Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 2
Stjórn Félags fasteignasala skrifar félagsmálaráðherra STJÓRN Félags fasteignasala hef- ur beint fyrirspurn til félagsmála- ráðherra varðandi nýjar reglur um viðmiðun lánsfjárhæða Íbúðalána- sjóðs, en nýtt brunabótamat tekur gildi 15. september næstkomandi og er þess óskað að svar við fyr- irspurninni liggi fyrir ekki seinna en á þriðjudaginn kemur. Í bréfi félagsins til félagsmálaráðherra kemur fram að á undanförnum misserum hafi fólk í fasteignavið- skiptum beðið þess að nýjar reglur í þessum efnum litu dagsins ljós. „Því miður hefur ekkert bólað á þessum nýju reglum og hinn 15. september nk., er nýtt brunabóta- mat tekur gildi, sem hingað til hef- ur verið miðað við um hámarkslán, munu möguleikar fólks til fast- eignakaupa kollvarpast, þar sem hið nýja brunabótamat mun hafa í för með sér verulega lækkun brunabótamats á flestum fasteign- um í landinu,“ segir í bréfinu. Guðrún Árnadóttir, formaður Félags fasteignasala, sagði að ríkjandi væri óvissuástand á fast- eignamarkaði vegna þessa og óvissa leiddi af sér óöryggi. Kallað hafi verið eftir nýjum reglum frá því í vor er ljóst var að brunabóta- mat myndi lækka og fasteignamat myndi hækka. Nú hafi allt sumarið liðið og ráðherra enn ekkert gefið út, þannig að fyrirspurnum til fast- eignasala hafi fjölgað gífurlega, auk þess sem mál í biðstöðu hafi hrannast upp. Guðrún sagði að það gæti ekki gengið að lánveitingar ættu að miðast við brunabótamat sem orðið væri þetta lágt. Lánveitingar hlytu eðlilega að miðast við markaðsverð og framboð og eftirspurn ættu að ráða verði fasteigna, ekki það hvort brunabótamat væri hátt eða lágt. Ekki náðist í Pál Pétursson félagsmálaráðherra í gærkvöldi, en hann var erlendis. Spurt um viðmiðun láns- fjárhæða Íbúðalánasjóðs FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isRagnheiður stýrði kvennaliði Vals í bikarúrslit/B4 Hauki Inga Guðnasyni líkt við hollenskan landsliðsmann/B2 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r25. á g ú s t ˜ 2 0 0 1 HELGI Símonarson frá Þverá í Svarfaðardal lést í gær, föstudaginn 24. ágúst. Helgi fæddist 13. september 1895 í Gröf í Svarfaðardal og vantaði því ekki nema tæpar þrjár vikur upp á að ná 106 ára aldri. Helgi hefur síðustu ár verið elsti karlmaður á Íslandi. Foreldrar Helga voru Símon Jónsson úr Lágubúð í Skagafirði og Guðrún Sigurjónsdóttir í Gröf. Símon, faðir Helga, drukknaði þegar hann var á öðru ári. Afi hans skaut þá skjólshúsi yfir hann og móður hans. Helgi giftist eiginkonu sinni, Maríu Stefaníu Stefánsdóttur, 4. júní 1927. Þau eignuðust sex börn og komust þrjú þeirra upp; Halldór, Sigrún Petrína, bæði látin, og Símon sem býr á Þverá. María lést 20. nóvember 1963. Helgi lauk gagnfræðaprófi árið 1919 og kennaraprófi árið 1923. Hann stundaði kennslu eftir það allt til ársins 1945 og var skólastjóri barnaskólans á Dalvík um tíma. Samhliða kennslu og bústörfum sinnti Helgi félags- og menningarmálum af miklu kappi. Hann var í hreppsnefnd og átti sæti á Búnaðarþingi. Helgi bjó á hluta af jörðinni Völlum í Svarf- aðardal frá 1914 til 1930 en það ár keyptu hjónin Þverá í Svarfaðardal. Þar bjó Helgi í 70 ár en vorið 2000 fluttist hann á dvalarheim- ilið Dalbæ á Dalvík. Helgi var mikill áhugamaður um íþróttir og þó aðallega knattspyrnu. Fylgdist hann með knattspyrnu í sjónvarpi allt fram á síðustu ár. Helgi var fylgismaður Liverpool í ensku knattspyrnunni og birtist frásögn af honum í leikskrá Liverpool haustið 2000, þar sem sagði að Helgi væri elsti áhangandi liðsins í heiminum. Andlát HELGI SÍMONARSON GUÐNI Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, vígði í gær nýtt þúsund hektara útivistarsvæði í Esjuhlíð- um, en hann gróðursetti tré á svæð- inu af þessu tilefni. Búið er að skipuleggja útivistar- svæðið og mun Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa umsjón með því. Búist er við að Esjuhlíðar verði eitt helsta útivistarsvæði höfuðborg- arinnar í framtíðinni. Morgunblaðið/RAX Nýtt útivist- arsvæði í Esjuhlíðum SAMÞYKKT var á aðalfundi Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi í gær að veita stjórn SSA heimild til að kæra úrskurð Skipulagsstofnunar um Kárahnjúkavirkjun. Mikill meiri- hluti fundarmanna var þessu sam- þykkur en þrír greiddu atkvæði á móti. Stjórn sambandsins og orku- og stóriðjunefnd SSA var falið að fara yfir úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Kára- hnjúkavirkjunar og kæra hann til umhverfisráðherra ef ástæða er til. Ljóst er að bæjarstjórn Fjarða- byggðar mun kæra úrskurðinn og hið sama mun Afl, starfsgreinafélag Austurlands, að öllum líkindum gera. Þá vinnur Landsvirkjun að gerð kæru. Frestur til að kæra úrskurðinn er til 5. september nk. Stjórn SSA heimilt að kæra úr- skurðinn TILLÖGUR liggja fyrir um endur- fjármögnun Íslenska sjónvarps- félagsins, sem meðal annars rekur SkjáEinn. Þær fela í sér að skuldum verði breytt í lán með breytirétti í hlutafé að upphæð 220 milljónir kr. og að jafnframt komi inn í fyrirtækið reiðufé að upphæð 200 milljónir króna. Samkvæmt bréfi sem Morgun- blaðið hefur undir höndum og merkt er sem trúnaðarmál nema heildar- skuldir félagsins í lok þessa mánaðar um 800 milljónum kr., en verða rúm- ar 700 milljónir ef þær tillögur sem að ofan greinir ná fram að ganga og er þá með talið lánið með breytirétti í hlutafé að fjárhæð 220 milljónir kr. Þá verða 100 milljónir kr. notaðar til að greiða niður skuldir og aðrar 100 milljónir til greiðslu vaxta af breyt- anlega skuldabréfinu og af langtíma- lánum frá áramótum og fram til næsta hausts. Með þessum aðgerð- um segir í bréfinu að talið sé að Skjá- Einum takist að endurfjármagna rekstur sinn út ágústmánuð 2002 miðað við að tekjur félagsins verði svipaðar og þær hafa verið undan- farið ár og að reksturinn skili já- kvæðu EBIDTA á næsta ári upp á 50 milljónir króna. Þá kemur fram varðandi skulda- bréfið sem breytanlegt er í hlutafé að eigendur skuldabréfaflokksins fái þrjú stjórnarsæti af fimm og neit- unarvald um stjórnarformennsku. Fram kemur einnig að ráðinn verði nýr framkvæmdastjóri, sem fjárfest- ar í skuldabréfaflokknum hafi neit- unarvald um. Páll Kr. Pálsson, stjórnarformað- ur Íslenska sjónvarpsfélagsins, vildi ekkert tjá sig um þessi mál er Morg- unblaðið hafði samband við hann í gærkveldi. Ekki náðist í Árna Þór Vigfússon sjónvarpsstjóra. Tillögur um endurfjármögnun Íslenska sjónvarpsfélagsins Hluta skulda verði breytt í lán með breytirétti í hlutafé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.