Morgunblaðið - 25.08.2001, Side 53
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 53
UMRÆDDIR kveðjutónleikar eru
haldnir vegna þess að þeir Árni Heið-
ar og Andrés Þór eru á leið utan í
nám.
„Ég er að fara í áframhaldandi nám
í Hollandi. Ég var þar í fyrra og er að
fara aftur í vetur,“ segir Andrés Þór.
„Við erum að fara að kveðja hvor
annan og alla aðra.“
„Ég er að fara í framhaldsnám í
Cincinatti í Ohio í Bandaríkjunum,“
segir Árni Heiðar og bætir við: „Þar
var Jerry Springer einmitt borgar-
stjóri.“ Með Árna og Andési koma
fram þeir Tómas R. Einarsson og
Erik Qvick.
„Hljómsveitin er sett saman fyrir
tónleikana og heitir í rauninni ekki
neitt,“ upplýsir Árni Heiðar.
„Já, nema kannski bara Good Bye
Big Band,“ grínar Andrés.
Enginn drungi yfir tónleikunum
Hvaða tónlist ætlið þið svo að spila í
kvöld?
„Við ætlum að spila lög eftir okkur
báða,“ svarar Andrés að bragði.
„Árni gaf nýverið út geisladiskinn
Q og við munum taka lög af honum.
Svo ætlum við líka að taka svona
uppáhaldslög hljómsveitarinnar með-
al annars með George Benson og bara
allt það sem okkur finnst gaman að
spila.“
„Já, það verður enginn drungi yfir
tónleikunum,“ samsinnir Árni.
„Það verður svona Hardbop og
ECM-stíll á tón leikunum. Þeir sem
vita hvað það er vita að hverju þeir
ganga, hinir sem eru forvitnir geta
svalað forvitninni með því að mæta.“
„Já, við hvetjum alla til að mæta því
við spilum ekki aftur hér á landi fyrr
en kannski næsta sumar,“ segir
Andrés að lokum.
Þeim, sem vilja kveðja þá Árna
Heiðar og Andrés Þór eða kynnast
tónlist þeirra, er bent á að tónleikarn-
ir byrja klukkan 9 en húsið verður
opnað kl. 8.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur.
Það sem okkur finnst
gaman að spila
Morgunblaðið/Þorkell
Andrés Þór, Árni Heiðar, Tómas og Erik.
Annað kvöld ætla þeir
Árni Heiðar Karlsson
og Andrés Þór Gunn-
laugsson að halda
kveðjutónleika í Húsi
málarans. Birta Björns-
dóttir náði tali af þeim
á æfingu.
birta@mbl.is
JARÐARFARIR eru ekki lengur
nauðsynlega leiðinlegar eða sorgleg-
ar. Hin barnunga sveit The Funerals
hefur lagt sitt af mörkum, með nafn-
giftinni einni saman, til að ljá þessum
dauðadæmdu athöfnum mannúð-
legri blæ.
Það ber þó ekki að skilja það þann-
ig að hér sé hópur manna að vola yfir
þeim óumflýjanlegu örlögum sem
bíða allra manna, a.m.k. ekki nema
málefnið sé þeim hugleikið nú þegar.
Hér er um að ræða einfalda,
kassagítarsdrifna, heiðarlega og
hugljúfa tóna sem mynda eins konar
disk undir naktar sungnar stað-
reyndir úr einkalífi liðsmanna. En
hverjir eru þessir menn?
Kofi Dodda frænda
„Þetta eru menn úr ýmsum áttum
sem hafa bara hingað til verið góðir
kunningjar,“ útskýrir Ragnar Kjart-
ansson, gítarleikari og söngvari
sveitarinnar. „Þetta byrjaði með því
að ég og Doddi, sem er með mér í
hljómsveitinni Kanada, höfum oft
þegar við hittumst tekið upp kassa-
gítar og búið til einhverja mæðu-
söngva um það sem er að gerast í lífi
okkar. Þetta hefur bara verið svona
leið hjá okkur til þess að láta okkur
líða betur. Okkur langaði svo til að
taka þetta upp og búa til smáhljóm-
sveit í kringum þetta. Við höfðum
samband við þessa eðalmenn, sem
eru Ólafur Jónsson, Toggi (Þorgeir
Guðmundsson) og Viddi (Viðar Há-
kon Gíslason). Við fórum allir saman
í litla kofann hans Dodda í Hvammi í
Borgarfirði. Þetta er pínulítill kofi
sem afi hans byggði árið 1940 eða
eitthvað. Það er ekkert rafmagn þar
og ótrúlega falleg stemmning. Við
tókum með okkur bensínknúna raf-
stöð og fylltum kofann af hljóðfær-
um. Það er algjör „mega-rómantík“
þarna inni, brjáluð fúkkalykt og
stemmning. Svo byrjuðum við fyrsta
kvöldið, föstudagskvöldið, á því að
æfa saman, það endaði í rifrildi og
ósköpum. Síðan urðu allir ótrúlegir
vinir á laugardeginum og við byrj-
uðum á því að taka upp þessa plötu,
tókum upp sjö lög á tveimur dögum.
Við æfðum þau og tókum þau svo
jafnóðum upp.“
Takið þið á mjög persónulegum
málefnum í textunum?
„Jú, við tökum þarna á ýmsum
persónulegum málefnum. Þetta er
bara eitthvað voðalega gott fyrir sál-
ina að gera svona tónlist.“
Vaknaðu, Doddi! Vaknaðu!
Nú þykist ég vita að þið sækið inn-
blástur í lagasmíðar Johnnys Cash.
„Jú, alveg ógeðslega mikið. Við
dýrkum hann alveg. Svo er Toggi
með rödd eins og hann þegar hann
syngur.“
Nú? En syngur þú ekki flest lögin
sjálfur?
„Jú, núna. En það á að bæta úr því.
Það er allt morandi í góðum söngv-
urum í þessari hljómsveit. Svo bætt-
ist við einn meðlimur um þessa helgi
í kofanum. Á laugardagskvöldið kíkti
Lára, kærastan hans Dodda, í heim-
sókn. Doddi var orðinn svo þreyttur
og skelfdur að hann fór bara upp í
rúm að sofa með Láru. Við gátum svo
ekki vakið hann aftur þegar okkur
vantaði aukasöngvara, þannig að við
vöktum hana bara í staðinn. Hún tók
því upp með okkur eitt lag. Hún er
alveg frábær söngkona.“
Ætlið þið að taka upp meira efni á
plötuna áður en þið ráðist í útgáfu?
„Já, við ætlum bara að prófa að
taka upp aðeins meira og sjá svo
bara hvernig það verður. Þetta er
allt saman svo afslappað og
skemmtilegt, það kemur í ljós síðar
hvort það verða bara þessi sjö sem
við tókum upp síðast sem enda á
plötunni eða fleiri. Við ætlum a.m.k.
að prófa. Það gæti líka verið mjög
skemmtilegt að þetta sé bara svona
ein helgi uppi í sumarbústað, – falleg
hugmyndafræði á plötu. Við eigum
alveg fullt af lögum. Svo eru að koma
upp úr kántrí-kistum allra einhver
falleg lög,“ segir Ragnar að lokum.
Í kvöld gefst svo áhugasömum
kostur á að sjá hljómsveitina á tón-
leikum í Kaffileikhúsinu. Þeir hefjast
kl. 21 og ætla liðsmenn að opna
hjarta sitt upp á gátt og bjóða gesti
og gangandi velkomna þangað inn.
The Funerals halda tónleika í Kaffileikhúsinu í kvöld
Fallegar
jarðar-
farir
biggi@mbl.is
ÞAÐ ERU hinar einu sönnu Borg-
ardætur sem ætla að skemmta gest-
um Jómfrúarinnar í dag eins og
þeim einum er lagið.
Eins og flestir vita eru það söng-
konurnar Andrea Gylfadóttir, Berg-
lind Björk Jónasdóttir og Ellen
Kristjánsdóttir sem mynda tríóið
umrædda.
Smurbrauðsveitingahúsið
Jómfrúin hefur staðið fyrir laug-
ardagstónleikum í allt sumar og er
röðin nú komin að Borgardætrunum
að skemmta gestum og gangandi.
Það hefur ekki mikið farið fyrir
þeim stöllum undanfarið en segjast
þær þó alltaf koma fram öðru
hverju.
Þær gáfu út plötuna Jólaplata fyr-
ir síðustu jól og komu mikið fram í
kringum útgáfu hennar. Að sögn
Andreu Gylfadóttur hafa þær svo
verið að syngja í veislum auk þess
sem þær komu nokkrum sinnum
fram á Kringlukránni fyrr á árinu.
Aðspurð um hvað sé framundan
hjá þeim Borgardætrum svarar
Andrea: „Við erum á leiðinni til
Washington í október til að syngja
þar og svo sjáum við bara til hvað
setur.“
Borgardæturnar Andrea, Ellen
og Berglind Björk ætla í dag að
syngja blöndu af þeirri tónlist sem
þær hafa flutt í gegnum tíðina.
Tónleikarnir fara fram undir ber-
um himni, ef veður leyfir, en ef veð-
urguðirnir verða þeim ekki hliðholl-
ir verða herlegheitin flutt inn fyrir
dyr Jómfrúarinnar.
Tónleikarnir hefjast klukkan 16
og standa í tvo klukkutíma.
Borgardætur syngja á Jómfrúnni í dag
Tveggja tíma blanda
Borgardætur