Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 29
í málefnum langveikra barna og þar stóð: „Verður lögð áhersla á að þjón- usta heilbrigðiskerfisins miðist við sérstakar þarfir langveikra barna og fjölskyldna þeirra, réttur foreldra á vinnumarkaði verði aukinn og tryggt að félagsþjónusta sveitar- félaga við langveik börn og fjöl- skyldur þeirra verði sú sama og við fötluð börn.“ Þetta fannst okkur harla gott. Til þess að þetta næði fram að ganga þurfti að breyta lögum eða reglugerðum og var það gert í sum- um tilfellum en skrefið var ekki stig- ið til fulls. Bið okkar eftir sjálfsögðum hlut- um að okkar dómi er sem sagt ekki á enda en það hlýtur að koma að því að réttindi langveikra barna verði mannsæmandi. Það er að mínu viti óhugsandi að nokkur geti verið á móti því að lang- veik börn njóti lífsins, sem er því miður í sumum tilfellum harla stutt, eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Höfundur er formaður SKB. Börn Það hlýtur að koma að því, segir Benedikt Axelsson, að réttindi langveikra barna verði mannsæmandi. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 29 Glæsileg eldriborgaraferð til Costa del Sol 27. september með Sigurði Guðmundssyni frá kr. 63.840 Heimsferðir bjóða nú síð- ustu sætin í einstaka haustferð til Costa del Sol þann 27. september í 3 vikur en haustferðin með Sigurði Guðmundssyni hefur verið uppseld öll und- anfarin ár og frábært verður á Costa del Sol á þess- um árstíma. Við höfum nú tryggt okkur viðbótar- gistingu á Aguamarina, okkar vinsælasta gististað, að sjálfsögðu njóta farþegar okkar rómaðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Sigurður Guð- mundsson verður með fjölbreytta skemmti- og íþróttadagskrá, leikfimi og kvöldvökur til að tryggja það að þú fáir sem mest út úr fríinu. Síðustu sætin 3 vikur Verð frá 63.840 Hjón með 2 börn, 27. september, 3 vikur, Aguamarina, m. sköttum. Verð kr. 78.880 27. sept., Aguamarina, 2 í stúdíó. Skattar kr. 2.530 ekki innifaldir. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is · Leikfimi · Kvöldvökur · Kynnisferðir · Gönguferðir · Spilakvöld · Út að borða Spennandi dagskrá MAGNÚS Þór Haf- steinsson fréttamaður hefur sérstöðu meðal starfsfélaga sinna. Hann er blaðamaður norska blaðsins Fisk- aren og jafnframt fréttamaður á ríkissjón- varpinu og ríkisútvarp- inu. Margsinnis vitnar hann í eigin fréttir á víxl í þessum fjölmiðlum. Svo virðist sem að við- teknar reglur blaða- og fréttamanna nái ekki yfir hann því hann hef- ur því miður átt það til að halla réttu máli í fréttaflutningi sínum. Óháð, upplýst, gagnrýnin og sanngjörn umræða Ég tek heilshugar undir það sjón- armið sem Magnús heldur fram í Morgunblaðinu 21. ágúst sl. þar sem hann segir: „Fólk á skýlausan rétt á óháðri, upplýstri, gagnrýnni og sann- gjarnri umræðu um sjávarútvegs- mál.“ Verst er að þótt Magnús virðist þarna hafa á hreinu þau grundvall- arsjónarmið sem heiðarlegir fjöl- miðlamenn halda í heiðri tekur hann ekki mið af þeim sjálfur. Í allt of mörgum fréttum þar sem íslenskur sjávarútvegur er umfjöllunarefni hans, þjónar hann eigin lund. Magnús kvartar yfir því að LÍÚ saki sig um „linnulausan áróður“ og færi ekki rök fyrir því. Það hefur reyndar verið gert, en sjálfsagt er að gera það aftur. Síðastliðið sumar flutti Magnús fjölmargar fréttir af meintu brott- kasti sjómanna á Íslandsmiðum. Síst mun LÍÚ mæla brottkasti bót enda stríðir það gegn lögum og þeirri sjálf- sögðu viðleitni að umgangast fiski- miðin af ábyrgð. Magnús hrósar sér af því að hafa átt frumkvæði í um- ræðu um brottkast á fiski. Það er ekki rétt. LÍÚ hefur bæði fyrr og síðar barist gegn slíkri háttsemi og nægir þar að nefna ósk samtakanna, um að hart yrði tekið á brottkasti,sem komið var á framfæri við fiskistofustjóra og sjávarútvegsráðherra sl. vor. Um líkt leyti fjallaði framkvæmdastjóri LÍÚ um brottkastið í ræðu á sjómanna- daginn þar sem hann skoraði á sjó- menn að taka höndum saman við út- vegsmenn og stjórnvöld og skera upp herör gegn þeim sem ekki hlíta sett- um reglum. Það er því ekki hægt að gagnrýna LÍÚ fyrir að hafa ekki tek- ið á því máli. Það sem hins vegar var gagnrýni vert við fréttaflutning Magnúsar var samhengið sem hann setti þær fréttir í. Hann valdi sér af- brotamenn að viðmælendum, lét þá vitna um að þeir hefðu kastað fiski og réttlættu þeir eigin misgjörðir með því að þeim væri nauðugur sá kostur vegna kvótakerfisins. Það er sú fram- setning Magnúsar sem er gagnrýni verð, að kenna fiskveiðistjórnunar- kerfinu um brottkastið og leita ein- göngu eftir sjónarmiðum þessara að- ila. Líkja mætti þessum fréttaflutningi við það að skattsvikarar kenndu óréttlátu skattakerfi um brot sín, að þeir hefðu neyðst til að svíkja undan skatti vegna kerfisins! Ekki hafa þó sést slíkar „fréttir“, enda það ekki fréttaefni. Nokkur dæmi Nýlega birtist viðtal við Magnús í Sjómannablaðinu Víkingi. Í viðtalinu stærir hann sig af fréttum sínum og áhrifum. Þar koma berlega fram skoðanir hans á ýmsum þeim málefn- um sem orðið hafa honum tilefni til fréttaflutnings í fjölmiðlum. Ég minni á að í huga almennings njóta frétta- stofur ríkisfjölmiðlanna mests trausts allra fréttamiðla í landinu og því er ábyrgð þeirra og starfsmanna þeirra mikil. Ég bið lesendur að gera sér grein fyrir því að í eft- irfarandi tilvitnunum tjáir sig „fréttamaður“ um málefni sem frétta- stofur sjónvarps og út- varps fela honum að fjalla um í fréttatímum. 1. „Ég tel að kvótakerf- ið hafi einfaldlega ekki skilað því sem það á að gera. Það er borðleggjandi stað- reynd sem ég þori að standa við gagnvart hverjum sem er.“ 2. „Ég held að áhrif brottkasts og rangrar nýtingar, til dæmis á fullvinnsluskipum á hafi úti, og síðan kvótasvindl þar sem menn landa afla fram hjá vigt hafi skapað mikla viðbótarskekkju í mælingum fiskifræðinganna.“ 3. „Færeyska fiskveiðistjórnunar- kerfið er miklu heilbrigðara, skyn- samlegra og ábyrgara á allan hátt heldur en okkar.“ 4. „Meginmeinsemdin í þessu öllu er að kvótakerfið hefur ekki staðist væntingar.“ 5. „Við höfum verið að sjá sameining- ar sjávarútvegsfyrirtækja í nafni hagræðingar. Ég kalla þetta ekki hagræðingu. Þetta eru bara menn sem eru á brjáluðum flótta undan skuldum og taprekstri.“ 6. „Takmarkaður fjöldi veiðileyfa, svæðalokanir og takmörkun á fjölda sóknardaga eru á margan hátt miklu skynsamlegri leið.“ (Lýsing á færeyska stjórnkerfinu). Varðandi yfirlýsingu Magnúsar um fullvinnsluskipin er rétt að benda á að vegna augljósrar andstöðu hans við þau fékk hann viðmælendur úr hópi fyrrverandi togarasjómanna sem full- yrtu að mat á afla fullvinnsluskipa væri rangt og þau veiddu meira en þeim væri heimilt vegna rangs um- reiknings á unnum afla í afla upp úr sjó. Þetta mál hefur verið rannsakað margoft og m.a. af Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins og alltaf hefur verið staðfest að umreikningsstuðlarnir gæfu eins rétta niðurstöðu mögulegt væri. Þeir sem fylgjast með sjávarút- vegsmálum komast vart hjá því að taka eftir fréttum Magnúsar. Þeir komast vart heldur hjá því að sjá samhengi á milli tilvitnaðra fullyrð- inga Magnúsar hér að ofan og margra þeirra frétta sem hann hefur flutt í ríkisfjölmiðlunum. Það er afar merki- legt að stjórnendur Ríkisútvarpsins skuli ekki hafa komið auga á augljóst vanhæfi Magnúsar til þess að flytja fólki fréttir sem eru óháðar, upplýs- andi, gagnrýnar og sanngjarnar um- ræðu um sjávarútvegsmál, eins og hann sjálfur segir að almenningur eigi kröfu til. Fréttareglur RÚV RÚV sjónvarp hefur sett sér fréttareglur. Ætla má að þær reglur gildi ekki aðeins á sjónvarpinu heldur og á útvarpinu og eigi þar af leiðandi við um fréttir beggja stöðvanna. Við skoðun á fréttareglunum og með hlið- sjón af fréttaflutningi Magnúsar verður ekki annað séð en að hann hafi þverbrotið ýmsar þeirra. Í 1.5 kafla fréttareglnanna, undir fyrirsögninni „Hlutlægni, hlutleysi og leiðréttingar“, segir í 1. mgr.: „Fréttamenn skulu ætíð gæta fyllstu mögulegu hlutlægni í störfum sínum og forðast að láta persónulegar skoðanir hafa áhrif á störf sín og fréttamat. Fréttamenn skulu ætíð gæta fyllstu sanngirni gagnvart mönnum og málefnum sem málið fjallar um.“ Þá er augljóst að margar fréttir Magnúsar ganga í berhögg við ákvæði í 2. mgr. þar sem segir: „Andstæð sjónarmið verða að koma fram séu þau til staðar í málum sem Fréttastofan fjallar um. Stefnt skal að því að þau komi fram í sama fréttatíma, ef þess er kostur. Í þeim tilvikum sem það er ekki hægt skulu hin andstæðu sjónarmið koma fram á sambærilegum vettvangi.“ Ósannindi Magnúsar Ég hef í áratugi átt mjög gott sam- starf við fréttamenn og aldrei kynnst vinnubrögðum eins og þeim sem Magnús viðhefur. Þeim kynntist ég m.a. þegar hann ræddi eitt sinn við mig og með klippingu á viðtalinu sneri hann meiningu minni við og gerði úr því æsifrétt. Magnús gefur þá skýringu á því að hann leiti ekki eftir sjónarmiðum LÍÚ í sjávarútvegsmálum, þegar hann flytur fréttir af þeim vettvangi, að hann hafi fengið skýr skilaboð frá LÍÚ um að starfsmenn samtakanna vilji ekki við sig tala. Einnig ber hann á framkvæmdastjóra LÍÚ að hann hafi viljað hlutast til um hvernig fréttaflutningi Magnúsar af sjávarút- vegsmálum verði háttað. Hvort tveggja er ósatt. Hið rétta er að ég lýsti því yfir bréf- lega á sl. ári að ég óskaði ekki eftir að ræða við Magnús vegna reynslu minnar af fréttaflutningi hans. Á sama tíma óskaði framkvæmdastjóri LÍÚ eftir því að ræða við Magnús um fréttir hans af brottkasti með það að markmiði að kynna honum sjónarmið samtakanna. Fráleitt er að halda því fram að tilgangurinn hafi verið að stjórna fréttaflutningi hans. Þrátt fyrir ósannindi Magnúsar í þessu efni hefur framkvæmdastjóri LÍÚ ekki neitað að ræða við hann, hefur átt við hann orðastað í sjónvarpi, þannig að ljóst er að ekki hafa samtökin hafnað því að ræða við þennan mann. Kjarni málsins er þó sá að óháð, upplýst, gagnrýnin og sanngjörn um- ræða um sjávarútvegsmál á Íslandi getur ekki átt sér stað ef sjónarmiða annars aðilans er að engu getið, en andstæðum sjónarmiðum haldið fram í gríð og erg. Það ætti jafnvel Magnús Þór Haf- steinsson að skilja. ÓHÁÐ, UPPLÝST, GAGNRÝNIN OG SANNGJÖRN UMRÆÐA Kristján Ragnarsson Þrátt fyrir ósannindi Magnúsar í þessu efni hefur framkvæmda- stjóri LÍÚ, segir Kristján Ragnarsson, ekki neitað að ræða við hann, þannig að ljóst er að ekki hafa samtökin hafnað því að ræða við þennan mann. Höfundur er formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. SKOÐUN vanti gögn eða ónógar rannsóknir séu fyrir hendi. Mér finnst því lapsus í lögunum, herra forseti, að við skulum ekki hafa sett það inn í textann í b-liðnum að Skipulags- stofnun hafi heimild til að leggjast gegn framkvæmd vegna ónógra rannsókna. Satt að segja, af því að það er skammur tími, herra forseti, finnst mér þýðingarmikið að fá álit hæstv. umhvrh. á því hvernig þessi b-liður yrði skilinn að hennar mati. Erum við með nægilegt svigrúm fyrir skipulagsstjóra til þess að hafna framkvæmd eða þurfum við að gera bragarbót við 3. umr.?“ (125. lþ. 386. mál, 2. umræða 10. maí 2000.) Í andsvari umhverfisráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur, er vísað til þess að með umræddri breytingu væri ætlað að gera matið skilvirk- ara almennt. Í því felist meðal ann- ars „að leggja til ákvæði um gerð á matsáætlun og miklu meira samráð en við höfum áður séð í þessu um- hverfismatsferli.“ Þannig hafa þingmaðurinn og umhverfisráðherrann tekið af allan vafa um þetta atriði og augljóst er að Skipulagsstofnun hefur brotið lög um mat á umhverfisáhrifum með úrskurði sínum og farið langt út fyrir þær heimildir sem henni eru að lögum veittar. 6. Málsmeðferð Skipulagsstofunar brýtur með þessum hætti einnig gegn ákvæðum stjórnsýslulaga, sérstaklega um rannsóknar- og leiðbeiningarskyldu. Ekki má gleyma því að þrátt fyrir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum er Skipulagsstofnun stjórnvald sem verður við framkvæmd þess hlutverks sem henni er falið að gæta réttra og góðra stjórnsýslu- hátta. Um hin „faglegu vinnubrögð“ Skipulagsstofnunar má hafa langt mál, því skoðun stofnunarinnar er afar hlutdræg, en hún á lögum samkvæmt að gæta sanngirni. Hún tekur fullyrðingar þrýstihópanna gagnrýnislaust eða gagnrýnilítið til greina en tortryggir á hinn bóginn matsaðilann í flestum greinum. Ber þessi úrskurður öll merki þess að niðurstaðan hafi fyrst verið fengin og síðan hafi verið reynt að und- irbyggja þá niðurstöðu. Þess háttar vinnubrögð getur opinber stofnun aldrei leyft sér, svo ekki sé talað um þegar til meðferðar er svo stórt og afdrífaríkt mál sem varðar stór- kostlega hagsmuni, hvort sem litið er til atvinnumála þáttarins eða umhverfismálanna. Höfundur er lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.