Morgunblaðið - 25.08.2001, Side 26
Morgunblaðið/Golli
„AUÐVITAÐ hlakka ég til að
byrja í skólanum,“ segir Rósey
Reynisdóttir sem er að byrja
þriðja árið í MH. Henni finnst
tímafrekt að kaupa bækurnar.
„Ég er búin að fara í þrjár
bókabúðir en hef ekki enn feng-
ið allar bækurnar en sumar eru
uppseldar, ég verð bara að
halda áfram að leita.“ Hún seg-
ist reyna að fá sem flestar bæk-
ur lánaðar eða kaupa af vinum
og kunningjum. Annars að
kaupa þær notaðar ef þær eru
til. „Með því að skila gömlu
bókunum og kaupa notaðar
þarf ég líklega að leggja út um
15.000 krónur sem ég held að
sé vel sloppið.“
Tímafrekt
að kaupa
bækurnar
sýnt að íslensk börn borða óvenjulít-
ið af grænmeti og ávöxtum, að sögn
Laufeyjar. Þessar matvörur segir
hún hafa að geyma mikið af holl-
ustuefnum sem skipta máli fyrir
heilsu barna til framtíðar. Hins veg-
ar innbyrða þau kynstrin öll af sykri
og mun meira en jafnaldrar þeirra í
nágrannalöndunum.
Þar sem Svali er tveir þriðju hlut-
ar sykrað og bragðbætt vatn en að-
eins einn þriðji ávaxtasafi er hann
síður en svo ákjósanleg leið til að
auka neyslu barna á ávaxtavörum,
að mati Manneldiráðs.
Sama magn af sykri í jógúrt
Ólöf Hafsteinsdóttir, matvæla-
fræðingur hjá Vífilfelli, tekur undir
þau orð Laufeyjar að sykurneysla ís-
lenskra barna sé meiri en æskilegt
er en bendir á að ekki megi fara ein-
stigi í þessu máli. Sykurneysla barna
í skólum geti einnig komið úr jógúrt
og Engjaþykkni en mjög svipað
magn sé af sykri í þessum matvæl-
um og Svala. „Í bréfi til foreldra er
bent á lausnir til að auka neyslu
barna í ávaxtaflokknum á meðan
þau eru í skólanum. Því var aldrei
haldið fram í umræddu bréfi að Svali
kæmi í stað ávaxta og grænmetis
heldur væri Svali hentug lausn fyrir
krakka og kennara til að auka
neyslu í ávaxtaflokknum. Þess má
geta að í Appelsínusvala er safi sem
jafngildir um það bil einni appelsínu
og í appelsínusafa eins og t.d. Trópí
er safi úr þrem appelsínum. Mín
skoðun er sú að foreldrar eigi að
hafa val um holla drykki í nestisbox-
ið og geta gengið að því vísu að börn
þeirra hafi aðgang að hollum
drykkjum í skólum landsins eins og
t.d. mjólk, ávaxtasöfum og blönduð-
um söfum.“
ráð við gerð Svala með tilliti til
hvaða sykur væri minna skaðlegur
fyrir tennur. Við komum með ábend-
ingar sem farið var eftir en tekið var
skýrt fram af okkar hálfu að ekki
væri um að ræða gæðastimpil frá
Manneldisráði eða Tannverndar-
ráði. Viðbætti sykurinn í Svala gefur
tómar hitaeiningar og skemmir líka
tennur þótt það sé ef til vill í minni
mæli en sykur í venjulegum gos-
drykk. Nú er þetta dregið fram í
röngu samhengi sem er afar ósvífið,
sérstaklega í ljósi þess að bæði
Tannverndarráð og Manneldisráð
hafa sent bréf í alla skóla þar sem
hvatt er til þess að seld verði ein-
göngu léttmjólk í skólunum.“
Kannanir Manneldisráðs hafa
aðrir sykraðir svaladrykkir geti
komið í staðinn fyrir ávexti í fæði
barna og að Svali í nestisboxinu sé
því ágæt lausn fyrir foreldra sem
vilja senda börn með ávexti í skól-
ann. Tvisvar er vísað í Manneldisráð
í bréfinu og þannig gefið í skyn að
ráðið sé sammála þessum staðhæf-
ingum. Staðreyndin er að helming-
urinn af viðbættum sykri í fæðu
barna kemur úr gosdrykkjum og
sykruðum svaladrykkjum en hinn
helmingurinn úr sælgæti, morgun-
korni, sætabrauði og sykruðum
mjólkurvörum. Því myndi sykur-
neysla barna minnka til muna ef
Svala og álíka drykkjum væri sleppt.
Á sínum tíma var haft samband
við Manneldisráð og Tannverndar-
Svali kemur ekki í stað
ávaxta og grænmetis
Manneldisráð gagnrýnir bréf sent foreldrum ungra skólabarna
FORELDRAR skólabarna á aldrin-
um 6–9 ára hafa undanfarna daga
fengið í hendur bréf frá fyrirtækinu
Vífilfelli þar sem mælt er með að
börnin drekki Svala í skólanum. Þar
segir meðal annars: „...mörg börn
eru illfáanleg til þess að taka með
sér grænmeti og ávexti í skólann,
litlar hendur ráða illa við börk og
hýði og brauðið subbast út af nið-
urskornum appelsínum. Til er lausn
á þessu vandamáli, safar og safa-
drykkir eins og t.d. Svali. Svali er
þægileg og handhæg lausn bæði fyr-
ir nemendur og kennara.“ Að auki
kemur einnig fram, að við þróun
þessa drykkjar hafi verið haft sam-
ráð við Tannverndarráð Íslands og
Manneldisráð.
Manneldisráð ósátt við bréfið
Laufey Steingrímsdóttir hjá
Manneldisráði er afar ósatt við inni-
hald bréfsins. „Þar koma fram alvar-
legar rangfærslur um hollustu sykr-
aðra svaladrykkja. Í bréfinu er
foreldrum talin trú um að Svali eða
NÁMSBÓKAKOSTNAÐUR fyrir
nemanda á fyrsta ári í framhalds-
skóla er um 50–60.000 krónur ef
keyptar eru nýjar bækur. Morgun-
blaðið kannaði verð á námsbókum af
bókalistum þriggja skóla, Verzlun-
arskóla Íslands, Menntaskólans í
Reykjavík og Menntaskólans við
Sund, með því að skoða verð bók-
anna í bókabúð og hringja í bóksölur
skólanna. Miðað var við að neminn
veldi þýsku sem þriðja tungumál og
að hann færi á málabraut í tveimur
síðarnefndu skólunum en í Verzlun-
arskólanum velja nemendur ekki á
milli brauta á fyrsta ári. Þegar lagt
var saman verð á bókum af bókalista
Verzlunarskólans kom í ljós að upp-
hæðin var rétt um 61.000 krónur.
Samanlagt verð bóka á bókalista
MS var um 53.000 krónur og á bóka-
lista MR tæplega 52.000 krónur en
upp á vantaði hins vegar verð á sex
fjölritum sem ekki voru tilbúin en
þær upplýsingar fengust í bóksölu
skólans að algengt verð á fjölritum
væri 150–300 krónur eftir því hve
þau væru þykk.
Dýrasta bókin á 5.700 kr.
Bækurnar á listunum eru afar
misdýrar, allt frá 217 krónum og
upp í 5.700, en dýrust var jarðfræði-
bókin Svell er á gnípu, eldur geisar
undir, eftir Jóhann Ísak Pétursson
og Jón Gauta Jónsson, sem var á
bókalista MS ogVerzlunarskóla Ís-
lands. Algengt verð á kjörlestrar-
bókum sem lesnar eru í tungumála-
fögum er um 800–1.500 krónur.
Engar orðabækur voru teknar með
en gera má ráð fyrir að einnar eða
tveggja orðabóka sé þörf í hverju
tungumálafagi. Algengt er að verð á
notuðum bókum sé 65% af verði
nýrra svo ef nemendur geta náð sér
í notaðar bækur má gera ráð fyrir að
kostnaðurinn minnki að einhverju
leyti. Þá eiga flestir lengra komnir
nemendur notaðar bækur sem þeir
geta selt upp í kostnaðinn.
Telur kostnað hafa aukist
„Krakkarnir fá oft létt áfall þegar
þau kaupa allan pakkann, sérstak-
lega krakkarnir á fyrsta ári, þetta er
dýrast fyrir þau, því þau eiga engar
notaðar bækur til að selja upp í
kostnaðinn,“ segir Bjarki Guðlaugs-
son, nemi í 6. bekk og bóksölustjóri í
Verzlunarskóla Íslands. „Þegar ég
kennarar eigi að taka tillit til kostn-
aðar og reyna eftir megni að velja
ódýrari bækur. En borga nemend-
urnir sjálfir fyrir bækurnar? „Nei,
mjög mikið er um að foreldrar borgi,
nemendur ráða einfaldlega ekki við
það.“
Kaupa mikið notað
„Krakkarnir eru mjög meðvituð
um námsbókakostnaðinn og reyna
eins og þau geta að kaupa sem flest-
ar notaðar bækur, enda yfirleitt
hægt að fá stærstan hluta þeirra
notaðar,“ segir Margrét Jóna Guð-
bergsdóttir, verslunarstjóri Ey-
mundsson í Kringlunni. „Þau reyna
líka að skiptast á bókum innbyrðis,
selja hvert öðru og fá lánað hjá vin-
um og kunningjum. Ég myndi segja
að þau fari betur með bækurnar
þegar þau vita að þau geta selt
gömlu bækurnar aftur.“
Hún segir að þótt álagið sé mest
þegar skólarnir eru að byrja séu
bækur að seljast allan veturinn. „Við
seljum yfirleitt líka nokkuð mikið
fyrir próf, sumir virðast vera að
kaupa sér bækurnar þá.“
Margrét segir erlendar náms-
bækur hafa hækkað nokkuð í verði
frá í fyrra og að skýringarinnar sé
að leita í breytingum á gengi. Hún
geti hins vegar ekki séð að verð á ís-
lenskum bókum hafi breyst.
Verð kannað á námsbókum í þremur framhaldsskólum í Reykjavík
Kostnaður nýnema um
50–60 þúsund krónur
Morgunblaðið/Arnaldur
Mikill erill er í bókaverslunum þessa dagana.
var sjálfur að byrja í skólanum fyrir
þremur árum man ég að ég borgaði í
kringum 25.000 krónur fyrir allar
bækurnar, núna var ég til dæmis að
afgreiða nemanda í gær sem borgaði
um 40.000 krónur fyrir allar bæk-
urnar þrátt fyrir að meirihluti þeirra
væri notaður.“ Bjarka finnst að
NEYTENDUR
26 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
„ÉG tel engan vafa leika á að
námsbókakaup eru verulegur
fjárhagslegur baggi á mörgum
framhaldsskólanemum og í
sumum tilfellum foreldrum ef
sumarhýra nemenda dugar
ekki til,“ segir Elna Katrín
Jónsdóttir, formaður Félags
framhaldsskólakennara. „Ef við
lítum til nágrannalandanna eru
framhaldsskólanemum víða
lögð til námsgögn að miklu eða
öllu leyti, en hér eru öll náms-
gögnin seld á frjálsum markaði.
Samtök kennara telja og hafa
alltaf talið að núverandi fyrir-
komulag geti ekki talist innlegg
í að raunverulegt jafnrétti til
náms á framhaldsskólastigi
ríki.“ Hún segist telja jákvætt
skref í átt að jafnrétti ef fram-
haldsskólanemar fengju bækur
sér að kostnaðarlausu eins og
grunnskólanemendur. „Þá er-
um við mjög hugsandi yfir
þeirri þróun að meira eða minna
sé verið að þvinga nýnema til að
fjárfesta í fartölvum. Þar erum
við að tala um hundruð þúsunda
sem okkur finnst mjög gróft.“
Stuðlar
ekki að
jafnrétti til
náms
Morgunblaðið/Golli
Skiptir engu
hvernig bæk-
urnar líta út
„JÁ, þetta er dýrt,“ segja þeir Viðar
Guðjónssen, nemi á öðru ári í MS, Ólaf-
ur Jens Ólafsson og Guðmundur Arnar
Kristínarson í 5. bekk í Versló. Þeir
segjast eyða 20-25.000 krónum í bækur
með því að versla á skiptibókamarkaði.
„Það munar svo ótrúlega miklu, þú ert
kannski að fá bók sem kostar 4.000 kall
á 2.500 með því að kaupa notaða. Engu
máli skiptir hvernig þær líta út, maður
þarf bara að geta notað þær og svo
reynir maður að selja þær aftur á næsta
ári.“
Morgunblaðið/Golli
„NEI, bókakostnaður er ekki mikill hjá
mér,“ sagði Elvar Már Ragnarsson, nemi
í Iðnskólanum í Reykjavík, sem beið
ásamt Ástu Særós Haraldsdóttir, nema í
MH, í röðinni við skiptibókamarkað Ey-
mundssonar í Kringlunni. Ásta sagðist
eyða um 30.000 krónum í bækur en hún
ætti notaðar bækur sem hún gæti selt
upp í kostnaðinn. Þau voru sammála um
að gott væri að byrja í skólanum. „Ég lít
á það sem hvíld eftir sumarvinnuna,“
bætti Ásta við.
Hvíld að byrja
í skólanum