Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isÖruggur sigur
feðganna / B11
Eiður Smári er
ekki til sölu / B1
12 SÍÐUR40 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
Með Morgun-
blaðinu í dag
fylgir blað frá
Jazzhátíð
Reykjavíkur.
Blaðinu verður
dreift á suð-
vesturhorninu.
BRÆÐURNIR Bjarni og Brynjólfur
Eyvindssynir brugðu sér í göngu-
ferð á Esjuna sl. laugardag, 1. sept-
ember, og gengu þá fram á snjóskafl
í austanverðu fjallinu, sem hefur
náð að tóra af sumarið. Að sögn
Bjarna er skaflinn um 250 til 300
fermetrar að stærð. Esjan hreinsaði
sig alveg af snjó fyrir þremur árum í
fyrsta skipti í rúm 30 ár og að sögn
Bjarna er alls ekki útilokað að svo
verði einnig í ár, því það drýpur vel
úr skaflinum, sem hörfar hratt og
verður hugsanlega horfinn með öllu
þegar fer að frysta.
Morgunblaðið/Bjarni Eyvindsson
Brynjólfur Eyvindsson við snjóskaflinn í austurhlíðum Esjunnar.
Síðasti
snjóskafl
Esjunnar
HÆSTIRÉTTUR féllst í gær á
kröfu manns um að lögreglan í
Reykjavík afhenti honum endurrit
fjögurra úrskurða um símhleranir á
tímabilinu frá 1995 til maí á þessu
ári. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði
áður hafnað þessari kröfu en Hæsti-
réttur segir að embætti lögreglu-
stjórans í Reykjavík bresti heimild
til að synja manninum um aðgang að
umræddum úrskurðum.
Fram kemur í dómi Hæstaréttar
að maðurinn var handtekinn 12. des-
ember sl. vegna gruns um refsiverða
aðild að hvarfi karlmanns, sem sakn-
að hefur verið frá árinu 1992. Var
maðurinn yfirheyrður vegna þess
máls sem sakborningur daginn sem
hann var handtekinn og þann næsta.
Fram kemur í dómnum að af
gögnum málsins sé ljóst að maður-
inn sé enn grunaður um að eiga aðild
að mannshvarfinu. Liggi meðal ann-
ars frammi bréf lögreglunnar til
verjanda mannsins frá því í maí, þar
sem fram kemur að rannsókn máls-
ins sé ekki lokið og muni honum
verða gert viðvart ef og þegar rann-
sókn á hendur honum verði hætt.
Ekkert liggi fyrir um það í málinu að
manninum hafi borist slík tilkynn-
ing. Hæstiréttur segir m.a. að túlka
eigi ákvæði laga um meðferð opin-
berra mála með hliðsjón af þeirri
meginreglu að verjandi skuli fá end-
urrit gagna jafnskjótt og unnt er. Þá
hafi lögreglan ekki sýnt fram á að
það myndi skaða rannsóknarhags-
muni málsins ef endurrit ofan-
greindra fjögurra úrskurða yrði af-
hent, en almenn staðhæfing þessa
efnis nægi ekki.
Gert að afhenda
endurrit símhler-
unarúrskurða
RÁÐSTEFNA utanríkisráðuneyt-
isins fyrir kjörræðismenn Íslands
stendur nú yfir. Hún er sú
fimmta af þessu tagi en áður
voru sambærilegar ráðstefnur
haldnar árin 1971, 1977, 1986 og
1995. Meginmarkmiðið með ráð-
stefnu af þessu tagi er að auka
þekkingu og skilning ræðismanna
á Íslandi og íslenskum hags-
munum, svo og til að efla tengsl
þeirra við starfsfólk utanríkis-
ráðuneytisins og hagsmunaaðila á
sviði viðskipta og ferðaþjónustu.
Eru 140 af 240 ræðismönnum
mættir á ráðstefnuna ásamt mök-
um sínum.
Að sögn Hannesar Heimissonar
var ákveðið að tími væri til kom-
inn að halda ráðstefnu nú, þar
sem nýliðun meðal kjörræðis-
manna væri 40% síðan síðasta
ráðstefna var haldin 1995. Hann
sagði að ráðstefnan hefði gengið
vel, utanríkisráðherra hefði sett
hana í gærmorgun og Sverrir
Haukur Gunnlaugsson ráðuneyt-
isstjóri hefði síðan verið með inn-
legg um utanríkisþjónustuna,
hlutverk ræðismanna og hvað við
gætum gert til að nýta þá betur.
„Við höfum á síðustu tveimur ár-
um verið að bæta upplýs-
ingaflæðið til ræðismanna og við
viljum virkja þá betur; upplýsa
þá betur um það sem er hér í
gangi, og höfum verið með eitt
og annað á prjónunum í því
skyni.“
Jón Ásbergsson, fram-
kvæmdastjóri Útflutningsráðs,
opnaði fyrirtækjasýningu á
Grand Hóteli, þar sem ráðstefnan
er haldin. Kynna um 50 fyrirtæki
starfsemi sína þar og hafa ræð-
ismennirnir haft tækifæri til að
skoða básana í kaffihléum.
Ræðismennirnir snæddu hádeg-
isverð í boði borgarstjóra, Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur, í
Listasafni Reykjavíkur.
Eftir hádegisverð héldu ýmsir
erindi, svo sem Bjarni Ármanns-
son, forstjóri Íslandsbanka, Guð-
finna S. Bjarnadóttir, rektor Há-
skólans í Reykjavík, Geir Haarde
fjármálaráðherra og Kári Stef-
ánsson, forstjóri Íslenskrar erfða-
greiningar.
Fundinum lýkur á morgun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ræðismenn Íslands frá öllum heimshornum hlýða á erindi á Grand Hóteli.
Kjörræðismenn Íslands á tveggja daga ráðstefnu
Kynna sér íslensk málefni
STUÐNINGUR við ríkisstjórnina
mælist nú 61% skv. nýrri skoðana-
könnun Gallup sem gerð var í ágúst,
og hefur aukist úr 55% frá síðustu
könnun sem gerð var í júlí.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur
vaxið og mælist nú 43% en var 41% í
síðustu könnun. Fylgi Framsóknar-
flokksins er óbreytt frá síðustu
könnun eða 14%. Stuðningur við
Samfylkinguna minnkar og hefur
hún nú 17% fylgi en hafði 20% í júlí-
könnun Gallup. Fylgi Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs er 23%
nú og stendur í stað milli mánaða.
Frjálslyndi flokkurinn mælist með
2% fylgi. 22% þátttakenda voru óviss
eða neituðu að svara og rúm 6%
sögðust myndu skila auðu eða ekki
kjósa færu kosningar fram nú.
Stuðningur
við ríkis-
stjórnina
eykst
Fylgiskönnun Gallup
KONA á þrítugsaldri var flutt á
neyðarmóttöku Landspítalans í
Fossvogi á sunnudag vegna gruns
um að henni hefði verið nauðgað í
sumarbústað í Biskupstungum í Ár-
nessýslu aðfaranótt sunnudags.
Gleðskapur var í sumarbústaðnum
og tilkynnti einn gestanna málið til
lögreglunnar á Selfossi á sunnudags-
morgun. Lögreglan yfirheyrði tvo
menn á staðnum en einn maður er
grunaður um verknaðinn. Málið er í
rannsókn en ekki hefur borist form-
leg kæra vegna þess.
Grunaður
um nauðgun í
sumarbústað
LYKTIR 28 sakamála sem
efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra höfðaði fyrir dómi á
árinu 2000 urðu þær að sakfellt
var í öllum málunum, en tvö
mál þar fyrir utan enduðu með
sýknudómi, samkvæmt upplýs-
ingum frá efnahagsbrotadeild.
Í þeim málum sem enduðu
með sakfellingu sættu 30 ein-
staklingar ákæru efnahags-
brotadeildar, einkum fyrir
skattalagabrot. Til samanburð-
ar má nefna að sýknað var í
einu ákærumáli af 48 árið 1999.
Efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra fer með rannsókn
og saksókn alvarlegra fjár-
munabrota, en auk þess annast
deildin rannsókn og meðferð
tilkynninga vegna grunsemda
um peningaþvætti.
Sýknað í
tveimur
málum en
sakfellt í 28
♦ ♦ ♦