Morgunblaðið - 25.08.2001, Side 36

Morgunblaðið - 25.08.2001, Side 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Baldur Bern-harð Sigurjóns- son fæddist á Þing- eyri við Dýrafjörð 5. mars 1910. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða Akranesi 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjón Pétursson smiður, f. 29.7. 1872, d. 12.2. 1960, og Sig- ríður Jónsdóttir hús- móðir, f. 28.12. 1888, d. 8.10. 1977. Bróðir Baldurs er Pétur tré- smíðameistari, f. 25.10. 1913, býr á Hrafnistu í Reykjavík, maki Jónína Jónsdóttir húsmóðir, þau áttu fimm börn en eitt er látið. Uppeldisbróðir Bald- urs var Bragi Guðmundsson fisk- sali, f. 5.5. 1919, d. 11.10. 1987, maki Elísabet Einarsdóttir hús- móðir, þau eiga þrjú börn. Hinn 7. desember 1935 kvæntist Baldur Kristófersson pípulagningameist- ari og eiga þau þrjú börn; Guðlaug framkvæmdastjóri, f. 4.5. 1970, maki Guðni Gunnarsson, starfræk- ir heilsuræktarstöð í Los Angeles. 2) Svanur starfsm. í Ráðhúsi Reykjavíkur, f. 18.2. 1948, sam- býliskona Edda Egilsdóttir póst- fulltrúi, f. 26.5. 1951. Börn þeirra eru: Ingi Sigurður nemi, f. 7.5. 1982, og Ásta Kristín, f. 27.2. 1989. Baldur og Ingibjörg bjuggu all- an sinn búskap á Þingeyri. Hann lærði trésmíði hjá föður sínum. Þrjú sumur starfaði Baldur við uppbyggingu síldarverksmiðju á Djúpuvík en starfaði annars við fyrirtæki G.J.S. & Co á Þingeyri, þar starfaði hann við módelsmíði fyrir járnsteypu fyrirtækisins. Orgelleik lærði hann hjá Guð- mundi Gilssyni og var kirkjuorg- anisti á Þingeyri um 35 ára skeið. Baldur flutti til Akraness árið 1975 og vann hjá trésmíðaverkstæði Akraneskaupstaðar til ársins 1984 ásamt því að vera organisti í Innra- Hólmskirkju. Baldur hefur búið á Dvalarheimilinu Höfða frá 1990. Útför Baldurs fer fram frá Þing- eyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ingibjörgu Magnús- dóttur húsmóður, f. 7.6. 1914, d. 9.11. 1968. Synir þeirra eru: 1) Pétur hafnar- stjóri f. 22.6. 1933 maki hans Anna Helgadóttir húsmóðir f. 13.1. 1936. Börn þeirra eru: Baldur tré- smiður, f. 17.2. 1955, sambýliskona Linda Sigvaldadóttir starfs- maður á leikskóla og eiga þau þrjár dætur; Helgi verktaki, f. 13.7. 1957, maki Sigríður Valsdóttir skrifstofustjóri, þau eiga tvær dætur, áður átti Helgi eina dóttur; Pétur lagermaður, f. 12.11. 1960, sambýliskona Freydís Frigg Guðmundsdóttir þroska- þjálfi og eiga þau þrjú börn. Pétur á auk þess tvö börn með fyrri sam- býliskonu sinni; Inga skrifstofu- stjóri, f. 27.4. 1965, maki Þorgeir Kæri tengdafaðir, í dag ertu kvaddur hinstu kveðju. Eitt sinn skal hver deyja. Enginn veit, hvenær kemur að þessum dularfullu landa- mærum lífs og dauða. Þínir ævidagar urðu langir, 91 ár, en þeir voru farsælir. Síðustu árin voru þér erfið, það er mikill missir og vonbrigði sem því fylgir að missa sjónina, heyrnina og að fæturnir bera mann ekki lengur, svo þú varst farinn að þrá svefninn langa. Nú trúi ég því að þú tifir um grundu græna með Ingu þinni, sem þú saknaðir af- ar mikið því hún var þér allt. Ég þakka hvað þið tókuð afar vel á móti mér er ég kom fyrst á heimili ykkar ung með elsta soninn okkar. Fyrstu 14 árin bjuggum við á Þingeyri með fjögur elstu börnin, en fimmta barnabarnið fæddist á Akranesi. Barnabörnin voru ykkur ljós í lífinu og ég tala nú ekki um hjá mömmu þinni Digg-ömmu og Sigurjóni afa. Ég held það hafi verið ykkur Ingu mikil vonbrigði þegar sú ákvörðun var tekin að fara suður til Akraness í 9 mánuði en þið sættuð ykkur við það því við kæmum aftur, en tíminn líður hratt, sá tími er orðinn 34 ár. Höggið var þungt þegar þú hringdir í okkur 4 mánuðum eftir að við fluttum á Akranes og sagðir okk- ur að Inga hefði orðið bráðkvödd. Þið fóruð í bíó sama kvöldið en fóruð heim í hléi því henni leið ekki sem best. Hún komst heim, settist í stól og tók síðustu andvörpin, öllu var lokið. Þetta gerðist í einni svipan og setti djúp spor á allt líf þitt eftir það. Við reyndum að létta þér lífið, en hennar skarð var alltaf opið í þinni sálu. Þú heimsóttir okkur á öllum stórhátíðum eftir þetta. Í 45 ár höf- um við verið saman bæði í sorg og gleði. Þú fluttir hingað til okkar á Akranes árið 1975. Á Akranesi eignaðist þú marga vini, bæði í vinnunni og utan hennar og þú kunnir vel við þig á Skaga. Heimili þitt var fyrstu árin hjá okkur á Skagabraut, en síðan áttir þú þitt eigið heimili á Suðurgötu og undir hag þínum vel enda góður kokkur. Síðustu 11 árin var þitt heimili á Dvalarheimilinu Höfða, þar varst þú ánægður og við öll þakklát fyrir þá ákvörðun. Þú naust þess að vera inn- an um fólk, spjalla, spila á orgelið, spila bridge, borða góðan mat og fara í sund. Síðustu ár fór að halla degi, þú misstir sjónina, gast ekki spilað á orgelið né spilað bridge, svo fór heyrnin að dofna og þú þurftir að fara um í hjólastól. Þá urðu dagarnir langir en umburðarlynda starfsfólk- ið á Höfða lagði sig fram við að létta þér lífið og viljum við þakka því alla þá góðu umönnun, elskulegheit og þolinmæði sem það sýndi og veit ég að þar mæli ég fyrir þig einnig. Vertu guði falinn, Baldur minn, þökk fyrir öll árin. Þín tengdadóttir, Anna. Ævi Baldurs Sigurjónssonar spannar nærri alla tuttugustu öld- ina. Þann tíma skráðrar sögu sem hefur að geyma mest af breytingum og umbrotum á öllum þeim sviðum efnis og árangurs sem hægt er að telja til mannlegrar vitundar. Við gerum okkur ferðir um marga stigu þessarar kynslóðar og reynum að finna eða skilja hvað það var sem rót- aði í okkur mörgum jafnvel til allra átta. Svör komu jafnan eftir á. Við lögðum frá foreldrahúsum og áfram mót því sem verða vildi. Sá var kost- urinn sem öldin lagði okkur til. Þeg- ar þeir líta svo yfir farinn veg sem lengi fá að lifa, kemur í ljós að margt reynist sérsviðið og vegferðirnar bera uppi orsakir og afleiðingar. Ævi Baldurs brýtur margt blaðið. For- eldrar hans voru báðir aðfluttir til Dýrafjarðar. Móðir hans Sigríður var fædd í Mýri við Nýlendugötu í Reykjavík. Faðir hennar flutti til Vesturheims, en móðir hennar Jónea var ein með dótturina. Það var að enda nítjánda öldin og ekkert fyrir einstæða móður að gera hér í Reykjavík. Jónea sótti því vinnu á sumrin með dóttur sína, til Þingeyrar en þar var blómlegt atvinnulíf og menning- arlegt samfélag. Þegar Sigríður var átta ára hóf móðir hennar sambúð með Jóhanni Samsonarsyni sem þá var ekkill og margra barna faðir. Sigríður fór þá þegar að vinna fyrir sér við barnapössun hjá faktornum Wendel og konu hans. Með Jóhanni átti Jónea soninn Óskar sem gerðist snemma hér í Reykjavík mikill athafnamaður. Eft- ir að hafa stundað sjómennsku fram- an af ævinni stofnaði hann fiskbúð- ina Sæbjörgu sem enn í dag er rekin af myndarbrag af syni Óskars, Guð- mundi. Það var eins með föður Baldurs, Sigurjón. Hann kom til Þingeyrar um sama leyti og Jónea, sunnan úr Vogum frá barnmörgum foreldra- húsum. Hann var einnig í atvinnuleit eins og Jónea. Sigurjón reyndist þúsundþjalasmiður, lagði færar hendur að hverju verki sem hann vann. Allt frá því að gera við fínustu klukkur eða slátra stórgripum. Tré- smíði varð þó hans ævistarf og vann sér og lærði til réttinda í því fagi. Sigurjón sá um allt viðhald á skútum þeim sem stóðu vetrarlangt á Kamb- inum sem lægi þeirra var nefnt á Þingeyri. Þá smíðaði hann einnig báta og ferjur. Sigríður og Sigurjón reistu bú sitt á Þingeyri og ólu þar aldur sinn meðan kraftar leyfðu. Þau komu til Reykavíkur eins og gestir, þar kvöddu þau þetta líf en vildu hvíla á Þingeyri. Þau fundu sig sann- arlega sem Dýrfirðinga. Þannig var Baldur líka. Hann átti starfsævina og heimilið á Þingeyri og var fæddur þar. Þeir sem muna hann fundu að hann var einn af þeim sem settu svip á bæinn. Hann var fastur punktur í tilverunni á Þingeyri. Látlaus og við- mótsþýður gekk hann að hverju sem hann lagði hönd að. Hann lærði tré- smíði hjá föður sínum og lauk sveins- prófi 1937. Þá vann hann við mód- elsmíði í vélsmiðjunni hjá Guðmundi J. Sigurðssyni. Einnig lærði hann orgelleik hjá Guðmundi Gilssyni frá Arnarnesi í Dýrafirði og starfaði hann sem organisti við Þingeyrar- kirkju í hartnær fjörutíu ár. Mótlæt- ið í lífi hans var að kona hans Ingi- björg átti við vanheilsu að stríða. Gekk með hjartagalla og veiktist af berklum. Hún var blíðlynd og prúð- mannleg kona svo af bar. Þá gerði gæfumuninn fyrir Baldur og synina að hann átti óslitinn feril móður- handa sem bættu það sem bætt varð þegar kona hans dvaldi á sjúkrahúsi eða á Vífilsstaðahæli. Hún lést fyrir aldur fram og var harmdauði þeim er til þekktu. Baldur er mér í minni löngu fyrr en hann varð mágur minn og er ég því kunnug orðspori hans. Þeir voru ekki samferða bræðurnir um lífsleið- ina eftir að Pétur fór ungur úr for- eldrahúsum. Sem ferðamenn hittust þeir hvor hjá öðrum þessa löngu ferð sem nú er á enda. Þeirra hús stóðu opin hvor öðrum. Stólpinn sem lengst hefur staðið í frændagarði af- komenda bróður hans er nú fallinn. Nú skiptist frændliðið á kveðjum og sér að endirinn er ekki flúinn. Kveðja þeirra er send til fjölskyldna sona Baldurs með von um að öllum farnist vel. Með þökk fyrir samferð- ina og óskir um Guðs frið. Jónína Jónsdóttir. BALDUR SIGURJÓNSSON ✝ Kjartan Jónssonfæddist á Brekku í Núpasveit í Norður-Þingeyjar- sýslu 6. september 1917. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 15. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Ingimundarson, bóndi á Brekku, f. 22. mars 1863, d. 4. nóv. 1927, og Þor- björg Jóhannesdótt- ir, f. 9. jan. 1878, d. 13. júní 1959. Þau bjuggu á Brekku alla sína búskapartíð. Systkini Kjartans voru Hólmfríð- ur, f. 5. júlí 1905, d. 16. sept. 2000, Guðbjörg, f. 24. sept. 1906, d. 30. apríl 1949, Ingimundur, bóndi á Brekku, f. 23. nóv. 1908, Jóhannes, f. 16. júlí 1910, d. 30. sept. 1915, Ingiríður, f. 17. des. 1911, d. 26. apríl 1944, Arn- björg, f. 2. sept. 1913, d. 24. mars 1916, Jóhannes, f. 16. júní 1915, d. 13. maí 1971, Þorbjörg kennari, f. 9. mars 1920, búsett í Bandaríkjunum. Kjartan var bóndi á Brekku ásamt Ingimundi bróður sínum og konu hans Guðrúnu Dagbjartsdóttur alla sína starfsævi. Síðustu tvö árin var hann á Dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík. Útför Kjartans fer fram frá Snartarstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er Kjartan frændi minn á Brekku horfinn yfir móðuna miklu. Hugurinn reikar rúmlega fimmtíu ár aftur í tímann. Tvær litlar systur dveljast um heils árs skeið á býli ömmu sinnar og frændfólks. Margt er í heimili, aldrei færra en 15 manns. Systurnar, sem eru úr lítilli kjarnafjölskyldu, kynnast nýjum heimi, heimi stórbýlis í norðlenskri sveit. Það er bjart yfir minningunni og þær munu búa að reynslunni alla ævi. Þarna er mikið umleikis, hátt til lofts og vítt til veggja innan dyra sem utan, störfin fjölbreytileg og mikill gestagangur. Þær upplifa sauðburð, rúningu, heyskap og jólahald á stóru sveitaheimili og einnig meiri öfgar náttúrunnar en þær höfðu áður séð, bæði sumardýrð og glórulausa stór- hríð. En best af öllu var fólkið, amma Þorbjörg, sem var besta amma í heimi, Kjartan, Ingimundur, Guðrún og allir hinir. Brekka í Núpasveit hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í marga ættliði. Umhverfið er svipmikið. Bærinn stendur hátt og útsýnið afmarkast af núpunum tveimur, Snartarstaðanúp og Öxarnúp. Kinnarfjöllin blasa við á björtum degi og stundum sést jafn- vel til Vestfjarða. Hafið óendanlega teygir sig til norðurs svo langt sem augað eygir. Óvíða er fegurra sólar- lag. Brekka er mikil og góð jörð til sauðfjárbúskapar með víðu beiti- landi, sjávarbeit og öðrum dýrmæt- um hlunnindum, ekki síst á fyrri tím- um, svo sem eggjatekju, silungsveiði, selveiði og reka. Þar hafa búið bænd- ur sem kunnu að nýta landið af hóf- semi, stoltir bændur, miklir „fag- menn“ sem ráku stórt sauðfjárbú mann fram af manni. Árferði var oft erfitt og hlaut hagur hvers býlis að byggjast mjög á ráðdeild og reglu- semi, en þó ekki hvað síst á dugnaði og hreysti bóndans. Brekka er vel í sveit sett, í alfaraleið og skammt frá kauptúninu á Kópaskeri. Þar hefur lengi verið verslunarstaður héraðs- ins, miðstöð þjónustu og áður við- komustaður farskipa. Á Brekku var því mjög gestkvæmt, þótti kjörinn gististaður áður fyrr og þar hefur ríkt mikil gestrisni allt fram á þenn- an dag. Hér ólst Kjartan Jónsson upp, bjó og starfaði langa ævi. Jón bóndi á Brekku, faðir Kjartans, lést langt um aldur fram frá eiginkonu og stórum barnahópi. Kjartan, næst- yngstur systkinanna, var þá 10 ára gamall. Ingimundur, elsti bróðirinn, var þá 18 ára og var hann þar með orðinn bóndi á Brekku. Kjartan átti síðan eftir að búa félagsbúi með Ingi- mundi og konu hans, Guðrúnu Dag- bjartsdóttur, um margra áratuga skeið og allt til þess að Dagbjartur Bogi Ingimundarson tók við bú- skapnum á Brekku. Kjartan var með hávöxnustu mönnum og mikið hraustmenni. Honum varð varla misdægurt langt fram eftir ævi. Hann var vinnusamur og verklaginn, rólegur og fumlaus, fljótvirkur og vinnuglaður og það var eins og ekkert viðfangsefni yrði hon- um vandamál. Um 1950 byggðu þeir bræður rafstöð við Klapparósinn og sá hún býlinu fyrir rafmagni í nokkra áratugi eða allt til þess að rafmagn var leitt á svæðið. Rafstöðin var síð- an nýtt til upphitunar húsa á Brekku allt til þess að hitaveita kom í sveit- ina fyrir örfáum árum. Rafstöðin út- heimti mikla umhirðu og kom það að mestu í hlut Kjartans fyrr á árum að sjá um rafstöðina. Var það oft ekkert áhlaupaverk að fara suður að ósnum í vondum veðrum. Stundum var ófært og fór hann þá gjarnan á skíð- um út að ósnum. Náttúran var hon- um kær. Hann hafði gaman af útivist og naut mjög þess þáttar búskapar- ins sem útheimti ferðir um landar- eignina. Fyrir örfáum árum fór hann einsamall í heiðina og endurnýjaði allar girðingarnar. Kjartan var aldrei langdvölum burtu frá Brekku, var á Laugaskóla í tvo vetur og tvo vetur var hann á ver- tíð. Hann stundaði þó ýmsa vinnu samhliða búskapnum, svo sem slát- urhúsvinnu, vörubílaakstur og bygg- ingavinnu. Á miðjum aldri ákvað hann að breyta til og flytja út á Kópasker. Þar hafði hann reist sér hús og hugðist stunda þar vinnu. En búskapurinn átti hug hans allan og ekki leið á löngu þar til hann var kominn aftur heim í Brekku. Þar voru verkefnin næg. Húsið var sett í leigu og síðan selt. Kjartan var mikið snyrtimenni, reglusamur í hvívetna og hirti vel um bú og mannvirki svo sem aðrir bú- endur á Brekku. Hann fór vel með og gætti þess að skulda ekki neinum neitt. Sjálfur hafði hann ekki miklar þarfir hvað snerti veraldleg gæði og peningar stjórnuðu ekki lífi hans. „Það ætti ekki að vera fólki áþján að eiga peninga,“ er haft eftir honum. Þegar á leið ævina fór Kjartan oft á sjúkrahús vegna alvarlegra veik- inda og síðustu árin var hann á dval- arheimilinu Hvammi á Húsavík, þar sem hann undi vel hag sínum. Veik- indum tók hann af ró og æðruleysi, eins og öðru og var alltaf þakklátur fyrir það sem fyrir hann var gert. Þakklæti sitt sýndi hann í verki þeg- ar hann færði Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri höfðinglega peninga- gjöf fyrir fáum árum. Kjartan var mjög hlédrægur og lét lítið yfir sér. Það var ekki fyrr en þegar ég fór að heimsækja hann á sjúkrahús að ég kynntist fyrir alvöru þeim bók- hneigða og víðsýna Kjartani sem hafði sjálfstæðar skoðanir og eigin sýn á lífið og tilveruna. Hann fylgdist vel með landsmálum og gat verið glettinn og sposkur. Sveitin og búið á Brekku átti sann- arlega hug hans og hjarta. Fjöl- skyldan á Brekku var hans fjöl- skylda. Bróðurbörn hans, sem höfðu alist upp með honum, stóðu honum nærri. Velgengni þeirra var honum mikilvæg og þau reyndust honum vel á móti. Í því sambandi ber sérstak- lega að nefna Ingu Þórhildi, sem reyndist honum frábærlega, einkum í veikindum hans síðustu árin og það var hún sem sat hjá honum þegar hann skildi við. Á hún sérstakar þakkir skildar fyrir umhyggjuna við Kjartan. Ég hitti Kjartan síðast í lok júní- mánaðar í herbergi hans í Hvammi. Auðsjáanlega var heilsan ekki sterk, hann hafði nýlega verið í aðgerð en hafði þó náð sér bærilega. Andlega heilsan var hins vegar ágæt, hugs- unin skýr og minni óskert. Hann lét allvel af sér, sagði fréttir af búskapn- um á Brekku, sem hann fylgdist svo vel með og vonaðist hann til þess að fara þangað í heimsókn bráðlega. Í síðustu heimsókn sinni í Brekku, á dánardægri, lá vel á Kjartani og naut hann heimsóknarinnar mjög. Veðrið var gott og hann hafði dvalist á Brekku lengi dags þegar Jón á Núpi, bróðursonur hans, sem stadd- ur var á Brekku, bauð honum í öku- ferð um landareignina. Kjartan gladdist yfir góðviðrinu og velgengn- inni í búskapnum. Heyskap og áburðardreifingu var nú lokið, haust- verk að hefjast og taldi Kjartan stöð- una harla góða. „Nú á bara eftir að henda tröllkonunni,“ sagði hann, gömlu heyhleðsluvélinni sem honum fannst vera til óþurftar á túninu. Þeir frændur fóru austur fyrir hæð og upp í hraun. Þeir ætluðu líka að fara niður að sjó, en af því varð ekki að sinni. Það var kominn tími til heim- ferðar, þeirrar ferðar sem varð lengri en ætlað var. Ég tel að Kjartan frændi hafi skil- ið sáttur við lífið. Hann er kvaddur með þakklæti. Blessuð sé minning hans. Þorbjörg Þóroddsdóttir. KJARTAN JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.