Morgunblaðið - 25.07.2001, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 25.07.2001, Qupperneq 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á FJÓRÐA og síðasta degi Hróars- kelduhátíðarinnar, nánar tiltekið á sunnudeginum klukkan þrjú í bláa tjaldinu, myndaðist í um klukkustund lítið íslenskt samfélag. Þar var örugg- lega að finna flesta þá Íslendinga sem mættu á hátíðina í ár, þar sem Org- elkvartettinn Apparat var nú eina hljómsveitin sem hélt uppi fána þjóð- ar okkar þetta árið. Það ber þó ekki að skilja það þannig að meirihluti þeirra sem mættir voru á tónleikana hafi verið Íslendingar. Fjölmargir tónlistaráhugamenn, af öllum mögu- legum þjóðernum, voru nefnilega þar á meðal, komnir til að fylgjast með nýjasta undrinu frá Íslandi. Reyndar held ég nú að Íslendingarnir hafi ver- ið alveg jafnforvitnir. Dönsum „Appa“-dansinn Tónleikarnir heppnuðust ótrúlega vel. Tónlistin kom flestum í opna skjöldu og sviðsframkoma þeirra félaga var stórskemmtileg. Eftir að Apparatið hafði lokið spilamennsku sinni voru áhorfendur ekkert alveg tilbúnir að sætta sig við að svo væri. Eftir hávært uppklapp mættu þeir félagar á sviðið og tóku nokkur æfð dansspor fyrir áhorfendur. Fljótlega voru allir í tjaldinu búnir að læra dansinn og hreyfðu sig sem ein mask- ína, eitt apparat, undir stjórn þeirra Orgel-manna. Þessar undarlegu sam- æfðu hreyfingar kjósa þeir að kalla Appa-dansinn. Á meðan sporin eru tekin er svo kyrjað undir; „Alpha, partí, partí, alpha, radíó, alpha, tangó.“ Eins konar kóði fyrir hljóm- sveitarnafnið, býst ég við. „Við erum með formlega og óform- lega kveðju, formlegan og óformleg- an dans og margt margt fleira,“ segir Sighvatur orgelleikari sem gengur undir nafninu Músíkvatur, í ölæði adrenalíns baksviðs að tónleikum loknum. – Það var gaman að sjá hvað var auðvelt fyrir ykkur að fá fólk til þess að dansa dansinn. „Já, þegar fólk er búið að vera í svona tónleikahátíðarpakka í fimm daga skilur það alveg fullkomlega hvað við erum að gera,“ segir Úlfur Eldjárn orgelleikari og hópurinn skellir upp úr. Það var því greinilegt strax hér í upphafi að viðtalið myndi ekki vera á alvarlegu nótunum. „Ég hugsa að fyrir mörgum hafi appa-dansinn verið hápunktur hátíð- arinnar,“ bætir Hörður Bragason orgelleikari við (hmmm...) og ekki linnir hlátrasköllunum við það. – Er þetta ykkar leið til þess að stjórna áhorfendum. „Já, já, þetta er „crowd-control“,“ svarar Jóhann Jóhannsson, ehh... orgelleikari. Ævintýri í Amsterdam Orgelkvartettinn Apparat kom beint á Hróarskeldu frá Amsterdam þar sem sveitin lék á séríslensku kvöldi á einum virtasta tónleikastað borgarinnar, Paradiso. – Hvernig gekk í Amsterdam? „Það var bara frábært. Þetta var Tilraunaeldhússkvöld og við skemmt- um okkur mjög vel,“ svarar Jóhann. „Það voru styttri tónleikar af okkar hálfu en hér. Þarna voru líka Big band Brútal, múm, Stilluppsteypa, bassasinfónía undir stjórn Skúla Sverrissonar og síðan lék Skúli með Hilmari Jenssyni. Þar notuðum við „Appa“-dansinn í fyrsta skipti,“ segir Hörður. – Var hann sérstaklega æfður fyrir þá tónleika? „Hann var aldrei beint æfður, held- ur bara tekinn. Við vorum klappaðir upp í Paradísó og við þurftum að gera eitthvað þannig að í staðinn fyrir að taka annað lag dönsuðum við bara Appa-dansinn. Það var bara frá- bært,“ segir Sighvatur. – Þið voruð sáttir við tónleikana í dag, er það ekki? „Jú, þetta gekk alveg vonum fram- ar,“ segir Úlfur. „Ég meina, það komust ekki fleiri fyrir í þessu tjaldi,“ ýkir Hörður ef til vill örlítið. „Já, ég var mjög sáttur við mæt- inguna,“ bætir Sighvatur við hæðn- islega. „Já, ímyndið ykkur að allt þetta fólk hafi komið hingað á Hróarskeldu bara til þess að sjá Apparat,“ bætir Hörður við til þess að framlengja brandarann. „Já, allir þessir áttatíu þúsund manns,“ bætir Úlfur svo við. – Hvernig kom til að þið lékuð á há- tíðinni? „Aðstandendur Hróarskeldu heyrðu í okkur á Icelandic Airwaves- tónlistarhátíðinni. Eða var það Loft- ways?“ spyr Hörður og fær góðar undirtektir félaga sinna. „Já, útsendari frá Hróarskelduhá- tíðinni var þar og bauð okkur að koma,“ útskýrir Jóhann frekar. Engin vísindi án svita Af útliti liðsmanna einu að dæma mætti hæglega draga þá ályktun að hér væru á ferð eðlisfræðinemar úr Háskólanum. Það er ef til vill þess vegna sem tónlistin kemur manni í opna skjöldu. Hún er mjög fáguð, grípandi, laus og skemmtileg. Sem sagt ekki það vísindapopp sem ég hafði haldið í upphafi. „Það eru engin vísindi án svita,“ út- skýrir Jóhann eftir að ég opinbera þessa þanka mína. „Ég hélt alltaf að það væri svolítið pönk í okkur,“ segir Hörður hissa. – Nei, mér fannst nú meira um fönk en pönk! „Er það? Við verðum eitthvað að laga til þá. Við höfum alltaf litið á okk- ur sem pönkband,“ segir Hörður. „Ég held að við séum eini Orgelkv- artettinn í heiminum. Ef einhverjum dettur þetta í hug héðan af er bara verið að herma eftir okkur,“ tilkynnir Sighvatur stoltur. – En bíddu við – kvartett? Með Adda trommara eruð þið fimm. „Þetta er svo opinn kvartett. Þú tókst eftir því að Daninn sem kynnti okkur á svið sagði að við værum þrír,“ segir Hörður. „Við erum orgel-kvartett af því að við spilum fjórir á orgel. Addi er bara trommari,“ hrópar Sighvatur. „Já, það er deginum ljósara að ég spila ekki á orgel,“ segir Addi tromm- ari sem fram að þessu hafði fylgst þögull með. „Þó að það spili tuttugu manns með okkur erum við alltaf orgel-kvartett. Það hefur engin áhrif,“ segir Sighvat- ur. – Þessi „kvartett“ var stofnaður fyrir Tilrauneldhúskvöld, er það ekki? „Jú, en í dag er þetta áhugamanna- félag,“ svara Úlfur. „Þetta er ekki hljómsveit, þetta er vél,“ segir Sighvatur vísindamanns- lega. „Við stofnuðum siðareglur fyrir félagið. Fyrsta reglan var að hlúa að tækjum í eigu félagsmanna. Svo eru ákveðnar sektir í gangi ef menn eru með leiðindi. Þá þarf sá með leiðindin að kaupa hljóðbrellutæki fyrir hinn,“ upplýsir Úlfur. „Já, já. Menn hafa orðið uppvísir af leiðindum. Menn hafa nú samt ekkert staðið við það enn þá að borga,“ bætir Hörður við. „Hörður var t.d. með leiðindi við Sighvat og svo svaraði Sighvatur í sömu mynt. Þannig að þeir voru kvitt- ir,“ bætir Úlfur við. „Jú, ég var með voðaleg leiðindi fyrst. Og svo slógumst við líka að- eins,“ segir Hörður á afar ótrúverð- ugan hátt. „Já, já. Við slógumst fyrir utan staðinn í Amsterdam. Þetta er ekkert mál. Ef það verða leiðindi þá bara bregðum við okkur afsíðis og berjum hver annan, þá er það bara búið,“ seg- ir Sighvatur og hópurinn hlær. Hér verður mér nokkuð ljóst að piltarnir eru ekki í andlegu ástandi eftir velgengni tónleikanna til þess að svara spurningum mínum á upplýs- andi hátt. Og ef til vill er ég aðeins of stoltur til þess að spyrja almennilega. Ég slekk því á tækinu, losa mig þann- ig undan almenningsauganu og leyfi mér að taka þátt í gleðinni. Plata með hausti og Tal- tónleikar með Rúnki Orgelkvartettinn Apparat hyggst gefa út sína fyrstu breiðskífu með haustmánuðunum og ætti enginn áhugamaður um íslenska tónlist að vera svikinn af því að kynna sér hana. Þess má að lokum geta að þeir sem aumir eru yfir að hafa ekki séð Appa- rat leikar listir sínar á Hróarskeldu geta öðlast bætur sára sinna í dag því kvartettinn ætlar að leika á Taltón- leikum Hins hússins og Rásar 2 á Ingólfstorgi ásamt gleðisveitinni Rúnk. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00. Það eru engin vísindi án svita biggi@mbl.is Ljósmynd/Lena Viderö Úlfur og Jóhann í góðri sveiflu á sviðinu. Ljósmynd/Lena Viderö Apparatið eftir spilamennskuna á Hróarskeldu, (f.v.) Jóhann, Sighvat- ur, Addi, Hörður og Úlfur. Á Hróarskelduhátíðinni í ár lék aðeins ein íslensk sveit, Orgelkvartettinn Apparat. Birgir Örn Steinarsson hitti liðsmenn er þeir stigu niður af sviðinu að loknum vel heppnuðum tónleikum. Orgelkvartettinn Apparat lék við góðar undirtektir á Hróarskeldu ALVANALEGT er að rithöf- undar séu umdeildir og því mætti jafnvel halda fram að ef rithöf- undur sé ekki umdeildur sé ekki mikið í hann spunnið á annað borð. Fáir hafa gengið eins langt í því að storka samlöndum sínum og þýski rithöfundurinn Günter Grass sem hefur látið vöndinn ganga á Þjóð- verjum, austan múrs og vestan, allt frá því hann sló í gegn með Blikktrommunni fyrir mörgum ár- um. Síðan eru bækur Grass orðnar á fjórða tug en helsti sagnabálkur hans er Danzig-þríleikurinn sem tvær bækur af hafa nú verið gefn- ar út á íslensku. Öldin mín heitir bókin sem hér er gerð að umtalsefni og er safn hundrað kafla sem segja hundrað ára sögu. Af einhverjum ástæðum kýs Grass að hefja söguna á síð- asta ári nítjándu aldar, árið 1900, og sleppa síðasta ári 20. aldarinn- ar, árinu 2000. Hvað sem því líður eru kaflarnir í bókinni 100 og ótengdir nema að því leyti að þeir segja sögu Þýskalands í 100 ár með röddum ýmissa sögumanna frá þýskum hermanni sem segir frá boxarauppreisninni í Kína það ár, fram til þess að Grass vekur móður sína upp frá dauðum en hún lést 57 ára gömul 1954. Sá kafli er eins konar samantekt yfir líf al- þýðufólks í hundrað ára sögu Þýskalands en í árunum inn á milli hafa sögumenn verið úr öllum átt- um og stéttum. Ekki er það þó bara svo að menn segi frá sam- tímis, því á árum fyrri heimsstyrj- aldarinnar skáldar Grass upp fund rithöfundanna Erich Maria Rem- arque og Ernst Jünger sem voru talsmenn ólíkra viðhorfa í skáld- skap sínum, Jünger gamla tímans með blóð og æru en Remarque nýrri viðhorfa. Til álíka bragða hefur Grass reyndar gripið áður, sjá bókina bráðfyndnu Fundinn í Telgte. Þótt raddirnar sem segja sög- urnar hundrað séu ólíkar hljóma þær býsna vel saman eftir því sem líður á bókina og þó að Grass sé að segja sögu Þýskalands er hann líka að segja sögu Norður-Evrópu. Það eykur að vísu ánægjuna af að lesa bókina ef menn eru vel að sér í þýskri sögu en einnig getur kom- ið sér vel að þekkja vel til Grass, sögu hans og bókmenntalegra sér- kenna því á köflum er sem hann sé frekar að skrifa fyrir sjálfan sig en lesendur. Þess má geta að Grass fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum sama árið og Öld Grass kom út. Forvitnilegar bækur 100 ár af Günter Grass Mein Jahrhundert / My Century eftir Günter Grass. Michael Henry Heim þýddi á ensku. Faber og faber gefur út 1999. 280 síður innbundin. Kilja fæst meðal annars í Máli og menningu og kostar þar um 2.000 kr. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.