Morgunblaðið - 25.07.2001, Side 41

Morgunblaðið - 25.07.2001, Side 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 41 MÁLARAMEISTARINN Skútuvogi 6 • sími 568 9045 Erum fluttir í Skútuvog 6 Útsala aldarinnar 500 - 1.990 Allir skór á krónur Opið frá kl. 13-18 NÝLEGA las ég í Morgunblaðinu ferðasögu nokkra eftir konu, sem verið hafði um skeið blaðamaður við það blað. Hún fór vítt og breitt, og kom meðal annars við í Borgarfirði eystra. Þar segir hún frá vel varð- veittum sveitabæ og birtir mynd af honum. En því miður var ekki nafn þessa bæjar alveg rétt. Blaðakonan nefnir hann Lindarbæ. Þar bjuggu á sumrin lengi vel hjónin Skúli Ing- varsson og Elísabet Sveinsdóttir, jafnan kölluð Stella. En bærinn þeirra Skúla og Stellu heitir ekki Lindarbær, þótt það gæti auðvitað vel sómt þessum fallega bæ, heldur heitir hann Lindarbakki. Oft kom ég, ásamt konu minni, í þennan ágæta bæ meðan dvalist var í hinum ágæta Borgarfirði, sem skartar fögrum fjöllum og svipmik- illi náttúru. Einhverju sinni var ég staddur í þessum fallega bæ og skrifaði þá í gestabók þeirra hjóna tvö erindi, sem ég hafði sett saman um sveitabæ þeirra þarna í þorpinu. Ég ætla að biðja Morgunblaðið að birta þessi erindi mín um bæinn þeirra Stellu og Skúla. Þar dvelst Stella enn á sumrin, en býr annars í Kópavogi. Skúli lést langt um aldur fram árið 1987. Erindin eru á þessa leið: Lindarbakki býli heitir Bakkagerðisþorpi í. Hárautt þil þar húsið skreytir; hleðsla veggja birtist ný. Í námunda við náttúruna, nægjusöm með afbrigðum, Skúli og Stella ánægð una enn á Lindarbakkanum. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Lindarbakki í Borgarfirði eystra Frá Auðuni Braga Sveinssyni: Gamla íbúðarhúsið, Lindarbakki í Borgarfirði eystri, er augnayndi fyrir ferðamenn. EINSDÆMI mun á Vesturlöndum að lausafjárbúskapur sé við lýði, en slíkur hjarðbúskapur var viðhafður fyrir þúsundum ára og ætti að vera aflagður með öllu, sér í lagi hér þar sem nýjungagirnin er hvað mest, en forn framsóknardoði ríkir, þar sem fé er meira metið en mannslíf og hafið til skýja líkt og kýr hjá Indverjum og þótt sauðþrá kindin hafi haldið lífi í oss á dekkstu öldum sögunnar er það af sem áður var, því matarvenjur hafa breytzt með afbrigðum og t.d. fiðurfé og kál komið í stað lambsins sem meginréttur þjóðarinnar. Skal nú telja þann fórnarkostnað sem af óheftri göngu búfjár hlýst; 1. Beint tjón tryggingafélaga er um 40.000.000,- á ári. 2. Orðið hefur fjöldi slysa og t.d. tvö dauðsföll á síðustu 10 árum. 3. Land allt er víða rótnagað og sést mikill munur hafi land t.d. verið friðað í nokkur ár. 4. Iðnaðurinn í kringum þetta er á brauðfótum svo og flestir bændur tekjulitlir sem stunda fjárbúskap. 5. Efni í girðingu kostar um 120.000,- pr. km auk vinnu, viðhalds og endurnýjunar. 6. Vegakerfi landsins er um 5.000 km og girðing beggja vegna því 10.000 km eða 1.200.000.000,- kr. 7. Áætluð vinnulaun á hvern km er um 90.000,- eða kr. 900.000,-. 8. Lögbýli í landinu eru um 4000 og að meðaltali um 5 km. girðing á hverjum stað eða 20000 km. 9. Efni og vinna við slíkar girð- ingar er samtals um kr. 4.200.000.000,- 10. Líftími meðalgirðingar er 20 ár. 11. Viðhald áætlað um 10% eða um 540.000,- á ári (efni og vinna). 12. Sjónmengun er nánast alls staðar af fánýtum girðingum öllum til ama sama hvort er þjóðgarður eða Kjölur. 13. Notagildi þessa alls er harla lít- ið t.d. fáeinar skjátur á hálendi en tugkílómetra girðingar um Hlöðuvelli og víðar. 14. Ef menn vilja trjárækt er þessi vágestur ávallt til staðar og rótnagar verk trjábóndans, honum til ama og útgjalda. 15. Lenzka er að reka sitt búfé í haga nágrannans og skeyta engu ef að er fundið. 16. Er ekki mál að linni og gefa lýð landsins og gróðri frið fyrir óæskileg- um ágangi t.d. að gera landnám Ing- ólfs fjárlaust og að aðrar sýslur komi sér upp sameiginlegum öruggum bit- hólfum þar sem sauðir geta kýlt vömb og þarf þá ekki að eyða miklu púðri í smalamennsku eða fjárleit og væri þá hægt að fjarlægja nánast allt girð- ingaruslið á Ísalandi. Já, á ekki land og lýður það skilið í upphafi nýs ár- þúsunds. Hverfum frá hjarðmennsku til nútíma búskaparhátta, landslýður var ekki nema 10 ár að tölvuvæðast og 3 að farsímavæðast og því óhæfa að arka þessa braut frekar. SIGURÐUR HARALDSSON, Melgerði 10, Kópavogi. Vegalömb og trjábítar Frá Sigurði Haraldssyni: FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi. „Vegna umfjöllunar í fréttum um kaup Landspítala – háskólasjúkra- húss á nýju símkerfi vill spítalinn taka eftirfarandi fram: Tilboð bárust frá fjórum aðilum í nýtt símkerfi og var lægstbjóðandi Lína.Net. Nú gagnrýna hinir þrír sem ekki var samið við þá ákvörðun að semja við lægstbjóðanda, Línu.- Net. Við undirbúning útboðs og val á samningsaðila var vandað til verka. Verkfræðistofan Rafhönnun vann að gerð útboðsgagna og mati á tilboð- um ásamt tækni- og tölvumönnum spítalans. Það var samdóma álit þessara aðila að auk þess að vera með lægsta tilboðið væri Cisco-sím- kerfið sem Lína.Net býður tækni- lega fullkomnast. Við þetta mat var meðal annars leitað til erlendra sjúkrahúsa sem hafa sett upp sím- kerfi frá Cisco sem byggja á IP- tækni og sjúkrahús á Englandi heimsótt sem hefur sett upp ná- kvæmlega eins kerfi og spítalinn hefur valið. Reynsla þessara aðila réði miklu um valið. Gerð er krafa um að símkerfið sé í gangi 99,999% tímans. Kerfi það sem Lína.Net býður frá Cisco bygg- ir á þremur símatölvum sem vinna saman en geta þó unnið sjálfstætt ef bilun verður í einhverri þeirra. Þetta val spítalans að stíga skrefið til fulls og sameina tölvu- og sím- kerfið gefur margvíslega möguleika, svo sem að nota þráðlausa síma og tölvur og jafnframt að stórbæta aðra þjónustu við sjúklinga, til dæmis með nettengingu eða einkanúmeri innan spítalans. Þá er rétt að benda á að þróun í símatækni og tölvutækni stefnir öll að IP-væðingu og nálgast fyrirtæki þetta úr tveimur áttum, tölvufyrir- tæki frá tölvunum en símafyrirtæk- in frá hefðbundnum símstöðvum. Þannig voru allir bjóðendur með IP- lausnir að einhverju marki en Cisco stígur skrefið til fulls. Landspítali – háskólasjúkrahús væntir mikils af samstarfinu við Línu.Net og Cisco á komandi árum.“ Athugasemd frá Landspít- ala – háskóla- sjúkrahúsi um sviðum samfélagsins og hafi sömu tækifæri til að nýta sér réttindi sín. Að tryggð verði í framkvæmd lagaleg vernd gegn mismunun byggðri á uppruna og/eða þjóðerni í réttar- kerfinu og löggæslu. Að tryggt verði að Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna sé framfylgt án mismunun- ar eftir uppruna og/eða litarhætti. Að efni samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám alls kynþáttamisréttis og kæruleið sú sem tengist honum verði kynnt almenningi. Að stuðlað verði með beinum hætti að fræðslu meðal barna og ungmenna gegn fordómum og kynþáttahatri á öllum skólastigum svo sem með fjárveitingum til gerðar kennsluefnis og þjálfunar kennara. Að settar verði fram siðareglur fyrir opinbera starfmenn til að vinna eftir í þjónustu við fólk af erlendum uppruna og staðið fyrir fræðslu gegn fordómum og mismunun fyrir opin- bera starfsmenn. Að starfsmenn lög- reglu, útlendingaeftirlits og vinnu- málastofnunar fái, vegna verksviðs þeirra, sérstaka fræðslu gegn for- dómum og mismunun byggðri á upp- runa. Að gerð verði könnun á stöðu, að- gengi og tækifærum fólks af erlend- um uppruna í samfélaginu svo sem hvort það njóti jafnra tækifæra á vinnumarkaði og í skólakerfinu og njóti jafnræðis í aðgengi á ýmsum sviðum svo sem að húsnæði, heilsu- gæslu, stöðum sem opnir eru almenn- ingi, stjórnsýslunni og opinberri þjónustu almennt. Að stofnað verði sérstakt embætti til að vinna gegn kynþáttafordómum og mismunun. Að embættið hafi um- boð til þess að taka við kærum og um- kvörtunum frá fólki af erlendum upp- runa sem telur að sér hafa verið mismunað. Einnig hafi embættið yfirumsjón með því að markmiðum samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám alls kynþáttamisréttis sé framfylgt. Að stuðlað verði að að- gerðum til þess að virkja almennings- álitið gegn kynþáttafordómum og vinna gegn staðalmyndum um fólk af erlendum uppruna.“ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áskorun frá Mannrétt- indaskrifstofu Íslands, Miðstöð ný- búa, Fjölmenningarráði Íslands- deildar Amnesty International, Barnaheill – Save the Children Ice- land, Mannréttindasamtökum inn- flytjenda á Íslandi og fjölskyldna þeirra og Hjálparstarfi kirkjunnar: „Undirrituð félagasamtök og stofnanir skora á íslensk stjórnvöld að hefja stefnumótun og aðgerðir gegn kynþáttafordómum og mismun- un vegna uppruna og/eða þjóðernis á Íslandi. Hvatt er til þess að stjórn- völd framfylgi skuldbindingum þeim sem þau hafa undirgengist með full- gildingu samnings Sameinuðu þjóð- anna um afnám alls kynþáttamisrétt- is. Sérstaklega er hvatt til eftirfar- andi aðgerða: Að stjórnvöld setji fram heildstæða löggjöf gegn kyn- þáttamisrétti sem nær til allra sviða samfélagsins. Slíka löggjöf má byggja á tillögum Sameinuðu þjóð- anna um heildstæð lög gegn kyn- þáttamisrétti. Að tryggt verði að fólk af erlendum uppruna á Íslandi hafi jöfn tækifæri og jafnt aðgengi á öll- Vilja stefnumót- un gegn kyn- þáttafordómum Í FJALLAKAFFI á Möðru- dalsöræfum stendur nú yfir sýning á ljósmyndum eiganda kaffihússins, Ástu Sigurðar- dóttur. Sýningin hófst föstu- daginn 13. júlí og stendur í allt sumar. Um er að ræða lands- lagsmyndir sem sýna vel óvið- jafnanlega fegurð og litbrigði himins og náttúru á Fjöllum. Myndirnar eru teknar í ná- grenni Möðrudals á tíu ára tímabili. Aðalmyndefnið er Herðubreið en útsýni til hennar er einstakt í Möðrudal og sí- breytileg birtan gerir myndirn- ar afar ólíkar, dulúðugar og spennandi. Ljósmyndirnar eru 26 talsins og eru falar unnend- um fagurrar, óspilltrar náttúru, segir í fréttatilkynningu. Ljósmyndir á Fjöllum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.