Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 23 SEXTÁN manns féllu og tugir særðust í þremur sprengingum í Kólumbíu í gær. Ein varð í Santander-héraði, en meðlimir Þjóðfrelsishersins (ELN) voru að flytja sprengiefni í vörubíl og létust 15 þeirra þegar sprengjan sprakk óvænt. Þá féll einn og tuttugu særðust þegar sprengja sprakk í Ant- ioquia-héraði og svo særðust tíu þegar þriðja sprengjan sprakk í Medellin-borg. Stjórn- arherinn í Kólumbíu hefur und- anfarna viku sótt hart að um þúsund manna flokki á vegum skæruliðahópsins FARC, en hópurinn flýr nú stjórnarher- inn um frumskóga landsins og freistar þess að ná til höfuðvígis síns. Hungurverk- fall í Svíþjóð HÓPUR norrænna Falun Gong-iðkenda hóf í gær tveggja sólarhringa hungurverkfall fyrir utan kínverska sendiráðið í Stokkhólmi. Þetta er gert til að mótmæla meintu harðræði sem trúbræður þeirra þurfa að sæta í Kína. Segja mótmælend- urnir að 130 Falun Gong-iðk- endur sitji enn í kínverskum fangelsum þótt þeir hafi lokið afplánun fangelsisdóma sinna. Milosevic í sjónvarpinu SLOBODAN Milosevic, fyrr- verandi Júgóslavíuforseti, veitti í gær bandarískri sjón- varpsstöð símaviðtal í trássi við þær reglur sem gilda í fangels- inu sem hann gistir. Föngunum er heimilt að hringja í ættingja og nána vini en er stranglega bannað að hafa samband við fjölmiðla. Ótrúlegt þykir að honum hafi tekist að hringja í sjónvarpsstöðina og ræða við fréttamenn eins lengi og raun varð vegna þess að hans er vandlega gætt. Ekkert óvænt kom fram en forsetinn fyrrver- andi hélt fram sakleysi sínu. ETA-menn handteknir SPÆNSKA lögreglan handtók í gær sex menn sem grunaðir eru um að vera meðlimir í Að- skilnaðarhreyfingu Baska (ETA) og gerði við það tæki- færi um 200 kg af sprengiefni upptæk. Mennirnir voru hand- teknir í og við Barcelona í Kat- alóníu. Þrír sexmenninganna eru sagðir fullgildir meðlimir í ETA en hinir þrír lægra settir aðstoðarmenn. Fyrr í þessari viku lést ein kona og ungur drengur blindaðist þegar leik- fang sem honum hafði verið fært sprakk. ETA hefur neitað að bera ábyrgð á ódæðinu og er talið að stuðningsmenn sam- takanna hafi staðið að því. Kúariða finnst á Ítalíu KÚARIÐUSJÚK kýr fannst á bændabýli á Ítalíu í gær. Hafði henni verið slátrað á bænum, sem er í Brescia-héraði á Norð- ur-Ítalíu. Þetta er í tuttugasta og þriðja skipti sem smitað dýr finnst í landinu en hinn ban- væni heilasjúkdómur Creutz- feldt-Jakob er talinn geta bor- ist í menn ef þeir neyta afurða af kúariðusmituðum skepnum. STUTT Hörð átök í Kólumbíu ÍSRAELSKIR skriðdrekar lögðu undir sig hluta Hebron-borgar á Vesturbakkanum í gær, eyðilögðu byggingar og upprættu ak- urlönd. Var það gert til að hefna þess að skotið var á ísraelskan dreng í einni af ný- byggðum gyðinga. Þessi börn eru meðal 30.000 Palestínumanna í miðborg Hebron sem hafa verið í herkví Ísraela í heilt ár og stundum ekki fengið að fara út úr húsi dög- um saman. Fyrir innrásina í Hebron skutu ísraelskir hermenn til bana 11 ára gamlan, palestínskan dreng á Gaza-svæðinu. Hebron í herkví Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.