Morgunblaðið - 25.08.2001, Side 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 39
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
✝ Stefanía JósefínaGuðfinna Finn-
bogadóttir fæddist 9.
desember 1919 á
Minni-Bakka í Skála-
vík í Hólshreppi. Hún
lést á Sjúkrahúsi Ísa-
fjarðar 14. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Margrét Sigmunds-
dóttir frá Grunnavík
og maður hennar,
Finnbogi Sigurðsson
úr Ísafjarðardjúpi.
Þau fluttu til Bolung-
arvíkur 1921 og
bjuggu þar til dauðadags. Systir
Stefaníu sammæðra var Jóhanna
Jóhannesdóttir, alsystkin Sigur-
rós, Ásdís, Herdís, Elías og Sig-
urður, öll látin.
Haustið 1924 fara systurnar
Stefanía og Ásdís inn í Skálavík í
Mjóafirði, en vegna veikinda móð-
ur þeirra þurfti að koma börnun-
um fyrir. Þær systur ílengdust í
Skálavík og ólust þar upp til full-
orðinsára hjá Ólafi Ólafssyni
bónda þar og Dagbjörtu Krist-
jánsdóttur, bústýru hans. 1938
eignuðust þau Stefanía og Krist-
ján Jónsson saman dótturina
Huldu. Hulda giftist Sigmundi
Sigmundssyni. Þau bjuggu á Látr-
um þar til Hulda lést í janúar
1995. Þau áttu sjö
börn.
Hinn 2. desember
1944 giftist Stefanía
eftirlifandi manni
sínum Hans Aðal-
steini Valdimarssyni
frá Vatnsfjarðarseli
og vorið 1946 festu
þau kaup á jörðinni
Miðhúsum og bjuggu
þar til ársins 1994 er
þau fluttu á Hlíf 2 á
Ísafirði. Börn Stef-
aníu og Hans eru: 1)
Jónína Jórunn, gift
Sigurgeiri Garðars-
syni, þau búa í Súðavík og eiga
fjögur börn; 2) Björg Valdís, gift
Frosta Gunnarssyni, þau búa í
Súðavík og eiga þrjú börn; 3) Ás-
dís Margrét, gift Óskari Kárasyni,
þau búa á Ísafirði og Ásdís á einn
son; 4) Þóra, gift Sigurði Zakar-
íasi Ólafssyni, þau búa í Bolung-
arvík og eiga tvö börn, auk þess á
Þóra son frá fyrra sambandi.
Einnig ólu Stefanía og Hans upp
frá þriggja ára aldri frænda Stef-
aníu, Sigurð Hólmar Karlsson,
hann býr í Reykjavík og kona
hans er Alma Jenný Guðmunds-
dóttir. Sigurður á fjögur börn.
Útför Stefaníu fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku amman okkar. Nú ertu far-
in frá okkur, búin að yfirgefa þennan
heim. Ég veit að þér líður vel núna,
engin veikindi og engar áhyggjur,
ekki einu sinni af uppvaskinu. Þú
lést nú samt yfirleitt ekki í ljós las-
leika, hafðir bara efst í huga að öllum
öðrum liði vel. Þegar við komum í
heimsókn fannst þér ómögulegt ef
við vildum ekki þiggja neitt, þannig
að það fór enginn frá þér án þess
minnsta kosti að fá sér einn mola úr
,,Petu“. Engar minningar á ég betri,
en minningarnar um okkur öll sam-
an komin í Miðhúsum.
Þegar fullorðna fólkið var að
smala og ég fékk að fara með þér
niður fyrir tún að opna hliðið vorum
við góðar saman. Og þegar Gunnar
póstur kom þá spurðir þú hvort
nafna þín vildi ekki taka á móti póst-
inum. Ég man líka þegar þú sýndir
mér að vaskurinn þinn var alltaf al-
veg eins og nýr og einhver spurði
hvort þú hefðir verið að fá nýjan
vask, en þú hafðir þinn bara alltaf
svo fínan. Það var vegna þess, amma
mín, að þú varst svo vandvirk á allt
sem þú tókst þér fyrir hendur og
kenndir mér að smáu verkin eins og
uppvaskið skipta líka máli. Nú er ég
að stíga mín fyrstu spor í búskap og
eitt af því sem ég reyni er að brjóta
þvottinn minn fallega saman eins og
þú kenndir mér.
Elsku amma, mikið er ég fegin að
hafa átt þig og stolt af því að fá að
vera nafna þín. Guð geymi þig og
blessi minningu þína.
Stefanía.
Mig langar að minnast ömmu
minnar í Djúpi með örfáum orðum.
Ég man eins og það hefði gerst í gær
þegar ég var lítill strákur og skólinn
var búinn að vori. Þá var það mitt
fyrsta verk að fara til Villa Valla rak-
ara og láta hann snoðklippa mig, síð-
an var pakkað ofan í tösku og farið
með næstu ferð á Fagganum inn í
Djúp. Þar biðuð þið afi á bryggjunni
með hlýlega brosið ykkar og tókuð
mér opnum örmum. Síðan var haldið
upp í Miðhús og þar voru næg verk-
efni fram á haust. Svona leið þetta ár
eftir ár en að þessum samverustund-
um mun ég búa alla ævi.
Núna í byrjun júli veiktist þú og
varst flutt á sjúkrahús og þegar ég
kom með börnin mín í heimsókn til
þín hugsaði ég með mér að nú gætir
þú ekki komist inn í Miðhús í sumar
eins og þú þráðir. En ég veit að guð
hefur ákveðið þá að þú skyldir hress-
ast og komast inn í Miðhús einu sinni
enn og raunin varð sú, að þú fékkst
þrjár vikur í sveitinni þinni. Ég veit
að það hefur verið þér mikilsvert.
Elsku amma, ég kveð þig með
söknuði en ég veit að þér líður vel
núna og það verða áreiðanlega mikl-
ir fagnaðarfundir þegar þú hittir aft-
ur Huldu dóttur þína og Ástu systur
þína. Þið eigið eflaust eftir að hafa
mikið til að tala um. Við munum líta
til með afa. Hvíl í friði, elsku amma
mín, og takk fyrir allt.
Hún amma mín sagði mér sögur
er skráðust í huga minn inn,
sumar um erfiðu árin
aðrar um afa minn.
Og þá var sem sól hefði snöggvast
svift af sér skýjahjúp
því andlitið varð svo unglegt.
Og augun svo mild og djúp.
Frá Miðhúsum; krefjandi merlast
minningar, drenghnokka í sveit,
á sumrum hjá afa og ömmu
atlotin bestu ég veit.
Birtan, frá sál þeirra beggja,
brosið þitt, amma til mín,
ég bý að því alla ævi,
mín æska, fékk notið þín.
(Rafnar Þorbergsson.)
Þinn
Garðar.
Þegar ég hugsa um þig, amma, þá
minnist ég hversu gott var að alast
upp hjá ykkur afa í Miðhúsum og
finna hlýja andann sem umlukti ykk-
ur. Hversu mikils virði fólkið þitt var
þér og hversu lifandi, hlý og
skemmtileg persóna þú varst. Sam-
verustundum okkar fækkaði þegar
ég fluttist suður og þið á Hlíf en allt-
af var jafn gott að koma til ykkar.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku amma, þú munt ávallt eiga
stað í hjarta mínu.
Þinn
Viðar.
Hún var í Miðhúsum ásamt manni
sínum og dætrum, er ég kom í
Vatnsfjörð 1956, og var nágranni
minn í áratugi, var það gott nábýli og
fljótlega urðu gagnvegir millum
heimilanna. Má ég og mitt fólk minn-
ast ótal góðra stunda á hennar heim-
ili svo og hér er þau komu hún og
fjölskyldan, svo á virkum dögum
sem helgum, en kirkjan var henni
hugstæð og ætíð mætti hún í Vatns-
fjörð til tíða. En þar fyrir utan var
hún ætíð boðin og búin til hvers þess
er við þurfti. Skulu henni á leiðar-
enda færðar okkar beztu þakkir fyr-
ir mikla og ómetanlega aðstoð öll
þau ár er hún bjó í Miðhúsum.
Hún hafði sterkar taugar til sveit-
arinnar og á hverju sumri komu þau
hjón í sinn gamla bæ, að njóta sum-
arsælu og gamalkunnugs umhverfis,
þeim svo kært. Þannig einnig í sum-
ar, við heimsóttum þau í júlí og mér
fannst allt vera óbreytt frá forðum
tíð: sætið við borðsendann, sem ég
sat jafnan í, glugginn með gróand-
ann að rúðum, bollapörin, stofan,
eldavélin á sínum stað í eldhúsi, andi
hússins óbreyttur og – að mér virtist
hún hin hressasta, tifið klukkunnar á
stofuveggnum hið sama, gamall
heimur mitt í asa og vafstri nýrrar
tíðar.
Hún var víkingur í góðri merk-
ingu, vann öll sín störf af natni og
samvizkusemi. Hreint allt í kringum
hana. Gekk að slætti með fjölskyldu
sinni og öðrum heyverkum. Sinnti
börnum sínum og annarra af alúð og
kostgæfni – en jafnan hafði sumar-
dvöl í Miðhúsum margt barna er þar
var komið fyrir af vinum og vanda-
lausum. Söngkona góð og kunnug
sálmabók vorri svo vel var. Ég segi
frá því hér að eitt sinn kom hún í
Vatnsfjörð þeirra erinda að biðja
mig að fara yfir grein, er hún hafði
ritað um látna vinkonu – minning-
argrein – áður en hún sendi ritsmíð-
ina frá sér á opinberan vettvang. Er
skemmst frá því að segja að hér
þurfti engu að breyta. Þannig var
henni margt vel gefið þótt dulið væri
bak við hógværð hennar og kurteisi,
lítillæti.
Mér er það auðvitað ekkert leynd-
armál, að okkur hér í Vatnsfirði
fannst mikil breyting og ill er þau
hjón fluttu á Ísafjörð. Söknuðum við
vina í stað, að ég kveði ekki fastar að
orði.
Vertu guði falin kæra nágranna-
og vinkona. Hjálparhella í allri
þrenging og raun.
Samúðarkveðjur til eftirlifandi
maka, dætranna og fjölskyldna
þeirra frá öllum okkur í Vatnsfirði.
Baldur Vilhelmsson.
Fólk sem við hittum á lífsleiðinni
snertir okkur með ólíkum hætti,
sumir verða okkur dýrmætari en
aðrir. Þannig fólk eru Hans og
Stebba í Miðhúsum.
Við áttum því láni að fagna sem
börn að vera hjá þeim í lengri og
skemmri dvöl. Þá fórum við með
bænir kvölds og morgna, „Nú er ég
klæddur og kominn á ról...“ og „sitji
guðs englar saman í hring...“ Ekki
voru eftirgangsmunir til vinnu, ein-
hverjum lágmarksverkum var sinnt;
girðingum eða hrútastíum var hag-
rætt, mestur tími fór í að vera til.
Sólin skein inn um gluggann á eld-
húsinu á kvöldverðarborðið og yljaði
í okkur sálina. Og krakkaskarinn
söng í eldhúsinu í Miðhúsum fyrir
Stebbu og Hans allt sem hann kunni.
Við öll nutum þess besta sem
heimilið hafði að bjóða. Það gerði
hún sér far um; minnug eigin æsku
vissi hún að það sem skiptir máli er
að gleðja, því það er ekki fátæktin
ein sem bugar heldur umkomuleysi
og andleg fátækt. Þannig háði hún
eigin krossferð gegn vesöld og ein-
manaleika sem hún sá í kringum sig
og gaf samferðafólki ríflega af því
sem hún átti. Trúin var henni dýr-
mæt og endurspeglaðist í lífsviðhorf-
um, trúin gaf henni auðmýkt og
æðruleysi, tillitssemi, virðingu fyrir
gildum manninum æðri, aðgát í nær-
veru sálar.
Það gerði okkur að betri mann-
eskjum að fá að umgangast Stefaníu
og Hans. Guðsótti og góðir siðir sem
reynt var að hafa fyrir okkur lærð-
ust ekki fyrr en þeim var mætt hjá
þeim hjónum; þeirra hóglátu um-
vandanir höfðu dýpri áhrif en flestra
annarra.
Um leið og við minnumst góðrar
konu viljum við þakka Hans og fjöl-
skyldu fyrir góða samfylgd og biðj-
um guð að vera með ykkur öllum og
gefa ykkur styrk.
Bestu kveðjur frá systkinunum í
Vatnsfirði: Evlý, Höllu, Heiðu, Þor-
valdi, Stefáni og Guðbrandi.
Hallfríður Baldursdóttir.
STEFANÍA
FINNBOGADÓTTIR
Við sem erum enn að
slíta fyrsta aldarfjórð-
ungnum förum oft í
gegnum lífið á hlaup-
um. Við hittumst stöku
sinnum, köstum kveðju
hver á annan og skipt-
umst á loforðum að hittast nú fljót-
lega og gera úr því alvöru að treysta
vináttuböndin yfir kaffisopa. Slíkar
voru kringumstæður ævinlega þegar
ég hitti vin minn Hrafnkel Gunnars-
son síðustu árin. Á hlaupabraut æsk-
unnar gleymdi ég því sem máli skipt-
ir, að rækta vini sína, að eyða tíma
með þeim sem skipta mann máli.
Hrafnkell Gunnarsson skipti mig
svo sannarlega máli og öll hans fjöl-
skylda. Sú fjölskylda sem nú syrgir
fallin son og bróður reyndist fjöl-
skyldu minni gífurleg stoð og stytta í
okkar erfiðleikum og mikill kærleik-
ur ríkti ætíð á milli okkar. Nú sitjum
við orðlaus eftir. Engill er horfinn af
jörðu. Ljósberi hefur yfirgefið okkur
og við getum ekkert sagt. Í brjósti
mér brýst harmur, harmur sem ég
fæ ekki lýst, hvorki að umfangi né
krafti. Þegar góður drengur eins og
Hrafnkell er numinn á brott er eins
og rauðglóandi ísnál sé stungið í
brjóst okkar og við vitum ekki hvort
við frjósum eða brennum upp.
Hrafnkell kom ungur í sveitina til
okkar á Skálá og ég vissi undir eins
að þar var kominn drengur sem ég
HRAFNKELL
GUNNARSSON
✝ Hrafnkell Gunn-arsson fæddist í
Kópavogi 22. sept-
ember 1977. Hann
lést á Landspítala í
Fossvogi 21. júní síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Bú-
staðakirkju 28. júní.
kunni að meta. Hress,
lífsglaður og með ein-
dæmum gáfaður og rík-
ur að ímyndunarafli.
Margar stundirnar
skemmtum við okkur
við að bulla og hlæja að
misgáfulegum hug-
myndum sem ultu út úr
okkar bernskumunn-
um. Þessum stundum
mun ég aldrei gleyma,
né heldur þeim sem við
áttum á Sogaveginum
forðum og þeim örfáu
stuttu augnablikum
síðustu árin þegar tveir
menn, svo handvissir um eigin
ódauðleika föðmuðust og lofuðu hvor
öðrum að hittast nú fljótlega og gera
alvöru úr því að setjast yfir kaffibolla
og ræða lífið, tilveruna og börnin.
Við verðum að læra á hörmungunum
í lífinu. Allir atburðir, góðir jafnt
sem slæmir, hafa sína lexíu. Fyrir
okkur vinina sem eftir standa er sú
lexía að hlaupa ekki gegnum lífið,
heldur staldra við og njóta þess sem
maður hefur, góðra vina og fjöl-
skyldu.
Gunnar, Soffía, Haraldur Óli og
Hildur Björg, það er fátt sem ég get
sagt ykkur til huggunar. Í raun ekki
neitt. Missirinn er sem myllusteinn á
sálum okkar allra. En verið viss um
að við munum aldrei gleyma Kela.
Við munum aldrei gleyma þeim kær-
leik sem milli okkar fjölskyldna ligg-
ur. Við getum aðeins gefið ykkur
okkar dýpstu samúð og von um að
einhvern daginn muni örið sem þessi
atlaga dauðans skilur eftir, verða
okkur til minnis um góðan dreng
frekar en hræðilegan missi.
Svavar Knútur Kristinsson
og fjölskylda.
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Birting afmælis- og
minningargreina