gamla daga. Gulla í Skuld, sem fullu nafni hét Guðlaug Nikódemusdóttir og var skagfirskrar ættar, er nú látin há- öldruð hér í Reykjavík, en Gulla var áberandi í þorpinu Blönduósi á sínum tíma. Gulla var myndarleg kona og hispurslaus í framkomu og hafði sína skoðun á mönnum og málefnum, sem hún lá ekki á. Tók hún virkan þátt í félagslífi þorps- ins, sem og hennar stóri barnahóp- ur. Var hún því nokkuð umtöluð. Maður Gullu var Ari Jónsson, hæglátur og fróður vel og vann hjá kaupfélaginu. Saman áttu þau þessi börn: Karl, Þorleif, Ingi- björgu, Valgerði, Jón, Svein, Har- ald, Guðrúnu, Ara og Önnu. Fyrir átti Gulla börn frá fyrra hjóna- bandi, Brynjólf, Grétar og Jón Sveinberg. Látin eru Grétar, Val- gerður og Þorleifur, sem var drengur góður og virkur í mannlífi Blönduóss. Ari maður Gullu lést frá konu og börnum árið 1966. Var þá Sveinn jafnaldri minn og vinur 14 ára, en Haraldur, Guðrún, Ari og Anna vart af barnsaldri. Var þetta þungt högg fyrir þessa sam- heldnu fjölskyldu og mikill missir, ekki síst fyrir félaga mína, Nonna og Svein, sem þá voru á viðkvæm- um aldri. Við tók harðari lífsbar- átta. Hélt Gulla heimilinu saman með aðstoð eldri barna sinna. Veit ég að Ingibjörg dóttir hennar var í því efni betri en enginn. Öll kom- ust börnin vel til manns enda dugnaðarfólk. Árið 1970 flutti Gulla til Reykjavíkur og vann þar við þjónustustörf og heimahjúkr- un, þar til hún lét af störfum kom- in á áttræðisaldur. Skuldarheimilið er mér einkar ljúft í minningunni. Veit ég að svo á við um marga jafnaldra mína frá Blönduósi, sem þangað lögðu leið og áttu góðar stundir. Fyrir þær er nú þakkað með þessum fátæk- legu línum, um leið og ég votta börnum Gullu í Skuld og öðrum af- komendum hennar samúð mína. Látin er góð kona, sem skilaði verðugu ævistarfi. Steingrímur Þormóðsson. Nú er hún Helga mín búin að fá friðinn eftir erfið veikindi síð- ustu ár og ég vona og trúi að hún hitti nú eiginmann sinn, Kristmund, sem dó af slysförum fyrir 14 árum. Ég vil minnast hennar með nokkrum orðum um kynni mín af þeim hjónum í Grænuhlíð. Stundum kynnumst við afburðafólki, svona einu sinni á ævinni, fólki sem við geymum í hjarta okkar alla tíð. Helga og Kristmundur í Grænuhlíð voru svo sannarlega þannig fólk. Helga var dugleg kona og vann alla daga og varð aldrei misdægurt, þvottar og kleinubakstur sinn hvorn fimmtudaginn. Allt þvegið hátt og lágt. Helga var róleg og alvörugefin kona og hörkudugleg. En hlýjuna fann ég alltaf í gegnum festuna. Kristmundur var léttari og gam- ansamari með limrur á færibandi á góðum degi. Ég kynntist Helgu og Kristmundi sem lítil stelpa þegar þau buðu mér sveitadvöl yfir sumarið. Sumarið breyttist í fleiri sumur og vinátta okkar entist alla tíð. Ég kom til þeirra sem rótlaus ung stúlka og kynntist hjá þeim festu og reglu sem var kannski ekki það sem ég hafði kynnst mikið fram að því. Hlýja þeirra og heiðarleiki kenndi mér mun á réttu og röngu. Já, heilsteyptara og betra fólki hef ég ekki kynnst á ævi minni. Ef ekki væri fyrir kynni mín af þeim og HELGA EINARSDÓTTIR ✝ Helga Einars-dóttir fæddist í Selhaga í Stafholts- tungum 27. desemb- er 1915. Hún lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Blönduósi 16. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Blönduós- kirkju 22. júlí. veru mína í Grænuhlíð hefði líf mitt orðið öðruvísi og ég hefði sjálfsagt farið út í lífið með annað gildismat. Það var svo mikill spenningur á vorin að komast norður að ég fékk að taka prófin fyrr til þess að komast í sauðburðinn. Þótt það væri kannski lítil hjálp í mér fyrstu árin var þetta viðburður sem ég mátti ekki missa af. Mér var fljótt treyst fyrir ýmsum störfum, fékk ábyrgð sem ég stóð held ég vel undir. Það kenndi mér sjálfstæði og ábyrgðartilfinningu, það var ekki alltaf verið að kvabba í mér. Þau leyfðu mér að læra á mis- tökunum sjálf. Ég man alltaf eftir ferðum okkar í kaupstaðinn Blöndu- ós, það var var mikill viðburður. Alltaf fékk ég ópalpakka, það þótti mikið sælgæti að fá einn pakka, því ekki var verið að ofdekra mann. Mér finnst ég samt hafa verið dekr- uð í Grænuhlíð, því ég fékk að vera ég sjálf, áhyggjulaus og hamingju- söm. Ég sendi ættingjum og vinum Helgu samúðarkveðju og ég veit að við erum öll ríkari fyrir að hafa þekkt slíka manneskju. Sæmunda Fjeldsted. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningar- greina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.