Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú átt dálítið bágt með þig í fjölmenni og þarft að taka þér tak svo þú getir um- gengist annað fólk af öryggi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sýndu þeim leyndarmálum sem þér hefur verið trúað fyr- ir fyllstu virðingu og geymdu þau hjá þér. Sá eini sem tapar á lausmælgi ert þú sjálfur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Streitan er farin að taka sinn toll svo nú þarftu að staldra við og athuga heilsufar þitt því takmarkið er heilbrigð sál í hraustum líkama. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einbeittu þér að einhverju uppbyggilegu í stað þess að sitja og naga neglurnar yfir glötuðum tækifærum. Þau koma hvort eð er ekkert aftur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Taktu þér tíma til þess að hugleiða hvað reynsla síðustu daga hefur kennt þér. Það sem í fyrstu leit út fyrir að vera hrikalegt áfall hefur reynst þér til blessunar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Kastaðu frá þér öllum göml- um fordómum og gakktu opn- um huga til móts við framtíð- ina. Það væri ekki verra að taka upp þráðinn við gamlan vin. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú munt gangast undir ein- hverskonar þolraun í dag en þarft út af fyrir sig ekki að hafa af því neinar áhyggjur því þú ert vel undir hana bú- inn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu ekki að slá ryki í aug- un á fólki. Þú stjórnast ekki aðeins af góðvild heldur kem- ur þú líka til með að hafa hagnað af fyrirtækinu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Einbeittu þér að þeim hlutum sem þú kemst auðveldlega yf- ir og getur leyst svo vel fari. Við annað skaltu leita þér nauðsynlegrar aðstoðar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft ekki að bera allar syndir heimsins. Það er nóg að þú hafir stjórn á eigin mál- um svo að þú skalt láta aðra um sín og ekki reyna að hafa stjórn á þeim líka. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu það ekki draga úr gleði þinni þótt allir í kringum þig séu ekki viðhlæjendur þínir því máltækið segir að ekki séu allir viðhlæjendur vinir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Sjaldan er ríkari ástæða til að gæta heilsu sinnar en þegar streitan er í algleymingi. Reyndu að leita jafnvægis og forðast öfgar á hvern veginn sem er. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Farðu varlega í öll kynni af ókunnugum því ef þú ferð of geyst verða vonbrigðin þeim mun sárari þegar í ljós kemur að misjafn er sauður í mörgu fé. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. STAÐAN kom upp á Inline Czechia Cup mótinu í skákhátíðinni í Olomouc er lauk fyrir skömmu. Páll Agnar Þórarinsson (2149) hafði svart gegn tékknesku skákkonunn Veru Med- unovu (2225). 27... Rxc3! 28. Dc4 Rxe2 29. Dxe2 Hfe8 30. Df2 Hd3 31. h4 Bxg3+ 32. Hxg3 He2! og hvítur gafst upp enda verð- ur hann mát eftir 33. Dxe2 Dxg3#. Mikið er um að vera í ís- lensku skáklífi um þessar mundir. Tafl- félagið Hellir heldur afmælismót sitt í dag, 25 ágúst, en félagið varð 10 ára fyrr á árinu. Hrað- skákkeppni tafl- félaga stendur sem hæst en Hellir hefur veg og vanda að framkvæmd hennar. 26. ágúst kl. 20 hefst 6. bikar- mót Hellis, Striksins og Ís- landssíma en mótið fer fram á ICC. Tveir ungir íslenskir skákmenn standa nú í stór- ræðum í Aþenu í Grikklandi. Þar fer fram Heimsmeist- aramót 20 ára og yngri. Hægt er að fylgjast með gangi mála á skak.is. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. ÖRLÖGIN ætla NS að spila fjóra spaða, en það veltur síðan á kjarki mótherjanna hvort sá samningur spilast doblaður eða ódoblaður. Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ G7 ♥ G64 ♦ ÁG73 ♣ ÁD52 Vestur Austur ♠ ÁD ♠ 42 ♥ 10 ♥ ÁD9752 ♦ K862 ♦ D10954 ♣ G109874 ♣ -- Suður ♠ K1098653 ♥ K83 ♦ -- ♣ K63 Vestur Norður Austur Suður -- 1 tígull 1 hjarta 1 spaði 3 lauf Dobl 3 hjörtu 4 spaðar Pass Pass Dobl Allir pass Þannig gengu sagnir á einu borði í sumarbrids í Húnabúð síðastliðið mánu- dagskvöld. Í AV voru mæðg- inin Erla Sigurjónsdóttir og Guðni Ingvarsson. Guðni var í austur og strögglaði á hjarta við eðlilegri tígulopn- un norðurs. Erla lætur yfir- leitt ekki sitt eftir liggja í sögnum og hleypti fjöri í leikinn með hindrunarstökki í þrjú lauf. Guðna leist ekki vel á þann samning doblaðan og breytti í þrjú hjörtu, en þá leiddist suðri þófið og tók af skarið með stökki í fjóra spaða. Guðni á ekki sterk spil, en mikla varnarmöguleika í ljósi sagna. Hann doblaði því. Erla kom út með einspil- ið í hjarta og trompaði næsta slag með drottningunni. Hún skipti yfir í lauf, sem Guðni trompaði. Enn hjarta og Erla tromapði með ás og gaf Guðna aðra laufstungu. Tveir niður og toppur, því enginn annar hafði doblað fjóra spaða. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 25. ágúst, er sjötug Bára Jóns- dóttir, Álfaskeiði 96, Hafn- arfirði. Af því tilefni taka hún og eiginmaður hennar, Sigurður Hjartarson, á móti ættingjum og vinum í dag kl. 17–20 á veitingastaðnum Carpe Diem, Rauðarárstíg 18, Reykjavík 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 26. ágúst, verður áttræð- ur Friðgeir Eiríksson, Mávahlíð 28, Reykjavík. Af því tilefni tekur hann á móti vinum og ættingjum í Vík- ingasal Hótels Loftleiða á afmælisdaginn milli kl. 15– 18. 85 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 25. ágúst, verður 85 ára Vigdís S. Ólafsdóttir, Lindargötu 61, Reykjavík. Vigdís er að heiman í dag. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík LJÓÐABROT ÞJÓÐVÍSA Ég hélt ég væri smámey og hugðist vera til eins og hitt fólkið um bæinn. Og vorið kom og glóði um glugga mína og þil allan guðslangan daginn. Og sextán ára varð ég á vegi hins unga manns. Þá lá vorið yfir sænum. Og sumarnætur margar ég svaf í örmum hans. Ég var sælust allra í bænum. En vindar hafa borið margt visnað skógarblað um veginn, sem við gengum, því meðan hjörtun sofa, býst sorgin heiman að, og sorgin gleymir engum. – – – Tómas Guðmundsson. Hlutavelta Árnað heilla Þessir duglegu drengir héldu nýlega hlutaveltu á Ak- ureyri til styrktar krabbameinssjúkum börnum og söfn- uðust 5.015 krónur. Þeir heita Stefán Bragi Þorgeirs- son og Stefán Ernir Valmundarson. UM HELGINA verður ýmislegt í boði fyrir gesti þjóðgarðsins á Þingvöllum. Í dag, laugardag, verður barna- stund í furulundinum þar sem nátt- úran verður skoðuð í gegnum leiki, liti og lúpur. Safnast verður saman við furulundinn klukkan 13. Á sunnudag klukkan 14 verður gönguferð í Skógarkot. Þar verður rifjuð upp búsetusaga í Þingvalla- hrauni og náttúra Þingvallasvæð- isins. Gangan tekur um 2-3 klukku- stundir og lagt verður af stað frá þjónustumiðstöð. Gangan er hluti af göngudegi fjölskyldunnar á veg- um Ferðafélags Íslands og SPRON. Á sama tíma hefst guðsþjónusta í Þingvallakirkju þar sem sr. Þórey Guðmundsdóttir messar og Guð- mundur Vilhjálmsson leikur á org- el. Að lokinni guðsþjónustu verður þinghelgarganga þar sem farið verður um þingstaðinn forna og saga þings og þjóðar verður reifuð. Þinghelgargangan hefst klukkan 15 við kirkju. Gönguferðir og barnagaman á Þingvöllum FRÉTTIR Í ÁGÚST ætlar Prentsmiðjan Oddi hf. að gefa 10 kr. af verði hverrar seldrar pakkningar af Odda-fjöl- notapappír til skógræktar. Féð rennur til skáta sem reka sumarbúð- ir fyrir ungt fólk við Úlfljótsvatn og skal notað til skógræktar á staðnum. Oddi var fyrst íslenskra fyrir- tækja til að vinna umhverfisverðlaun Reykjavíkurborgar árið 1997. Odda- fjölnotapappír er unninn úr nytja- skógum en það þýðir að fyrir hvert eitt tré sem höggvið er og notað til pappírsgerðar er þremur plantað í staðinn. Oddi styrkir skógrækt skáta við Úlfljótsvatn ♦ ♦ ♦ OLÍS hefur sagt tyggjóklessum stríð á hendur. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að teknar hafi verið í notkun sérstakar tyggjósköf- ur á öllum helstu þjónustustöðvum Olís. Markmiði fyrirtækisins sé að engar tyggjóklessur verði að finna við stöðvarnar. Olís vinnur gegn tyggjóklessum FUNDUR um nýja möguleika í við- skiptum Póllands og Íslands verður haldinn í húsakynnum Verslunar- ráðs Íslands mánudaginn 27. ágúst 2001 kl. 14.45. Á fundinn koma fulltrúar pólskra stjórnvalda og fjalla um samninga- viðræður Pólverja við Evrópusam- bandið og möguleika Íslendinga á samstarfi á sviði sjávarútvegs. Fulltrúar pólsks og íslensks at- vinnulífs verða ennfremur með um- fjöllun um reynslu sína af viðskipt- um og möguleika á frekara sam- starfi. Verslunarráð Íslands hefur á síð- ustu árum haldið reglulega fundi um viðskipti Íslands og Póllands í samstarfi við pólska sendiráðið og ræðismann Póllands á Íslandi. Þessir fundir hafa allir verið sérlega áhugaverðir fyrir íslensk fyrirtæki. Tækifæri skapast fyrir íslensk fyrirtæki með aðild Póllands að ESB Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð í Hafnarfjarðarkirkju 6. árið í röð Skráning er hafin á hið feikivinsæla hjóna- námskeið Hafnarfjarðarkirkju sem yfir 4000 manns hafa tekið þátt í frá árinu 1996. Á námskeiðinu er fjallað um samskipti hjóna, leiðir til að styrkja hjónabandið orsakir sambúðarerfiðleika, leiðir út úr víta- hring deilna og átaka, ólíkar fjölskyldugerðir, ástina, kynlífið, hamingjuna og börnin fyrir utan allt hitt Aðeins 15 pör komast á hvert námskeið. Skráningar- sími er 555 1295 á skrifstofutíma alla virka daga og hefst skráning mánudaginn 27. ágúst. Leiðbeinandi á námskeiðinu er sr. Þórhallur Heimisson, Hafnarfjarðarkirkju, en hann hefur mikla reynslu af fjölskyldustarfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.