Morgunblaðið - 25.07.2001, Side 40

Morgunblaðið - 25.07.2001, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                          BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÖRT vaxandi spilling og hnignun höf- uðborgarinnar er farin að valda ábyrgum íbúum hennar og öðrum landsmönnum verulegum áhyggjum. Nú- verandi yfirvöld borgarinnar hafa og sýna enn ótrú- lega glámskyggni gagnvart hreiður- gerð lýðs sem ger- ir út á mannlega veikleika. Jafnvel málsnjöllustu mönnum vefst tunga um tönn í vörn fyrir svo vond mál sem súlustaðirnir eru og langir opnunartímar ölstofa. Þrjóskufull undanskot borgarfull- trúa R-listans í leit að flóttaleið úr þessum ljótu málum er vonlaus. Út- úrsnúningar sem notaðir eru til verndar spillingu er liðveisla við úr- kynjun og ljótleika. Þeir sem fara á súlustaðina aðstoða óvini þjóðfélaga við að gera út á ungar fátækar og oft- ast illa upplýstar stúlkur. Þeir hjálpa gráðugum einstaklingum, sem ekki eru vandir að virðingu sinni, að græða á niðurlægingu þeirra og nið- urbroti. Þeir sem fara á súlustaðina eru hluti af ljótleikanum. Evrópu- sinni, sem lagt hefur á sig mikið rit- strit til að sannfæra þjóðina um ágæti þess að afsala sér sjálfstæði sínu, lagði í Fréttablaðinu blessun sína yfir ofbeldið og subbuskapinn í næturlífsmenningu borgarinnar. Þessi tvö sjónarmið mannsins sýna að hann er sjálfum sér samkvæmur. En hvor skyldi hafa rétt fyrir sér, forsætisráðherra sem segir að það muni kosta okkur 40 milljarða á ári að ganga í ESB eða Evrópusinninn sem sér allt ferlið í gróðavænlegum hillingum? Þó ráðherrann kunni að ofætla kostnaðinn, eru 4 til tíu millj- arðar líka of mikið. Verum frjáls og gerum fríverslunarsamninga. Maður sem ég hef nokkurt dálæti á og þekktur er fyrir djarflegar skoð- anir á næstum hverju sem er, olli mér vonbrigðum í Kastljósþætti. Skoðan- ir hans hafa verið þjóðfélagslega já- kvæðar þar til í þættinum. Þar var hann í vafa um að rétt væri að banna neyslu kannabisefna. Leyfi til að neyta kannabis má líkja við þegar Trójuhestinum var hleypt inn um hliðið. Vörnin var brostin og leiðin greið. Þessu má líka líkja við friðun minks og tófu eins og misvitrir líf- fræðingar hafa komið í gegn í þjóð- görðum og á Vestfjörðum. Þessi dýr láta hvergi staðar numið í eyðilegg- ingunni. Á þeirra friðuðu svæðum verður líffræðileg auðn utan tófu og minks. Baráttan við sölumenn dauð- ans verður að vera stöðugt í gangi og alveg þar til maðurinn hefur náð skynsamlegum þroska. Í dag er al- varleg lægð í þeim efnum og sýnist endurnýjun miðalda í nánd. Maður sem náði fyrst athygli með níðvísum um þjóðskáldið góða, Jónas Hall- grímsson, hlaut viðurkenningu frá stjórnvöldum. Auk þess létu þau þjóðina gefa honum talsverða pen- inga. Manninum var fært þetta á degi tungunnar, degi Jónasar Hallgríms- sonar, mannsins sem níðskáldið reyndi að upphefja sig á með svo undarlegum hætti. Það er trúlega lít- ill vandi eða hætta að gera níð að stórmennum þegar víst er að þeir geta ekki svarað fyrir sig og eru örugglega dánir. Sprellikarlar og spjátrungar munu ekki frekar en aðrir fella Jónas Hallgrímsson af stalli hjá íslensku þjóðinni þó svo undarlega hafi til tekist að manni sem vart er mælandi á íslenska tungu hafi veist heiður fyrir góða málsmeð- ferð. Jónas var eitt af mestu ljóð- skáldum okkar og verndari tungunn- ar. Ljóð hans hafa vísað veg til fegurðar og skilnings á auðlegð nátt- úru og tungu. Rappsöngl við eyði- merkurlega texta og stórhættulegur hávaði við hugsunarsnautt bull, er nú á fáránlegri uppleið í þjóðfélaginu. Segja má að þessi sigurganga ljót- leikans sé á fullri ferð með talsverðri hjálp útvarps og sjónvarps því fagurt og uppbyggilegt mannlíf þykir víða lítt spennandi. Fyrrnefnt skáld er þó að sumu leyti glæta í munstrinu því kynlegir kvistir og sprellikarlar lífga oft upp á tilveruna. Skáld koma og skáld fara og skáldið kjaftfora getur kannski, með réttri hjálp, lagað mál- far sitt og ræktað það góða sem hann hefur eflaust til brunns að bera. ALBERT JENSSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Sigurganga ljótleikans Frá Alberti Jenssyni: Albert Jenssen Í MORGUNBLAÐINU hinn 21.7. var bréf frá Maríu Önnu Þor- steinsdóttur til Gísla Jónssonar, umsjónarmanns Íslensks máls í Morgunblaðinu. Þar talar María um Blævardal á Snæfjallaströnd. Ég held að María hafi þarna villst á Snæfjallaströnd og Langadals- strönd. Snæfjallaströnd er fyrir utan Kaldalón, en Langadals- strönd fyrir innan Kaldalón. Á Langadalsströnd er dalur sem heitir Blævardalur og er hann á milli Hamars og Hallstaða. Eftir dalnum rennur Blævardalsá og niðri við sjóinn er Blævardalsár- virkjun. Ekki hef ég neinar örugg- ar heimildir fyrir því af hverju nafn dalsins er dregið, en tel að þar gætu hafa verið geymdir blæv- ar, eða hrútar. Mig minnir að fólk á Langadalsströnd hafi kallað dal- inn Blævadal en ekki Blævardal, eins og skráð er á kortum. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Blævardalur eða Blævadalur Frá Guðvarði Jónssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.