Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 49 Gull er gjöfin Gullsmiðir M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga PRÓF. Jón G. Friðjónsson sendi mér bréf sem mér þótti betur fengið en ófengið. Ég leyfi mér að birta hér með þökkum meiri hluta þess og vek sérstaklega athygli á ný- yrðunum sem koma í stað e. handout. En bréfið talar skýrt sínu máli, og þarf umsjónar- maður síst að umskrifa það: „Kæri Gísli. Ég mun hafa sagt þér að mér blöskrar ofnotkun dvalarhorfs, einkum í máli íþróttamanna. Nú er svo komið að ég fæ ekki orða bundist. Ég ræddi þetta við Boga Ágústsson og niður- staðan varð sú að ég kæmi á fréttastofu sjónvarps og ræddi um þetta atriði við starfsfólk. Ég hef þegar átt tvo slíka fundi með starfsfólki og mun eiga tvo til viðbótar. Ég tók saman nokkurs konar yfirlitspistil um þetta en býst ekki við að margir nenni að lesa hann. Því tók ég einnig saman dreifildi/úthendu sem ég fer yf- ir með fólkinu. Öll dæmin sem þar er að finna eru raunveru- leg. Ég sendi þér þetta til gam- ans og þér er vitaskuld frjálst að nota þetta eins og þú vilt. Á vormisseri mun ég kenna hag- nýta málnotkun með tilliti til erlendra áhrifa og þá hyggst ég hamra á þessu, helst fela nem- endum verkefni, t.d. að safna slíkum dæmum. Ég er því mið- ur hræddur um að mín viðleitni hrökkvi skammt en mér finnst þó að við íslenskumenn verðum að spyrna á móti broddunum. Nú vík ég að öðru atriði. Ég sá í einum af þínum ágætu pistlum að kennari kvartaði undan því að nemendur sínir væru ekki sáttir við að segja: Áttu nokkurt súkkulaði? Það gladdi mig satt að segja því að það ber að mínu mati málkennd nemenda gott vitni. Ég held að nokkuð standi sem atviksorð í setningunni: Áttu nokkuð súkkulaði?, sbr. Áttu kannski súkkulaði? [Hast du viel- leicht …; Do you perhaps have …; Har du måske …]. Gamla og góða reglan um notk- un nokkuð (no.) og nokkurt (lo.) á því ekki við í þessu tilviki.“  Kristján Marinó Falsson skáld skrifar mér svo: „Kæri Gísli! Undirritaður hefur hugann við Eistland í þessu bréfi. Til að koma strax að efninu, þá þykir mér alveg hörmung að kalla íbúa þessa lands Eista, og þar sem ég hef átt heima í nokkur ár í nálægð við þessa þjóð, legg ég til að við köllum íbúana Eist- lendinga. Íbúar Íslands heita Íslend- ingar, og við myndum aldrei sætta okkur við að þjóðin kall- aðist „Ísar“ eða „Ísir“. En fyrir mér er þetta nákvæmlega sama og Eistlendingar, en hvorki „Eistar“ eða „Eistir“. Eisti er hörmungarþýðing á ensku Estonian. En þetta legg ég í þinn dóm og vona að sem flestir geti orðið mér sammála, og einkum væri vonandi að Eist- lendingar kæmist í íþrótta- fréttir blaða og útvarps.“ Umsjónarmaður getur sem best tekið undir þessa tillögu, og athyglisvert er að Árni Böðvarsson gefur fyrst orðið Eistlendingur, en síðar Eisti um mann frá Eistlandi. Hvor- ugkynsnafnorðið eista fælir okkur frá því að hafa fleirtöl- una Eistar, um Eista o.s.frv., en í fornu máli var þjóðin nefnd Eistr eða Eistrir. Eistr yrði Eistur í nútímamáli, og það er ekki viðkunnanleg fleirtala. Niðurstaða: Köllum íbúa Eistlands Eistlendinga.  Metfé er í Orðabók Menning- arsjóðs skilgreint svo: „verð- mikill hlutur, úrvalsgripur, eða eitthvað sem var svo dýrmætt að meta varð það sérstaklega.“ Þetta er alveg í samræmi við máltilfinningu umsjónarmanns. Í Blöndalsorðabók er þetta skýrt svo á dönsku: „Særlig værdigfuld Genstand el[ler] dyr …“ og síðan er bætt við dæmi um óeiginlega merkingu á íslensku: „Kver þetta má kalla metfé.“ (úr Eimreiðinni XVII). Í orðabók Fritzners yfir fornmálið segir að metfé sé eignir sem verði að meta sér- staklega, ef þær eigi að ganga upp í gjald eða borgun. Umsjónarmaður setur þetta á blað vegna þess að orðið hef- ur enn fengið nýja merkingu: fjárhæð sem er svo há að hún slær öll fyrri met. Þetta er einkum haft um gjald fyrir af- burðamenn í íþróttum, t.d. við félagaskipti. Einhver leikmað- ur var seldur fyrir metfé. Mér þótti þetta svolítið hæpið fyrst, en ég sætti mið við það. Metfé er í sjálfu sér mjög gott orð, og merking orða hefur oft breyst í aldanna rás, enda má tunga okkar ekki verða steingerving- ur, þótt við vöndum hana og verjum.  Sigfríður sunnan kvað: Honum Brynjólfi heitnum á Bóli var brattgengur mannlífsins skóli; margt fékk hann kaunið og fór mjög oft á Hraunið í minningu Kalla á Hóli.  Umsjónarmaður hefur verið spurður um nafnið Darri, en vinsældir þess hafa farið vax- andi nú hin síðari árin. Þegar ég heyri þetta nafn, detta mér fyrst í hug Darraðarljóð sem varðveitt eru í Njáluhandrit- um. Það var orustukvæði, enda merkir darraður=(kast) spjót, og sömuleiðis orðið darr, hvor- ugkyns. Líklega er þetta skylt sögninni að derra sig, og kem- ur þá að þeirri niðurstöðu sem algeng er á nöfnum karla, að þau merkja hermaður. Darri kemur ekki fyrir eitt sér í fornum heimildum og ekki í bók Þorsteins hagstofustjóra um íslensk skírnarnöfn 1921– 50. En í þjóðskrá voru komnir 25 1982, og í sams konar skrá 1989 51. Þetta var síðara nafn þrjátíu og tveggja í þeim hópi.  Þá hringdi Guðlaug Ágústs- dóttir og fannst lýsingarorðið margur í hættu. Í staðinn væri þrástagast á „mikið af“. Þessar áhyggjur Guðlaugar eru því miður ekki ástæðulausar. Þá rifjaði hún upp að gamall kenn- ari hennar í Flensborg, Þor- valdur Jakobsson, hefði sagt þeim að ástæðulaust væri að forðast sögnina að éta. Honum fannst sögnin að borða eigin- lega frekast merkja að leggja á borð, en ef mönnum þætti éta gróft og dýrslegt, mætti allt- jent nota gerðina að eta. Auk þess er þgf.flt. af banani banönum, ekki „bönunum“. Seinni orðmyndin er af orðinu bani sem bæði merkir dauði og banamaður. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1124. þáttur MIKLAR endurbætur hafa verið gerðar á dvalarheimilinu í Stykk- ishólmi. Nýr borðsalur var tekinn í notkun. Hann var stækkaður með viðbyggingu úr gleri. Þá var eldhúsið endurnýjað og öllum tækjum skipt út. Skipavík í Stykkishólmi sá um breytingarn- ar og eldhústækin voru keypt frá A. Karlssyni. Að sögn Jóhönnu Guðbrands- dóttur, forstöðukonu dvalarheim- ilis, hafa breytingarnar tekist vel. Borðsalurinn var fyrir löngu orð- inn of lítill og lítið hefur verið gert fyrir eldhúsið þau 40 ár sem húsið hefur verið í notkun, fyrst sem heimavist Grunnskólans og frá 1978 sem dvalarheimili. Nýi borðsalurinn er bjartur og fær sólin að skína meira og færir yl til heimilisfólksins. Kostnaður við breytingarnar á dvalarheimilinu eru áætlaðar um 18 milljónir króna. Við dvalarheimilið starfa 16 manns í 9 stöðugildum. For- stöðukona er Jóhanna Guð- brandsdóttir og tók hún við starfi í vor af Kristínu Björnsdóttur. Byggt við dvalarheim- ilið í Stykk- ishólmi Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Heimilisfólkið á dvalarheimilinu í Stykkishólmi er ánægt með hvernig til hefur tekist með breytingar á borðsalnum og er salurinn mun bjart- ari og hlýlegri. Fremst á myndinni eru Hjálmfríður Hjálmarsdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir að gæða sér á kvöldmatnum. SUNNUDAGINN 26. ágúst er kom- ið að göngudegi SPRON og FÍ. Í þetta sinnið verða tveir valkostir í boði. Annars vegar verður gönguglöð- um boðið í fjölbreytta gönguferð frá Hveragerði til Þingvalla. Liggur leiðin úr Rjúpnabrekkum, um Reykjadali, fram hjá rótum Ölkeldu- hnúks, með Ölfusvatnsá og gljúfrum hennar. Þetta er áætluð 4–6 klst. ganga og vegalengdin er rúmir 14 km. Landslagið er fagurt og fjöl- breytt með sterkum og fjölbreyttum gróðri, litskrúðugum hverum og fag- urri útsýn, segir í fréttatilkynningu. Hins vegar verður efnt til göngu við Þingvallavatn í samvinnu við þjóðgarðsvörð þar og er sú ferð ætl- uð þeim sem treysta sér síður í lengri göngur. Í þessari ferð er reiknað með 3 klst. göngu, að mestu eða alveg á láglendi. Brottför í lengri ferðina er kl. 10.30 frá BSÍ og komið við í Mörkinni 6 en lagt verður af stað í Þingvallaferðina kl. 13, einnig frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. Þessar ferðir eru sérstakt sam- starfsverkefni SPRON og FÍ og í boði Sparisjóðsins þannig að þátt- takendur þurfa ekki greiða neitt far- gjald. Að auki fá þeir svo þjóðlegar veitingar í leiðarlok, segir í fréttinni. Allir eru velkomnir. Göngudagur SPRON og FÍ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Skipu- lagsstofnun: „Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið um að í úrskurði Skipu- lagsstofnunar um mat á umhverfis- áhrifum Kárahnjúkavirkjunar sé fjallað um athugasemdir eða gagn- rýni sem fram hefur komið við at- hugun Skipulagsstofnunar, en ekki um jákvæða afstöðu einstakra umsagnaraðila til virkjunarinnar, vill stofnunin koma eftirfarandi á framfæri: Í úrskurðum Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum er fjallað um jákvæð og neikvæð áhrif framkvæmda á umhverfið, þ.e. menn, dýr, plöntur og annað í lífrík- inu, jarðveg, jarðmyndanir, vatn, loft, veðurfar og landslag, samfélag, heilbrigði, menningu, menningar- minjar, atvinnu og efnisleg verðmæti og samspil þessara þátta. Í úrskurð- um er ekki byggt á almennri afstöðu einstakra aðila til fyrirhugaðra framkvæmda heldur á efnislegri um- fjöllun um umhverfisáhrif þeirra. Því hefur það ekki áhrif á niðurstöðu úr- skurða um mat á umhverfisáhrifum hversu margir lýsa sig almennt fylgjandi eða mótfallna einstökum framkvæmdum.“ Fjallað um já- kvæð og nei- kvæð áhrif framkvæmda FERÐAFÉLAGIÐ Útivist fer á sunnudaginn 26. ágúst í 7. ferð af 10 um Reykjaveginn. Gengið frá Blá- fjöllum og austur fyrir þau um Leiti að Lambafelli við Þrengslavegamót. Þetta er um 6 klst. ganga og er verð 1.500 kr. fyrir félaga og 1.700 kr. fyr- ir aðra. Brottför er frá BSÍ kl. 10.30. Stansað við Select. Miðar í farmiða- sölu. Fararstjóri er Gunnar H. Hjálmarsson. Nánar má kynna sér ferðir Útivistar á heimasíðu félags- ins: utivist.is Reykjavegur með Útivist ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR veitti á fimmtudag styrki til 13 verkefna sem stuðla að tækninýjungum og umbótum í byggingariðnaði, en styrkirnir eru veittir árlega í sam- ræmi við ákvæði laga um húsnæðis- mál. Í ár bárust 38 umsóknir um styrki að fjárhæð um 93 milljónir króna. Veittir voru styrkir samtals að fjár- hæð 16 milljónir króna, til 13 verk- efna. Hæsta styrkinn, 3,5 milljónir króna, hlaut Lagnakerfamiðstöð Ís- lands og verður styrkurinn notaður til byggingar Lagnakerfamiðstöðvar Íslands. Fyrirtækið Farhús ehf. hlaut tveggja milljóna króna styrk til þró- unar á flytjanlegum íbúðarhúsum og Möl og sandur hlaut einnig sömu upphæð fyrir SP plötur með hita- lögn. Íbúðalána- sjóður styrkir nýjungar Rúm fyrir einn á röngum degi Í blaðinu sl. fimmtudag var rangt farið með sýningardag á leikritinu Rúm fyrir einn sem sýnt er í Hádeg- isleikhúsinu, Iðnó. Fyrsta sýning eftir sumarfrí er næstkomandi föstu- dag, 31. ágúst. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Leiðrétt MORGUNBLAÐIÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd: Samvinnuferðir/Landsýn vilja leið- rétta þann misskilning sem fram kemur í grein Jónasar Garðarssonar í Morgunblaðinu hinn 24. ágúst sl. að lögfræðistofan, sem vinnur fyrir út- gerð skipsins Clipper Adventure hér á landi, sé jafnframt lögfræðistofa Samvinnuferða/Landsýnar. Svo er ekki. Samvinnuferðir/Landsýn hafa aldrei skipt við umrædda lögfræði- stofu. Stofan vann að þessu tiltekna máli á vegum eigenda skipsins fyrir milligöngu umboðsmanns þess hér á landi. Þá vilja Samvinnuferðir/Landsýn taka fram að ferðaskrifstofan kallaði ekki til lögreglu vegna komu Clipper Adventure hinn 7. ágúst síðastliðinn enda bað ferðaskrifstofan ekki um lögbann á mótmæli vegna komu þess. Athugasemd ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.