Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
16. starfsár Enskuskólans
Átta kunnáttustig
í námskeiðum
Nú á evrópskutungumálaári erEnskuskólinn er
að hefja sextánda starfsár
sitt. Skólinn er til húsa í
Faxafeni 8 og er hann þar í
nýju húsnæði. Julie Ing-
ham stofnaði skólann
haustið 1986 og hefur rek-
ið hann síðan. Hún var
spurð hvort breytingar
yrðu á rekstri eða náms-
fyrirkomulagi samhliða
flutningi í nýtt húsnæði.
„Já, fyrst og fremst höf-
um við nú fleiri kennslu-
stofur og getum því boðið
upp á að hafa fleiri bekki.
Betri aðstaða er nú fyrir
nemendur og kennara og
við getum boðið margar
kynningar í nýju opnu
rými. Við ætlum m.a. að
skipuleggja kynningar á mála-
skólum í Bretlandi og víðar. Þetta
eru nýjungar. Við erum og með
nýtt útibú á Selfossi. Þetta er í
fyrsta skipti sem við kennum utan
Reykjavíkur. Við auglýstum ný-
lega og höfum fengið frábærar
viðtökur. Margir vilja bæta við sig
enskukunnáttu á námskeiðum hjá
okkur. Fólk vill gjarnan fá
kennslu hjá kennurum sem hafa
ensku að móðurmáli og leggja
áherslu á talmálið. Við höfum
fjölgað námskeiðum verulega síð-
ustu ár, einkum hefur þessa gætt í
fyrirtækjanámskeiðum. Við ætl-
um að fara að kynna næstu daga
enskuþjónustu fyrir fyrirtæki.
Þetta er þjónusta þar sem starfs-
fólki fyrirtækja er boðið á Netinu
tækifæri til þess að senda okkur
bréf eða tölvupóst sem við próf-
arkalesum sama dag. Mjög mikill
áhugi er meðal fyrirtækja á að
senda okkur starfsfólk til kunn-
áttumats eða að við komum í fyr-
irtækin til þess að meta kunnáttu
starfsfólksins með viðtali. Þá
mælum við með annaðhvort sér-
námskeiði fyrir þeirra starfsgrein
eða almennum námskeiðum til
þess að gefa fólki aukið sjálfs-
traust í samskiptum á ensku. Þá
má nefna að við erum að fara að
opna nýja vefsíðu sem heitir
enska.is. Þar verður upplýsinga-
miðlun fyrir Íslendinga um ensku
og enskumælandi lönd og mála-
skóla erlendis. Einnig upplýsing-
ar um orðabækur og líka upplýs-
ingar fyrir enskukennara. Við
erum búin að vinna við þetta í
fimmtán ár og við búum yfir mikl-
um upplýsingum sem við viljum
með þessum hætti miðla til fólks.“
– Hefur aðsókn verið góð hjá
ykkur almennt?
„Já, fólki virðist líka mjög vel
við það sem við bjóðum upp á.
Fyrst kemur fólk í persónulegt
viðtal og þá er því sagt á hvaða
kunnáttustigi það lendir hjá okk-
ur. Síðan er það spurt hvernig það
ætli að nota sína enskukunnáttu –
hvort það ætlar að nota hana í
starfi, við ferðalög o.s.frv. Eftir
svör bendum við fólki á hvar það
er best sett, hvort sem það fer t.d.
á almennt talnámskeið eða við-
skiptanámskeið. Við
erum líka með mál-
fræði- og skriftarnám-
skeið. Sumir hafa góða
kunnáttu en skortir
orðaforða. Við höfum
svo sérnámskeið fyrir
eldri borgara. Fólk
sem er á byrjendastigi
er sett í mjög litla bekki og æfir
þar talmálið. Það gefur gott and-
rúmsloft og örvar kjark fólks til
þess að ráðast í að tala ensku.
Ekki má svo gleyma barnanám-
skeiðunum. Við erum með nám-
skeið fyrir börn á aldrinum 5 til 15
ára. Þau eru mjög vinsæl. Á þess-
um fimmtán árum hef ég séð
hvernig yngri og yngri börn eru
komin með nokkuð góðan orða-
forða. Þegar þau koma í kennslu
geta þau tengt saman þau orð sem
þau hafa lært, bæði t.d. í tölvum,
söng og fleira. Þau skortir bara
tækifæri til að læra að tengja orð-
in saman, börn 6 til 8 ára hafa
brennandi áhuga á að læra. Skól-
arnir eru farnir að kenna tíu ára
börnum ensku en okkur sýnist að
þau hafi áhuga á að byrja fyrr. Því
yngri sem þau eru því betur geng-
ur að kenna þeim.“
– Hvað kenna margir við
Enskuskólann?
„Við erum með fimm kennara í
fullu starfi. Við erum svo með þrjá
til fimm í viðbót sem eru með
stundakennslu. Þetta fólk hefur
allt ensku sem móðurmál og er
allt sérlært í þeirri kennslugrein
sem við bjóðum upp á. Sumir hafa
mikla reynslu í viðskiptaensku-
kennslu. Flestir kennararnir eru
frá Bretlandi, tveir frá Bandaríkj-
unum, einn frá Írlandi og einn frá
Kanada.“
– Er aðferð ykkar til að kenna
ensku mjög ólík því sem gerist í
skólakerfinu hjá okkur?
„Já, skólakerfið á Íslandi eins
og víðar beinir kröftum sínum
einkum að því að kenna nemend-
um fyrir próf. Það er yfirleitt
meira en tuttugu nemendur í bekk
í grunnskólum og þá er erfitt fyrir
kennara að veita nemendum mik-
inn tíma í talæfingar. Við erum
með átta kunnáttustig.
Fólk hækkar sig um
hálft stig milli nám-
skeiða þannig að í raun
er hægt hér að ganga
upp sextán mismun-
andi námskeiðastig.
Þannig getum við boðið
nemendum upp á
kennslu sem er sniðin við þeirra
hæfi. Nemandinn heyrir strax að
hinir nemendurnir eru með svip-
aða kunnáttugetu. Þá slakar fólk á
og tekur fljótt þátt í kennslunni. Í
okkar kennsluaðferð er mikið lagt
upp úr paræfingum og hópum-
ræðum.“
Julie Ingham
Julie Ingham fæddist 5. sept-
ember 1959 í Rosendale í Norð-
vestur-Englandi. Hún lauk fram-
haldsskólaprófi og hóf svo nám í
Leeds-háskóla og lagði þar stund
á ensku, málvísindi og bók-
menntir. Eftir réttindapróf í
kennslufræði IFL (kennsla í
ensku fyrir útlendinga) kom hún
til Íslands og hóf að kenna þar.
Fyrst kenndi hún í Málaskól-
anum Mími og einnig í sendiráð-
um og víðar. Hún stofnaði
Enskuskólann fyrir fimmtán ár-
um og hefur rekið hann síðan.
Julie á þrjú börn.
Fólk vill
kennslu hjá
kennurum
sem hafa
ensku að
móðurmáli
FYRSTI vinningur verður þrefald-
ur í Víkingalottóinu á morgun, mið-
vikudag, og mun hann verða í
kringum 180 milljónir króna. Í
Laugardagslottóinu verður vinning-
urinn fimmfaldur og stefnir í að
verða um eða yfir 20 milljónir. Síð-
ast þegar fyrsti vinningur var
fimmfaldur skiptu þrír honum á
milli sín.
Hægt er að kaupa miða til klukk-
an 16 á miðvikudag í Víkinga-
lottóinu og til klukkan 18:40 á laug-
ardag í Laugardagslottóinu.
Þrefaldur og
fimmfaldur
fyrsti vinningur
PÁLL Skúlason háskólarektor opn-
aði formlega á föstudaginn kennslu-
miðstöð Háskóla Íslands. Kennslu-
miðstöðinni er m.a. ætlað að halda
utan um allt fjarnám háskólans, en nú
stunda um 400 nemendur fjarnám við
skólann. Garðar Gíslason, fræðslu-
stjóri Kennslumiðstöðvar, segir að
fjarnámið hafi verið að eflast og fram-
undan sé mikil aukning á þessu sviði.
Háskólar um allan heim leggi núna
metnað sinn í að efla verulega þennan
þátt í starfsemi sinni. Háskóli Íslands
ætli sér að standa þar í fremstu röð.
„Auk þess að sjá um fjarnámið sér
Kennslumiðstöðin um að kenna kenn-
urum að nota tæki og tól. Við höldum
námskeið fyrir kennara og kennum
þeim að nota forrit sem tengjast
kennslunni. Við erum einnig með
kennslufræðileg námskeið fyrir kenn-
ara. Rektor leggur mikla áherslu á
þessi námskeið, en þau eru m.a. til-
komin vegna samnings háskólans við
menntamálaráðuneytið.
Við erum í nánu samstarfi við
kennslu- og símenntunarstöðvar um
allt land. Þær eru að meginstofni til
átta, en við sendum út til miklu fleiri
staða. Við notum fjarfundabúnað og
sendum út fyrirlestra og svo notum
við það sem við köllum WebCT, sem
er stafrænt kennsluumhverfi.
WebCT er eins og heimasíða, reyndar
mjög kennslufræðileg, og hefur þann
kost að vera lokuð. Þetta er í raun
eins og skóli á Netinu. Það eru mjög
margir kennarar sem nota þetta, ekki
bara í fjarnámi heldur einnig í stað-
bundnu námi,“ sagði Garðar.
Garðar sagði Háskóli Íslands væri í
ágætu samstarfi við háskóla á Íslandi
og erlendis um fjarnám. Háskólinn á
Hólum í Hjaltadal hefði t.d. séð um
námskeið fyrir HÍ í fjarnámi og Há-
skólinn í Iowa í Bandaríkjunum verið
með eitt námskeið í hjúkrun. HÍ væri
einnig í góðu samstarfi við Háskólann
á Akureyri og Kennaraháskólann.
Garðar sagði að markmið Kennslu-
miðstöðvar væri að sem allra flest
námskeið í háskólanum yrðu einnig á
Netinu. Sumir ættu reyndar erfitt
með að sjá að það væri t.d. hægt að
gera efnafræðitilraunir á Netinu.
Möguleikarnir væru hins vegar fjöl-
breyttir. Nýlega hefði t.d. verið hald-
inn fyrirlestur í Háskólabíói í lækn-
isfræði. Fyrirlesarinn var í Svíþjóð og
sýndi hann m.a. aðgerð á innra eyra
sem gerð var á sjúkrahúsi þar í landi.
„Það á eftir að verða gífurleg aukn-
ing í fjarnámi á næstu árum. Það eru
svo margir sem ekki geta mætt í dag-
skóla vegna vinnu, fjölskylduað-
stæðna eða vegna þess að þeir búa á
landsbyggðinni. Að mínu viti er lífs-
spursmál fyrir háskóla að bjóða bæði
upp á nám á Netinu og staðbundið
nám. Það er mikil samkeppni milli há-
skóla í heiminum á þessu sviði og
nemendur gera miklar kröfur til skól-
anna,“ sagði Garðar.
400 nemendur í fjarnámi
við Háskóla Íslands
FÁTT er betra á borðum en glænýr
fiskur úr sjó eða ám og vötnum
landsins. Margir bregða fyrir sig
stöngum og veiðihjólum við veið-
arnar á meðan aðrir leggja net sem
þeir vitja eftir hæfilegan tíma. Á
myndinni er Gylfi Gylfason að vitja
silungsneta í Apavatni og bjástrar
við að losa myndarlegan urriða úr
netinu. Gylfi var með tvær lagnir
og í þeim voru 22 fiskar, bæði
bleikjur og urriðar.
Vænn urriði í Apavatni
Morgunblaðið/Brynjar Gauti