Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ frumsýning einnig á Akranesi og Keflavík Uppbyggingarstefna í Grafarvogi Leið til ábyrgðar Í dag er lokanámskeiðsem Miðgarður ogFoldaskóli standa að fyrir kennara og leikskóla- kennara. Þetta er síðasta námskeiðið af þremur sem fjallar um uppbyggingar- stefnu (Restitution). Dr. Jeff Grumley hefur haldið erindi á þessum námskeið- um öllum. Hann var spurður hvert væri megin- inntak uppbyggingar- stefnu. „Þetta er leið uppbygg- ingar til að kenna börnun- um að vera hluti af mann- legu samfélagi.“ – Hvernig er börnum kennt þetta? „Þau þurfa að læra sjálfsaga, fá tækifæri til að læra af mistökum sínum og verða fullgildir aðilar að sam- félaginu. Þetta leiðir börnin til ábyrgðar þannig að þau vilji eins og aðrir bæta hegðun sína og þau þurfa að finna að þau séu velkom- in aftur í hópinn. Þau hafa gert hópinn sterkari með vilja sínum til þess að bæta fyrir það sem af- laga hefur farið. Hópurinn gleðst yfir framförunum. Fólk lærir ekki alla hluti í fyrsta sinn sem það gerir þá, t.d. að synda, það er ekki hægt að búast við að börn geri allt rétt sem þau eiga að gera í fyrsta sinn. Við hjálpum börnum að upp- götva hvernig þau eigi að vera að- ilar að samfélaginu, fólk getur ekki getur gegnt hlutverkum sín- um í samfélaginu nema að hafa lært að taka ábyrgð á sjálfu sér.“ – Hvað áttu við með ábyrgð í þessu tilliti? „Það þýðir að fólk geti mætt sínum þörfum án þess að það komi niður á þörfum annarra.“ – Hvar er þessi stefna upp- runnin? „Diane Gossen er höfundur bókarinnar Restitution: Restruct- ing School Discipline. Hún byggir á fræðilegri athugun á mannlegri hegðun, sem kölluð er skynræn stýrikenning (Perceptual Control Theory), en með í myndinni eru líka skoðanir sem fólk hafði myndað sér áður. Leiðarljós upp- byggingarstefnunnar er; við, í stað ég. Foreldrar, kennarar, skólaráðgjafar og aðrir koma að uppeldi barnsins með því að vera því góð fyrirmynd í hegðun. Það er glatað tækifæri til uppbygg- ingar ef barn t.d. hellir niður mjólk og maður segir: „Æ, þetta er allt í lagi, ég þríf þetta upp.“ Við getum líka sagt barninu; „Þú verður að þrífa þetta upp.“ Þá fær barnið ekki tækifæri til þess að leiðrétta það sem úrskeiðis fór að eigin frumkvæði. Við erum alltaf að flýta okkur svo mikið – setjum reglur til þess að flýta fyrir okk- ur, og leggjum þar af leiðandi ekki áherslu á megininntakið, sem er samband á milli einstaklinga. – Hvaða ráð gefur þú uppalendum til þess að nýta uppbyggingar- stefnuna í uppeldi? „Með því að uppal- andi spyrji sig þeirrar spurninga; „hvernig uppalandi vil ég vera?“ metur hann sína hegðun út frá því hvaða mynd hann hefur af sér sem upp- alanda og kennir þannig barninu sjálfsmat – að það sé í lagi að gera mistök og við lærum af mistökum okkar. Það er svo áhrifamikið fyr- ir barnið að horfa á foreldrið eða kennarann og sjá að þau þurfa líka að byggja sig upp.“ – Eru einhverjar sérstakar að- ferðir betri en aðrar í þessu sam- bandi? „Það sem foreldri ætti síst að segja er: Hættu þessu. Frekar ætti foreldrið að viðurkenna hegðun barnsins og koma því til skila að í þessari fjölskyldu sé í lagi gera mistök og að við lærum af okkar mistökum. Eftir að barn- ið hefur leiðrétt það sem úrskeiðis fór þá spyr foreldrið: Hvað segir þetta um þig sem persónu – að þú viljir leiðrétta það sem fer úr- skeiðis. Með því að nota þessa uppbyggingarstefnu til langs tíma gerir það barnið sterkara og hegðunarvandkvæðin verða færri. Það dásamlega er að börnin vilja læra meira og vilja laga það sem úrskeiðis fer – þannig verður fjölskyldan eða samfélagið sterk- ara. Fólki líður betur saman í um- hverfi sínu. Þetta vekur vonir og ástæða er til að fagna því. Það er gleðilegt að hægt er að aga barn á þann hátt að það standi jafnrétt eftir hvað sjálfsvirðingu snertir.“ – Er ástandið hér ólíkt því sem þú þekkir úr þínu umhverfi hvað uppeldismál snertir? „Ég held að við sjáum hér samskonar hegðun og þegar við erum að horfa á hegðunarerfið- leika þá: „er það besta aðferð barnsins til að uppfylla sínar þarf- ir,“ segir Diane Gossen í fyrr- nefndri bók sinni.“ – Er þessi stefna notuð víða? „Já, hún er notuð í yfir 150 borgum víða um heim t.d. í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Indónesíu og Slóveníu. Að mestu er stefnan notuð í skólastarfi og einnig bæði í félags- þjónustu, lögreglu- störfum og meðferðar- stofnunum sem taka á málefnum barna og unglinga.“ – Hvernig hefur þetta starf gengið hér? „Ég hef kennt bæði kennurum og öðrum fagaðilum sem nú þegar eru að starfa vel hvernig þeir geti nýtt sér þessa stefnu til að ná betri árangri í starfi. Þetta er hluti af þróun sem hófst hér á landi á síðasta ári.“ Jeff Grumley  Jeff Grumley fæddist í Eugene, Indíana í Bandaríkj- unum. Hann stundaði sálfræði- nám og lauk doktorsprófi í þeirri grein í Chicago. Hann hefur starfað við sína sérgrein um ára- bil á eigin stofu, hann hefur haft umsjón með meðferðarstofnun fyrir unglinga og sem ráðgef- andi sérfræðingur í skólum og bæjarhverfum. Hann er kvæntur Therese Erickson Grumley, þau eiga fjögur börn. Uppbygging- arstefna notuð til langs tíma gerir barnið sterkara AÐ UNDANFÖRNU hefur verið unnið að langþráðum vegafram- kvæmdum hér í Suðursveit, og hef- ur mörgum þótt tími til kominn. Um er að ræða vegalagningu frá Trölla- skörðum og austur fyrir bæinn Smyrlabjörg, eða um 4,5 km. Þessi vegarspotti hefur verið eini malarkaflinn á hringveginum frá Reykjavík austur að Almanna- skarði. Þ.S.-verktakar frá Egils- stöðum hafa nú starfað hér um hríð með stórvirk tæki sín. Blindbeygjur verða færðar til betri vegar og nýr vegur mun liggja norður úr Upp- salahálsinum og yfir nýja brú hjá Smyrlabjörgum. Klettanef hafa verið mölvuð, skerðingar gerðar og skurðir grafn- ir. Tilboð Þ.S verktaka nam 38,6 millj. kr. sem er 92,5% af kostnaðar- áætlun. Veginum verður skilað með slitlagi fyrir 10. október, en lokafrá- gangur bíður næsta vors. Gamla slóðin var hálfgerð slysagildra og verður hér því um að ræða mikla vegabót. Morgunblaðið/Einar Jónsson Hringvegurinn bættur verulega í Suðursveit Kálfafellsstað. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.