Morgunblaðið - 04.09.2001, Page 4

Morgunblaðið - 04.09.2001, Page 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                  VW Passat Turbo 1.8 besín f.skrd. 19.04.2000, ekinn 15 þ. km., silfur, 4 dyra, bsk 17" álfelg- ur, leður sóllúga, tölvukubbur, abt, ca 193 hö. Verð 2.480.000. HAFIN er vinna við undirbúning að hreinsun olíunnar úr El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Norska fyrirtækið RUE annast verkið. Köfunarskip fyrirtækisins, Risöy, liggur við festar við flak El Grillo umgirt flotgirðingu. Sautján kafarar vinna á vöktum við verkefnið, tíu Norðmenn, fjór- ir Svíar og þrír Íslendingar. Kaf- ararnir hafa undanfarið verið að bora göt á tanka skipsins til að kanna hvar olíu sé helst að finna í flakinu. Þegar lokið verður við að staðsetja olíuna verða leiðslur tengdar og olíunni dælt úr tönk- unum. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Dæling úr El Grillo undirbúin á Seyðisfirði HÁSKÓLI Íslands auglýsti um helgina laust til umsóknar starf pró- fessors í arkitektúr við skólann. Auglýst er að verkefni prófessors í arkitektúr verði meðal annars fólgin í undirbúningi og umsjón með kennslu og rannsóknum í arkitekt- úr. Magnús Diðrik Baldursson, að- stoðarmaður háskólarektors, segir að saga þessa máls nái langt aftur. „Innan háskólans hefur það lengi verið til umræðu að taka upp kennslu í arkitektúr. Árið 1998 setti háskólarektor á laggirnar starfshóp, sem hafði það hlutverk með höndum að gera úttekt á möguleikum þess að koma þessu í framkvæmd. Í febr- úar 1999 skilaði hópurinn af sér skýrslu, þar sem farið var yfir mál- ið, þörfin fyrir kennslu í arkitektúr var metin, og rök með og á móti skoðuð, auk þess var metin fjárþörf, húsnæðisþörf, gerð voru drög að námskrá og fleira. Niðurstaða starfshópsins var eindregið með því að háskólinn tæki upp kennslu í arkitektúr.“ Magnús Diðrik segir að í framhaldi af þessari niðurstöðu hafi háskólaráð ályktað, og ritað er- indi til menntamálaráðuneytisins, þar sem óskað var eftir heimild til þess að háskólinn gæti hafið kennslu í arkitektúr, en um hverja nýja námsgrein við skólann er sam- ið sérstaklega við ráðuneytið. Magnús Diðrik segir að erindi há- skólaráðs hafi verið ítrekað nokkr- um sinnum, án niðurstöðu. Skilyrði um samvinnu Um svipað leyti og skýrsla starfs- hópsins leit dagsins ljós var Listaháskólinn kominn af stað, og var þá líka með áætlanir um að hefja nám í arkitektúr. „Það var svo ekki fyrr en í vor að ráðuneytið skar úr um málið. Báðum skólunum var tilkynnt að ráðuneytið myndi heim- ila og greiða fyrir þetta nám, en skilyrði væri að skólarnir kæmu sér saman um þetta. Þetta er dýrt nám, og skiljanlegt að ráðuneytið væri ekki tilbúið til að greiða fyrir það á tveimur stöðum – og í rauninni ekk- ert vit í því.“ Magnús Diðrik segir að viðræður séu hafnar um það hvernig að samvinnu skólanna verði staðið. Báðir skólarnir hafa tilnefnt fulltrúa í viðræðunefnd eða sam- ráðshóp sem hefur þegar hist einu sinni. Magnús Diðrik segir að sam- ráðshópurinn muni skila tillögum um hvernig að verkaskiptingu og samvinnu skólanna verður staðið og málið sé statt hjá þeim hópi núna. Gert er ráð fyrir að kennsla í arki- tektúr hefjist á vegum Háskóla Ís- lands og Listaháskóla Íslands haustið 2002. Háskólanám í arkitektúr hefst á Íslandi Samstarf Há- skóla Íslands og Listaháskóla ÚRSKURÐUR Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp sl. föstudag um að faðir 9 ára gamals drengs skuli afhenda hann móður- inni sem býr í Frakklandi, var í gær kærður til Hæstaréttar. Drengurinn hefur búið hjá móður sinni í Frakk- landi en dvalið hjá föður sínum í leyf- um, nú síðast í sumar, og hefur hann óskað eftir því að fá að vera hjá föður sínum á Íslandi. Skv. úrskurði hér- aðsdóms ber föðurnum að afhenda drenginn innan sjö daga, að öðrum kosti getur móðirin farið fram á að- fararaðgerð með aðstoð lögreglu. Foreldrar drengsins skildu og kvað franskur dómstóll á um að drengurinn skyldi búa hjá móður sinni og hafa fastan umgengnisrétt við föður sinn. Drengurinn kom til föður síns í byrjun júlí en átti að fara aftur til móður sinnar 31. júlí. Við því var ekki orðið og var mál þá höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Ósk- aði drengurinn eindregið eftir því við dómara að fá að vera áfram hjá föður sínum. Dómurinn kvað hins vegar upp þann úrskurð, með vísan til alþjóð- legra sáttmála sem Ísland er aðili að, að föðurnum bæri að afhenda dreng- inn innan sjö daga, þ.e. í síðasta lagi næstkomandi föstudag. ,,Niðurstaða héraðsdóms er á því byggð að Haag-samningurinn og Evrópusamningurinn eru í gildi og dæmt er á grundvelli Evrópusamn- ingsins. Samkvæmt honum ber Ís- landi að leggja niðurstöðu franska dómstólsins til grundvallar og fram- fylgja dómnum hér á landi. Það eru hins vegar heimildir í þeim samn- ingi, rétt eins og í Haag-samningn- um, fyrir íslenska ríkið til þess að synja um afhendingu ef sérstök sjónarmið mæla með því,“ sagði Hörður Felix Harðarson, lögmaður drengsins. ,,Við höldum því fram að þar komi meðal annars til skoðunar svona sterkur og einbeittur vilji barns sem hefur þroska til þess að segja til um það sjálft hvar það vill búa og eins ef rökstudd hætta er á því að hagsmun- um barnsins sé jafnvel stefnt í voða með afhendingu.“ Hörður segir ekki fara á milli mála að það sé eindreginn vilji drengsins að vera áfram hjá föður sínum. Úrskurður héraðsdóms í deilu foreldra vegna 9 ára drengs kærður til Hæstaréttar Vill vera áfram hjá föður sínum á Íslandi ALLS seldust 112 bifreiðir, tengi- vagnar og fellihýsi á laugardag þegar nauðungarsala á bifreiðum fór fram á vegum Sýslumannsins í Reykjavík. Þetta eru jafnmargar bifreiðir og seldust á uppboði í lok júní en heildarsöluverðmæti var þó meira á laugardag eða 60 milljónir og 125 þúsund krónur. Í júní var verðmætið 51 milljón 980 þúsund krónur. Viku fyrir uppboðið voru ríflega 1.500 bifreiðir og tæki aug- lýst til nauðungarsölu í fjölmiðlum. Úlfar Lúðvíksson, deildarstjóri fullnustudeildar sýslumannsemb- ættisins í Reykjavík, segist telja að aldrei hafi verið selt fyrir jafnháa fjárhæð á nauðungarsölu á lausa- fjármunum. Þá segir hann að skýr- ingar sé líklega að leita í því að bíl- arnir á uppboðinu á laugardag hafi almennt verið nýrri og dýrari en á uppboðinu í júní. Nauðungarsölum á bifreiðum fjölgaði úr 514 í 669 milli áranna 1999 og 2000 hjá sýslumanninum í Reykjavík, eða um 30%. Áfram- haldandi fjölgun hefur verið á bíla- uppboðum hjá embættinu á þessu ári og nemur hún 21%. Frá janúar til júní í fyrra voru seldir 355 bílar og tæki en 430 á sama tímabili á þessu ári. Árið 2000 var selt fyrir rúmar 299 milljónir króna á lausa- fjáruppboðum, þ.e. bifreiðir, tæki, reiðhjól o.fl. 112 bílar seldir á nauðungarsölu Heildarsöluverðmæti aldrei verið meira RÖSKLEGA 48% landsmanna voru á faraldsfæti um verslunar- mannahelgina samkvæmt könnun Þjóðarpúls Gallup. Tæplega 52% nutu helgarinnar heima við. Hæst hlutfall yngri aldurshóp- anna var í þeim hlutanum sem ferðaðist um helgina. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu fóru frekar í ferðalög en þeir sem búa á lands- byggðinni og þeir tekjulægstu fóru síður í ferð en aðrir hópar. Tæplega 11% þeirra sem lögðu land undir fót héldu á kántríhátíð á Skagaströnd. Aðrir sóttu Eldborg- arhátíðina, fóru til Eyja, Akureyr- ar eða ferðuðust um hálendið og var hlutfall þessara hópa á bilinu 5–9%. Verslunarmannahelgin Rúmlega 48% voru á faraldsfæti JARÐSKJÁLFTA varð vart í vest- anverðum Mýrdalsjökli í svonefndri Goðabungu síðdegis á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum jarð- skjálftadeildar Veðurstofunnar var skjálftinn 2,6 stig á Richterkvarða að stærð. Ekki hefur orðið vart frekari jarðhræringa svo heitið geti, en brennisteinsfýla verið af ám að und- anförnu, sem mun ekki óalgengt á þessu svæði. Jarðskjálfti í vestanverðum Mýrdalsjökli ♦ ♦ ♦ RANNSÓKNARSTOFNUN Land- spítala – háskólasjúkrahúss tók formlega til starfa nú 1. september. Fimm rannsóknarstofur falla undir skipulag hennar. Þær eru blóð- meinafræðideild, meinefnafræði- deild, ónæmisfræðideild, sýklafræði- deild og veirufræðideild. Ólafur Steingrímsson dósent, sér- fræðingur á sýklafræðideild og fyrr- verandi yfirlæknir hennar, hefur verið valinn til að gegna næstu þrjú ár starfi sviðsstjóra á Rannsóknar- stofnun Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Ólafur hefur verið for- stöðumaður Rannsóknarstofnunar Landspítalans en henni tilheyrðu blóð-, meinefna-, ónæmis-, sýkla- og veirufræðideildir. Stjórnskipulag Rannsóknarstofnunar LSH verður með svipuðum hætti og sviðsstjórnir klínískra sviða. Það sem skilur rekst- ur Rannsóknarstofnunar LSH frá rekstri annarra klínískra sviða er helst það, að tekjur hennar ákvarð- ast að verulegu leyti af gjaldskrá sem gildir frá 1. september um þjón- ustuna. Forstjóri ræður yfirlækna í sam- ráði við framkvæmdastjóra lækn- inga og sviðsstjóra til þess að stýra einstökum deildum. Yfirlæknar bera ábyrgð á rekstri deilda sinna gagn- vart sviðsstjóra. Við stofnunina starfar einnig rekstrarstjóri sem stýrir meðal annars skrifstofu Rann- sóknarstofnunar LSH. Gert er ráð fyrir rekstrarstjórn sem í sitja, auk sviðsstjóra, yfirlæknar deilda og rekstrarstjóri. Hlutverk hennar er að skipuleggja heildarstarfsemi Rannsóknarstofnunar LSH. Rannsóknarstofnun LSH tekur til starfa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.