Morgunblaðið - 25.07.2001, Page 42

Morgunblaðið - 25.07.2001, Page 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru Hanseatic og Marz AK og í dag eru vænt- anleg Venus HF og Sel- foss sem fer aftur út ásamt Víði EA og Goðafossi. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Stella Polux væntanlegt inn til los- unar og út fer ms. Sel- foss. Viðeyjarferjan. Tíma- áætlun Viðeyjarferju: Mánudaga til föstudaga til Viðeyjar kl. 13, kl. 14 og kl. 15, frá Viðey kl. 15.30 og kl. 16.30. Laug- ardaga og sunnudaga: Fyrsta ferð til Viðeyjar kl. 13 síðan á klukku- stundar fresti til kl. 17, frá Viðey kl. 13.30 og síðan á klukkustundar fresti til kl. 17.30. Kvöldferðir eru föstu- daga og laugardaga til Viðeyjar kl. 19, kl. 19.30 og kl. 20, frá Viðey kl. 22, kl. 23 og kl. 24. Sér- ferðir fyrir hópa eftir samkomulagi. Viðeyj- arferjan sími 892 0099. Lundeyjarferðir dag- lega, brottför frá Við- eyjarferju kl.10.30 og kl. 16.45, með viðkomu í Viðey u.þ.b. 2 klst. Sími 892 0099. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrif- stofan er opin alla miðvikud. frá kl. 14–17. S. 551 4349. Fataút- hlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mán- uði, frá kl. 14-17 s. 552 5277. Sumarlokun í júlí og ágúst. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í síma Krabbameinsráðgjaf- arinnar, 800 4040 frá kl. 15–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta, kl. 9-12 opin handavinnustofan, kl. 13 frjáls spila- mennska, kl. 13-16.30 opin smíðastofan, kl. 10- 16 púttvöllurinn opinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8- 12.30 böðun, kl. 9-16 al- menn handavinna og fótaaðgerð, kl. 9.30 morgunkaffi/dagblöð, kl. 10 banki, kl. 11.15 mat- ur, kl. 13 spiladagur, kl. 15 kaffi. Ekið um borg- ina þriðjudaginn 31. júlí og nýju hverfin skoðuð. Kaffi drukkið í Golf- skála Reykjavíkur, Grafarholti. Lagt af stað kl. 13. Skráning í síma 568-5052 fyrir kl. 12.30. júlí. Allir vel- komnir. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15- 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30-18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 11.30 matur, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 15 kaffi. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Or- lofið í Hótel Reykholti í Borgarfirði 26.-31. ágúst nk. Skráning og allar upplýsingar í sím- um ferðanefndar 555- 0416, 565-0941, 565-0005 og 555-1703. Panta þarf fyrir 1. ágúst. Félags- heimilið Hraunsel verð- ur lokað vegna sum- arleyfa starfsfólks til 12. ágúst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10-13. Matur í há- deginu.Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. Dags- ferð þriðjudaginn 7. ágúst, Hítardalur- Straumfjörður. Brottför frá Glæsibæ kl. 9. Leið- sögn Þórunn Lár- usdóttir. Eigum laus sæti. Dagsferð 18. ágúst. Fjallabaksleið syðri í samvinnu við FEB og Ferðaklúbbinn Flækifót. Brottför frá Glæsibæ kl. 8. Leiðsögn Pálína Jónsdóttir og fl. Ákveðið hefur verið að fara aðra 8 daga hring- ferð um Norðausturland 20. ágúst nk.vegna mik- illar eftirspurnar, ef næg þátttaka verður. FEB. Silfurlínan er op- in á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10 til 12 f.h. í síma 588- 2111. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9-11 morgunkaffi, kl. 9-17 fótaaðgerð, kl. 9-12 hár- greiðsla, 11.30-13 há- degismatur, kl. 15-16 eftirmiðdagskaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar á vegum ÍTR í Breiðholtslaug á þriðju- dögum og fimmtudög- um kl. 9.30. Púttvöll- urinn er opin virka daga kl. 9-18, Kylfur og boltar í afgreiðslu sund- laugarinnar til leigu. Allir velkomnir. Veit- ingabúð Gerðubergs er opin mánudaga til föstudaga kl. 10-16. Félagsstarfið lokað vegna sumarleyfa frá 2. júlí til 14. ágúst. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Gullsmári Gullsmára Lokað vegna sum- arleyfa til 7. ágúst. Hraunbær 105. Kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 11-12 pútt, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla. Engin félagsvist í ágúst. Norðurbrún 1. Fótaað- gerðastofan opin frá kl. 9-14. Kl. 13-13.30 bank- inn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Hár- greiðslustoffan er lokuð til 14. ágúst. Vinnustof- ur lokaðar í júlí vegna sumarleyfa. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9 dagblöð og kaffi, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 11.45 matur, kl. 14.30 kaffi. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 almenn handmennt, kl. 10 morgunstund og fótaað- gerðir kl. 11.45 matur, kl. 13 kóræfing, kl. 14.30 verslunarferð, kl. 14.30 kaffi. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður í dag kl. 14 við Vest- urgötu og á morgun kl. 10 við Vesturberg og kl. 14 við Kambsvöll. Minningarkort Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju s. 520-1300 og í blómabúð- inni Holtablóminu, Langholtsvegi 126. Gíróþjónusta er í kirkj- unni. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju, sími 520 1300, og í blómabúðinni Holta- blóminu, Langholtsvegi 126. Gíróþjónusta er í kirkjunni Minningarkort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555 0104 og hjá Ernu s. 565 0152 (gíróþjónusta). Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík, í síma 561- 6117. Minningargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálp- ar nauðstöddum börn- um. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Í dag er miðvikudagur 25. júlí 206. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Sjá, sú stund kemur og er komin, að þér tvístrist hver til sín og skiljið mig einan eftir. Þó er ég ekki einn, því faðirinn er með mér. (Jóh. 16.32.) ÉG er tuttugu og eins árs stúlka, sem tók þá ákvörð- un fyrir níu mánuðum að eignast hvolp. Tíkin heitir Salka og er ljósið í lífi mínu. Aldrei hefði ég getað ímyndað mér hversu mikla gleði hún átti eftir að færa mér. „Hún er stelpan mín.“ Hinn 19. júlí sl. fór ég í Sorpu og meðan ég rölti milli gáma slapp Salka út um gluggann á bílnum. Ég sá ekki betur en að starfs- menn Sorpu létu vel að henni og þar sem verk mitt tók örfáar mínútur hélt ég að allt væri í lagi. Ég fylgd- ist með henni allan tímann. Salka varð forvitin og hljóp fyrir framan hliðið þar sem skolphreinsistöðin er. Ég kallaði á hana um leið og hún kom strax og fór rak- leiðis inn í bílinn. Þarna rakst ég á mann með börn- in sín tvö og öskraði hann: „Hafðu helvítis hundkvik- indið í bandi,“ en hann lét sér ekki nægja að særa mig heldur elti hann mig og stóð yfir mér og hringdi á lögregluna þar sem hann talaði niður til mín og gaf upp bílnúmerið. Ég vissi að hann gæti ekkert gert og bað hann um að láta mig í friði. Ég keyrði heim og gaf mig fram við lögreglu og spurðist fyrir hvað þeir hygðust gera í málinu. Ekki neitt! Af hverju þarf fólk að vera með þennan dónaskap? Salka gerði þeim ekki neitt, ég sá þetta allt gerast. Var það nauð- synlegt að hringja á lög- reglu, þegar ekkert gerðist nema hvolpurinn slapp út og fór aftur inn í bíl? Ég virði það að sumir eru hræddir við hunda og veit að það er bannað að hafa þá lausa, en taldi mig örugga um að hér væri enginn vandi á ferð þar sem við yrðum lagðar af stað innan skamms. Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er, að óþarfi er að ráðast á garð- inn þar sem hann er lægst- ur þar sem vitað er að hundaeigendur hafa lítinn sem engan rétt! Það er engu líkara en að ég hafi hitt „manninn á Kársnes- inu“. Hörn. Tapað/fundið Geisladiska- taska tapaðist GEISLADISKATASKA með 25 geisladiskum tap- aðist sunnudaginn 22. júlí sl. um kl. 21:30-00 fyrir ut- an Sambíóin Álfabakka. Taskan hefur sennilega dottið út úr bílnum. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 551-1314, 869-9323 eða 555-1942 eftir kl. 19. Rauð grófprjónuð peysa tapaðist RAUÐ grófprjónuð peysa með miklum kraga tapaðist í Mosfellsbæ laugardaginn 14. júlí sl. Innan í peysunni er miði þar sem stendur frá Björgu. Finnandi vinsam- legast hafi samband við Fanneyju í síma 865-4341. Motorola GSM- sími tapaðist GRÆNN Motorola GSM- sími tapaðist, sennilega í Hagkaupi í Skeifunni, fimmtud. 19. júlí sl. Uppl. í s. 691-1771 eða 557-6232. Myndavél í óskilum MYNDAVÉL fannst á veginum til Landmanna- lauga fyrir tæpum hálfum mánuði. Upplýsingar í síma 477-2039. Kvenúr tapaðist KVENÚR tapaðist á Skag- anum, á milli Skagastrand- ar og Sauðárkróks fyrir stuttu. Upplýsingar í síma 586-2409 eða 899-9059. Geisladiskataska tap- aðist í Mosfellsbæ GEISLADISKATASKA flaug af bíl á þjóðveginum í gegnum Mosfellsbæ föstu- dagskvöldið 20. júlí sl. Í töskunni voru 25 geisla- diskar. Þetta er mikill missir fyrir eigandann. Skilvís finnandi er vinsam- lega beðinn að hafa sam- band í síma 554-2718 eða 698-2446. Dýrahald Perla okkar er týnd PERLA er tveggja ára, hvít og ljósbrún íslensk tík. Hún hvarf frá Tunguvegi í síðustu viku. Þeir sem hafa orðið hennar varir eða geta gefið einhverjar upplýsing- ar um hana eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 553-0151, 898-2064, 861-2904 eða 896-3207. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Maðurinn á Kársnesinu Víkverji skrifar... ALLT að helmingssamdrátturhefur orðið í innflutningi ánýjum bílum til landsins miðað við síðasta ár og bera umboðin sig illa. Skýrt hefur verið frá því að flest bifreiðaumboðin hafi gripið til ýmissa ráða til að mæta þessari miklu dýfu í viðskiptunum, svo sem að ráða ekki í stöður sem losna og jafnvel að segja upp fólki. x x x VÍKVERJI keypti sér nýjanbíl fyrir þremur árum semhefur reynst honum ágæt- lega. Hann hefur farið í gegnum all- ar rútínuskoðanir umboðsins, en það er nauðsynlegt til að viðhalda ábyrgð umboðsins á bílnum. Víkverja hafa oft blöskrað upphæðirnar sem hann hefur þurft að greiða fyrir þessa þjónustu. Hann hefur einnig velt því fyrir sér hvað ábyrgðin dekki og hef- ur grun um að smáa letrið þar geti orðið löng lesning. Hann hefur þó ekki gert neina könnun á því ennþá. x x x Víkverji er hins vegar ekki vissum að útlitið hjá umboðun-um sé eins slæmt og af er látið, en þá ályktun dregur hann af síðustu heimsókn á umboðsverk- stæðið. Bifreið Víkverja er orðin þriggja ára og þar með fellur ábyrgð umboðsins niður. Án þess að hugsa sérstaklega út í það pantaði Víkverji reglubundna skoðun á verkstæðinu og bað auk þess um að dyttað yrði að biluðum hraðamæli. Tveggja vikna bið var eftir plássi á verkstæðinu, en á umsömdum degi mætti Víkverji með bílinn sem átti að vera tilbúinn samdægurs. Síðla þess sama dags hringdi viðgerðar- maður í Víkverja og sagði að púst- kerfið væri að hruni komið auk þess sem vatnshosa væri orðin léleg en hann vildi fá samþykki Víkverja fyrir viðgerðinni og kaupum á varahlutn- um. Víkverja fannst heiðarlega að málum staðið og hann samþykkti hluta af viðgerðinni, annað yrði að bíða betri tíma. Það væri vægt til orða tekið að Víkverja hafi sett hljóðan þegar hann fékk reikninginn, upp á tæpar 50 þúsund krónur. Víkverji vildi að sjálfsögðu fá að vita hvað hefði verið svona dýrt og við eftirgrennslan kom í ljós að aðalkostnaðurinn var útseld- ur tími á verkstæðinu. Að venju var rukkað fyrir allt efni sem notað var, s.s. olíur, rúðuvökva og fleira í þeim dúr, en aðalpósturinn var tímavinn- an, sem seld var á 5.200 krónur með virðisaukaskatti! Hingað til hafði Víkverja fundist nóg um að þurfa að greiða á þriðja tug þúsunda fyrir reglubundið þjón- usteftirlit bara til þess að halda bíln- um í ábyrgð, en nú, þegar þessi ábyrgðartími er fallinn niður, er eng- in ástæða fyrir hann að halda áfram að nýta sér verkstæðisþjónustu um- boðsins. Hann gerði því lauslega at- hugun á verðskrá nokkurra verk- stæða á höfuðborgarsvæðinu, þ.m.t. umboðsverkstæða, og komst þá að því að verðskrá umboðsins sem Vík- verji hefur skipt við var allt að tvö- falt hærri en þess verkstæðis sem ódýrast var samkvæmt könnun Vík- verja. x x x ÞAÐ er dagljóst að héðan í frámun Víkverji ekki leita tilumboðsverkstæðisins með bílinn sinn, né halda tryggð við það á annan hátt, heldur leita til einhvers hinna prýðilegu óháðu verkstæða á höfuðborgarsvæðinu. Þá verður hann búinn að kynna sér verð- skrárnar betur og hvetur aðra bif- reiðaeigendur til að gera það einnig. K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 veglynd, 8 metti, 9 fisk- ar, 10 tek, 11 glerið, 13 annríki, 15 lítill bátur, 18 gorta, 21 blóm, 22 skáldverkið, 23 klakinn, 24 ánægjulegt. LÓÐRÉTT: 2 dáin, 3 eyddur, 4 læða, 5 bjargbrúnin, 6 mynni, 7 ósoðinn, 12 kraftur, 14 gagn, 15 orrusta, 16 smá, 17 hægt, 18 málfar, 19 þjálfun, 20 kven- mannsnafn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 flæmi, 4 skála, 7 undin, 8 arman, 9 ann, 11 aurs, 13 ánar, 14 Óttar, 15 svöl, 17 illt, 20 enn, 22 fagur, 23 eitur, 24 rolla, 25 tunga. Lóðrétt: 1 fluga, 2 ældir, 3 iðna, 4 svan, 5 álman, 6 agn- ar, 10 nótin, 12 sól, 13 ári, 15 sefar, 16 öngul, 18 lotin, 19 torfa, 20 erta, 21 nett. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.