Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 21
ÚR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 21
OPIÐ:
Mánud. - föstud. kl. 9-18
Laugard. kl. 10-14
Við Fellsmúla
Sími 588 7332
www.heildsoluverslunin.is
- trygging fyrir l
águ verði!
Thermex
hitakútar
Gegnumstreymishitari 5KW Kr. 13.430,-
15L undir vask Kr. 13.950,-
30L Lóðréttur Kr. 16.400,-
50L Lóðréttur Kr. 18.900,-
50L Láréttur Kr. 19.900,-
80L Lóðréttur Kr. 20.900,-
80L Láréttur Kr. 22.900,-
80L Lóðréttur, má einnig nota
fyrir sólarrafhlöðu Kr. 25.600,-
80L Láréttur, má einnig nota
fyrir sólarrafhlöðu Kr. 27.900,-
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
01
D
V
R
07
0
ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra segir að Einar Oddur
Kristjánsson alþingismaður fari
með rangt mál í grein sem birtist í
Morgunblaðinu í gær. Í greininni
segir Einar Oddur að sjávarút-
vegsráðherra hafi ekki staðið við
samkomulag sem gert var við smá-
bátaeigendur um veiðar smábáta í
íslenskri fiskveiðilögsögu.
Árni segir að smábátar hafi ver-
ið settir undir þorskaflahámark
árið 1995 og það hafi verið gert án
samkomulags við smábátaeigend-
ur. Einar Oddur fari því með
rangt mál þegar hann haldi því
fram að smábátar hafi verið settir
í þorskaflahámark árið 1996 og
leyft að veiða frjálst af öðrum teg-
undum með sérstöku samkomu-
lagi. Árni segir að hinsvegar hafi
verið gert samkomulag við smá-
bátaeigendur árið 1996 um breyt-
ingar á þorskaflahámarkskerfinu
og um þá báta sem voru utan kerf-
isins, svokallaða sóknardagabáta.
„Samkomulagið snerist meðal ann-
ars um leyfilegan heildarafla sókn-
ardagabáta. Þennan hluta sam-
komulagsins hafa smábáteigendur
hinsvegar aldrei virt. Í samkomu-
laginu var meira að segja tekið
fram að stjórnvöld geti aldrei af-
salað sér því að stjórna fiskveiðum
með takmörkunum á afla. Þar að
auki getur enginn ráðherra bundið
ráðherra framtíðarinnar, né lög-
gjafarvaldið, við tiltekna afstöðu
eða að þeir muni aldrei leggja til
breytingar á tilteknum lögum.
Þetta á sérstaklega við ef forsend-
ur breytast, til dæmis þegar falla
Hæstaréttardómar sem segja að
forsendur þess sem samið var um
standist ekki stjórnarskrána. Ein-
ar Oddur fer því með rangt mál og
hann veit hvað heiðursmenn gera
þegar þeir fara rangt með,“ segir
Árni.
Frestun laganna líklega
brot á stjórnarskrá
Í grein sinni í Morgunblaðinu
vísar Einar Oddur til álitsgerðar
sem Sigurður Líndal lagaprófessor
og Skúli Magnússon lektor unnu
fyrir Landssamband smábátaeig-
enda. Niðurstaða hennar hafi verið
að þorskaflahámark krókabáta
stangaðist ekki á við stjórnarskrá
og því bæri ekki að kvótasetja
aukategundir, líkt og lögin sem
taka gildi 1. september nk. kveða á
um. Sjávarútvegsráðherra hafi
hinvegar hvorki tekið tillit til nið-
urstöðu álitsgerðarinnar né svarað
þeim rökum sem þar var teflt
fram.
Árni segir að álitsgerðin hafi
verið skoðuð vandlega og hann
meðal annars vitnað til hennar í
umræðum á Alþingi. Það sé engu
að síður langlíklegast að frestun
laganna hefði verið brot á stjórn-
arskránni.
Hann bendir á að í álitsgerðinni
komi í raun ekki fram önnur skoð-
un en sú sem Sigurður Líndal lýsti
á dómi Hæstaréttar árið 1998. „Þá
var Sigurður Líndal ósammála
dómnum. Ég var sjálfur sammála
Sigurði þá og er það í raun ennþá.
Ég tel að dómurinn frá árinu 1998
hafi ekki verið réttur. Ég tel hins-
vegar að lögfræðingar sem unnið
hafa fyrir ráðuneytið, bæði þá og
nú, hafi rétt fyrir sér í túlkun á
dómnum. Bæði ég og Sigurður
Líndal verðum að sætta okkur við
það hvernig Hæstiréttur túlkar
lögin. Við erum ekki yfir lögin
hafnir frekar en aðrir,“ segir ráð-
herrann.
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra
Einar Oddur fer
með rangt mál
NÝR bátur kom til heimahafnar í
Stykkishólmi um helgina. Hann
hefur fengið nafnið Ársæll SH 88
og er í eigu Sólborgar ehf. í
Stykkishólmi. Skipið er keypt frá
Hornafirði og var í eigu Skinn-
eyjar-Þinganess og hét þá Steinunn
SF 10.
Ársæll SH 88 er byggður í Nor-
egi árið 1966 og er 197 tonn. Skipið
er 34,64 m langt og 6,75 m breitt.
Fyrri eigendur hafa gert miklar
endurbætur á skipinu á síðustu ár-
um og hefur umgengni þeirra um
skipið verið mjög góð. Eigendur
Ársæls eru ánægðir með kaupin og
telja að þeir hafi fengið gott skip í
hendur. Ársæll SH 88 kemur í stað
eldri báts sem seldur var í vor til
Flóa ehf. í Hafnarfirði og heitir
hann nú Egill Halldórsson SH 2.
Sólborg ehf. var stofnuð fyrir 23 ár-
um árum og þetta er fjórða skip
félagsins sem ber Ársælsnafnið.
Ársæll verður gerður út á neta-
veiðar og hefur þegar farið í sína
fyrstu veiðiferð. Í áhöfn Ársæls
verða 8 menn og skipstjóri er Viðar
Björnsson.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Nýr bátur Ársæll SH 88
ÆTLA má að útflutningsverðmæti
kolmunnaafla íslenskra skipa á þessu
ári sé orðið hátt í 3 milljarðar króna.
Kolmunnaafli ársins er nú orðinn um
210 þúsund tonn. Eins og komið hefur
fram hafa kolmunnaveiðar gengið
mjög vel það sem af er árinu og útlit
fyrir góða veiði áfram. Sunnuberg NS
landaði þannig síðast á Vopnafirði á
miðvikudag, alls um 900 tonnum og
hefur þá landað um 2.100 tonnum af
kolmunna á aðeins 8 dögum. Íslensk
skip lönduðu alls tæpum 12.000 tonn-
um af kolmunna erlendis á fyrstu 7
mánuðum ársins, samkvæmt upplýs-
ingum frá Fiskistofu. Aflanum var
einkum landað í Færeyjum. Samtals
hefur Sunnuberg NS borið á land um
12.500 tonn af kolmunna á árinu, en
skipið hefur landað tvisvar í Færeyj-
um í sumar, vegna þess að þá var ver-
ið að bræða loðnu í verksmiðjunni, að
sögn Friðriks Guðmundssonar, fram-
kvæmdastjóra Tanga hf. á Vopna-
firði. „Venjulega er lítið um að vera
hjá fiskimjölsverksmiðjunum á þess-
um árstíma og því er kolmunninn
kærkominn. Kolmunninn er mjög
gott hráefni og samfara góðri veiði
hefur afurðaverðið þokast upp á við.
Það árar því ágætlega í fiskimjölsiðn-
aðinum um þessar mundir.“
Íslenskar fiskimjölsverksmiðjur nú
þegar tekið á móti um 200 þúsund
tonnum af kolmunna en auk þess hafa
íslensk skip landað um 12 þúsund
tonnum erlendis.
Verðmæti
kolmunna
nærri 3
milljarðar