Morgunblaðið - 25.08.2001, Side 25

Morgunblaðið - 25.08.2001, Side 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 25 LORTUR, myndlistardeild, opnar sína fyrstu samsýningu í kvöld, laug- ardagskvöld, kl. 20 í Gula húsinu á Frakkastíg. Meðlimir myndlistar- deildarinnar eru Bjarni „massi“, Davíð Örn og Kristján Leifur en þeir munu sýna ýmiss konar sjónverk. Sýningin stendur fram á þriðjudag. Húsið er opið kl. 14–18. Samsýning í Gula húsinu NÚ STENDUR yfir sýningin Fyrsta í Listasafni ASÍ, Ásmundar- sal. Um er að ræða sýningu sjö lista- manna. Þeir eru Birta Guðjónsdótt- ir, Bryndís Erla Hjálmarsdóttir, Dorothée Kirch, Fjölnir Björn Hlynsson, Guðlaugur Valgarðsson, Ída Sigríður Kristjánsdóttir og Rósa Sigrún Jónsdóttir. Sýningin er opin alla daga, nema mánudaga, frá kl. 14–18 og stendur til 2. september. Sjö myndlistar- menn í ASÍ STOFNUN Sigurðar Nordals og Sögusetrið á Hvolsvelli gangast fyrir ráðstefnu um Njáls sögu í félags- heimilinu Hvoli, Hvolsvelli, um helgina. Ráðstefnan hefst kl. 10 ár- degis í dag og henni lýkur síðdegis á morgun. Erindi flytja: Arthúr Björg- vin Bollason, Helga Kress, Jón Böðvarsson, Jón Karl Helgason, Kristján Jóhann Jónsson, Kristrún Heimisdóttir, Oddgeir Guðjónsson, Pétur Gunnarsson og Robert Cook. Þá kynnir Sverrir Tómasson nýja fræðilega útgáfu af Njáls sögu sem Stofnun Árna Magnússonar á Ís- landi vinnur að. Farið verður á Njáluslóðir undir leiðsögn heimamanna. Njáluþing á Hvolsvelli ÆFINGAR á Töfraflautunni eftir Mozart eru hafnar í Íslensku óp- erunni en frumsýning verður 22. september nk. Hljómsveitarstjóri er Gunnsteinn Ólafsson, leikstjóri er Hilmir Snær Guðnason, leik- mynd og búninga hannar Vytautas Narbutas og Björn Bergsteinn Guðmundsson hannar lýsingu. Þetta er í þriðja sinn sem Töfra- flautan er sett upp í Íslensku óp- erunni, en fyrri uppfærslurnar voru 1982 og 1991. Í helstu hlutverkum nú eru Guð- jón Óskarsson, Finnur Bjarnason, Hanna Dóra Sturludóttir/Auður Gunnarsdóttir, Ólafur Kjartan Sig- urðarson, Xu Wen, Guðrún Ingi- marsdóttir/Sigrún Hjálmtýsdóttir, Snorri Wium, Marta Guðrún Hall- dórsdóttir, Þórunn Guðmundsdótt- ir, Sesselja Kristjánsdóttir/Sigrún Jónsdóttir, Sigríður Aðalsteinsdótt- ir, Loftur Erlingsson, Skarphéðinn Þ. Hjartarson, Árný Ingvarsdóttir, Regína Unnur Ólafsdóttir og Dóra Steinunn Ármannsdóttir. Þá eru enn ótalin Kór Íslensku óperunnar og Hljómsveit Íslensku óperunnar. Óperan er sungin í íslenskri þýð- ingu þeirra Þrándar Thoroddsens, Böðvars Guðmundssonar og Þor- steins Gylfasonar en Gunnsteinn Ólafsson hefur endurskoðað og end- urort að hluta og þýtt óbundið mál. Almenn miðasala á Töfraflautuna hefst mánudaginn 3. september en áður njóta félagar í Vinafélagi Ís- lensku óperunnar og samstarfs- og styrktarfyrirtæki Íslensku óper- unnar forkaupsréttar að miðum á tímabilinu 20. ágúst til 1. septem- ber. Æfingar hafnar á Töfraflautunni Flestir af aðstandendum Töfraflautunnar saman komnir í æfingasal Íslensku óperunnar á fyrsta æfingadegi. KRISTINN Sigmundsson óperu- söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda tónleika í Egils- staðakirkju á sunnudag kl. 17. Á efnisskrá eru sönglög eftir Schubert, Sibelius, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Markús Kristjáns- son, Sigvalda Kaldalóns og aríur eft- ir Verdi. Fimmtudaginn 30. ágúst munu Kristinn og Jónas flytja sömu efnis- skrá í Salnum í Kópavogi. Jónas Ingimundarson Kristinn Sigmundsson Kristinn og Jónas á Egilsstöðum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.