Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 9
Neðst við Dunhaga
sími 562 2230
Satindragtir með buxum
og-eða pilsum
Opið mán.-fös. kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-14.
Glæsilegar haustvörur
Ótrúlegt úrval
Buxur, peysur, jakkar, kápur
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
á horni Laugavegs og
Klapparstígs,sími 552 2515
Sprengitilboð á
stólum 2 fyrir 1
Verð dæmi:
Áður
kr. 45.000
Nú
kr. 22.000
Sígild verslu
n
Erum að taka upp
glæsilegan þýskan fatnað
í stórum stærðum
Ljósakrónur Bókahillur
Skatthol Íkonar
www.simnet.is/antikmunir
Full búð af
nýjum vörum
Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977.
SKÓVERSLUN
KÓPAVOGS
HAMRABORG 3 SÍMI 554 1754
Þjónusta í 35 ár
ÚTSALAN
SÍÐASTI DAGUR
AÐEINS 3 VERÐ
990 1.990 2.990
10.300 kr.
HELGARTILBOÐ
5.890 kr.
3.890.- 5.990.-
Tilboð Tilb
oð
Opið til kl. 16 á laugardögum
NÝR yfirmaður, Dean Kiyohara
kafteinn, tók við stjórn Flotastöðv-
ar varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli í gær, 24. ágúst.
Flotastöðin annast rekstur flug-
vallarmannvirkja og þjónustu-
stofnana á Keflavíkurflugvelli.
Fráfarandi yfirmaður Flota-
stöðvarinnar, Mark Anthony
kafteinn, hefur gegnt starfinu und-
anfarin tvö ár. Hann tekur nú við
deildarstjórastarfi í aðalstöðvum
Atlantshafsflota Bandaríkjanna í
Norfolk, Virginíuríki.
Dean Kiyohara nam eðlisfræði
við Kaliforníuháskóla og hlaut
meistaragráðu í fjármálastjórn frá
framhaldsskóla Bandaríkjaflota.
Hann hóf feril sinn sem flugliðsfor-
ingi og hefur starfsvettvangur
hans einkum verið á sviði eftirlits-
og kafbátaleitarflugs, þ.á m. sem
flugsveitarforingi. Hann hefur auk
þess gegnt trúnaðarstörfum í flota-
málaráðuneytinu og framhalds-
skóla flotans. Eiginkona hans er
Ryoko og eiga þau saman soninn
Kevin.
Yfirmannaskipti hjá
Flotastöð varnarliðsins
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Yfirmannaskipti varnarliðsins fóru fram á föstudaginn. Á myndinni má
m.a. sjá vinstra megin fráfarandi flotaforingja, Mark Anthony, en til
hægri við hann er Barbara J. Griffiths, sendiherra Bandaríkjanna á Ís-
landi. Þá má sjá nýja flotaforingjann, Dean Kiyohara, og fjölskyldu hans.
EKKI er útséð með hvernig brugðist
verður við nýlegu áliti kærunefndar
fjöleignarhúsamála sem taldi ólög-
mæta þá ákvörðun stjórnar Rekstr-
arfélags Kringlunnar að fjarlægja
tvo rúllustiga í norðurhúsi Kringl-
unnar án þess að fyrir lægi afstaða
félagsfundar. Á fundi stjórnar
rekstrarfélagsins í síðustu viku var
álitið lagt fram og ákveðið að óska
eftir viðræðum um málið við álits-
beiðendur á fundi hinn 29. ágúst nk.
Einar I. Halldórsson fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar telur
eðlilegt að málið verði leyst innan
félagsins án þess að farið verði með
það fyrir dómstóla.
Náist hins vegar ekki sátt í málinu
innan Kringlunnar, samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins, eru dóm-
stólaleiðir færar fyrir báða aðila. Sá
aðili sem álitið gengur gegn, þ.e.
stjórn Rekstrarfélags Kringlunnar,
hefur möguleika á að fá álitinu
hnekkt fyrir dómstólum og að sama
skapi hefur hópur eigenda Kringl-
unnar, þ.e. álitsbeiðendur, mögu-
leika á að leita til dómstóla og krefj-
ast innsetningar rúllustiganna í
framhaldi af umræddu áliti.
Hin umdeilda ákvörðun rekstrar-
félagsins var samþykkt hinn 7.
desember 2000.
Í forsendum álits kærunefndar-
innar kemur fram að þetta úrlausn-
arefni heyri ótvírætt undir lög um
fjöleignarhús og að atbeina félags-
fundar hafi þurft til ákvörðunarinn-
ar.
Álit kærunefndar vegna rúllustiga í Kringlunni
Óskað verður eftir við-
ræðum við álitsbeiðendur
SLÁTURFÉLAG Suðurlands
á Selfossi er meðal þeirra fyr-
irtækja sem hafa hafið sum-
arslátrun sauðfjár en hún
hófst í lok júlí. Að sögn Her-
manns Árnasonar, stöðvar-
stjóra á Selfossi, gengur slát-
urvertíðin vel. Hermann telur
að búið sé að slátra um 4.000
lömbum hingað til.
„Það er heldur meira fram-
boð af sláturlömbum núna en
var á seinasta ári. Ástæður
þess tel ég meðal annars þær
að Sláturfélagið er eini slát-
urleyfishafinn á Suðurlandi en
þeir voru tveir í fyrra þegar
Goði [Kjötumboðið] rak slát-
urhús í Þykkvabænum. Að
auki er ástand lamba mjög
gott en árferði hefur verið
hagstætt fyrir lambfénað í
sumar.“
Hermann segir að slátrunin
sé að stigmagnast um þessar
mundir en hún verði eflaust í
gangi fram að jólum. Að sögn
hans selst kjötið mjög vel en
hluti þess fer ferskt til út-
flutnings.
Kjötumboðið hf., áður Goði
hf., hefur leigt út sláturhús
sín til kaupfélaga á landinu en
ekkert þeirra hefur hafið
slátrun á sauðfé. Slátrun í
þeim húsum hefst í næsta
mánuði.
Sumar-
slátrun
hefur farið
vel af stað