Morgunblaðið - 04.09.2001, Page 12
FRÉTTIR
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
útihátíðir og stór hluti þess er
drukkinn allan tímann. Þetta vita
allir en samt sem áður fá krakk-
arnir að fara. Þetta gerist ekki ann-
ars staðar, ekki í þessum gríðarlega
mæli. Þetta er kannski hluti af
heildarpakkanum, við vitum þetta
en við gerum lítið sem ekkert í því
að breyta þessu. Það má hugsan-
lega heimfæra þetta yfir á slysa-
varnir almennt,“ heldur Brynjólfur
áfram.
Brynjólfur telur að hægt sé að
breyta þessum tölum. Hann segir
að heimaslys séu til dæmis gífur-
lega algeng og á aldrinum 0–4 ára
séu þau algengust af þessum barna-
slysum og þar séu börnin í umsjá
foreldra. Það þurfi því að gera for-
eldra aðeins meira meðvitaða um
hættur heimilisins. Hann bendir á
að koma þurfi upplýsingum um
þennan þátt betur á framfæri, líka
til verðandi foreldra, og endurtaka
síðan þegar börnin fara í skoðun á
heilsuverndarstöð. Hann tekur sem
dæmi umferðarmál. „Það er allstór
hluti fólks enn þann dag í dag sem
spennir ekki öryggisbeltin, samt er
vitað að þetta er skásta öryggis-
tækið í bifreiðum. Börnin sitja jafn-
vel laus í bílum og foreldrarnir vita
þetta, en samt eru krakkarnir laus-
ir. Kannski er það þessi rótgróni
hugsunarháttur að þetta reddist.“
Samræmd slysaskráning
að komast á laggirnar
Að sögn Brynjólfs er verið að
koma á Slysaskrá Íslands um þess-
ar mundir en það er samræmd
BRYNJÓLFUR Mogensen, svið-
stjóri slysa- og bráðasviðs Land-
spítala – háskólasjúkrahúss, kynnti
nýjar niðurstöður um fjölda slas-
aðra barna hér á landi á ráðstefnu
hjá Árvekni, átaksverkefni um
slysavarnir barna og unglinga. Þá
ræddi Sigurður Guðmundsson land-
læknir um kostnað vegna slysa og
hvort samhæfingar væri þörf í
slysavörnum. Einnig kynnti Bret-
inn Michael Hayes nýjungar í
barnaslysavörnum eða öryggismið-
stöð barna en slíkar stofnanir eru
starfræktar víðsvegar í heiminum.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Brynjólfur að barnaslys hafi fyrir
um tíu árum verið miklu algengari
hér en á Norðurlöndum og í dag
séu þau ennþá mun algengari ef
miðað sé við norrænu þjóðirnar.
„Ég skoðaði tölurnar á Norðurlönd-
um eins og þær eru í dag ekki ná-
kvæmlega, en fyrir tíu árum slas-
aðist eitt af hverjum fimm börnum í
Danmörku og eitt af hverjum níu
börnum í Noregi og Svíþjóð. Á
sama tíma slasaðist eitt af hverjum
fjórum börnum hér á landi og
ennþá slasast tæplega eitt af hverj-
um fjórum. Okkur hefur farið fram
en svona er þetta ennþá. Ef við tök-
um aldurinn fimm til níu ára þá
slasast um það bil eitt af hverjum
fimm börnum, ef við tökum ald-
urinn tíu til fjórtán ára þá slasast
eitt af hverjum fjórum og ef við tök-
um unglingana fimmtán til nítján,
þá slasast um það bil einn af hverj-
um þremur,“ segir Brynjólfur.
Hann bendir á að slysin geti verið
allt frá lítilsháttar mari upp í fjöl-
áverka eftir slæmt umferðarslys.
Alvarleiki flestra flokka sé í kring-
um tvö prósent í dag, en í umferð-
arslysum sé það hærra eða í kring-
um fimm prósent. Þetta sé hlutfall
þeirra sem þurfi að leggja inn á
spítala vegna slysa. „Áður var talan
um það bil 8–9 prósent, þannig að
við stöndum okkur betur núna.
Slysin eru ekki eins alvarleg og það
er framför en það má alltaf gera
betur.“
Skýringuna að finna
í þjóðareðlinu
Aðspurður um skýringar segir
hann að þetta sé mjög flókið. Það
geti verið að skráningin sé betri eða
að fólk leiti frekar á heilsugæslu-
stöðvar og sjúkrahús hér á landi.
„Það er hugsanlegt en ég held að
þar sé ekki mjög mikill munur. Ég
held að þetta sé svolítið í þjóðareðl-
inu. Foreldrarnir líta ekki nógu
mikið eftir börnunum, þetta er ekki
nógu innprentað í menntakerfið og
þó að margt sé gert í slysa- og for-
vörnum þá þurfum við einfaldlega
að skerpa okkur til að ná betri ár-
angri. Við þurfum að gera þjóðfé-
lagið meira meðvitað, ég held að
það sé ekki flóknara en þetta. Við
getum tekið sem dæmi, þótt það
hafi ekki einmitt með þetta að gera,
að á hverju ári hópast ungt fólk á
slysaskráning, sem mun ná yfir allt
landið. Skráin er samvinnuverkefni
heilbrigðisstofnana, lögreglu,
tryggingafélaga og fleiri aðila.
Hann segir að markmiðið með
henni sé að samræma eða auka
þekkinguna og nota hana til þess að
skerpa á forvarnarstarfi. „Það má
nota þessa þekkingu á mjög marg-
þætta vegu og ég er sannfærður um
það að þessi skráning á eftir að
skila mjög miklu. Ef við hugsum
um að slys kosta á hverju ári um
það bil þrjátíu milljarða er það
óhemju há tala og ef þessi samhæf-
ing fækkar slysum um 1% á ári, þá
erum við kannski að tala um 300
milljóna króna sparnað,“ segir
hann.
Hann telur að þing sem þetta sé
mjög þarft framtak, þar sem fjórða
til fimmta hvert barn á Íslandi slas-
ist og það sé alltof há tala. „Ég held
að við getum sett okkur það mark-
mið að fækka þessum slysum um 25
prósent á næstu tíu árum, sem ég
held að sé mjög raunhæf tala. Þá er
mjög mikið áunnið. Í dag verða
kannski rúmlega 200 slys á ungum
börnum af hverjum þúsund börn-
um. Fyrir tíu árum voru Svíar og
Norðmenn með rétt rúmlega
hundrað slys, það er gífurlegur
munur á þessum þjóðum og þessu
þurfum við að breyta. 25 prósent á
að vera okkar markmið á fyrsta
áratug þessarar aldar. Við kom-
umst náttúrlega aldrei hjá slysum
almennt en við getum fækkað þeim
í öllum aldurshópum,“ segir Brynj-
ólfur og nefnir nokkur lykilatriði í
þeirri baráttu. Það sé þessi sam-
ræmda slysaskráning, sem hann
segist sannfærður um að muni skila
miklu. Upplýsingarnar þaðan þurfi
að nota til að vekja alla til umhugs-
unar og einnig þurfi fólk að vera
meira meðvitað um ákveðnar hætt-
ur.
Sigurður Guðmundsson land-
læknir áætlar að heildarfjöldi slas-
aðra barna á Íslandi sé á bilinu 30–
35 þúsund börn á ári. Tölurnar eru
ágiskunartölur, þar sem nægilega
góðar upplýsingar um tíðni slysa á
landinu öllu eða kostnað af afleið-
ingum þeirra eru ekki til. Tölur frá
slysadeild Landspítala voru notaðar
til að heimfæra eða giska á slysa-
tíðni á landinu öllu, en Hagfræði-
stofnun Háskóla Íslands vann töl-
urnar. „30–35 þúsund börn á ári er
hrikaleg tala. Kostnaðurinn, bæði
þegar tekið er tillit til svokallaðs
persónubundins kostnaðar, kostn-
aðar sem kemur til vegna tekjutaps
vegna þess að það er dýrara að lifa
ef þú býrð við örkuml vegna slyss
og svo kostnaðar sem fellur beint á
samfélagið, sjúkrahúsin og heilsu-
gæsluna og reyndar með mjög
miklum vikmörkum, var áætlaður
einhvers staðar á bilinu 4–18 millj-
arðar á ári vegna slysa barna á
aldrinum 0–18 ára á Íslandi. Þessi
vikmörk eru reyndar mjög mikil en
sannleikurinn er væntanlega ein-
hvers staðar þarna á milli. Og jafn-
vel þó að sannleikurinn sé nálægt
neðri mörkunum, fjórum milljörð-
um, þá er hann samt skelfilegur,“
segir Sigurður. Hann bendir á að
meginástæðan fyrir því að við þurf-
um að fækka barnaslysum sé ekki
fjárhagslegi kostnaðurinn heldur sá
tollur sem angistin, sorgin og aðrar
tilfinningar leggi á okkur þegar
börnin okkar verði fyrir slysum.
Getum fækkað slysum í svipað
horf og á Norðurlöndum
Hann telur að okkur ætti að tak-
ast að fækka slysum niður í svipað
horf og er í löndunum í kringum
okkur. „Ég held að enginn viti af
hverju slys á börnum eru algengari
hér, vafalítið eru það einhverjir
félagslegir þættir sem við þurfum
að skilja betur og taka á. Við vitum
heilmikið um dreifingu slysa á Ís-
landi, litlu börnin verða fyrir slys-
um heima, eldri börnin verða fyrir
íþróttaslysum og umferðarslysum.
Svarið við þessu er kannski meiri
samþætting í starfi þeirra sem
vinna að þessu,“ segir Sigurður og
bendir á að þar komi Slysaskrá Ís-
lands inn í. Hann segir að þessi
slysaskrá verði til þess að fá yfirlit
yfir fjölda slysanna, hvað valdi þeim
og svo framvegis, þannig að við get-
um þá frekar greint orsakirnar og
beint spjótunum að þessum orsök-
um til þess að draga úr tíðninni.
Að sögn Sigurðar þarf einnig að
draga þá saman sem vinna að for-
vörnum almennt í landinu. Þá sé
hægt að samnýta hugmyndir. „For-
varnir eru kannski ekki óskaplega
ofarlega í huga margra. Það er ein-
blínt meira á það hvernig eigi að
lækna sjúkdóm sem þegar er orð-
inn í staðinn fyrir að koma í veg
fyrir hann. Þessu þarf að breyta,
þannig að við viljum draga þá sam-
an sem vinna að alls konar for-
vörnum, gegn slysum, áfengis- og
vímuefnanotkun, tóbaksvörnum,
geðrækt og fleira. Koma þessu fólki
saman undir einn hatt og mynda
forvarnarstöð,“ segir hann og telur
að það ætti ekki að vera óyfirstíg-
anlegt að koma barnaslysum í svip-
að horf og er á Norðurlöndunum.
Hann heldur því fram að 25 pró-
senta fækkun á næstu tíu árum sé
mjög raunhæf, af því að við sjáum
slysatölur sem séu 25–30% lægri í
nálægum löndum og það sé í lönd-
um þar sem þjóðfélagssamsetningin
sé kannski ekkert svo ósvipuð og
hér. „Við ættum kannski að vera
enn betur sett vegna fámennisins,
við eigum að eiga auðveldara með
að koma skilaboðum og upplýs-
ingum á framfæri. Það á að vera
auðveldara fyrir okkur að kenna
fólki og það á að vera auðveldara
fyrir okkur að mæla árangur af því
sem við erum að gera.“
Sigurður segir að ef horft sé á
barnaslysin verði að minnast á þátt
foreldra, það séu þeir og aðrir að-
standendur sem beri ábyrgðina
fyrst og fremst, ekki stjórnmála-
menn, lögreglan eða heilbrigðis-
kerfið. Aftur á móti þurfi að hjálpa
þeim að standa undir ábyrgðinni og
það sé gert með því að veita þeim
upplýsingar sem eru byggðar á ein-
hverjum skynsamlegum rannsókn-
um. „Svo er auðvitað oft langt bil á
milli þess að vita eitthvað og þess
að hegðun breytist.“
Slys á börnum algengari
hér en á Norðurlöndum
Morgunblaðið/Sverrir
Ráðstefnugestir ræddu um slysavarnir barna og nýjungar voru kynntar.
Talið er að 30 til 35 þúsund börn á Íslandi
verði fyrir slysum á hverju ári. Kynntar
voru nýjar rannsóknarniðurstöður á ráð-
stefnu um slysavarnir barna og unglinga,
þar sem fram kemur að barnaslys eru mun
algengari hér á landi en á Norðurlöndunum.
JÓHANNA Kristín Birnir (f. 4.
apríl 1969) lauk doktorsprófi í
stjórnmálafræðum frá Kaliforn-
íuháskóla í Los
Angeles (UCLA)
4. júní s.l.
Lokaritgerð
hennar heitir á
ensku „Party
System Stabiliza-
tion i New Demo-
cracies: The Ef-
fect of Ethnic
Heterogeneity on
Volatility of
Electoral Preferences.“
Leiðbeinandi Jóhönnu Kristínar
var prófessor Barbara Geddes, sem
er prófessor í samanburðarstjórn-
málafræðum við Kaliforníuháskóla
(UCLA).
Ritgerðin byggist á tölfræðileg-
um samanburðarrannsóknum Jó-
hönnu á kosningahegðun almenn-
ings í nær 60 lýðveldum og
tölfræðilegum sem og eigindlegum
rannsóknum hennar á kosninga-
hegðun minnihlutahópa í Rúmeníu,
Búlgaríu, Ekvador, Perú og Bólivíu.
Jóhanna lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
1988, BA-prófi í Latnesk-amerísk-
um fræðum frá Kaliforníuháskóla í
Irvine (UCI) 1993 og mastersprófi í
stjórnmálafræðum frá UCLA 1996.
Hún er gift David Waguespack,
Postdoctorate Fellow við UCLA, og
eiga þau von á sínu fyrsta barni.
Þau hjón fluttust nýverið til New
York fylkis, þar sem Jóhanna hefur
tekið við prófessorstöðu við New
York háskóla í Buffalo (SUNY).
Doktor í
stjórnmála-
fræðum
Jóhanna
Kristín Birnir
FÓLK
MAGNÚS Árni Magnússon lekt-
or hefur tekið við stöðu aðstoð-
arrektors Viðskiptaháskólans á Bif-
röst af Bjarna
Jónssyni.
Magnús er
fæddur 1968.
Hann lauk BA-
prófi í heimspeki
frá Háskóla Ís-
lands 1997, MA-
prófi í hagfræði
frá University of
San Francisco
1998 og MPhil-
prófi í Evrópufræðum frá Univers-
ity of Cambridge 2001. Magnús hóf
kennslustörf við Viðskiptaháskól-
ann á Bifröst haustið 2000. Magnús
Árni starfaði með námi m.a. við
stundakennslu og blaðamennsku og
sat á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn
1998–1999 sem 15. þingmaður
Reykvíkinga. Hann sat í Stúd-
entaráði HÍ 1993–1995, í stjórn
Varðbergs, félags um vestræna
samvinnu 1994–1998 og í stjórn
Þróunarsamvinnustofnunar Íslands
1993–1997. Magnús er nú formaður
íþróttafélagsins Breiðabliks í Kópa-
vogi og einn ritstjóra vefritsins
Kreml.is.
Magnús er kvæntur Sigríði
Björk Jónsdóttur listfræðingi og
eiga þau tvo syni.
Nýr aðstoðar-
rektor á Bifröst
Magnús Árni
Magnússon
♦ ♦ ♦
FJÓRAR umsóknir hafa borist
Biskupsstofu um embætti sóknar-
prests á Siglufirði en umsóknar-
frestur rann út 1. september síðast-
liðinn. Staðan verður veitt frá 1.
október.
Umsækjendur eru: Sr. Sigurður
Ægisson og guðfræðingarnir Hall-
dóra Ólafsdóttir, Stefán Már Gunn-
laugsson og Þórður Guðmundsson.
Fjórir sækja
um Siglufjörð
HARALDUR Örn Ólafsson og
þrír aðrir Íslendingar hófu um
helgina göngu á Kilimanjaro,
hæsta fjall Afríku. Í gær voru
leiðangursmenn komnir í 3.940
metra hæð og heilsast öllum vel.
Þeir hækkuðu sig um 1.000
metra og gengu í 5 klukkustund-
ir.
Fjallgangan er liður í Sjö
tinda leiðangri Haralds en hann
stefnir á að ganga á hæsta fjall
hverrar heimsálfu. Fjallið er
5.985 metrar á hæð og er á
landamærum Tanzaníu og Ken-
ýu.
Með Haraldi eru að þessu
sinni Ingþór Bjarnason, Garðar
Forberg og Steinar Þór Sveins-
son. Áætlun þeirra gerir ráð fyr-
ir að þeir nái tindinum föstudag-
inn 7. september. Í dag,
þriðjudag, ætluðu leiðangurs-
menn að aðlagast betur þunna
loftinu og halda göngunni áfram
á morgun.
Komnir í 3.940 m
hæð á Kilimanjaro