Morgunblaðið - 25.08.2001, Page 40

Morgunblaðið - 25.08.2001, Page 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fólk gerði oft grín að okkur Óla Ágústi þegar við vorum að gantast saman, ekki af því að við værum sérstaklega sniðugir, heldur vegna tilburða okkar við glensið. Kímni hans og strákslegir tilburðir gerðu hann að ómótstæði- legum félaga. Það var ekki erfitt að eiga ánægjulegar stundir með Óla, jafnt í vinnu sem leik, því hann var í senn skemmtilegur og einstakur. Það bjó samt miklu meira í Óla en gleði og glens. Hann hafði sterkar, ákveðnar og vel ígrundaðar skoðanir á málefnum og var sjaldan lognmolla við að rökræða hin ýmsu mál við hann. Maður gleymdi sér oft við að ræða við hann um þau mál sem voru í brennidepli hverju sinni. Auðvitað voru þau oft tengd fjármálum, enda tengdust slíkar vangaveltur vinnu okkar. Hann var ófeiminn við að synda á móti straumnum, enda hafði hann efni á því. Og svo átti hann það til, oft þegar maður átti síst von á því, að koma með gullkorn um lífið og tilveruna, það sem máli skiptir. Þessir eigin- leikar hans í bland við hans blíða bros, glettnisleg augu og sérstakan persónuleika gerðu hann að manni sem fengur var í að fá að kynnast. Ég votta Sólveigu, Rakel og fjöl- skyldu Óla Ágústs innilega samúð mína vegna missis þeirra. Tilvera okkar fölnar við fráfall Óla. Hans verður sárt saknað. Már Wolfgang Mixa. Fráfall góðs vinar er mikið harms- efni en er kannski sérstaklega mikið áfall þegar það gerist með mann í blóma lífsins og svo óvænt sem raun ber vitni. Á örskotsstund flýgur um hugann fjöldi minninga um ánægju- legar samverustundir og atvik frá liðnum árum og framtíðaráform sem aldrei verða. Við erum í raun ekki enn búin að skilja að vinur okkar, Óli Ágúst, er farinn. Fyrstu kynni okkar Óla voru í Versló fyrir rúmum 20 árum. Hann vakti strax athygli fyrir hnyttin og óvenjuleg tilsvör, frumlegan klæðn- ÓLI ÁGÚST ÞORSTEINSSON ✝ Óli Ágúst Þor-steinsson fæddist í Reykjavík 23. sept- ember 1963. Hann lést af slysförum 19. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 24. ágúst. að og almenn skemmti- legheit. Síðar lágu leið- ir okkar saman í Háskólanum og tengd- umst við þar traustum vinaböndum. Á þessum árum var margt gert sér til skemmtunar bæði hér heima sem og í útskriftarferðum og öðrum ferðum sem farnar voru innanlands og erlendis. Óli var sér- staklega frumlegur og uppátækjasamur félagi og er margs að minnast frá þessum árum og margar minningar og uppákomur sem við hlógum oft og mikið að. Óli var mjög sjálfstæður maður og fór alltaf sínar eigin leiðir. Hann var mikill ævintýramaður og ferðaðist víða og til fjarlægra staða á náms- árum sínum og virtist alls staðar una sér vel þó oft væru aðstæður mis- jafnar. Óli hafði sterka réttlætis- kennd og þoldi illa dónaskap og yf- irgang og mér er minnisstætt kvöldið sem ég kynnti hann fyrir konu minni en þá strax vann hann hjarta hennar með því að verja henn- ar málstað mjög ákveðið löngu áður en ég hafði rænu á að bregðast við. Mér hefur oft fundist þetta segja meir um Óla en margt annað. Síðar varð Óli svo gæfusamur að kynnast Sólveigu sem varð eigin- kona hans og varð hún strax vinkona okkar hjóna. Einhvern veginn var eins og við hefðum alltaf þekkst, svo auðveld og þægileg urðu kynni okk- ar. Sólveig og Óli voru fallegt par sem gaman og notalegt var að vera með. Þau eignuðust dóttur fyrir sex árum, Rakel Guðrúnu. Það var gam- an að sjá Óla í föðurhlutverkinu sem veitti honum mikla gleði og hann tók mjög alvarlega. Oft sagði hann manni með stolti frá ýmsu sem dótt- irin hafði afrekað og var viss um að væri einstakt í sinni röð. Af tilviljun fluttum við hjónin í sama hverfi og Sæmundur bróðir Óla og Svana kona hans. Urðu synir okkar fljótlega bestu vinir og þau hjón að góðu vinafólki okkar og þannig tengdust fjölskyldur okkar Óla enn meir. Rakel er á svipuðum aldri og synir okkar og var gaman að sjá börn okkar allra leika sér saman. Ræddum við Óli stundum um að það væri skrýtið hvernig þetta allt tengdist. Með þessum fátæklegu línum vilj- um við þakka Óla samveruna og þá vináttu sem hann veitti okkur. Með fráfalli hans er mikill litur tekinn úr lífi okkar og við munum sakna þessa góða vinar okkar mjög. Minningarn- ar verða ekki frá okkur teknar og munu ávallt verða okkur dýrmætar. Við sendum Guðrúnu, Þorsteini, Jóni og Sæmundi og fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Sólveig og Rakel, megi sá sem öllu ræður styrkja ykkur og styðja í sorg ykkar. Hannes, Ragnhildur og synir. Kveðja frá Sparisjóði Hafnarfjarðar Sá hörmulegi atburður sem gerð- ist við Veiðivötn síðastliðna helgi hjó skarð í starfsmannahóp Sparisjóðs- ins. Óli Ágúst Þorsteinsson, sem þar lést ásamt þremur öðrum, hafði starfað hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar í þrjú ár. Á þessum stutta tíma hafði Óli Ágúst haslað sér völl sem trygg- ur og góður starfsmaður, sem naut virðingar og velvildar samstarfs- manna sinna, enda var hann ávallt léttur í lund, ráðagóður og vandaður félagi og starfsmaður. Óli Ágúst kom til starfa á miklum breytingatímum hjá Sparisjóðnum. Honum voru strax falin stór og erfið verkefni. Má þar meðal annars nefna undirbúningsvinnu að stofnun verð- bréfasjóða, ásamt því að taka að sér umsjón með stórum viðskiptavinum, meðal annars byggingaraðilum og fyrirtækjum sem komu ný í viðskipti til Sparisjóðsins. Þess má ennfremur geta að Óli Ágúst var lykilstarfsmað- ur í samskiptum Sparisjóðs Hafnar- fjarðar og stærri fjárfesta, svo sem lífeyrissjóðanna í landinu, og naut hann þar þess að hafa starfað á þeim vettvangi áður en hann hóf störf hjá Sparisjóðnum. Öll þau verkefni sem Óli Ágúst tók að sér leysti hann vel af hendi, hélt með hógværð fram sjónarmiðum Sparisjóðsins, en sá um leið til þess að viðskiptavinirnir væru mjög sáttir við sinn hlut. Við svo sviplegt fráfall góðs vinar og samstarfsfélaga fara margar góð- ar minningar um hugann, minningar um góðan dreng sem ávallt var bros- andi, glaðlyndur og ráðagóður. Sorg- in nístir hjörtu okkar þessa dagana. Slysið skilur eftir sig ör í starfs- mannahópnum, ör sem tekur langan tíma að gróa. Sparisjóður Hafnarfjarðar, stjórnendur og starfsmenn hans senda eiginkonu hans Sólveigu og litlu dótturinni Rakel Guðrúnu og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þeirra er missirinn mestur. Heiðrún Hauksdóttir, formaður starfsmanna- félags SPH, Þór Gunnarsson sparisjóðsstjóri, Jónas Reynisson sparisjóðsstjóri. Við erum harmi slegin. Undan- farnir dagar hafa verið tómlegir fyr- ir okkur samstarfsmenn hans. Kynni okkar hófust fyrir nokkrum árum hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, þar sem samankominn var mjög ólíkur en samhentur hópur sem tók hvorki sig né aðra of hátíðlega. Í þessu um- hverfi naut frásagnargleði Óla Ágústs sín til hins ýtrasta. Óli Ágúst var litríkur persónuleiki sem gustaði af og aldrei var logn- molla í kringum hann. Hann hafði skoðanir á flestum málefnum og un- un af fjörlegum rökræðum. Við mun- um öll frásagnir af ævintýrum hans og annarra um víðan heim og á mannamótum var Óli Ágúst oftar en ekki hrókur alls fagnaðar. Það var gott að leita til hans eftir aðstoð vegna vinnunnar eða annars enda var Óli Ágúst hafsjór af fróð- leik. Oft urðu fundirnir lengri en í upphafi var ætlað þar sem umræður gátu orðið líflegar og fjörugar. Við söknum Óla Ágústs sem sam- starfsmanns og félaga. Vinnustaður- inn er fátækari án hans. Mikill er missir fjölskyldu Óla Ágústs og hjá henni er hugur okkar núna. Við vott- um Sólveigu og Rakel Guðrúnu okk- ar dýpstu samúð. Minningin um góð- an dreng lifir. Bjarki Rafn, Eva Rós, Helga og Sigurjón. Í erli dagsins gerum við lítið af því að staldra við og spyrja okkur hvað skipti máli í lífinu. Vináttubönd sem við tökum sem gefnum hljóta dýpri merkingu við vinamissi. Maður staldrar við og lítur yfir farinn veg. Í vinahópnum hafa allir sinn sess og nú er einn okkar horfinn á braut. Óli gæddi líf okkar allra lit. Hann tal- aði tæpitungulaust um flesta hluti og það var aldrei lognmolla í kringum Óla. Það var fyrst og fremst skemmtilegt að vera í návist hans, því Óli var mikill húmoristi og með hjartað á réttum stað. Rætur vináttu okkar liggja strax í barnæsku og má segja að við höfum hver með sínum hætti kynnst Óla. Í gagnfræðaskóla hafði þessi kjarni myndast sem síðan átti eftir að bralla margt skemmti- legt saman. Snemma beygist krókurinn og vissum við allir að hugur Óla hneigð- ist til viðskipta. Hann hélt nákvæmt bókhald yfir öll útgjöld, allt frá því að við vorum litlir stákar. Á meðan við hinir vissum ekki í hvað aurarnir fóru var hver karamella skráð í bók- ina hjá Óla. Hvort sem það var fyrir hve valdsmannslegur hann var, í sloppnum á lagernum í KRON á Dunhaga, eða fyrir eljuna í maðka- tínslunni vissum við strax að hugur- inn stefndi hátt. Óli hafði snemma mikinn áhuga á vindlum, þetta varð honum ástríða og hann vissi nánast allt um Havanavindla. Hann skráði samviskusamlega hjá sér hvern reyktan vindil. Við gerðum óspart grín að þessu en hann svaraði okkur auðvitað fullum hálsi. Eftir unglings- árin ferðuðumst við mikið saman um landið, við fórum í ógleymanlegar jeppaferðir um allar trissur, oft til að veiða. Óli naut sín í þessum ferðum, vakti hlátur og kátínu með frumleg- um klæðaburði. Hann er okkur ógleymanlegur í ungverska veiði- búningnum eða í svörtu karatefötun- um. Óli ferðaðist heimshorna á milli og dvaldi langdvölum erlendis við nám og störf. Eins og hans var von og vísa valdi hann ekki hversdagslega ferða- mannastaði heldur fór m.a. til Bras- ilíu, Ungverjalands, Tyrklands og Ghana. Þar vann hann og kynntist landi og þjóð ekki sem ferðamaður heldur af meiri dýpt. Hann fór til Bandaríkjanna í framhaldsnám og lauk þar mastersnámi. Hann lét þó ekki þar við sitja heldur hélt áfram að mennta sig á þessu sviði með starfi sínu. Óli fann loks hamingjuna með Sól- veigu og Rakel dóttir þeirra naut ástríkis föður síns. Hjá okkur hefur hann nú markað sinn sess og verður alltaf á meðal okkar þegar við hittumst. Nú er hann horfinn á braut og það er með með mikilli eftirsjá sem við kveðjum þennan góða vin. Við vottum Sólveigu, Rakel og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Reynir, Orri, Einar L., Ing- ólfur og Þórður Jón (Doddi). Sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Þetta flaug í gegnum huga minn þegar bróðir Óla Ágústs hringdi í mig snemma morguns mánudaginn 20. ágúst og tilkynnti mér þau hörmulegu tíðindi að Óli Ágúst hefði látist af slysförum dag- inn áður ásamt þremur öðrum. Ég verð að játa að í fyrstu trúði ég þessu ekki, fannst að þetta gæti ekki stað- ist, Óli hafði kvatt okkur föstudaginn áður þegar vinnuvikunni lauk með þeim orðum að vinna þyrfti í nokkr- um stórum málum eftir helgina. Við höfðum lokið okkar venjubundna lánafundi þennan morgun þegar síminn hringdi og mér voru færð þessi tíðindi. Óli Ágúst var einn af þeim sem var vanur að sitja þessa fundi. Í framhaldi af símtalinu voru starfsmönnum SPH tilkynnt þessi hörmulegu tíðindi. Höggvið hefur verið skarð í starfsmannahóp SPH sem ekki er auðvelt að fylla. Óli Ágúst hóf störf hjá SPH fyrir þremur árum síðan. Mikill uppgang- ur var þá í íslensku efnahagslífi og miklar breytingar að eiga sér stað hjá SPH sem hann tók virkan þátt í. Honum voru strax fengin viðamikil og flókin verkefni í hendur sem hann leysti af samviskusemi og natni. Hann féll vel inn í hópinn og ávann sér fljótt virðingu samstarfsmanna sem og viðskiptavina enda gott að vinna með honum. Óli Ágúst var margbrotinn persónuleiki. Hann hafði mikla kímnigáfu og lá aldrei á sinni skoðun þó ekki væri hún sú sama og meirihluti þeirra sem við var rætt. Það voru ekki síst þessir eiginleikar hans sem gerðu hann sér- stakan. Kannski var það hversu víð- förull og lærður hann var sem skap- aði þennan skemmtilega persónu- leika. Hann hafði meðal annars dvalið í Ungverjalandi, þegar Sov- étríkin sálugu voru til, í Suður-Am- eríku og í Afríku. Óli Ágúst var við- skiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA-gráðu frá Ameríku. Hann hafði lokið prófi sem löggiltur verðbréfamiðlari og stundaði, þegar hann lést, nám til að gerast löggiltur reiknishaldari í Ameríku. Þetta er ekki öllum gefið. Þessu til viðbótar var Óli Ágúst óþrjótandi visku- brunnur um vindla og vindlafram- leiðslu og var þekking hans á þessari vöru annáluð meðal starfsmanna SPH. Kynni okkar einskorðuðust ekki við sameiginlegan vinnustað heldur náðu þau einnig út fyrir hann. Við hjónin vorum svo heppin að eiga nokkrar skemmtilegar samveru- stundir með þeim hjónum, meðal annars í sumarferð starfsmanna SPH sem farin var í Stykkishólm fyrir tveimur árum síðan. Þá tjöld- uðum við hlið við hlið og var gaman að sitja úti langt fram á nótt og ræða lífsins gagn og nauðsynjar. En allt er hverfult og ekkert er sjálfgefið. Ég sendi Sólveigu og Rakel litlu sem og öðrum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið algóðan Guð að vernda og styrkja þau í sorginni. Magnús Ægir Magnússon. ✝ Ólafur JakobFriðrik Ólafsson fæddist á Ingjalds- hóli á Hellissandi 29. september 1920. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson frá Einarslóni undir Jökli, f. 16. janúar 1893, d. 28. febrúar 1920, og Ingibjörg Pétursdóttir frá Ingjaldshóli á Hellis- sandi, f. 18. janúar 1893, d. 19. janúar 1965. Ólafur kvæntist Guðrúnu Björnsdóttur árið 1954. Þau eignuðust þrjú börn. Yngsta barnið, stúlka, lést í frum- bernsku, en hin eru: 1) Ólafur Hans, maki Kristín H. Jónsdóttir, börn þeirra Andri Freyr, Heba, Daníel Þór og barnabarn, Dag- björt Líf. 2) Ingi- björg Áslaug, maki Ólafur Högnason, börn þeirra Ólafur Högni, Friðrik Páll og María. Ólafur og Guðrún slitu sam- vistir árið 1971. Ólafur var sjó- maður alla ævi, lengst af á bátum frá Grundar- firði. Útför Ólafs fer fram frá Grundarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ólafur Jakob Friðrik Ólafsson hefur nú kvatt sína jarðnesku tilveru og haldið á vit feðra sinna. Óli frændi eins og ég vandist að kalla hann var kátur og skemmtilegur karl sem sannarlega auðgaði lífsminni þeirra sem kynntust. Óli var góður drengur og vingjarnlegur við alla samferða- menn sína. Fjölskyldu sinni reyndist hann góður vinur og tryggur félagi og systkini hans munu sakna kvöld- stunda við spjall og spil. Óli náði þeim lífsþroska að líta minningar sínar sem jákvæða reynslu og alltaf fann hann sér eitthvað til að brosa að og gantast með. Með foreldrum mín- um sat hann oft við spil og skipti það hann litlu hver vann og hver tapaði en hann hafði alltaf á hreinu hver átti að gefa. Í spilabókhaldinu skipti það máli að klára blaðið, hvort sem nið- urstaðan var honum í vil eða ekki. Spilavinningurinn var aukaatriði, það skipti hann meira máli að nýta vel blaðið og stundina. Líf þessa elskulega frænda var eins og við spilaborðið, regla á hlutunum, bros- að í basli og glaðst yfir þeim vinn- ingum sem gáfust. Nú hefur lífsins spilablað verið skrifað til enda og frá því gengur frændi brosandi því hann er þakklátur þeim sem veittu honum og harmar ekki hitt. Í annarri tilveru finnur Óli frændi nýja félaga og ný spil, þar verður honum fagnað. Þó við syrgjum genginn vin mun minn- ingin um hann fylla okkur þakklæti og verða okkur fyrirmynd. Guð blessi minningu Óla frænda. Ingi Hans. ÓLAFUR JAKOB FRIÐRIK ÓLAFSSON MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning- @mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.