Morgunblaðið - 04.09.2001, Side 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁLFRAMLEIÐSLA á Íslandi gæti
ríflega fjórfaldast næstu 10–12 árin
verði fyrirhuguð áform um stækk-
anir álvera og byggingu nýrrar
verksmiðju að veruleika. Í dag
framleiða tvö álver, Ísal í Straums-
vík og Norðurál á Grundartanga,
samtals um 260 þúsund tonn á ári
eftir að framleiðsla jókst úr 60 þús-
und tonnum í 90 þúsund tonn hjá
Norðuráli á þessu ári.
Bæði hafa þessi fyrirtæki uppi
áform um stækkanir. ÍSAL kynnti
nýlega að hafin væri könnun á
möguleikum á stækkun álversins í
370 þúsund tonna framleiðslu ári og
Norðurál kynnti í fyrra áform um
stækkun í 240 þúsund tonna álver.
Þá hefur Skipulagsstofnun nýlega
fallist á framkvæmdir við byggingu
420 þúsund tonna álvers í Reyð-
arfirði í tveimur áföngum, en sam-
anlögð framleiðsla þessara þriggja
álvera eftir byggingu og stækkanir
yrði ríflega ein milljón tonna á ári.
Blikur á lofti vegna
orkuöflunar
Þrátt fyrir stór áform um stækk-
un og byggingu álvera hér á landi á
næstu árum eru nokkrar blikur á
lofti varðandi orkuöflun fyrir verk-
smiðjurnar og ekki ennþá séð fyrir
endann á því hvernig eða hvort
hægt verður að útvega fyrirtækj-
unum nægjanlega orku. Skipulags-
stofnun hefur þegar fallist á bygg-
ingu álvers og hafnar við álverið í
Reyðarfirði og lagningu háspennu-
lína úr Fljótsdal til Reyðarfjarðar
en hins vegar hafnað virkjun við
Kárahnjúka. Eins og staðan er í dag
eru engir aðrir kostir á borðinu og
því virðist álver Reyðaráls hf.
standa og falla með því hvort virkj-
að verði við Kárahnjúka. Kæru-
frestur vegna úrskurðar Skipulags-
stofnunar um Kárahnjúkavirkjun
rennur út á morgun og mun Lands-
virkjun senda umhverfisráðherra
kæru vegna úrskurðarins. Vonir
standa til að nýjar upplýsingar sem
fram koma í kæru Landsvirkjunar
muni hafa þau áhrif að umhverf-
isráðherra hnekki úrskurði Skipu-
lagsstofnunar og heimili byggingu
virkjunar við Kárahnjúka.
Skipulagsstofnun kynnti á föstu-
dag þann úrskurð sinn að fallist
væri á byggingu álvers og raf-
skautaverksmiðju í Reyðarfirði.
Sett voru tvö skilyrði fyrir fram-
kvæmdum vegna umtalsverðrar
mengunar frá álverinu og raf-
skautaverksmiðjunni en ekki munu
þau skilyrði standa í vegi fyrir
byggingu álversins, fáist næg raf-
orka til rekstursins.
Kárahnjúkavirkjun eini
kosturinn fyrir Reyðarál
Geir A. Gunnlaugsson, stjórnar-
formaður Reyðaráls hf., segir úr-
skurð Skipulagsstofnunar jákvætt
skref í þá átt að framkvæmdin verði
að veruleika í Reyðarfirði og að
menn séu bjartsýnir á byggingu ál-
versins þrátt fyrir að Skipulags-
stofnun hafi hafnað byggingu virkj-
unar við Kárahnjúka. „Það mál er í
þeim farvegi sem löggjafinn setur
um það. Landsvirkjun hefur ákveðið
að kæra úrskurð Skipulagsstofnun-
ar til umhverfisráðherra og ég
reikna með því að Landsvirkjun
muni fylla betur upp í þá mynd hver
umhverfisáhrifin verða, þannig að
hægt verði að sýna með faglegum
hætti fram á að hægt sé að byggja
þessa virkjun í viðunandi sátt við
umhverfið.“
Geir segir mikilvægt að fá nið-
urstöðu varðandi virkjunarfram-
kvæmdir á næstu vikum og sú nið-
urstaða verði jákvæð gagnvart
Kárahnjúkavirkjun, enda séu engir
aðrir kostir í boði fyrir Reyðarál.
„Það er engin önnur lausn á því
að útvega orku til þessa álvers. Það
eru ekki á borðinu neinar aðrar
virkjanir. Menn hafa verið að velta
upp að virkja t.d. Jökulsá á Dal í
svokölluðum þrepavirkjunum, en ég
held að það sé nokkuð ljóst að um-
hverfisáhrif hennar yrðu ennþá
meiri. Þannig að á þessu stigi er
ekki neinn annar kostur en Kára-
hnjúkavirkjun.“
Að sögn Geirs er nú verið að
vinna að undirbúningi að byggingu
álversins, enda fjölmargir samning-
ar sem þurfti að gera og unnið sé af
fullum krafti í þeim málum. „Menn
trúa því ennþá að hægt verði að
sýna fram á að virkjunin geti lifað í
sátt við umhverfi sitt þarna, með
sama hætti og eins og gildir um ál-
verið,“ segir Geir.
Forsvarsmenn Norðuráls kynntu
á síðasta hausti hugmyndir um
stækkun álversins á Grundatanga
upp í allt að 300 þúsund tonna fram-
leiðslu á ári. Hugmyndirnar gerðu
ráð fyrir að strax yrði ráðist í bygg-
ingu 150 þúsund tonna stækkunar
þannig að heildarstærð álversins
verði 240 þúsund tonn. Með nýrri
tækni, þar á meðal betri nýtingu á
kerum, voru síðan áform uppi um að
ná framleiðsluaukningu til viðbótar
upp á 60 þúsund tonn, þannig að
heildarframleiðslugetan yrði 300
þúsund tonn.
Ákveðnir möguleikar
varðandi gufuaflsvirkjanir
Ragnar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri fjármála- og stjórn-
unarsviðs hjá Norðuráli, segir að
staðan sé svipuð hjá Norðuráli og
fyrr í sumar en viðræður við ýmsa
aðila varðandi stækkun verksmiðj-
unnar hefjist nú aftur í september.
Ekki þarf einungis að huga að orku-
málum því athuga þarf endurnýjun
fjárfestingarsamninga, semja við
birgja um aðföng, tryggja fjár-
mögnun og reikna út hvort ávöxtun
eiginfjár verði ásættanleg í saman-
burði við aðra fjárfestingarkosti.
„Ef öll þessi atriði ganga upp og
ávöxtun eiginfjár er viðunandi, þá
er hægt að taka ákvörðun um fram-
kvæmdir. Það verður ekki komin
endanleg mynd á öll atriði málsins
fyrr en næsta vor, til dæmis hafa
nægjanleg virkjanaleyfi ekki verið
gefin út og hugmyndir stjórnvalda
um almennar skattalækkanir eru í
vinnslu,“ segir Ragnar.
Norðurál mun eiga viðræður inn-
an skamms við Landsvirkjun um
virkjunarkosti og verð á rafmagni.
Hins vegar liggur ekki ennþá fyrir
hvort Norðlingaöldulón getur orðið
að veruleika og því hefur Lands-
virkjun ekki getað ábyrgst sölu á
nægilegri orku til Norðuráls vegna
stækkunar úr 90 þúsund í 180 þús-
und tonn. Ragnar segir að verið sé
að kanna ýmsa aðra kosti með það
fyrir augum að tryggja orku til
stækkunar í 240 þúsund tonn, en
það er sú stærð sem Norðurál ósk-
aði eftir fyrir ári.
Hann segir að ákveðnir mögu-
leikar séu varðandi gufuaflsvirkjan-
ir sem nú eigi eftir að ræða betur
hvenær geti orðið tilbúnar og á
hvaða verði sú orka fáist, en Norð-
urál hefur kannað þau mál hjá Hita-
veitu Suðurnesja og Orkuveitu
Reykjavíkur. Ef orkuverð þar verð-
ur hagkvæmt og Landsvirkjun fær
nauðsynleg leyfi vegna Norðlinga-
öldulóns, segir Ragnar að tímasetn-
ingar varðandi stækkun Norðuráls
verði skoðaðar í því ljósi.
Varðandi virkjanir á Vestfjörðum
segir Ragnar að engar viðræður
hafi átt sér stað en stefnt sé að
kynningarfundi hjá Orkubúi Vest-
fjarða um virkjunarkosti til lengri
tíma litið, en ljóst sé að þeir kostir
komi ekki til móts við fyrirhugaða
stækkun álversins á Grundartanga.
„En við ætlum að hitta þá og heyra
hvað þeir hafa fram að færa en það
eru engar viðræður að fara af stað
núna. Það er seinni tíma mál ef skil-
yrði eru fyrir hendi af hálfu beggja
aðila,“ segir Ragnar.
Vinna við matsáætlun vegna
Norðlingaöldulóns að hefjast
Samkvæmt áætlunum Norðuráls
er gert ráð fyrir að stækkun álvers-
ins komist í gagnið seinni hluta árs-
ins 2004, verði ákvörðun tekin að
ráðast í framkvæmdir. Þær nýju
virkjanir sem þá gætu verið komnar
í gagnið hjá Landsvirkjun eru Búð-
arhálsvirkjun í Tungnaá og aukin
orkuframleiðsla með tilkomu Norð-
lingaöldulóns í Þjórsá. Skipulags-
stofnun hefur fallist á fyrirhugaða
byggingu allt að 120 MW Búðar-
hálsvirkjunar í Tungnaá við Búð-
arháls í Rangárvallasýslu, lagningu
Búðarhálslínu 1 og lagningu vega á
Búðarhálsi með því skilyrði að bætt
verði fyrir umhverfisáhrif vegna
gróðurlendis sem tapist af völdum
Sporðöldulóns við Búðarháls. Hins
vegar hefur staðið styr um Norð-
lingaöldulón þar sem hluti lónsins
mun lenda inni á friðlýstu svæði,
Þjórsárverum.
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir Norðlinga-
öldulón ekki ennþá komið í um-
hverfismat en segist eiga á von á að
það gerist á allra næstu dögum,
þ.e.a.s. að lögð verði fram drög að
matsáætlun. „Samkvæmt lögunum
um mat á umhverfisáhrifum þarf
fyrst að koma fram með matsáætl-
un og menn eru að undirbúa mats-
áætlunina vegna Norðlingaöldu-
virkjunar, eins og við höfum þegar
gert varðandi virkjanir í neðri
Þjórsá. Það er auðvitað til þess að
vera í viðbragðsstöðu til að geta í
framhaldi af því lagt fram skýrslu
um mat á umhverfisáhrifum þegar
nánar liggja fyrir upplýsingar um
stækkun álversins á Grundar-
tanga.“
Norðlingaöldulón og
Búðarhálsvirkjun nauðsynleg
Friðrik segist gera ráð fyrir því
að Landsvirkjun eigi fund með
Norðurálsmönnum eftir tvær vikur.
„Þá munum við ræða við þá með
sama hætti og við höfum verið að
gera af og til undanfarin misseri.“
Að sögn Friðriks myndu Norð-
lingaöldulón og Búðarhálsvirkjun
nægja til framleiðslu á rafmagni
sem stæði undir 90 þúsund tonna
ársframleiðslu á áli á Grundartanga
og gætu þessa virkjanir því staðið
undir stækkun Norðuráls í 180 þús-
und tonn.
„Ef þeir ætla að stækka um 150
þúsund tonn og sú framkvæmd
verður að veruleika seinni hluta árs-
ins 2004 þurfa þeir talsvert meira
og þurfa þá að sækja þá orku til
annarra fyrirtækja, því virkjanirnar
í neðri Þjórsá eru ekki komnar
nægilega langt. Hins vegar erum
við langsamlega fljótastir að eiga
við Norðlingaöldulónið því þar er
ekki verið að byggja nein stöðv-
arhús eða þess háttar, þar er ein-
göngu um veitu að ræða, stíflu og
jarðgöng til að koma vatninu í gegn-
um þær vélar sem til eru,“ segir
Friðrik.
Núpsvirkjun og Urriðafossvirkj-
un koma ekki til álita fyrr en eftir
2005, að sögn Friðriks. Hann segir
að í ljósi þess að ÍSAL sé farið að
huga að stækkun gætu þær virkj-
anir verið ágætur kostur til að bjóða
þegar ákvörðun liggur fyrir um
stækkun álversins við Straumsvík.
„Þeir hafa lauslega rætt við okk-
ur um möguleika en sagt okkur að
málið sé ekki komið á ákvörðunar-
stig hjá þeim. Þeir hafa einungis
sagt okkur að þeir hafi ákveðið að
fara fram með matsáætlun vegna
stækkunarinnar og hagkvæmnisat-
hugun og ætla að gera það á sama
tíma, því það gefi betri mynd af
rekstrarforsendum. Í því felst engin
ákvörðun um að stækka heldur að
kanna hvort það geti orðið hag-
kvæmt.“
Talsverðar líkur á fram-
kvæmdum við stækkun ÍSAL
Íslenska álfélagið ákvað á dög-
unum að hefja matsferli vegna fyr-
irhugaðrar stækkunar álvers ÍSAL
í Straumsvík. Fyrirhuguð stækkun
felur í sér 200 þúsund tonna fram-
leiðsluaukningu á ári í tveimur
áföngum og gæti fyrri áfangi orðið
að veruleika árið 2005 og seinni
áfanginn komist í gagnið eigi síðar
en árið 2010. Fyrirtækið hefur þeg-
ar látið kynna tillögu að matsáætl-
un, þar sem fram kemur að tíma-
setning framkvæmda muni einkum
ráðast af niðurstöðum viðræðna við
orkuframleiðendur um öflun raf-
orku og hvort af samningum verði
við Hafnarfjarðarbæ um land undir
starfsemina.
Hrannar Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi ÍSAL, sagði í samtali við
Morgunblaðið fyrir viku að tals-
verðar líkur væru á að framkvæmd-
ir við stækkun álversins yrðu að
veruleika, svo framarlega sem
stækkunin færi í gegnum þann
formlega feril sem slíkar fram-
kvæmdir þurfa að fara í gegnum.
Orkuþörf álversins mun aukast um
3.000 GWst á ári við stækkunina, en
engar formlegar viðræður hafa farið
fram við þá aðila sem gætu annað
slíkri orkuþörf.
Morgunblaðið/Golli
Bráðinni raflausn hellt í ker í álveri Norðuráls á Grundartanga.
Framleiðsla gæti
aukist um 770 þús-
und tonn næstu árin
Umræður um virkjanir og álver hafa verið í hámæli undanfarin
misseri. Bæði ÍSAL og Norðurál hafa lýst yfir áhuga á verulegri
stækkun og fallist hefur verið á byggingu verksmiðju í Reyðarfirði,
sem yrði stærsta álver landsins. Eiríkur P. Jörundsson kynnti
sér stöðu mála og hvaða virkjunarkosti er um að ræða til að
mæta gríðarlegri orkuþörf álveranna.
Áætlanir um stækkanir og byggingu nýs álvers kalla á nýtingu fjölda virkjunarkosta
eirikurj@mbl.is