Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ STYRKTARFÉLAG krabbameinssjúkra barna verður 10 ára 2. september næstkom- andi og verður haldið upp á afmælið með ýmsum hætti frá föstu- deginum 31. ágúst og fram á sunnudag, en þá verður félagsmönnum og velunnurum félags- ins boðið til kaffisam- sætis í Súlnasal Hótels Sögu. Óhætt er að fullyrða að SKB hafi notið góð- vildar þjóðarinnar frá upphafi. Það eru ótrú- lega margir sem hafa lagt félaginu lið með einum eða öðr- um hætti frá stofnun þess. Einnig hafa stjórnvöld sýnt mál- efnum krabbameinssjúkra barna nokkurn sóma þótt enn vanti mikið á að við stöndum jafnfætis öðrum Norðurlandaþjóðum hvað réttindi varðar en sjálfsagt gætu margir haldið að hamingjusamasta og gáf- aðasta þjóð í heimi, að eigin áliti, gerði betur við börnin sín en þjóð- irnar sem stíga ekki eins mikið í vitið og við. Svo er því miður ekki. Læknisþjónusta er hér hins vegar með miklum ágætum og þegar barnaspítalinn verður tekinn í notk- un vænkast væntan- lega enn hagur okkar í þeim málum. Margir halda að baráttan fyrir bættum hag langveikra barna sé tiltölulega ný af nál- inni en svo er ekki. Hún hófst árið 1984 en þá áttu langveik börn engan rétt umfram þau frísku og foreldrar urðu að axla sínar byrðar bótalaust. Árið 1983 var Sam- hjálp foreldra stofnuð en það félag er undan- fari Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og áttu meðlimir samhjálpar frumkvæðið í baráttunni fyrir bætt- um hag fjölskyldna barna með krabbamein. Við mættum ætíð skilningi stjórn- valda þegar leitað var til þeirra um aðstoð en það var harla lítið gert í fyrstu. Það þurfti fyrst að bora göng og byggja perlur og kringlur. En dropinn holar steininn og með elju og þrautseigju tókst að ná ýmsu fram til hagsbóta fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Loks kom að því að við gátum far- ið að anda léttar því hinn 14. mars árið 2000 var fjallað í Morgun- blaðinu um stefnu ríkisstjórnarinnar SKB 10 ára Benedikt Axelsson ÞEGAR ég hafði lesið vandlega hinn langa úrskurð Skipu- lagsstofnunar varð mér ljóst að á honum voru verulegir og al- varlegir ágallar. Því kom það mér mjög á óvart að ýmsir höfðu mært hann ómælt jafnvel fáeinum klukkustundum eftir birtingu og talað um ítarlegan, vandaðan og faglegan rökstuðning! Ég efast mjög um að margir þeirra hafi á þeirri stundu verið búnir að lesa hann, a.m.k. ekki svo vandlega að þeir gætu kveðið upp slíka dóma. Að- allega voru það svarn- ir andstæðingar virkj- ana og stóriðju- framkvæmda sem hentu úrskurðinn á lofti sem pólitískan bikar og sigurlaun baráttu sinnar. Við nánari lestur á úr- skurðinum hef ég styrkst í þeirri afstöðu minni að hann sé í mörgum atriðum afar gagnrýnsiverður. Þó að hann sé orðmargur er ekki þar með sagt að röksemdirnar standist við nánari skoðun, enda fer því fjarri. Þeir sem þurfa ekki nema 2–3 klukkustundir til að meta þess- ar tæpar 300 síður virðast telja ein- hverja sérstaka hættu á að pólitísk sjónarmið verði látin ráða ef æðra stjórnvald kemst að annarri nið- urstöðu en Skipulagsstofnun þar sem rökstuðningur stofnunarinnar sé studdur svo „sterkum faglegum rökum“! Hér verður að hafa í huga að Skipulagsstofnun er lægra sett stjórnvald en umhverfisráðherra er æðra sett stjórnvald. Í matsferlinu eru báðir þessir aðilar „fagaðilar“ og enginn munur á þeim faglegu kröfum sem gerðar eru til þeirra og báðir verða að fara að lögum. Skipulagsstofnun hefur m.ö.o. ekki síðasta orðið í þessum málum og því mikilvægt að menn gefi sér það ekki fyrirfram og að lítt athuguðu máli að ekki sé unnt að komast að annarri niðurstöðu á fullgildum og lögfræðilegum forsendum þegar æðra sett stjórnvald endurskoðar ákvörðunina. Allt eins má halda því fram að lægra sett stjórnvald hafi verið litað af pólitískum sjónarmið- um andstæðinga virkjunarinnar. Hræðsluáróður þeirra nú á ekki og má ekki hafa áhrif í þá átt að al- menningur vefengi það að umhverf- isráðherra og starfsmenn hans geti lagt sjálfstætt og faglegt mat á málið eins og þeim ber að gera lög- um samkvæmt. Þeir sem leggja slíkum áróðri lið beint eða óbeint eru að leggjast gegn lögunum í landinu. Ég vil benda á nokkur atriði þessu til áréttingar: 1. Í úrskurðarorðum um mat á um- hverfisáhrifum Kárahnjúkavirkj- unar leggst Skipulagsstofnun gegn framkvæmdinni, eins og hún er lögð fram í tveimur áföngum og fjórum verkhlutum, vegna umtalsverðra umhverfis- áhrifa og ófullnægjandi upplýs- inga um einstaka þætti fram- kvæmdarinnar og umhverfisáhrif hennar. 2. Í rökstuðningi byggir Skipulags- stofnun á því að framlagðar upp- lýsingar „séu ekki nægjanlegar um alla meginframkvæmdaþætti fyrirhugaðra framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun til að unnt sé að segja fyrir um umfang þeirra. Einnig telur Skipulagsstofnun annmarka vera á framlögðum upplýsingum um framkvæmda- og áhrifasvæði. Skipulagsstofnun telur að þessi skortur á upplýs- ingum um fyrirhugaðar fram- kvæmdir og framkvæmda- og áhrifasvæði hafi í för með sér að ætla verði að það mat sem sér- fræðingar hafa lagt á áhrif fram- kvæmdanna á einstaka umhverf- isþætti kunni að vera vanáætlað þar sem þeir hafi ekki haft nauð- synlegar upplýsingar um umfang fyrirhugaðra framkvæmda þegar matið fór fram.“ 3. Þrátt fyrir þetta kveður Skipu- lagsstofnun upp „rökstuddan“ úrskurð um mat á umhverfis- áhrifum, sbr. 11. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, á grundvelli nákvæmlega sömu gagna. Skipu- lagsstofun er þannig komin í hrópandi mótsögn við sjálfa sig. 4. Í framhaldi af þessu verður að benda á að Skipulagsstofnun er ekki heimilt að leggjast gegn framkvæmd á þeirri forsendu að upplýsingar eða gögn skorti. Ákvæði laga um mat á umhverf- isáhrifum mæla fyrir um samráð milli Skipulagsstofnunar og framkvæmdaraðila og leiðbein- ingarskyldu, sérstaklega er í þessu tilviki bent á ný ákvæði um gerð matsáætlunar, sem Skipulagsstofnun féllst á, og einnig voru henni send drög að matsskýrslu. Þar að auki hefur Skipulagsstofnun 2 vikur eftir að matsskýrsla er lögð fram til að ákveða hvort hún sé tæk til al- mennrar umfjöllunar. Hvergi í þessu ferli óskaði Skipulagsstofn- un eftir frekari upplýsingum með rökstuddum hætti, eins og stofn- uninni er heimilt og miðað við hennar eigin fullyrðingar um upplýsingaskort var hreinlega skylt. Hins vegar gerir stofnunin fyrirvara sem hún byggir á í sín- um úrskurði um frekari gögn. Ekki er að finna heimild í 11. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum til að leggjast gegn framkvæmd á þessum grundvelli. Þvert á móti ber stofnuninni, ef hún telur upplýsingar ónógar, að leysa þann vanda á fyrri stigum máls- ins og með þeim hætti sem lögin gera ráð fyrir. 5. Í umræðum um þetta atriði á Al- þingi kom fram nokkur gagnrýni vegna þeirrar breytingar sem gerð var á lögum um mat á um- hverfisáhrifum að þessu leyti. Þannig segir Kolbrún Halldórs- dóttir við 2. umræðu frumvarps- ins: „Samkvæmt b-liðnum getur Skipulagsstofnun einungis lagst gegn framkvæmd vegna umtals- verðra umhverfisáhrifa en virðist ekki geta það samkvæmt orðanna hljóðan á grundvelli þess að það Úrskurður Skipulagsstofnunar Hreinn Loftsson Virkjanir Skipulagsstofnun er ekki heimilt, segir Hreinn Loftsson, að leggjast gegn fram- kvæmd á þeirri for- sendu að upplýsingar eða gögn skorti. FYRIR áhugamann um málefni aldraðra sjúklinga hefur verið fróðlegt en jafnframt broslegt, að fylgjast í fjölmiðlum með um- ræðu um lóðamál í Nesi á Seltjarnarnesi. Lengi hefur því verið haldið fram að Íslend- ingar væru sérfræð- ingar í þrætubókar- list, og víst má segja það um þetta mál, sem þó í eðli sínu er ákaf- lega einfalt, samanber viðtal í Morgun- blaðinu 22. ágúst sl. við Halldór Baldurs- son lækni, fyrrverandi formann byggingarnefndar Nesstofusafns. Sá góði maður hafði 3. júlí 2000 undirskrifað bréf til bæjarstjórnar Seltjarnarness þar sem byggingar- nefnd Nesstofusafns afsalaði sér rétti á lóðinni. Þetta er kjarni máls- ins. Allt annað eru aukaatriði. Í viðtalinu 22. ágúst segir Halldór Baldurs- son orðrétt: „Það stendur í bréfinu að bygginganefndin muni ekki nýta sér þessa lóð – og – það var sam- dóma álit nefndarinn- ar og þess ráðherra sem skipar hana, þ.e. menntamálaráðherra, að ekki sé ástæða til að hafa byggingar- nefnd, þegar ekki er áætlað að byggja hús.“ Er hægt að kveða skýrar að orði? Björn Bjarnason menntamála- ráðherra segir í sama blaði að „ljóst sé að ekki séu fjárveitingar til að ráðast í nýbyggingar á vegum Þjóðminjasafnsins á næstu árum“. Aftur er spurt, er hægt að kveða skýrar að orði? Læknasamtökin og þjóðminja- vörður þurfa greinilega að lagfæra sín samskipi, þar liggur meinið. Flestir bæjarbúar á Seltjarnar- nesi eru sammála um að besta lausn á því neyðarástandi sem ríkir í málefnum aldraðra sjúklinga sé bygging hjúkrunarheimilis í Nesi við Seltjörn, vöggu íslenskrar læknastéttar. Nú þegar er komið læknaminjasafn í Nesstofu, því miður er safnið sorglega lítið sótt – enda sérhæft. Í dag er neyðarástand í málefn- um sjúkra eldri borgara. Eru ein- hverjir þeir til sem vilja láta söfn hafa forgang fyrir sjúkum? Hjúkrunar- heimili eða safn Magnús Erlendsson Höfundur er fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness. Seltjarnarnes Læknasamtökin og þjóðminjavörður, segir Magnús Erlendsson, þurfa greinilega að lagfæra sín samskipti. ÞAÐ er að verða nokkuð ljóst að það búa tvær þjóðir í þessu landi. Nýlega birtist í Morgun- blaðinu frétt um það að mislæg gatnamót við Vesturlandsveg og Víkurveg gætu skaðað fuglalíf við Úlfarsá og var gulönd sérstaklega nefnd til sögunnar og staða hennar á válista og lagði Náttúrufræði- stofnun Íslands það til að mannvirkið færi hvergi nær Úlfarsá en 150 metra. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi R-listans og nefnd- armaður í skipulags- og bygging- arnefnd, var spurð um það þegar ljóst var að vegurinn yrði í 50 metra fjarlægð frá ánni hverju þetta sætti. „Þetta eru umsagnir þessara umsagnaraðila og menn munu auðvitað taka tillit til þess, að svo miklu leyti sem það er hægt, með því að reyna að lág- marka umhverfisáhrifin. Við búum hins vegar í borg og verðum að taka mið af því líka.“ Sá er þetta ritar er ekki Austfirðingur og það er búið að virkja Blöndu þjóðinni til mikillar blessunar þannig að ekki liggja hér að baki beinir einkahagsmunir en ég er hins veg- ar landsbyggðarmaður uppalinn í Reykjavík. Við Stein- unn eigum það sam- eiginlegt að vera Ís- lendingar sem mér finnst einhverra hluta vegna hún ekki gera sér grein fyrir eins og svo margir aðrir náttúruunnend- ur á höfuðborgar- svæðinu. Steinunn er í rauninni aðeins köll- uð til sögunnar til þess að vera hold- gervingur þeirra sjónarmiða að yfir allt megi ryðjast í höfuðborginni án til- lits til umhverfissjón- armiða og á ég við umhverfið allt og er þá maðurinn (homo sapiens) meðtalinn. Þegar komið er út fyrir suðvesturhornið þá vaknar ást höf- uðborgarbúans á landinu svo mikið að við engu má hrófla. Við höfum orðið vitni að úrskurði Skipulags- stofnunar um að ekki megi virkja á Austurlandi vegna áhrifa á um- hverfið. Hve mikil verða áhrif Skipulagsstofnunar á mannlíf eystra með þessari ákvörðun? Lík- lega hefur stofnunin minnst á þetta atriði sem hluta af því sem vantaði í umhverfismat Lands- virkjunar. Þessi viðhorf ákveðinna afla sem á höfuðborgarsvæðinu búa og hér að framan hefur verið lýst og lifa í vernduðu umhverfi eru einhvern veginn svo barnaleg og úr takt við undirstöður sam- félagsins. Aðgangur að fullkomn- ustu heilsugæslu, lægsta vöru- og orkuverði, og mætti lengi áfram telja, er greiður og blessunarlega draga menn fisk úr sjó og flytja út ál úr álverum höfuðborgarsvæð- isins. Það er von mín að ráðmenn þjóðarinnar sjái lengra en fulltrú- ar borgarinnar og embættismenn á höfuðborgarsvæðinu og taki af- stöðu til mála þjóðinni allri til heilla. Og vonandi átta menn sig á því í næstu borgarstjórnarkosn- ingum að verið er að kjósa höf- uðborgarfulltrúa en ekki borgar- fulltrúa. „Við búum hins vegar í borg“ Jón Sigurðsson Höfundur er héraðsráðunautur á Blönduósi. Náttúruvernd Þegar komið er út fyrir suðvesturhornið vaknar ást höfuðborgarbúans á landinu svo mikið, segir Jón Sigurðsson, að við engu má hrófla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.