Morgunblaðið - 04.09.2001, Side 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 9
Á SÍÐUSTU tveimur mánuðum
hefur fækkað á atvinnuleysis-
skrá á höfuðborgarsvæðinu um
200 manns. Hugrún Jóhannes-
dóttir, forstöðumaður Vinnu-
miðlunar höfuðborgarsvæðisins,
sagði að þessi fækkun væri
þvert á það sem búist hefði verið
við. Nú eru um 1.200 manns á at-
vinnuleysisskrá hjá stofnuninni.
Ekki er langt síðan Kjötum-
boðið, áður Goði, tilkynnti um
uppsagnir starfsfólks. Hugrún
sagði að þegar um slíkar hóp-
uppsagnir væri að ræða byði
Vinnumiðlunin upp á ráðgjafar-
þjónustu þar sem farið væri yfir
réttindi starfsfólks og því veitt
aðstoð við að finna nýja vinnu.
Áður en til þess kom að slíkur
fundur væri haldinn með starfs-
fólki voru hins vegar allir búnir
að finna nýja vinnu. Hún sagði
að svo virtist sem eftirspurnin
eftir vinnu væri enn það mikil að
fólk ætti tiltölulega auðvelt með
að fá vinnu.
Hugrún sagði að venjan væri
sú að það fækkaði á atvinnuleys-
isskrá þegar liði á sumarið. Þar
sem mikið hefði verið rætt um
að þensla í efnahagslífinu væri
að minnka hefði Vinnumiðlunin
reiknað með að þróunin yrði
önnur í sumar og haust og at-
vinnulausum myndi jafnvel
fjölga. Sú hefði hins vegar ekki
orðið raunin og á síðustu tveim-
ur mánuðum hefði fækkað á at-
vinnuleysisskrá um 200 manns.
Vinnumiðlun höfuð-
borgarsvæðisins
Fækkar á
atvinnu-
leysisskrá
Neðst við Dunhaga
sími 562 2230
Prjónapils og toppar
Stórar stærðir ELENA - MIRO - SPORT
Opið mán.-fös. kl. 10-18.
Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, sími 553 2347.
Haustfatnaðurinn okkar er engu líkur
Opnum aftur á laugardögum
Vertu velkomin
Sérhönnun. St. 42-56
Laugavegi 4, sími 551 4473.
Póstsendum
Glæsileg
undirföt
JAIPUR
Peysur með loðkraga
heilar kr. 5.200, hnepptar kr. 6.200
Stærðir 36—56
Flottu barnaskórnir frá
BOPY komnir
Opið virka daga frá kl. 10—18, laugardaga frá kl. 11—15
Suðurlandsbraut 52 Bláu húsin við Faxafen sími 568 3919
Smáskór
Hverfisgötu 78, sími 552 8980
20% aukaafsláttur
Nýjar vörur
Mikill afsláttur
Laugavegi 56, sími 552 2201
www.englabornin.com
Bankastræti 14, sími 552 1555
Ný sending af
dönskum peysum
Gott verð!
TILBOÐ
Kringlunni,
sími 581 1717
Barna- og
unglingafataverslun
Ragazzi
gallabuxurnar
Tvennar á 2.500 stk.
Mismunandi tegundir
Stelpur!
Síðu gallabuxurnar
komnar aftur
KÆRUNEFND útboðsmála hefur
hafnað kröfum Nýherja hf. um að
stöðvað verði útboð Innkaupastofn-
unar Reykjavíkurborgar á tölvubún-
aði fyrir grunnskóla og Fræðslumið-
stöð Reykjavíkur. Nýherji krafðist
þess einnig að ákvörðun Innkaupa-
stofnunar um að taka tilboði Bræðr-
anna Ormsson hf. yrði hnekkt og
lagt yrði fyrir Innkaupastofnun að
taka tilboði Nýherja.
Málavextir eru þeir að með útboð-
inu óskaði Innkaupastofnun eftir til-
boðum í tölvur fyrir grunnskóla
Reykjavíkur ásamt uppsetningu, þar
á meðal 662 borðtölvur. Samkvæmt
því sem greinir í kæru Nýherja gætti
misræmis í útboðsgögnum að því er
varðaði það atriði hvort stýrikerfi
skyldi fylgja vélunum eða ekki.
Úrskurðarnefndin taldi m.a. ekki
unnt að skýra útboðsskilmála á aðra
leið en að óskað hefði verið eftir tölv-
um með uppsettu stýrikerfi, þó
þannig að Innkaupastofnun hefði
ekki talið sér skylt að greiða fyrir
stýrikerfin vegna samnings síns við
Microsoft.
Í úrskurði nefndarinnar segir að
ekki hafi komið fram að brotið hafi
verið gegn reglum um opinber inn-
kaup við umrætt útboð og var kröf-
um Nýherja því hafnað.
Innkaup á tölv-
um brjóta ekki í
bága við reglur