Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 20
VIÐSKIPTI 20 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÚNAÐARBANKI Íslands hf. skilaði 57 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins, en á sama tímabili í fyrra var hagnaður bankans 339 milljónir króna. Þetta þýðir að afkoma tímabilsins er um 200 milljónum króna undir áætl- unum og að arðsemi eigin fjár var 1,4%, en var 9,7% í fyrra. Fyrir skatta var hagnaðurinn 80 milljónir króna, sem skiptist þann- ig milli ársfjórðunga að á fyrsta fjórðungi ársins var 337 milljóna króna tap fyrir skatta, en á öðrum fjórðungi var hagnaður 417 millj- ónir króna. Í fréttatilkynningu frá bankan- um kemur fram að hagnaður af al- mennum viðskiptabankarekstri hafi verið 1.050 milljónir króna fyrir skatta og þá séu auknar vaxtatekjur vegna verðbólguskots á öðrum ársfjórðungi undanskild- ar. Hreinar vaxtatekjur hækkuðu um 46% frá fyrra ári og vaxtamun- ur hækkaði úr 3,2% í 3,5%. Í fréttatilkynningunni segir að hækkun vaxtamunar skýrist af auknum tekjum vegna verðbólgu- skots á öðrum ársfjórðungi, en verðtryggðar eignir bankans séu nokkuð umfram verðtryggðar skuldir. Ánægður með viðskipta- bankastarfsemina Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, segir að hann sé mjög ánægður með viðskipta- bankastarfsemina og að hún hafi gengið vel. Hann sé að sama skapi óánægður með afkomuna af fjár- festingarbankastarfseminni, en hún skýrist aðallega af tapi af hlutabréfaeign. Það sé hins vegar nokkuð sem bankinn ráði illa við og að þróun á hlutabréfamörkuð- um hafi verið afar óhagstæð. Gengistap af annarri fjármála- starfsemi var samanlagt 649 millj- ónir króna og á stærstan þátt í litlum hagnaði á fyrri hluta ársins. Undir þennan lið fellur gengis- hagnaður af veltuskuldabréfum að fjárhæð 94 milljónir króna, geng- istap af veltuhlutabréfum að fjár- hæð 546 milljónir króna og 198 milljóna króna gengistap af gjald- eyrisviðskiptum. Í fyrra var geng- istap samanlagt 112 milljónir króna, en þá voru það skuldabréfin sem drógu afkomuna niður á með- an hagnaður var af hlutabréfum og gjaldeyrisviðskiptum. Mikil aukning framlags í af- skriftarreikning hefur líka tölu- verð áhrif á afkomu bankans. Framlagið jókst um 385 milljónir króna milli ára og var nú 640 millj- ónir króna. Í tilkynningu bankans kemur fram að framlagið endur- spegli ekki endilega töpuð útlán, heldur sé um að ræða fjárhæð sem lögð sé til hliðar til að mæta hugs- anlegum útlánatöpum. Búnaðar- bankinn á nú 2,8 milljarða króna, eða sem nemur 2,1% af útlánum og veittum ábyrgðum, á afskrifta- reikningi. Kostnaðarhlutfall bankans, mælt sem hlutfall annarra rekstrar- gjalda af hreinum rekstrartekjum, var 78% á fyrri helmingi ársins og hafði hækkað úr 77% frá sama tímabili í fyrra. Annar mælikvarði á kostnað, rekstrargjöld sem hlut- fall af meðalstöðu efnahagsreikn- ings, þróaðist hins vegar jákvætt milli ára og var nú 3,27% í sam- anburði við 3,65% í fyrra. Rekstraráætlun ársins lækkuð Efnahagur bankans, þ.e. heild- areignir hans, jókst um 27 millj- arða króna á fyrstu sex mánuðum ársins og var 172 milljarðar króna í lok júní. Útlán hækkuðu um 18 milljarða króna, en helming þeirr- ar aukningar má rekja beint eða óbeint til gengislækkunar krón- unnar, að því er segir í tilkynningu bankans. Samkvæmt lögum um út- reikninga eiginfjárhlutfalls við- skiptabanka var hlutfallið 9,2% í lok júní en hafði verið 9,7% í lok síðasta árs. Eiginfjárhlutfallið má lægst fara niður í 8%. Í fréttatilkynningu frá bankan- um segir að í rekstraráætlun fyrir árið í heild hafi verið gert ráð fyrir 1.200 milljóna króna hagnaði. Eins og að framan sagði er afkoma fyrri árshluta um 200 milljónum króna undir áætlun. Í tilkynningunni segir að miðað við verðþróun á hluta- og skuldabréfamörkuðum það sem af sé þriðja ársfjórðungi sé fátt sem bendi til að bankinn nái að vinna upp það bil sem þegar er orðið á milli áætlunar og nið- urstöðu. Endurskoðuð rekstrar- áætlun geri því ráð fyrir 850 millj- óna króna hagnaði fyrir skatta. Um leið er ítrekað í tilkynningunni „að aðstæður á fjármálamörkuðum geta á skömmum tíma breyst, bæði til hins betra og hins verra.“ Mikið tap af hlutabréfaeign og gjaldeyrisviðskiptum Búnaðarbankans Hagnaður 57 milljón- ir króna                                         ! "#                            !  "#$%         &               '()*+ ,()+- $%&'$ )(*). '%&(( .(.,, .// )() 01/   )2-(*-, +(**1  +.) 13-4 13-4 '-1 *&+ ,,+ ),+ -)&+ $(+ $,+ $*$+ -.$+ -/*+ -.(+ $&+ $&+ )+ $&+ '$'+ *+    # 0112  2 0112  2 0% 2     #           ● HRAÐFRYSTISTÖÐ Þórshafnar var rekin með 104,9 milljón króna tapi á fyrri helmingi ársins samanborið við 32,2 milljóna tap á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu félagsins segir að meg- inorsakir taps hafi verið óhagstæð gengisþróun, en gengistap nam um 240 milljónum. Þá nam tap af rekstri dótturfélagsins, Íslensks kúfisks ehf., um 58 milljónum. Þá er og tekið fram að í rekstrartekjum fyrstu sex mánaðanna í fyrra hafi hagnaður af sölu fastafjámuna verið um 34 millj- ónir en í fjármagnsliðum fyrstu sex mánaða þessa árs haf hagnaður af sölu hlutabréfa numið um 89,3 millj- ónum. Rekstrartekjur voru 854,7 milljónir en voru 952,6 milljónir á sama tíma í fyrra. Samdrátt í rekstrartekjum á milli tímabila má rekja til þess að bolfisk- vinnslu hjá félaginu var hætt eftir fyrstu fjóra mánuðina í fyrra auk þess sem tekjur af leigðum aflahlutdeildum voru töluvert hærri í fyrra en í ár. Rekstrargjöld lækkuðu um 23% á milli tímabila og voru 633,3 milljónir á móti 826,3 milljónum í fyrra. Hagn- aður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 221,4 milljónum eða um 26% af rekstrartekjum sam- anborið við um 13% á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningunni segir að afkoma seinni hluta ársins ráðist af veiðum á uppsjávarfiski en á umliðnum árum hafi fyrri hluti ársins verið hagstæðari en sá seinni. Ýmislegt bendi þó til þess að seinni hluti ársins geti orðið félaginu hagstæðari en verið hefur undanfarin ár. Tap Hraðfrystistöðv- arinnar þrefaldast ● HAGNAÐUR Sparisjóðs vélstjóra fyrstu sex mánuði ársins nam 120 milljónum króna fyrir skatta en var 41 milljón króna á sama tímabili í fyrra. Samkvæmt árshlutauppgjöri voru vaxtatekjur alls 1.302,2 milljónir króna og höfðu aukist um 82% frá sama tímabili árið 2000. Vaxtagjöld hækkuðu á sama tíma um 69% og námu alls 941,4 milljónum króna. Hreinar rekstrartekjur Sparisjóðsins námu 500,9 milljónum króna en voru 361,5 milljónir króna á sama tíma ár- ið 2000. Rekstrargjöld sparisjóðsins námu 322,1 milljón króna á tíma- bilinu en námu 263,1 milljón króna á sama tíma í fyrra. Tekjur af hlutdeildarfélögum og öðrum eignarhlutum lækkuðu milli ára úr 89,5 milljónum króna í 19,6 milljónir króna. Framlag í afskrift- arreikning útlána var 20,6 milljónir króna en var 26,3 milljónir króna á sama tímabili árið 2000. Afskrift- arreikningur útlána nam 390,3 millj- ónum króna sem er 2,8% af heildar- útlánum og veittum ábyrgðum, en var um áramót 3,0%. Heildarinnlán Sparisjóðsins ásamt lántöku námu 12.657,4 milljónum króna og heildarútlán ásamt mark- aðsskuldabréfum námu 15.717,4 milljónum króna. Eigið fé Sparisjóðs vélstjóra 30. júní 2001 nam 2.561,5 milljónum króna og hefur vaxið um 230,6 millj- ónir króna frá 31. desember 2000 eða um 9,8%. Arðsemi eiginfjár er 10% á ársgrundvelli. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum er 20,4% en var 18,1% um síðustu áramót. Hagnaður Sparisjóðs vélstjóra þrefaldast ● EFTIR birtingu milliuppgjörs Ís- landssíma lækkaði gengi bréfa félagsins úr 3,70 í 3,20 eða um 13,5%. Gengi bréfanna hélt áfram að lækka í gær eða um 7,8% og fór þá í 2,95 og hefur gengið ekki áður verið skráð lægra. Gengið hefur því lækkað um rúman fimmt- ung á tveimur dögum. Miðað við gengið í gær er mark- aðsvirði Íslandssíma liðlega 1,7 milljarðar króna en við hlutafjár- útboð félagsins í byrjun júní sumar var áætlað markaðsvirði félagsins rúmir fimm milljarðar króna. Gengi bréfa Íslandssíma hefur því lækk- að um tvo þriðju frá því hlutaféð var boðið út. Markaðsvirði Íslands- síma hefur lækkað um 3,3 milljarða ACO hf. og Tæknival hf. voru sam- einuð á árinu og því er hér um fyrsta sameiginlega uppgjör félaganna að ræða og samanburðarfjárhæðir í rekstrarreikningi og sjóðstreymi eru samanlagðar fjárhæðir úr árs- reikningum félaganna. Í efnahags- reikningi eru til samanburðar fjár- hæðir úr samrunaefnahagsreikningi félaganna. Tæknival hf. gerði við þriggja mánaða uppgjör að hagnað- ur ársins yrði 120 milljónir. Gengistap 200 milljónir króna Árni Sigfússon, forstjóri Aco- Tæknivals, segir uppgjörið sýna mjög erfiða stöðu beggja fyrirtækja á þessum fyrstu sex mánuðum en í því sé einnig augljóst að búið sé að taka til og breyta vinnubrögðum. „Fyrir utan gengistap sem er tæpar 200 milljónir og vaxtagjöld upp á 70 milljónir hefur tölvusala dregist saman um 30% á tímabilinu og það hefur veruleg áhrif. Þar sem það er stærri hluti af sölu Tæknivals en Aco þá er það meira högg þeim meg- in. Hins vegar er um 50% samdrátt- ur í raftækjasölu sem er mun stærri þáttur í rekstri Aco eftir að þeir keyptu raftækjadeild Japis. Þessi samdráttur hefur veruleg áhrif á niðurstöður á fyrri hluta árs og munar mörg hundruð milljónum miðað við það sem hefði mátt ætla í eðlilegu ástandi,“ segir Árni. Tekjufærsla reiknaðs tekjuskatts vegna tímabilsins minnkar tap tíma- bilsins í 664 milljónir króna. Tekju- skattsskuldbinding félagsins, sem um áramót var rúmar 53 milljónir króna, fellur niður vegna reiknaða tekjuskattsins og til verður reiknuð skattinneign vegna taprekstrar sem færist til hækkunar eigna, alls ríf- lega 196 milljónir króna að teknu til- liti til reiknaðra verðbóta. Árni segir tekjuskattsfærsluna hafa verið gerða í samráði við endurskoðendur félagsins og hún sé í takt við það sem Eimskip og fleiri fyrirtæki hafi verið að gera. Rekstrartekjur félagsins námu tæpum 2,6 milljörðum króna en voru allt árið áður tæplega 5,9 millj- arðar. Rekstrargjöldin námu tæp- um 3,1 milljarði á þessu ári en voru rúmir 5,6 milljarðar á síðasta ári öllu. Niðurfærsla krafna og eignar- hluta í öðrum félögum nemur 119 milljónum króna og segir Árni hér fyrst og fremst vera um afskriftir á kröfum vegna Íslenskrar miðlunar að ræða, eða nær 100 milljónir. Einnig hafi verið afskrifað hlutafé Aco-Tæknivals í fyrirtækinu. Þá séu þættir sem snúa að sölu Japis á hluta fyrirtækisins til Aco, sem ákveðið var að afskrifa. „Það eru grimmar og harðar afskriftir í þessu uppgjöri,“ segir Árni. Eignir félagsins minnka um 21%, eða um 620 milljónir króna, frá ára- mótum þrátt fyrir að 196 milljóna króna reiknaða skattinneignin sé færð til eignar. Birgðir minnkuðu um 289 milljónir frá áramótum og segir í reikningi félagsins að hæfi- legt tillit hafi verið tekið til gallaðra og úreltra vara. Afskrifaðar tapaðar kröfur á tímabilinu námu tæpum 95 milljónum króna, aðallega vegna Ís- lenskrar miðlunar eins og áður sagði, en alls eru skammtímakröfur færðar niður um 61 milljón króna í afskriftareikning. Skuldir félagsins eru svipaðar og um áramót, þó hafa langtímaskuldir dregist saman um 22% en skamm- tímaskuldir aukast um 13% og eru 80% af heildarskuldum í stað 72% um áramót. Mestu munar um 276 milljónir króna vegna afborgana af langtímaskuldum á næsta ári. Birgðir og skammtíma- kröfur lækka Í áritun endurskoðenda í árshlut- areikningnum segir að forsendur fyrir áframhaldandi rekstri séu að það takist að bæta rekstrarafkomu og afla aukins eigin fjár. Um horfurnar fyrir seinni hluta árs segir Árni að unnið sé að end- urskipulagningu hins sameinaða fyrirtækis og væntir þess að hún skili fyrirtækinu sterkara fram á seinni hluta árs. „Það hefur verið lögð áhersla á að ná veltufjármun- um niður. Birgðastaðan er mun hag- stæðari núna heldur en hún hefur lengi verið og skammtímakröfurnar hafa lækkað verulega. Við ætlum okkur að snúa við og skila hagnaði á næstu sex mánuðum,“ segir Árni en gert er ráð fyrir að 50 milljóna króna hagnaður verði af síðari hluta ársins í kjölfar hagræðingaraðgerða og endurskipulagningar. „Við erum búin að taka til í þessu uppgjöri og breyta vinnubrögðum. Það er ástæða til að nefna sérstak- lega ráðningu Magnúsar Norðdahl í stöðu aðstoðarforstjóra. Hann hefur gríðarlega reynslu af svipuðum verkefnum sem fyrrum fram- kvæmdastjóri hjá Tech Data í Nor- egi.“ Fyrirvari við áætlun um 50 milljóna króna hagnað Arnbjörn Ingimundarson hjá greiningadeild Íslandsbanka segir tap Aco-Tæknivals langt umfram spár markaðsaðila og mun meira en búast mátti við, þrátt fyrir að félagið hafi greint frá verulega auknum af- skriftum og þyngri rekstri. Hann segir að ætla megi að afkoman verði mun skárri á síðari hluta ársins vegna harðra hagræðingaraðgerða en setur eigi að síður nokkurn fyr- irvara við áætlun félagsins um 50 milljóna króna hagnað á síðari árs- helmingi, þrátt fyrir að síðari hluti árs sé að jafnaði betri en sá fyrri. Tap Aco-Tæknivals nam 664 milljónum á tímabilinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.