Morgunblaðið - 25.08.2001, Page 19
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 19
TAP samstæðu Opinna kerfa nam
rúmum 203 milljónum króna fyrstu
sex mánuði ársins, sem er 340 millj-
ón króna viðsnúningur frá sama
tímabili í fyrra er hagnaður sam-
stæðunnar nam tæplega 137 millj-
ónum króna.
Rekstrartekjur samstæðunnar
voru 2.684 milljónir króna fyrstu sex
mánuði ársins en rekstrargjöldin
námu 2.568 milljónum króna.
Rekstrarhagnaður samstæðunnar
nam því 116 milljónum króna en var
300 milljónir á sama tímabili í fyrra.
Neikvæð áhrif hlutdeildarfélaga
nema 240 milljónum króna fyrir
skatta.
Í fréttatilkynningu kemur fram
að áhrif dótturfélaga eftir skatta
voru neikvæð um tæpar 100 millj-
ónir króna fyrri helming ársins en
voru jákvæð um 67 milljónir króna á
fyrstu sex mánuðum síðasta árs.
Megnið af þessari sveiflu skýrist af
niðurfærslu skráðra hlutabréfa í
eign Skýrr. Af hlutdeildarfélögum
hefur rekstur Aco-Tæknivals verið
mjög erfiður á fyrri hluta ársins og
eru áhrif þeirra eftir skatta neikvæð
um rúmar 200 milljónir króna. Önn-
ur hlutdeildarfélög hafa óveruleg
áhrif á uppgjörið nú.
Opin kerfi eru með beina eign-
araðild að 16 félögum þar sem bók-
fært verð þeirrar eignar er um 900
milljónir en áætlað markaðsvirði,
samkvæmt fréttatilkynningu Op-
inna kerfa, er yfir 1.900 milljónum
króna.
Fjármunagjöld Opinna kerfa
námu 254 milljónum króna. Tap
samstæðunnar fyrir tekjuskatt nam
377 milljónum króna samanborið við
298 milljóna króna hagnað á sama
tíma í fyrra.
Áætlunum um hagnað
ársins breytt umtalsvert
Opin kerfi tekjufæra tekjuskatts-
skuldbindingu upp á 89 milljónir
króna en á sama tímabili í fyrra
voru gjaldfærðar tekjuskattsskuld-
bindingar fyrir 99 milljónir króna.
Eigið fé nam 830 milljónum króna
þann 30. júní sl. en um áramót nam
það 1.056 milljónum króna, sem
jafngildir 1.111 milljónum króna í
júnílok miðað við 5,2% verðlags-
breytingu á tímabilinu.
Í fréttatilkynningu frá Opnum
kerfum kemur fram að velta móð-
urfélagsins hafi aukist um 20% en
framlegð hafi dregist aðeins saman.
Á aðalfundi Opinna kerfa fyrir ár-
ið 2000 kom fram að áætlanir fyrir
árið 2001 gerðu ráð fyrir að hagn-
aður eftir skatta yrði yfir 280 millj-
ónir króna. „Í ljósi niðurstöðu fyrri
helmingsins og með tilliti til áætlana
dóttur- og hlutdeildarfélaga gera
forráðamenn félagsins nú ráð fyrir
að rekstur samstæðunnar fyrir allt
árið 2001 muni skila lítils háttar
hagnaði,“ að því er fram kemur í til-
kynningu.
Gengi hlutabréfa í Opnum kerfum
lækkaði úr 13,60 í 11,10 eða um
18,4% á markaði í gær.
Opin kerfi með 203
milljónir í tap
SPÆNSKA fataverslanakeðjan
Mango opnar 530 fermetra verslun í
Smáralind 10. október. Mango er
önnur stærsta verslanakeðja Spánar
en rekstraraðili hennar hér á landi
er Háess ehf. Mango selur fatnað,
skó og fylgihluti fyrir konur á aldr-
inum 18 til 40 ára. Verslanir Mango
eru Íslendingum að góðu kunnar
enda eru þær vel yfir 500 talsins í 53
löndum, sé miðað við árslok 2000.
Fyrirtækið stefnir að því að fjölga
verslunum verulega á þessu ári
þannig að þær verði orðnar 650 í árs-
lok, þar af 398 utan Spánar. Opnun
Mango í Smáralind er því liður í sókn
fyrirtækisins út fyrir heimamarkað
en nú eru að meðaltali opnaðar 10
nýjar Mango-verslanir í hverjum
mánuði. Mango hefur engu að síður
sterka stöðu á heimamarkaði og er
næststærsta fataverslunarkeðja
Spánar.
Spurður um samninginn við
Mango segir Hákon Hákonarson,
einn af eigendum Háess, að fleiri hafi
verið um hituna en Mango hafi haft
úrslitaatkvæðið um hver hreppti
hnossið. Hann kveðst ánægður með
að hafa landað samningnum við
Mango og telur mikinn feng vera í
komu keðjunnar hingað til lands.
Hákon segir að auglýst verði eftir
starfsfólki innan skamms en hann
gerir ráð fyrir að 6–15 manns muni
starfa hjá Mango í Smáralind. Að
sögn Pálma Kristinssonar, fram-
kvæmdastjóra Smáralindar, er
Mango góð viðbót við þá miklu
breidd verslana sem þegar hafa leigt
rými í Smáralind.
Áætluð ársvelta 80,4 milljarðar
Fyrsta Mango-verslunin var opn-
uð í Barcelona árið 1984 en átta ár-
um síðar voru verslanirnar orðnar 99
talsins á Spáni og það ár voru einnig
fyrstu verslanirnar utan heima-
landsins opnaðar í Portúgal. Árið
1997 fóru hjólin að snúast fyrir al-
vöru en þá var söluvelta á alþjóða-
markaði í fyrsta skipti meiri en
heimamarkaði.
Velta Mango árið 2000 nam um 68
milljörðum króna en áætluð velta ár-
ið 2001 er 80,4 milljarðar króna.
Þannig er gert ráð fyrir rúmlega
18% veltuaukningu milli 2000 og
2001 en veltan jókst hins vegar um
15% á milli áranna 1999 og 2000.
Alls starfa 5.100 manns hjá
Mango, þar af um 900 í höfuðstöðv-
um fyrirtækisins í Barcelona. Með-
alaldur starfsmanna er aðeins 25 ár
og þrír fjórðu hlutar vinnuafls eru
konur.
Hönnun verslunar Mango í
Smáralind er nú þegar vel á veg
komin. Framkvæmdir munu hefjast
innan skamms en Háess áætlar að
opna verslunina á sama tíma og aðr-
ar verslanir í Smáralind 10. október.
Þeim, sem vilja kynna sér vörur og
verslanir Mango, er bent á vefslóð-
ina www.mango.es.
Önnur stærsta verslanakeðja Spánar til Íslands
Hönnun verslunarrýmis Mango í Smáralind er á lokastigi og framkvæmdir við það hefjast fljótlega.
Háess opnar Mango-
verslun í Smáralind
Hagnaður Sæplasts
dróst saman um
meira en fimmtung
SÆPLAST hf. skilaði liðlega 5 millj-
óna króna hagnaði á fyrstu sex mán-
uðum ársins. Til samanburðar nam
hagnaður á fyrri hluta síðasta árs ríf-
lega 23 milljónum króna. Hagnaður
hefur því dregist saman um rúm 22%
miðað við fyrra ár.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir
og fjármagnsliði nam rúmum 156
milljónum króna á fyrri árshelmingi
en var 146 milljónir á sama tíma í
fyrra. Hrein fjármagnsgjöld námu
51 milljón króna en voru 42 milljónir
króna í fyrra.
Tekjur samstæðunnar jukust tæp
20% frá fyrra ári og námu nú tæpum
1,3 milljörðum króna. Rekstrargjöld
jukust um tæp 23% og námu nú rúm-
um 1,2 milljörðum.
Eigið fé var 711 milljónir króna í
lok júní og hafði hækkað um 30 millj-
ónir króna frá áramótum. Arðsemi
eigin fjár jókst úr 0,45 í 1,55 frá ára-
mótum. Eiginfjárhlutfall var tæp
27% miðað við 30% um áramót og
veltufjárhlutfall lækkaði úr 1,49 um
áramót í 1,33 í lok júní. Þá nam veltu-
fé frá rekstri rúmum 103 milljónum
króna á fyrri helmingi þessa árs en
nam 110 milljónum króna á fyrri
hluta síðasta árs.
Lakara en gert var ráð fyrir
Í tilkynningu frá félaginu segir að
afkoman sé mun lakari en áætlanir
félagsins gerðu ráð fyrir sem skýrist
fyrst og fremst af minni sölu en
stefnt var að. Þó sé um afkomubata
að ræða frá þriggja mánaða uppgjöri
auk þess sem framlegð félagsins
aukist mikið frá fyrsta ársfjórðungi.
„Efnhagsástand og almenn var-
kárni í fjárfestingum í Bandaríkjun-
um og Kanada hefur gert það að
verkum að sala er þar undir áætl-
unum. Í Evrópu hefur sala einnig
verið minni en ráð var fyrir gert.
Hráefnisverð hefur einnig hækkað
á tímabilinu.“
Félagið telur að í ljósi þessara
þátta muni áætlanir félagsins ekki
nást á árinu. Í endurskoðaðri áætlun
er reiknað með 20 milljóna króna
hagnaði á árinu, að framlegð fari
batnandi en sala dragist saman á síð-
ari hluta ársins.
Uppgjörið óviðunandi
Jónas Gauti Friðþjófsson hjá
Landsbanka Íslands segir uppgjör
félagsins ekki viðunandi, sé litið til
þess „að raunaukning
tekna er lítil vegna minnkandi um-
svifa á mörkuðum, auk þess sem
framlegð fyrir afskriftir sem hlutfall
af rekstrartekjum lækkar og veltufé
frá rekstri stendur svo til í stað milli
tímabila.“ Jónas Gauti segir gengis-
tap félagsins þó óverulegt borið sam-
an við gengistap margra annarra
félaga og afkoman hafi batnað frá
fyrsta ársfjórðungi.
Greiðslustöðvun Kjöt-
umboðsins framlengd
GREIÐSLUSTÖÐVUN Kjötum-
boðsins hefur verið framlengd til
20. nóvember. Að sögn Kristins
Þórs Geirssonar, framkvæmda-
stjóra Kjötumboðsins, hafði það
ekki áhrif að mótmæli komu frá
einum aðila sem varð til þess að
dómtaka þurfti málið; dómsorðið
segi að ekkert hafi komið fram
sem benti til annars en að þau
gögn sem Kjötumboðið lagði fram
hafi verið rétt.
Vegna ummæla kúabænda, sem
fram hafa komið í fjölmiðlun að
undanförnu, segist Kristinn vilja
vísa fullyrðingu þeirra algerlega á
bug. „Vangaveltur þeirra um sak-
næmt athæfi eiga ekki við nein
rök að styðjast og eru raunar al-
veg út í hött.“