Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÍÞRÓTTAIÐKUN UNGMENNA SJÁLFSTÆÐI EYSTRASALTSRÍKJANNA Áratugur er á morgun liðinn fráþví að Ísland stofnaði fyrstríkja formlega til stjórnmála- sambands við Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Áður hafði Alþingi ályktað um viðurkenn- ingu á fullveldi Litháens og ríkis- stjórn Íslands ákveðið að viðurkenna sjálfstæði hinna ríkjanna tveggja. Þessara tímamóta er minnzt með af- mælisdagskrá í dag. Utanríkisráðherrar ríkjanna, þeir Jón Baldvin Hannibalsson, Lennart Meri frá Eistlandi, Janis Jürkans frá Lettlandi og Algirdas Saudargas frá Litháen, rituðu undir yfirlýsingu um stjórnmálasambandið við tilfinninga- þrungna athöfn í Höfða mánudaginn 26. ágúst 1991, að nýliðinni einhverri viðburðaríkustu viku síðasta áratugar 20. aldarinnar. Vikan sú hófst á valda- ráni harðlínukommúnista í Moskvu en lauk með sigri lýðræðisafla og í raun með hruni Sovétríkjanna, þótt þau leystust formlega ekki upp fyrr en nokkrum mánuðum síðar. Athöfnin í Höfða var sögulegur við- burður. Lennart Meri tók svo til orða er skrifað hafði verið undir yfirlýs- inguna, að yfirleitt litu menn svo á að sagan tilheyrði fortíðinni og skildu ekki að stundum færu líðandi stund og sagan saman: „Þessi dagur er undan- tekning á þessu … Við upplifum ekki aðeins líðandi stund, heldur einnig söguna.“ Í viðtali við Morgunblaðið eftir at- höfnina sagði Algirdas Saudargas: „Þetta er atburður með alþjóðlega þýðingu, stórkostleg stund. Hún markar líka endalok þessarar róstu- sömu viku, sem á undan er gengin. Þegar þessu skeiði ofbeldis er nú von- andi lokið hefjum við hér á Íslandi skeið endurreisnar réttlætisins – endalok heimsstyrjaldarinnar síðari.“ Janis Jürkans sagði: „Það er stór- kostlegt að koma hingað og sjá fána lands míns blakta við hún á hverju torgi. Ég er stoltur af því að íslenzka ríkisstjórnin, stjórn smáríkis, skuli reiðubúin að ganga fram fyrir skjöldu okkur til varnar á alþjóðlegum vett- vangi og jafnframt setja öðrum ríkj- um heims fordæmi til eftirbreytni.“ Sá stuðningur, sem Ísland veitti Eystrasaltsríkjunum í sjálfstæðisbar- áttu þeirra, var mikils metinn í ríkj- unum þremur. Fulltrúar Íslands hafa fengið hlýjar móttökur í þessum lönd- um í samræmi við það og götur og torg heita eftir Íslandi í höfuðborgum ríkjanna. Ekki sízt hafa íbúar Eystra- saltslandanna metið framlag Jóns Baldvins Hannibalssonar til sjálf- stæðisbaráttu þeirra og heiðrað hann á ýmsa lund. Sumarið 1991 var flestum ljóst að þótt Eystrasaltsríkin hefðu endur- heimt sjálfstæði sitt var gríðarlegt verk fyrir höndum að reisa ríkin úr þeim rústum, sem sovétkommúnism- inn skildi eftir sig, og endurvinna sess þeirra á meðal vestrænna lýðræðis- ríkja. Þrátt fyrir margvíslega erfið- leika hafa orðið ótrúlegar framfarir í Eystrasaltslöndunum undanfarinn áratug. Stoðum hefur verið skotið undir lýðræðislegar stofnanir, efna- hagslífið hefur smátt og smátt sótt í sig veðrið, löggjöf verið færð til sam- ræmis við það sem tíðkast víðast á Vesturlöndum og nú er svo komið að ríkin þrjú eiga öll möguleika á aðild að Evrópusambandinu innan nokkurra ára. Þá hafa þau færzt nær aðild að Atlantshafsbandalaginu, en Ísland hefur stutt viðleitni þeirra til að öðlast aðild að varnarbandalagi vestrænna ríkja, þrátt fyrir andstöðu Rússa. Undanfarin tíu ár hefur verið efnt til margvíslegs tvíhliða samstarfs Eystrasaltsríkjanna og Íslands, auk þess sem Norðurlöndin hafa í samein- ingu veitt löndunum fjölbreytta að- stoð og ráðgjöf. Það er ekki sízt ánægjulegt að viðskiptatengsl hafa myndazt milli Íslands og landanna þriggja og Íslendingar fjárfest í efna- hagslífi þeirra, en erlendar fjárfest- ingar eru ein mikilvægasta forsenda endurreisnar efnahags ríkjanna. Ís- lendingar mega ekki gleyma þeirri ábyrgð, sem fylgir því að hafa orðið fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og efna til stjórn- málasambands við þau. Við eigum enn að efla samstarfið og leggja okkar af mörkum til að þau standi jafnfætis öðrum vestrænum lýðræðisríkjum. Undanfarin ár hefur oft verið vakin áþví athygli af íþróttakennurum að íslensk ungmenni séu verr á sig komin líkamlega en áður vegna hreyfingar- leysis. Þegar Anton Bjarnason, lektor við Kennaraháskóla Íslands, vakti fyrst máls á þessu hrukku margir í kút. Það er að sjálfsögðu alvarlegt mál ef ungmenni landsins þjást af hreyfingarleysi, og það svo miklu að það geti haft alvarlegar af- leiðingar fyrir þau síðar á lífsleiðinni. Á síðasta áratug hafa komið upp nokkur dómsmál þar sem dæmdar hafa verið bætur vegna vanrækslu í íþrótta- kennslu. Að sögn Antons er hann til að mynda hættur að láta börn standa hand- stöðu þar sem þau séu mörg hver orðin það máttlaus að þau geti ekki haldið sér uppi. Í grein sem birtist í Daglegu lífi, fylgi- blaði Morgunblaðsins á föstudögum, kemur fram að slysa- og bráðamóttaka Landspítalans – háskólasjúkrahúss í Fossvogi hefur um árabil skráð og flokkað öll slys sem þar eru meðhöndl- uð. Ef litið er á íþróttameiðsl barna 17 ára og yngri fyrir tímabilið 1998–2000 kemur í ljós að 4003 börn leituðu til slysadeildarinnar vegna ýmiss konar íþróttameiðsla. Í samtali Morgunblaðsins við Ernu Sigmundsdóttur sem er ekki nema 16 ára en að eigin sögn orðin gömul á mæli- kvarða fimleikaíþróttarinnar kom fram, að hún æfði fimleika af kappi frá 5 ára aldri en þegar hún var 14 ára fór að síga á ógæfuhliðina eftir að hún hafði æft stíft um langa hríð. Í ljós kom að hún var með alvarlega álagsáverka á hrygg og góðkynja beinæxli í fæti. Hún mun væntanlega aldrei geta æft fimleika framar. Mátuleg hreyfing er hverjum manni holl. Við sjáum dæmi um öfgarnar í báð- ar áttir; of mikil þjálfun og of lítil þjálf- un. Til þess að ungmenni fái ratað hinn gullna meðalveg í þessu sem og öðru þurfa þau leiðsögn. Það er því mikilvægt að foreldrar og forráðamenn þeirra fylgist vel með því hvort þau fá næga hreyfingu en ekki sé gengið of langt. Eins verður að tryggja að þjálfun sé við hæfi. Því þegar heilsan er í húfi er kapp best með forsjá. SAMNINGAR um stjórnmálasambandÍslands og Eystrasaltsríkjanna þriggja,Eistlands, Lettlands og Litháens, voruundirritaðir við hátíðlega athöfn í Höfða að morgni 26. ágúst 1991. Eystrasaltsþjóðirnar voru að endurheimta sjálfstæði sitt þegar rúm hálf öld var liðin frá því löndin voru innlimuð með hervaldi í Sovétríkin. Heimssöguleg tíðindi áttu sér stað þessa daga í síðari hluta ágústmánaðar. Aðeins sjö dögum áður höfðu harðlínumenn í sov- éska kommúnistaflokknum gert misheppnaða til- raun til valdaráns í Sovétríkjunum. Sovéska ríkjasambandið var að hrynja til grunna. Öll Eystrasaltslöndin höfðu nú lýst yfir fullu sjálf- stæði og Ísland varð fyrst ríkja heims til að koma á ný á stjórnmálasambandi við Eystrasaltsríkin. Ísbrjóturinn á alþjóðavettvangi Samningana í Höfða undirrituðu Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra og starfsbræður hans; Algirdas Saudargas frá Litháen, Janis Jürkans frá Lettlandi og Lennart Meri frá Eistlandi. Meri, sem er núverandi forseti Eistlands, sagði að undirritun lokinni, að í ágúst 1939 hefðu tvær undirskriftir, sem settar voru að næturlagi í Kremlarvirki, opnað dyrnar fyrir heimsstyrjöld- ina síðari. Vísaði Meri þar til leynisáttmála Stal- íns og Hitlers, þar sem þeir skiptu Evrópu á milli sín og Stalín fékk Eystrasaltsríkin. Síðan sagði Meri: ,,Hvað Eystrasaltsríkin þrjú, fyrrum aðild- arríki Þjóðabandalagsins, varðar, stóð síðari heimsstyrjöldin áfram, alveg fram á þennan dag. Þessar undirskriftir, sem þið hafið horft á, eru þær fyrstu til að binda enda á afleiðingar styrj- aldarinnar. Við snúum nú aftur inn í fjölskyldu Evrópuþjóða.“ Jürkans lét svo um mælt að athöfnin í Höfða væri sögulegur viðburður, upphaf alþjóðlegrar viðurkenningar á lýðræðislega kjörnum ríkis- stjórnum Eystrasaltslandanna. ,,Fyrir hönd rík- isstjórnar minnar vil ég koma á framfæri djúpu þakklæti til íslensku ríkisstjórnarinnar fyrir að vera ísbrjóturinn á alþjóðavettvangi.“ Frá Íslandi héldu ráðherrarnir í sömu erinda- gjörðum til Kaupmannahafnar og í kjölfarið fylgdi hópur ríkja sem urðu við óskum Eystra- saltsþjóðanna um formlega viðurkenningu og stjórnmálasamband. „Þetta verður keðjuverkun. Á hverjum degi streyma inn tilkynningar frá er- lendum ríkjum um að þau vilji taka upp stjórn- málasamband við okkur á ný,“ sagði Saudargas í samtali við Morgunblaðið. „Söngvabyltingin“ hefst Eystrasaltsþjóðirnar lýstu yfir sjálfstæði sínu árið 1918 og íslensk stjórnvöld viðurkenndu sjálf- stæði þeirra formlega 1922. Í griðasáttmála Hitl- ers og Stalíns í ágúst 1939 kom fram í leynivið- auka að Eystrasaltslöndin yrðu á áhrifasvæði Sovétríkjanna og árið eftir brutu Sovétmenn rík- in þrjú undir sig. Íslendingar voru meðal þeirra þjóða sem féllu aldrei frá viðurkenningu sinni á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Á árinu 1988 voru sjálfstæðishreyfingar í Eystrasaltslöndunum orðnar áhrifamikið stjórn- málaafl og haldnar voru kosningar til þjóðþinga landanna. Rætur lýðræðis voru að skjóta rótum. Hin svonefnda ,,Söngvabylting“ var hafin í Eystrasaltslöndum, þar sem friðsamir, vopnlaus- ir íbúar söfnuðust saman og sungu þjóðsöngva í baráttu sinni fyrir sjálfstæði. Litháen lýsti svo, fyrst þjóðanna þriggja, yfir fullu sjálfstæði lands- ins 11. mars 1990. Daginn eftir samþykkti Alþingi heillaóskir til lithásku þjóðarinnar, fyrst löggjafarþinga í heimi, um leið og undirstrikað var að Íslendingar hefðu aldrei fallið frá viðurkenningu á sjálfstæði Litháen og annarra Eystrasalts- ríkja. Heillaóskir frá þessari fjar- lægu smáþjóð komu Litháum í opna skjöldu, að því er fram kem- ur í MA-ritgerð Guðna Th. Jó- hannessonar sagnfræðings, sem fjallar um stuðning Íslendinga við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltslandanna 1990-91. Ekki tekið með fögnuði ,,Það kemur kannski mörgum á óvart að heyra að þessari þróun var alls ekki tekið með neinum fögnuði í vestrænum höfuðborgum, fjarri því,“ segir Jón Baldvin, í samtali við Morgunblaðið um þróunina til sjálfstæðis Eystrasaltslandanna. Ráðandi sjónarmið stjórnvalda í Washington var að ekkert mætti aðhafast eða segja sem græfi undan Gorbatsjov og skapaði hættu á að harð- línumenn gætu aftur náð völdum. ,,Forysturíki Atlantshafsbandalagsins litu því nánast á þessa lýðræðislega kjörnu leiðtoga Eystrasaltsþjóð- anna sem boðflennur. Á þetta reyndi hvað eftir annað er þeir óskuðu eftir aðild að fundum sem voru margir á þessum tíma eftir fall Berlínar- múrsins en þá var stofnað til ferilsins sem kennd- ur er við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, að sögn Jóns Baldvins. Íslendingar höfðu allt annan skilning á þessum málum. ,,Mér fannst við þessar aðstæður að það væri siðferðileg skylda okkar Íslendinga að leggja málstað Eystrasaltsþjóðanna lið. Það voru ekki aðrir til þess. Á þessum árum gerði ég það kerfisbundið allsstaðar þar sem ég fékk því við komið, fyrst og fremst innan NATO, sem mestu máli skipti, og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í Evrópuráðinu og í samstarfi sósíaldemókrata- flokkanna á Norðurlöndunum,“ segir hann. Landsbergis lýsir vonbrigðum með viðbrögð annarra leiðtoga Landsbergis forseti Litháens sótti Ísland heim 8.–10. október 1990. Sagði hann stuðning Íslands mikils metinn í Eystrasaltslöndunum en lýsti vonbrigðum með viðbrögð annarra vestrænna þjóðarleiðtoga. Hvatti hann við það tækifæri og margoft síðar til að Íslendingar stigju skrefið til fulls og tækju upp formlegt stjórnmálasamband við Litháen. Í janúar 1991 fór að hitna verulega í kolunum. Gorbatsjov setti Litháum úrslitakosti 10. janúar og sovéska varnarmálaráðuneytið ákvað að senda tugþúsundir hermanna til einstakra lýð- velda til að framfylgja herkvaðningu. 11. janúar létu sérsveitir innanríkisráðuneytisins í Moskvu (svarthúfusveitirnar) til skarar skríða. Hermenn réðust inn í opinberar byggingar í Vilnius, höf- uðborg Litháens, fréttastofur og fjölmiðla. A.m.k. sex manns slöðuðust og hlutu sumir þeirra skotsár. Svarthúfusveitirnar beittu svo hervaldi í Viln- íus, blóðsunnudaginn svonefnda 12. janúar, er þær gerðu árás á sjónvarpsturninn í Vilníus. Þar féllu 15 manns og á sjöunda hundrað þurftu að leita læknisaðstoðar. Einnig kom til skotbardaga í Riga og Tallinn-borg var umkringd skriðdreka- sveitum. Fullar sannanir eru taldar fyrir því að nánustu undirmenn Gorbatsjovs hafi skipulagt árásina á sjónvarpsturninn þó deilt sé um þátt Gorbatsjov í þessum atburðum. ,,Valdamiklir menn í innsta hring Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna höfðu sett saman áætlun um að beita hervaldi til þess að reka hin lýðræðislega kjörnu þjóðþing í Eystrasaltslöndunum heim, afnema lýðræðisleg- ar ríkisstjórnir og koma aftur á Sovétkerfi. Enn í dag er deilt um hver hlutur Gorbatsjovs var í því máli, allt frá því hvort hann hafi vitað um aðgerð- irnar eða ekki, eða jafnvel hvort hann hafi sjálfur átt aðild að þessum ákvörðunum. Það er engum vafa undirorpið að hann vissi allt um það. Hitt er kannski ekki að fullu komið í ljós,“ segir Jón Baldvin. Jón Baldvin fær símhringingu frá Landsbergis um miðja nótt Forystumenn Eystrasaltsríkjanna töldu nú aðeins tímaspursmál hvenær þeir yrðu hand- teknir. Sú spurning brann á allra vörum hvort þessir atburðir myndu leiða til allsherjar blóð- baðs í Eystrasaltsríkjunum. ,,Ég fékk símhringingu frá Landsbergis um miðja nótt á Vesturgötuna, tveimur dögum áður en blóðbaðið varð,“ segir Jón Baldvin. ,,Skilaboð hans voru einföld, hann sagði: ,,Ef þú meinar nokkurn skapaðan hlut með því sem þú hefur verið að segja á undanförnum árum, komdu þá núna og vertu með okkur. Það skiptir máli að utanríkisráðherra NATO-ríkis sýni okkur samstöðu í verki.“ Hann átti von á því að þarna yrði látið til skarar skríða og lýsti því fyrir mér hvernig þing- ið hefði búið um sig með því að víggirða þing- húsið. Hann mun hafa komið svipuðum málaleit- unum á framfæri við ýmsa aðra, en ég var sá eini sem brást við. Það tók mig að vísu nokkuð marga daga að fá vegabréfsáritun í gegnum sendiráð Sovétríkjanna í Reykjavík,“ segir Jón Baldvin. Til að komast til Eystrasaltsríkjanna þurfti Jón Baldvin fyrst að sækja um vegabréfsáritun í sovéska sendiráðið. Í þessu fólst ákveðin þver- sögn en hann segist þó eingöngu hafa litið á það sem formsatriði, ,,hreint aukaatriði í samanburði við þann pólitíska veruleika sem var þarna að af- hjúpast“, segir Jón Baldvin. Fólk var staðráðið í að verja frelsi sitt Í frétt Morgunblaðsins 19. janúar frá blaða- manni blaðsins, sem fylgdi utanríkisráðherra í ferð hans til Eystrasaltslandanna, var ástandinu í Lettlandi lýst svo: ,,Andrúmsloftið í miðborg Riga er ólýsanlegt. Þúsundir Letta, margir komnir allt að tvö þúsund kílómetra leið til að standa vörð um lýðveldið, ganga um götur, sumir gyrtir gasgrímum. Þeir syngja þjóðernissöngva eða ræða saman við yl frá varðeldum sem kveikt- ir eru á flestum götuhornum. Fólkið er óvopnað og staðráðið í að verja frelsi sitt fyrir Rauða hernum með lífi sínu.“ Tíu ár eru liðin síðan Ísland tók fyrst „Snú fjölsky Orð Íslendinga gerðu Sjevardnadze gramt í geði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.